Morgunblaðið - 02.09.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
samgöngu-, dóms- og mannúðar-
málum, en ljóst er að Gylfi Magn-
ússon, Ragna Árnadóttir og Álf-
heiður Ingadóttir hverfa úr
ríkisstjórn í dag.
Óánægja með að Kristján víki
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er mikil óánægja með það
hjá ákveðnu samfylkingarfólki að
Kristján Möller víki úr ríkisstjórn.
Bent er á það að hann sé sá eini
sem eftir sé í ríkisstjórninni sem
hafi átt pólitísk bakland í Alþýðu-
flokknum gamla, þ.e. sé krati. Jó-
hanna eigi vitanlega sama kratíska
bakgrunninn en enn eru margir
sem minnast þess þegar hún klauf
Alþýðuflokkinn og stofnaði Þjóð-
vaka. Aðrir í ríkisstjórn, eftir að
Gylfi og Ragna hætta, séu allir upp-
aldir í gamla Alþýðubandalaginu.
„Það er bara búið að þurrka út
krata og kvennalistakonur. Það eru
bara gamlir kommar eftir,“ sagði
einn viðmælandi í gær.
Þá er megn óánægja með það í
Samfylkingunni að Jón Bjarnason
sitji áfram sem ráðherra, eftir að
Ögmundur Jónasson kemur inn, því
ekki eiga þingmenn Samfylkingar-
innar von á því að friðvænlegra
verði við ríkisstjórnarborðið eftir að
fjölgar við það úr áánægjuarmi VG.
Þau Steingrímur J. Sigfússon og
Jóhanna Sigurðardóttir munu telja
að ríkisstjórninni takist að afgreiða
frumvarpið um stjórnarráðið fyrir
áramót, en stjórnarandstöðuþing-
menn, sem rætt var við í gær, voru
ekki sömu skoðunar.
Jón og Katrín út fyrir áramót?
Ríkisstjórnin mun miða við það
að Jón Bjarnason hætti sem sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
fyrir áramót og til verði eitt at-
vinnuvegaráðuneyti, þ.e. ráðuneyti
iðnaðar, sjávarútvegs og landbún-
aðar. Því eru áform um það innan
ríkisstjórnarinnar að bæði Jón
Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir
hætti fyrir áramót sem ráðherrar
og að hið nýja atvinnuvegaráðu-
neyti verði eftir það á forræði VG.
Þannig er áformað að ráðherrar í
ríkisstjórninni verði níu og ráðu-
neytin tólf.
Það mun ekki síst vera vegna
þessa sem kynjahlutfallið er að
þvælast fyrir Samfylkingunni og
hugmyndin um Oddnýju Harðar-
dóttur nýtur nú nokkurs fylgis þar
sem við blasir að á næstu mán-
uðum hverfi Katrín Júlíusdóttir
einnig úr ráðherrastól.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundað Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um ýmis mál í gær en Alþingi verður sett klukkan hálf tvö í dag.
Kynjahlutfallið þvælist
fyrir Samfylkingunni
Áform um að Jón Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir hætti
Ráðherraskipti
í ríkisstjórn
Íslands
Álfheiður Ingadóttir
Tók við embætti heilbrigðis-
ráðherra 1. október 2009
Gylfi Magnússon
Tók við embætti
efnahags- og viðskipta-
ráðherra 1. febrúar 2009
Kristján L. Möller
Tók við embætti
samgönguráðherra
24.maí 2007
Ragna Árnadóttir
Tók við embætti dómsmála- og mann-
réttindaráðherra 1. febrúar 2009.
Guðbjartur Hannesson
Er formaður fjárlaganefndar
Breytingar á ríkisstjórninni sem væntanlega verður
gengið frá í dag samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Ögmundur
Jónasson
Var ráðherra frá
1. febrúar 2009 til
1. október 2009
Árni Páll Árnason
Tók við embætti
félagsmálaráðherra
10.maí 2009
INN
INN
ÚT
ÚT
ÚT
ÚT
Fær nýtt
embætti
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ekki reyndist það jafnauðvelt og
búist hafði verið við í fyrradag fyrir
Jóhönnu Sigurðardóttur, formann
Samfylkingarinnar og forsætisráð-
herra, að gera tillögur um breyt-
ingar á ráðaherraskipan Samfylk-
ingarinnar í gær. Eins og kom
fram í Morgunblaðinu í gær var
talið fullvíst að forsætisráðherra
myndi gera tillögu um að Guðbjart-
ur Hannesson kæmi nýr inn í rík-
isstjórnina og að hann yrði velferð-
arráðherra, ráðherra yfir
heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyt-
um.
Talið kom til álita að Oddný
komi inn en ekki Guðbjartur
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er málið ekki talið svo
einfalt í Samfylkingunni þar sem
þá yrði kynjahlutfallið ekki lengur
jafnt í ráðherraliðinu.
Því mun það koma til álita að það
verði Oddný Harðardóttir en ekki
Guðbjartur sem komi ný inn í rík-
isstjórn ásamt Ögmundi Jónassyni
sem verður innanríkisráðherra yfir
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Biðlaunaréttur ráðherra sem lætur af
störfum er ýmist þrír eða sex mán-
uðir, eftir því hversu lengi þeir hafa
verið í embætti. Hafi ráðherra verið
skemur en eitt ár í starfi fær hann
þriggja mánaða biðlaun en hafi hann
verið ráðherra í eitt ár eða lengur er
biðlaunarétturinn sex mánuðir, sam-
kvæmt upplýsingum frá forsætis-
ráðuneytinu.
Biðlaun eru jafnhá ráðherra-
launum.
Byrjar strax að líða
Réttur til biðlauna reiknast frá
þeim degi sem ráðherrar láta af emb-
ætti, að sögn Óðins H. Jónssonar,
skrifstofustjóra í forsætisráðuneyt-
inu.
Miðað við þessar upplýsingar þá
fær ráðherra, sem lætur af embætti
2. september, ráðherralaun fyrir
fyrstu tvo dagana í september en bið-
laun eftir það. Biðlaunagreiðslum
þessa ráðherra yrði lokið frá og með
1. mars 2011.
Taki ráðherra við öðru starfi í
þjónustu ríkisins eða annars aðila áð-
ur en þriggja eða sex mánaða tíminn
er liðinn falla biðlaunagreiðslur niður
ef launin í nýja starfinu eru jöfn eða
hærri en þau sem hann hafði áður. Ef
launin í nýja starfinu eru lægri skal
hann fá launamismuninn greiddan
þar til þriggja eða sex mánaða tíma-
bilinu er náð, s.s. ef um þingstörf er
að ræða, þá greiðist aðeins mis-
munur.
Þegar aðstoðarmaður ráðherra
lætur af störfum um leið og ráðherra
á hann rétt á ígildi biðlauna í þrjá
mánuði frá þeim degi sem hann lætur
af störfum. Fari hann í annað starf
hjá ríkinu á hann ekki rétt á biðlaun-
um.
Laun ráðherra eru 855.000 krón-
ur á mánuði, að meðtöldu þingfar-
arkaupi sem er 520.000 krónur á
mánuði skv. úrskurði kjararáðs.
Heildarlaun forsætisráðherra
eru 935.000 krónur á mánuði.
Ráðherrar sem
hætta fá biðlaun
í sex mánuði
Falla niður ef nýtt starf er betur launað
er byrjuð
ÚTSALAN
20-50%
afsláttur
Gylfi Magnússon og Ragna
Árnadóttir urðu ráðherrar
þegar ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna tók
við völdum 1. febrúar 2009.
Sú ríkisstjórn sat í rúmlega
þrjá mánuði, með stuðningi
Framsóknarflokksins.
Í aðdraganda kosninga
2009 og í stjórnarmynd-
unarviðræðum sögðu for-
menn ríkisstjórnarflokkanna
ítrekað að þau Gylfi og Ragna
hefðu staðið sig vel og svo fór að þau voru áfram ráðherrar í meiri-
hlutastjórn þessara flokka. Þegar sú stjórn tók við völdum, 10. maí 2009,
fjölgaði ráðherrum úr 10 í 12.
Ragna og Gylfi eru ekki alþingismenn og hafa bæði verið fagráðherrarnir
í ríkisstjórninni. Skoðanakannanir hafa jafnan sýnt mikinn stuðning við
störf þeirra. Í Þjóðarpúlsi Gallup frá því í apríl á þessu ári kom fram að mest
ánægja var með þeirra störf, um 65% sögðust ánægð með störf Rögnu og
49% sögðust ánægð með störf Gylfa. Einnig má nefna að í Þjóðarpúlsinum
í júní mældist 75% stuðningur við fækkun ráðuneyta og var stuðningurinn
sérstaklega mikill meðal kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna.
Gylfi var dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og Ragna var skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Afar sjaldgæft er að ráðherrar séu ekki
þingmenn. Frá árinu 1919 hafa verið 19 ráðherrar sem ekki eru jafnframt
þingmenn. Síðastliðna hálfa öld hafa verið skipaðir fimm utanþings-
ráðherrar. Í 51. grein stjórnarskrárinnar er sérstaklega gert ráð fyrir því að
ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn.
Úr háskóla og ráðuneyti
VINSÆLIR RÁÐHERRAR SÓTTIR ÚT FYRIR ALÞINGI
Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon