Morgunblaðið - 23.08.2010, Page 40

Morgunblaðið - 23.08.2010, Page 40
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Handtekin fyrir ósiðlegan dans 2. „Nú þarf Geir Waage að hætta“ 3. Grindvíkingar unnu toppliðið 4. „Vissi að það kæmi eitthvað“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjölmenni var í miðborg Reykjavík- ur á laugardaginn þar sem boðið var upp á fjölbreytta skemmtun í sann- kallaðri menningarveislu eins og sjá má á myndum ljósmyndara Morg- unblaðsins. »36 Morgunblaðið/Eggert Menningarveisla á Menningarnótt  Hljómsveitin Feldberg mun spila á tónleikum í Scandinavian House í New York annan desember næstkom- andi. Sveitina stofnuðu þau Einar Tönsberg og Rósa Birgitta Ísfeld snemma árs 2009 og gaf Cod Music út plötuna Don’t be a Stran- ger sama ár. En þar má m.a. finna stór- smellinn Dreamin’. Feldberg í Scand- inavian House  Tríóið Pokadýr kemur fram á Jazzhátíð Reykja- víkur í kvöld. Um fjölþjóðlegt tríó er að ræða, en með- limir þess eru frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Magnús Trygvason Elías- sen trommuleikari segir að í kvöld verði spilað frum- samið efni og kannski eitt eða tvö tökulög. »31 Pokadýr á Jazzhátíð Reykjavíkur Á þriðjudag og miðvikudag Norðaustan 3-8 m/s og bjart með köflum, en skúrir NA-til og einnig syðst á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SV-lands. Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en stöku skúrir aust- ast. Hiti svipaður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 og rigning á NA- og A-landi, en léttir til SV-lands. Hægari vindur og úrkomuminna síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-til. VEÐUR Tveir leikir fóru fram í Pepsídeild karla í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Topplið ÍBV tapaði fyrir Grindavík 0:1 í miklum rokleik í Vest- mannaeyjum. Gott gengi Grindvíkinga eftir að Ólafur Örn Bjarnason sneri heim heldur því áfram. Ríkjandi meistarar FH unnu Fylki 4:2 eftir að hafa lent 0:2 undir í Kaplakrika. FH er í toppbar- áttunni en Fylkir nálgast botnliðin. »2-3 Eyjamenn töpuðu á heimavelli Björn Margeirsson, Íslandsmeist- arinn í maraþonhlaupi karla, ætlar ekki að leggja áherslu á greinina fyrr en eftir nokkur ár og stefnir að frek- ari árangri í 1.500 m hlaupi fyrst. Hann varð fyrstur Íslendinga til að vinna Reykjavíkurmaraþonið frá árinu 1984. »8 Fer í maraþonið á fullu eftir nokkur ár Sigurður Ragnar Eyjólfsson, lands- liðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segist í samtali við Morgunblaðið í dag hafa áhuga á því að halda áfram að stýra liðinu. Samningur Sigurðar rennur út í haust en hann hefur þjálf- að liðið í fjögur ár með frábærum ár- angri. Ítarlega er fjallað um lands- leikinn gegn Frökkum í blaðinu í dag en Frakkar sigruðu 1:0. »4-5 Sigurður Ragnar segist tilbúinn að halda áfram ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ferðamönnum býðst nú að fara í ferð á Hvítá á sérbúnum hraðbát, sk. árþotu (riverjet) sem kemst upp í 75 kílómetra hraða á klukku- stund. Tveir Norðmenn komu í sumar á fót hraðbátafyrirtæki við ána, hinu fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Að sögn Ingrid Tho, markaðs- stjóra Iceland Riverjet, fengu hún og sambýlismaður hennar Cato Bergnord augastað á Hvítá þegar þau komu hingað sem ferðamenn og fóru Gullna hringinn svokall- aða. „Þá sáum við að þetta væri fullkominn staður til að reka svona báta,“ segir hún. Bergnord hefur áður rekið flúðasiglingafyrirtæki í Noregi en Tho segir vélknúin farartæki ekki leyfileg á ám í Noregi og því hafi þau þurft að leita út fyrir land- steinana með fyrirtæki sitt. Farþegar séu minnst tíu ára Árþoturnar taka ellefu farþega en stjórn bátanna er í höndum starfsmanna fyrirtækisins. Hver ferð tekur alls um tvo tíma en þar af eru 50 mínútur á ánni, að sögn Tho. „Við gerum engar sér- stakar kröfur til líkamlegs styrks þeirra sem vilja koma í slíka ferð, aðrar en að þeir séu orðnir tíu ára. Við siglum bátnum og far- þegarnir detta ekki ána eða henda sér niður af klettum. Þetta er ekki öfgakennt á nokkurn hátt og ekki hættulegt. Fólk á bara að geta sest í bátinn, slappað af og notið útsýnisins og skemmtunar- innar.“ Á 75 kílómetra hraða á Hvítá Kraftur Það er mikið fjör í árþotuferðunum en bátarnir geta tekið allt að ellefu farþega sem þurfa lítið annað að gera en að halda sér fast.  Tveir Norðmenn reka nýja hraðbátaþjónustu sem hóf starfsemi í sumar  Í fyrsta sinn sem boðið er upp á ferðir í sérhönnuðum árþotum í Evrópu Þótt árþoturnar hafi ekki sést áður í Evrópu eru þær vel þekktar á Nýja-Sjálandi þar sem þær eru upprunnar. „Þær eru sérhannaðar til að sigla á grunnum ám og geta farið upp í 75 kílómetra hraða á klukkustund,“ útskýrir Tho en bátana drífur 420 hestafla vél. „Þetta eru eins konar fjórhjólatrukkar bátanna.“ Að hennar sögn þurfa farþegar að vera minnst 130 sentimetrar á hæð til að ná í handföngin fyrir framan sig svo þeir geti haldið sér fast og því sé gerð krafa um 10 ára lágmarksaldur þeirra. „En þetta er ekki hættu- legra en t.a.m. flúðasiglingar.“ Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að Siglingastofnun hafi samþykkt öryggisáætlun þess. Þau Bergnord og Tho hyggjast halda rekstrinum úti allt árið. „Við ger- um ráð fyrir færri siglingadögum yfir vetrartímann en vonumst til að geta haldið þessu úti eins oft og lengi og mögulegt er.“ Eins konar fjórhjólatrukkar SÉRHANNAÐIR FYRIR GRUNNAR ÁR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.