Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2010 Vefsíða vikunnar er www.goodreads.com. Þar má m.a. finna umfjallanir um þúsundir bóka 35 » Pokadýr er nýtt og spennandi tríó sem kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld. Tríóið er skipað þeim Magn- úsi Trygvasyni Elíassen á trommur, Elsu Bergman á bassa og Önju Lauvdal á píanó, en tríóið varð til í vor við djass- deild NTNU í Þrándheimi í Noregi, þar sem þau Magnús, Elsa og Anja stunduðu nám. Tríóið mun mestmegnis spila frumsamið efni á tónleik- unum í kvöld en Magnús segir að ef meðlimir þess verði í stuði gætu eitt til tvö tökulög fengið að fljóta með. Tríóið leggur áherslu á sterkar melódíur og er undir áhrifum frá Charles Mingus, Albert Ayler og Paul Bley, sem og þjóð- lagatónlist frá hinum ýmsu hornum heimsins. Magnús segir að tríóið vinni nú í því að bóka fleiri tónleika í haust eða snemma á næsta ári, bæði hér á landi og erlendis. Það sé þó snúið því bæði Elsa og Anja eru búsettar í Noregi. Upp- haflega stóð til að tríóið myndi taka upp nokkur lög hér á landi en því hefur verið slegið á frest. „Vonandi getum við tekið eitthvað uppseinna í haust,“ segir Magnús. Tríóið leggur það í vana sinn að nefna lagasmíðar sínar eftir dýrum í útrýmingarhættu á borð við túnfisk, japanskar salamöndrur og tígrisdýr. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 22 í Risinu við Tryggvagötu og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Pokadýr í Risinu í kvöld  Meðlimir tríósins koma frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð  Lögin heita eftir dýrum í útrýmingarhættu Morgunblaðið/Matthías Árni Ingimarsson Pokadýr Magnús Trygvason Elíassen spilar með nýju tríói í kvöld. Söngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir heldur djasssöngsmiðju í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi á miðvikudag kl. 10:00 til 16:00. Í smiðjunni fer Kristjana yfir helstu stílbrigði í sungnum djassi, s.s. „ballad“, „medium swing“ og „uptempo swing“ og einnig verður farið í spuna og blús. Tíu nemendur komast að en nám- skeiðið er opið til áheyrnar öllum þeim sem hafa áhuga á djasstónlist. Meðleikari Kristjönu og með- kennari er Agnar Már Magnússon, píanóleikari. Þau Kristjana og Agnar Már eru bæði starfandi kennarar við Tón- listarskóla FÍH. Nemendur þurfa að hafa stundað tónlistar- og/eða söngnám. Þá þurfa þeir að und- irbúa a.m.k. tvö lög í mismunandi stíl og hafa með sér nótur af þeim í sinni tóntegund. Djass- söng- smiðja Kristjana og Agnar Már kenna djasssöng Kristjana Stefánsdóttir Eva Mjöll Ing- ólfsdóttir leikur á næstu Sum- artónleikum Listasafns Sig- urjóns Ólafs- sonar á Laug- arnesi, sem haldnir verða annað kvöld kl. 20.30. Eva Mjöll heldur sjaldan tónleika hér á landi, því hún hefur lengst af búið og starfað erlendis, nú í New York. Hún hyggst flytja tvö fiðlutónverk af ólíkum uppruna; annars vegar eitt af þekktustu verkum J.S. Bach sem hann skrifaði fyrir fiðlu, d-moll-partítuna (nr. II BWV 1004), og hins vegar tvær tangóæfingar eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla. Eva Mjöll Ingólfsdóttir hóf fiðlu- nám sjö ára gömul og hefur stund- að nám víða um heim. Hún hefur einnig lært tónsmíðar, hljóm- sveitar-ritun og stjórn. Eva Mjöll á Sumartón- leikum Eva Mjöll Ingólfsdóttir Sýningin Frumkraftar jarðar – funandi ljós verður opnuð í dag kl. 17 í Gøgsigs Pakhus í Sindal á Jótlandi og þar má sjá lista- verk fimm íslenskra og danskra listamanna. Sýningin verður sett upp í gömlu pakk- húsi sem gert hefur verið að menningarhúsi. Til sýnis verða þæfðar ullarvörur Kömmu Nielsdóttur Dalsgaard og ker- amik eftir Ullu Holm Nielsen og Önnu Jóhannsdóttur. Sú síðarnefnda sýnir einnig myndir og slíkt hið sama gera Gitte Lis Thomsen og Rúna Kömmudóttir Tetzschner. Hinn 27. ágúst er sýningin opin frá kl. 12 til 21. Hina dagana er opið frá 12 til 17. Opnun Íslensk-dönsk sýning á Jótlandi Málverk Önnu Jóhannsdóttur Bókaútgáfan Salka endur- útgefur bókina Borða, biðja, elska (Eat, Pray, Love) eftir Elizabeth Gilbert í tilefni þess að bíómynd með Juliu Roberts í aðalhlutverki verður frum- sýnd í október. Bókin hefur selst í yfir 10 milljón eintökum um allan heim. Borða, biðja, elska er saga um konu sem skilur við mann- inn sinn og heldur af stað út í heim til að finna sjálfa sig. Bókin hefur vakið mikla athygli og situr í fyrsta sæti metsölulista New York Times eftir fjögur ár eða samtals 183 vikur. Í dag er hún í öðru sæti á lista yfir mest seldu bækur hér á landi. Bækur Tíu milljón eintök seld í heiminum Borða, biðja, elska Sviðsverkið Soft Target eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur verður frumsýnt á Reykavík Dance Festival í Reykjavík í Hafnarhúsinu hinn 1. sept- ember nk. kl. 20. Verkið verður einnig sýnt 2. september kl. 18. Soft Target verður svo sýnt í Berlín dagana 1.-3. október í Ballhaus Ost-leikhúsinu. Í tilkynningu segir að Mar- grét, dansarinn Johanna Chemnitz og textasmiðurinn Gordon Spragg tak- ist á við hugmyndina um „sjálfið“ í verkinu og brjóti niður það sem skilur viðfangsefnið frá áhorfandanum. Tónlistin í Soft Target er eftir Peter Rehberg. Sviðslist Soft Target frum- sýnt í september Margrét Sara Guðjónsdóttir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Mér finnst svo skelfilegt að sjá öll þau ljótu hús sem eru í Reykjavík og til að fá útrás fyrir gremj- una fór ég að mála myndir af borginni eins og ég vil hafa hana,“ segir Þrándur Þórarinsson sem sýnir olíumálverk í fyrrum húsnæði Skífunnar á Lauga- vegi 26. Þetta er fjórða einkasýning Þrándar og ber heitið Duttlungar. Hún stendur til 29. ágúst. Í verkunum varpar Þrándur meðal annars ljósi á Ingólfsstræti, Lækjargötu, Hljómskálagarðinn, Hverfisgötu og Pósthússtræti, auk þess sem hann verkið sýnir Íslendinga gamals tíma á útifundi á Austurvelli. „Það fór eins mikil vinna í það verk og öll hin samanlagt,“ segir Þrándur. „Myndin tengist búsáhaldabyltingunni, en ég vildi ekki gera upp- stækkaða ljósmynd af þeim atburðum, heldur setti þá í tímaleysi. Þannig hefur myndin víðari skír- skotun.“ Þrándur hefur verið að teikna og mála síðan hann var barn. Hann lærði meðal annars hjá hinum þekkta listamanni Odd Nerdrum. „Það var himna- sending fyrir mig að læra hjá honum. Nerdrum er afar sérstakur maður, á skemmtilegan hátt,“ segir hann. hefur málað útifund á Austurvelli og garðinn við listasafn Einars Jónssonar. Einnig er á sýningunni portret sería sem Þrándur gerði sem forvinnu að útifundinum á Austurvelli og einnig hefur Þrándur málað sjálfan sig í gervi amtmanns. Segja má að gamall tími og fagurfræði séu í fyr- irrúmi á myndunum. „Þetta er það sem heillar mig mest, ég er síður fyrir nútíma arkitektúr,“ segir Þrándur.„Mér finnst allt í lagi að fólk segi að mál- verkin séu gamaldags, ég vildi síður að það segði þau hefðbundin því það er engin hefð fyrir svona málverkum hér á landi.“ Nokkur málverkanna eru mjög stór, en stærsta Duttlungar Þrándar  Þrándur Þórarinsson sýnir olíumálverk af Reykjavík eins og hann vill sjá hana  Búsáhaldabyltingin sett í tímaleysi  Var nemandi Odd Nerdrum Morgunblaðið/Ernir Duttlungafullur Þrándur Þórarinsson fyrir framan stærsta málverkið á sýningunni sem er af útifundi á Austurvelli. „Myndin tengist búsáhaldabyltingunni en ég vildi ekki gera uppstækkaða ljósmynd af þeim atburðum heldur setti þá í tímaleysi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.