Morgunblaðið - 02.09.2010, Page 8

Morgunblaðið - 02.09.2010, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Þrautseigja Steingríms J. Sigfús-sonar formanns VG og Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylk- ingarinnar hefur orðið til þess að nú eru fulltrúar þeirra „sestir að samn- ingaborði“ í Hollandi til að reyna að knýja fram „samning“ við Hollend- inga og Breta um greiðslu íslenskra skattgreiðenda á annarra manna skuld.     Það þurfti mik-inn og ein- beittan brotavilja af hálfu Stein- gríms og Jóhönnu til að ná þessum fundi enda hafa rökin gegn þeim alltaf verið skýr. Aldrei þó jafn skýr og nú.     Nú er svo komið að svo að segjaallir sem til þekkja og allar stofnanir sem máli skipta, innlendar og erlendar, telja að engin ríkis- ábyrgð hafi verið á Icesave- reikningunum.     Steingrímur sjálfur hefur viður-kennt að íslenska ríkinu beri engin lagaleg skylda til að greiða þessa reikninga.     Þegar nánast óumdeilt er orðið aðÍsland ber ekki ábyrgð á greiðslum vegna Icesave, hvernig má þá vera að ríkið haldi áfram við- ræðum við óbilgjarna kröfuhafana um að greiða engu að síður?     Er það virkilega svo að Stein-grímur lætur sig ekki aðeins hafa það að samþykkja umsókn að ESB og aðlögunarviðræður við sam- bandið fyrir ráðherrastól, heldur er einnig tilbúinn að láta skattgreið- endur bera skuldaklafa um langt árabil í sama tilgangi?     Hversu dýr telur Steingrímur aðráðherrastóll hans megi verða? Steingrímur J. Sigfússon Ólögmætar viðræður hafnar á ný Veður víða um heim 1.9., kl. 18.00 Reykjavík 15 skýjað Bolungarvík 16 alskýjað Akureyri 15 skýjað Egilsstaðir 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 13 skýjað Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 18 heiðskírt London 18 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 17 léttskýjað Moskva 7 skýjað Algarve 27 léttskýjað Madríd 26 skýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 15 skýjað Montreal 28 heiðskírt New York 33 heiðskírt Chicago 23 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:14 20:42 ÍSAFJÖRÐUR 6:12 20:54 SIGLUFJÖRÐUR 5:54 20:37 DJÚPIVOGUR 5:41 20:13 Björn Ingvarsson, fyrr- verandi yfirborgardóm- ari í Reykjavík og lög- reglustjóri á Kefla- víkurflugvelli, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 28. ágúst sl., 93 ára að aldri. Björn fæddist í Reykjavík 20. maí 1917, sonur Ingvars Guðjóns- sonar, skipstjóra og út- gerðarmanns í Kaup- angi í Eyjafirði, og Jónínu Björnsdóttur, húsfreyju og prestsfrú- ar á Laugalandi í Eyja- firði. Stjúpfaðir Björns var Benja- mín Kristjánsson, prestur og prófastur á Syðra-Laugalandi. Björn varð stúdent frá MA 1938 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1944. Héraðsdóms- lögmaður varð Björn í júlí 1946. Björn sótti námskeið hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 1949 og dvaldi við nám í Genf og London ár- in 1953-54 þar sem hann kynnti sér meðferð afbrotaunglinga. Björn var í Nato Defence College í Róm 1973. Að loknu lagaprófi bjó Björn í Kaupangi í Eyjafirði og fékkst við lögfræðistörf, útgerð og búskap árin 1944-47. Björn flutti síðan ásamt konu sinni til Hafnarfjarðar og tók við starfi fulltrúa hjá bæjarfógetanum í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Árið 1954 var Björn settur lög- reglustjóri á Keflavík- urflugvelli og sinnti því starfi til ársloka 1973. Björn var skip- aður yfirborgardóm- ari í Reykjavík 1974 og starfaði þar til árs- ins 1987 er hann lét af störfum sökum ald- urs. Björn var mikill hestamaður meðan honum entist heilsa, hann gegndi formennsku í hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði árið 1964 og fyrir störf sín í þágu félagsins var hann gerður að heiðursfélaga. Björn var gerður að heiðursfélaga í American Judge’s Association árið 1979 og var sæmdur heiðursskildi af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli er hann lét af störfum lögreglustjóra. Eiginkona Björns var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja. hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Ingvar lögfræðingur, fæddur 1944, látinn 1997, Þorsteinn prentari, fæddur 1945, og Björn kaupmaður, fæddur 1947, látinn 2009. Barnabörnin eru níu. Andlát Björn Ingvarsson Neskaupstaður | Hjallaskógur í Neskaupstað nýtur sívaxandi vin- sælda sem útivistarsvæði. Mörg leynifélög hafa aðsetur í skóg- inum og fullorðnir bisa við að halda sér í formi með því að hlaupa og ganga skógarstígana. Þessa dagana keppast menn svo við að lesa ber. Skólarnir eru líka duglegir að nýta skóginn til hvers konar fræðslu- og skemmtiferða. Fyrir tveimur árum fékk Nes- skóli úthlutað svæði í skóginum til afnota og hafa kennarar síðan þá notað tækifærið og aflað sér þekkingar um útikennslu. Um liðna helgi lærðu kennarar í Fjarðabyggð og aðrir áhugamenn listina að elda úti við opinn eld í Hjallaskógi. Það var Guðmundur Finnbogason frá Útieldhúsi sem sá um kennsluna, en námskeið hans hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Fullbókað var á nám- skeiðið og komust færri að en vildu. Leynifélög halda til í Hjallaskógi Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Eldað utandyra Í Hjallaskógi er ágætis útieldhús sem margir sýna áhuga. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Síminn kynnti í dag verðbreyt- ingar á þjónustu sinni sem taka gildi frá og með 1. október næst- komandi. Síminn segir áhrif breyting- anna vera 4,5% hækkun á með- alreikningi heimils. Tafla með verðbreytingunum hefur verið birt á vefsíðu Símans. Með verðbreytingunni sem tekur gildi 1. október hefur þjónusta Símans hækkað 13,8% síðastliðna 24 mánuði. Rukka fyrir netreikninga Síminn byrjar þá að rukka fyrir netreikninga en við- skiptavinum hefur hingað til boðist að fá reikning sinn birtan í heima- banka sínum í stað þess að fá hann sendan heim til sín. Seðilgjaldið er 250 kr. og helst óbreytt en net- reikningurinn, sem áður var gjald- frjáls þjónusta, kostar nú 60 kr. Margrét Stefánsdóttir, for- stöðumaður samskiptasviðs Sím- ans, segir óhjákvæmilegt að inn- heimta seðilgjald á netreikninga. „Við sáum fyrir okkur fyrst að þetta gæti verið ókeypis en svo er það bara þannig að það er kostn- aður í þessu fyrir okkur. Verðið er ekki jafn hátt og kostnaðurinn er fyrir okkur en við sáum bara, því miður, að við þurfum að setja þetta gjald á en það er miklu lægra en það sem er sett á seðlana. Þetta er bara svona, það kemur þarna kostnaður frá bankanum.“ Þá lækkar verð á símtölum úr heimasíma í alla farsíma og einnig úr farsíma í farsíma í öðrum kerf- um. Sú verðlækkun tók gildi í gær. Símreikningar hækka um 4,5%  Ný verðskrá tekur gildi 1. október Síminn Hækkar verðskrá sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.