Morgunblaðið - 02.09.2010, Side 34
34 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
Börn & uppeldi
B0r
n og
upp
eldi
Þann 10.september gefurMorgunblaðið út sérblað
tileinkað börnum og uppeldi.
Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í
tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum.
MEÐAL EFNIS:
Öryggi barna innan og utan heimilis.
Barnavagnar og kerrur.
Bækur fyrir börnin.
Þroskaleikföng.
Ungbarnasund.
Verðandi foreldrar.
Fatnaður á börn.
Gleraugu fyrir börn.
Þroski barna.
Góð ráð við uppeldi.
Umhverfi barna.
Námskeið fyrir börnin.
Barnaskemmtanir.
Tómstundir fyrir börnin.
Barnamatur.
Barnaljósmyndir.
Ásamt fullt af spennandi efni
um börn
–– Meira fyrir lesendur
SÉ
RB
LA
Ð
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 6. september.
„Eiginlega yfirþyrmandi“
„Mikill heiður“ segir Björk
Guðmundsdóttir, nýbakaður
handhafi Polar-verðlaunanna
Ástríða „Maður fann að þau hafa raunverulegan metnað fyrir þessu og alvöru áhuga á tónlist,“ segir Björk Guðmundsdóttir,
handhafi Polar-verðlaunanna árið 2010, um aðstandendur verðlaunanna.
VIÐTAL
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„Þeir höfðu samband við mig fyrir nokkuð mörgum mánuðum,“ lýsir
Björk fyrir blaðamanni í gegnum símann þegar hann innir hana eft-
ir viðbrögðum við herlegheitunum. „Það var í mars, ef ég man rétt.
Þetta kom mér mikið á óvart. Þessi verðlaun hafa afskaplega gott
orðspor á sér og eru öðruvísi en önnur verðlaun í þessum geira.“
Djudjudjudju
Björk segir að það hafi verið virkilega gaman að sækja sjálfa há-
tíðina og hún hafi skorið sig úr flestum þeim athöfnum sem hún hef-
ur sótt í þessum geira.
„Venjulega er þetta svo rosalega mikill „sjóbiss“. Allt er stílíserað
í tætlur, allir söngvarar „mæma“ o.s.frv. Þessar hátíðir eru farnar
að snúast afskaplega lítið um tónlist. Hér var búið að koma fyrir
heilli sinfóníuhljómsveit sem hafði verið að æfa sig í marga mánuði.
Það var búið að útsetja lögin mín upp á nýtt og hljómburðurinn í
salnum var virkilega góður. Þannig að þessi verðlaunahátíð snerist
um það sem skiptir máli …Tónlist (segir hún með áherslu).“
Á verðlaunaafhendingunni voru þrjú lög Bjarkar flutt af sænsk-
um tónlistarmönnum. Poppstjarnan Robyn söng „Hyper-Ballad“,
hljómsveitin Wildbirds & Peacedrums lék „Human Behaviour“ og
Ane Brun söng „Jóga“. Brun og Wildbirds & Peacedrums hafa leik-
ið hér á landi og svo er Íslandsvinaþrenningin fullkomnuð er Robyn
kemur hingað á Airwaves í haust.
„Það var gríðarlegur metnaður í þessu öllu saman,“ segir Björk.
„Lögin voru endurútsett og þau voru í nýjum og frumlegum útsetn-
ingum. Það var líka mjög gaman að heyra tónlist Morricone flutta á
tónleikum. Það var einhver atvinnublístrari fenginn til að aðstoða
við flutninginn (hlær og fer að syngja) svona dujudujudujuduju (frá
blaðamanni: hendið einum spagettívestra í tækið og þá vitið þið hvað
hún á við). Síðan kom hrópið þarna: „We can fight!“. Það var alveg
stórkostlegt að hlusta á þetta svona.“
Setið og grátið
Björk segir að gaman hafi verið að hitta hópinn sem stendur að
verðlaununum, en börn Stikkans Anderson, Abba-mógúlsins sem
stofnaði til verðlaunanna, sjá um utanumhald og rekstur.
„Maður finnur fyrir mikilli virðingu og bara ást og ástríðu,“ segir
hún. „Þau eru í þessu allt árið um kring og maður fann að þau hafa
raunverulegan metnað fyrir þessu og alvöru áhuga á tónlist.“
Hún segir dálítið erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem bærðust
með henni er hún sat á fyrsta bekk og hlustaði á allt þetta fólk votta
henni og tónlist hennar virðingu sína.
„Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja …mér fannst þetta mikill
heiður. Ég sat eiginlega bara og grét út í eitt (hlær). Ég var mikið að
passa mig á því að farðinn héldist nú á sínum stað. Það var eiginlega
yfirþyrmandi að sitja alveg uppi við sviðið og fylgjast með þessum
söngkonum syngja þessi lög mín. Það var eins og þær væru að
syngja beint til mín. Ég áttaði mig á því að ég væri að upplifa eitt-
hvað mjög sérstakt, eitthvað sem hendir mann bara einu sinni á æv-
inni.“
Rétt að byrja
Björk er yngsti handhafi verðlaunanna frá upphafi.
„Já, mér finnst það dálítið sérstakt, verð ég að viðurkenna. Morri-
cone er t.a.m. kominn yfir áttrætt. Mér finnst eins og það sé verið að
verðlauna fólk fyrir ævistarfið og ég hef aldrei hugsað um minn feril
sem einhverja heild. Ég bara geri þetta og þetta, og síðan geri ég
þetta og þetta. Ég get ekki horft á þetta í einhverju samhengi, mér
líður eins og ég sé rétt að byrja. Ég eiginlega get ekki sett hausinn
utan um þetta …þetta var frekar stórt allt saman.“