Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 36
Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Það fengu eflaust margir fiðrildi í magann af spenningi þegar tilkynnt var um komu Alexanders Rybaks, Pauls Potts og Jóhönnu Guðrúnar á jólatónleika Björgvins Halldórs- sonar sem fara fram í byrjun desem- ber. Mikil leynd hefur hvílt yfir gestalistanum fram til þessa en sam- kvæmt Ísleifi, framkvæmdastjóra Bravó, er hann nú óðum að taka á sig lokamynd. „Þetta verður blanda af klass- ískum söngvurum, poppurum og rokkurum. Við ætlum að blanda þeim saman og búa til flotta og skemmtilega dúetta. Við látum kannski popparana syngja klassík og klassísku söngvarana syngja popp.“ Að sögn Ísleifs verða eilitlar breytingar á tónleikunum í ár. „Við opnum aðeins fyrir það að það verði ekki allt jólalög. Að sjálf- sögðu verða þetta jólatónleikar því níutíu prósent laganna verða jólalög. Við verðum með gesti sem eru rosa- lega þekktir fyrir ákveðin lög og þeir geta varla ekki flutt þau,“ segir Ís- leifur og hlær við. Það er ljóst að aðdáendur þeirra Potts og Rybaks verða ekki sviknir. Enn á eftir að tilkynna einn er- lendan gest og tvo íslenska sem bæt- ast við þennan sannkallaða stjörnu- hóp Björgvins, en nöfnum þeirra verður ljóstrað upp á næstu dögum. Innlendir gestir:  Gissur Páll Gissurarson  Haukur Heiðar Hauksson  Helgi Björnsson  Jóhanna Guðrún Jónsdóttir  Kristján Jóhannsson  Ragnhildur Gísladóttir  Valgerður Guðnadóttir  Kemur í ljós  Kemur í ljós Erlendir gestir:  Alexander Rybak  Paul Potts  Kemur í ljós Bó staðfestir íslenska gesti  Ragga Gísla, Helgi Björns og Kristján Jóhanns á meðal gesta á jólatónleikum Morgunblaðið/Eggert Bó Enn eru nöfn þriggja gesta á huldu en þau verða afhjúpuð innan tíðar. Paul Potts MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI Ástin blómstrar á vínekrum Ítalíu í þessari hjartnæmu mynd Ástin á ávallt skilið annað tækifæri HHH / HHHH R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES HHH / HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY 7HHHH „Hinn fullkomni sumarsmellur“ - W.A. San Francisco Chronicle FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI NICOLASCAGE - JAYBARUCHEL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI 7 BESTA SKEMMTUNIN STEP UP 3 3D kl.5:403D -83D -10:203D 7 LETTERS TO JULIET kl.8 -10:20 L HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl.63D L THE SORCERERS APPRENTICE kl.8 -10:20 7 HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl.6 L SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.6 L INCEPTION kl.7 -8-10 L INCEPTION kl.7 -10 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA / K STEP UP 3 3D kl.5:403D -83D -10:203D 7 LETTERS TO JULIET kl.8 L HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl.63D L THE LAST AIRBENDER kl.10:50 10 BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT... Ef þú fílar So You Think You Can Dance þá áttu eftir að ELSKA STEP UP Twitch ásamt öðrum dönsurum úr So You Think You Can Dance sýna hæfileikana sýna í nýjustu og bestu Step Up myndinni til þessa og nú í 3D Fyrsta lagið á nýjasta diski Klaxons lofaði góðu um fram- haldið, lagið „Echoes“ minnti mig á tónlist Mew og annarra álíka sveita sem ég hef miklar mætur á. Lag númer tvö, „The Same Space“, er líka mjög flott, næstu þrjú lög eru áheyrileg en síðan er hinn tíu laga diskur eiginlega búinn að mínu mati. Til- raunarokk Klaxons skortir eitt- hvað grípandi, sum lögin eru svo ruglingsleg og ofhlaðin að þau eru ekki á hlustandi. Það verður ekki af Klaxons tekið að þetta er hljómsveit með sinn eigin tón, ekki er hægt að setja sveitina í in- die-flokkinn og verður að hrósa henni fyrir frumlegheit og að láta ekki fallast í þá freistni að búa til grípandi útvarpsvæn lög. Frum- raun Klaxons Myths of the Near Future kom út fyrir þremur árum og vakti mikla athygli, Surfing the Void var beðið með mikilli eft- irvæntingu og eflaust einhverjir sem eru ánægðir með afraksturinn en ég fékk bara höfuðverk eftir nokkrar hlustanir. Klaxons – Surfing the Void bbnnn Ofhlaðið rugl Ingveldur Geirsdóttir Grænlenska hljóm- sveitin Nanook (nafnið þýðir ís- björn) er Dikta heimalands síns, þ.e. sú sem mest- um vinsældum hef- ur átt að fagna á árinu ef litið er til sölu á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, þeirri sem hér skal rýnt í. Og skal engan furða að Nanook sé vinsæl hljómsveit, hér er úrvals nýbylgju- rokk á ferð og flutt af mikilli ástríðu og skal þá sérstaklega nefndur fagur söngur bræðranna Christians og Frederiks Elsners. Segja má að tón- listin sé í anda fyrrnefndrar Diktu og Radiohead, dramatísk en þó jafn- framt hlýleg. Segja má að platan sé kaflaskipt, allt frá einföldum kassa- gítarflutningi með angurværum söng yfir í tilfinningaþrungið rokk þar sem raddböndin eru þanin til hins ýtrasta af miklum krafti. Bræð- urnir syngja á grænlensku, sem er skemmtilegt tungumál að hlýða á, og plús fær Nanook í kladdann fyrir að þýða textana á ensku. Fyrirtaks- plata hjá hljómsveit Grænlands. Ástríðufull- ur ísbjörn Nanook – Swqinitta Qinn- gorpaatit bbbbn Helgi Snær Sigurðsson Katy Perry á í afar ástríðufullu sam- bandi við lafði Frægð; þessi prinsessa gulu pressunnar er með alla öngla úti í þeim efnum og hefur náð að staðsetja sig rækilega á rauðum dreglum þessa heims og þess næsta ábyggilega líka. Meðfram þessu gerir hún tónlist og spurningin óhjákvæmilega er: stendur hún jafnfætis afrekum hennar í „takið eftir mér!“-flippinu? Slíkt er sannanlega hægt og fjöl- mörg dæmi í tónlistarsögunni þar um. Madonna og Amy Winehouse eru líklega skýrustu dæmin um al- vörutónlist í bland við sviðsljós- bundin fíflalæti. Því miður fellur hin íðilfagra Perry ekki í þennan flokk. Lady Gaga hefur t.a.m. sýnt stór- kostleg tilþrif í samslætti flottrar tónlistar og glúrinnar ímyndarvinnu en Perry er engin Gaga, þó að hún stefni leynt og ljóst að því að standa henni jafnfætis. Meginvandinn er að Perry reynir of mikið og það er þess vegna gripið til örþrifaráða á stundum til að, ja, grípa áheyrendur. Þess vegna er lín- um eins og „mér líður eins og ég sé að missa meydóminn“ hent upp og í laginu „Peacock“ tönglast hún á því að hún vilji sjá „hvað þú felur þarna niðri“ og í framhaldinu er orðið „cock“ endurtekið í sífellu. Vá, ég roðna! Það hríslast hálfgerður aula- hrollur um mann því þetta virkar engan veginn. Tónlistin undir er síðan ekki svo dansvænt og ekki svo dillandi raf- popp af ódýrari gerðinni. Ekki vant- ar stjörnulagasmiðina og -upp- tökustjórana en maður heyrir að fröken Perry hefur lent frekar neð- arlega í forgangsröðinni. Það er eig- inlega merkilegt að menn setji ekki aðeins meiri pening í þessa deildina. En kannski er Perry bara slétt sama. Svo ég einfaldi þetta: Tónlist- in hérna er bara ekki nógu góð. Hel- ber froða með stöku frískandi vatns- gusu. Næsti! Má ég sjá þinn reður? Katy Perry – Teenage Dream bbnnn Arnar Eggert Thoroddsen Froða Katy Perry leggur allt upp úr ímyndinni en minna upp úr tónlistinni. Erlendir plötudómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.