Morgunblaðið - 15.09.2010, Side 10

Morgunblaðið - 15.09.2010, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Chris Bangle, fyrrum hönn-unarstjóri bílaframleið-andans BMW, verðureinn af þeim sem halda fyrirlestur á ráðstefnu um sjálf- bærar samgöngur sem hefst í Reykjavík á morgun og stendur fram á laugardag. Bangle er Am- eríkani og talinn einn áhrifamesti bílahönnuður sögunnar. Á ráðstefn- unni mun hann kynna spennandi sýn á samgöngur árið 2050. „Ég ætla að halda fyrirlestur á Driving Sustainability-ráðstefnunni og skoða náttúru Íslands ásamt konu minni sem kemur með mér en ég hef aldrei áður heimsótt landið,“ segir Bangle um væntanlega heim- sókn sína til Íslands þegar blaða- maður hringir í hann til Ítalíu í vik- unni. Bangle byrjaði feril sinn hjá Opel bílaframleiðandanum, fór þá yfir til Fiat þar sem hann hannaði m.a Coup Fiat og árið 1992 fór hann yfir til BMW þar sem hann stýrði hönnunardeild BMW til ársins 2009. Hann rekur nú eigið fyrirtæki á Ítalíu og ferðast um heiminn til að halda fyrirlestra og kenna, allt frá sjónarhorni bílahönnuðarins. Ráðstefna vekur til vitundar – Finnst þér stórir bíla- framleiðendur vera að gera það sem þeir ættu að vera að gera í að hanna bíla sína á umhverfisvænni hátt? „Ættu eða geta, þetta er spurn- ing um hvað þeir vilja gera og verða að gera til að vera í viðskiptum. Hafa þeir gert það sem þau ættu að gera? Ég spyr á móti hver segir Einn áhrifamesti bíla- hönnuður sögunnar Chris Bangle er talinn einn áhrifamesti bílahönnuður sögunnar. Hann starfaði í mörg ár sem hönnunarstjóri BMW en hefur líka komið við hjá Opel og Fiat. Bangle heldur fyrirlestur á ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur sem hefst í Reykja- vík á morgun. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en hún höfðar til þeirra sem taka þátt í og vilja fylgjast með þróun orku- og samgöngumála. Chris Bangle Heldur fyrirlestur á Íslandi um helgina. Morgunblaðið/Frikki BMW M Coupé Frískur og flottur bíll, hannaður af Chris Bangle. Nú þegar sláturtíðin er gengin í garð er um að gera að safna vetrarforða í frystinn, hvort sem það er í heila kistu eða hólf í ísskápnum. Til að lækka matarreikninginn er heillaráð að taka slátur, það er bæði hollur matur og ódýr. Fyrir nú utan hvað það er gaman að koma saman og búa til þennan þjóðlega mat, sumir gera jafnvel úr því árlega hátíð á heim- ilum sínum. Í mörgum fjölskyldum er hefð fyrir því að fleiri en ein fjölskylda komi saman til þessara verka og krakk- arnir hafa virkilega gaman að því að taka þátt, enda spennandi að hræra með höndunum í blóði og mör. Fyrir þá sem ætla sér að taka slát- ur í fyrsta sinn eða hafa jafnvel tekið sér hlé í þeim fræðum um einhvern tíma, er um að gera að kíkja á heimasíðu Sláturfélags Suðurlands, ss.is, en þar er að finna leiðbein- ingar fyrir sláturgerð. Þar er sagt hvernig skuli hantera hráefnið og einnig eru uppskriftir að blóðmör, lifrarpylsu, rúllupylsu og hvernig skuli salta kjöt. Fólk getur svo auðvitað bætt hin- um ýmsu bragðefnum í og gert til- raunir, sumir setja til dæmis hvít- lauk í lifrarpylsuna, ferskar kryddvörur eða eitthvað annað. Vefsíðan www.ss.is/vorur/kjotvorur/ss_slatur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fantafjör Sláturgerð er skemmtileg og um að gera að virkja börnin. Leiðbeiningar fyrir sláturgerð Á þessum árstíma færast hinir hreint ótrúlega fjölbreyttu haustlitir yfir gróður landsins og full ástæða til að gera sér sérstaka ferð til að njóta þeirra dásemda. Gulir litir, rauðir og brúnir eru ráð- andi en tónarnir eru nánast óteljandi. Margir fara í haustgöngutúra með myndavélar sínar og festa á filmu þessa töfra sem síbreytilegt haust- málverk náttúrunnar er. Aðrir láta duga að ganga um sér til hressingar og njóta þess sem fyrir augu ber. Svo eru þeir sem fleygja sér flötum í laut eða fjallshlíð og anda djúpt. Endilega... ...njótið haust- litanna Morgunblaðið/Ómar Fegurð Haustið er litfagur árstími. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Mér finnst allt of fáir þoraað minnka syk-urmagnið í sultuupp-skriftunum. Upp- skriftir eru ekki heilagar, það er í lagi að prófa sig áfram við að minnka sykurinn,“ segir Sigrún Sverr- isdóttir sem býr í Reykjahlíð- arhverfinu í Mývatnssveit. Sigrún er prestur og þjónar í Reykjahlíð- arkirkju, hún er líka mikil sultugerð- arkona og finnst fólk nota of mikinn sykur í sultugerðina. „Ég nota helmingi minna af sykri en er gefið upp í uppskrift- unum, enda er sykur óhollur. Þessi ofboðslegi sykur var notaður í gamla daga til að geyma en við þurfum hann ekkert lengur, sykurinn var geymsluaðferðin. Í dag eru allir með frysti, það virðist ekki vera þekkt að frysta sultur en ég hef gert það síð- ustu tíu til fimmtán ár, frysti allt- saman í krukkunum. Þá á maður alltaf sultu sem er alveg eins og ný, þegar þær eru teknar úr frystinum eru þær eins og nýjar, en sultan geymist ekki eins lengi og annars eftir að búið er að taka hana úr frysti, en alveg upp undir mánuð í kæliskáp eða lengur. Þetta myglar ekki einn, tveir og þrír. Það er samt ekki hægt að frysta sulturnar ef það er notaður hleypir,“ segir Sigrún sem notar hvorki hleypi né rotvarn- arefni í sultugerð sína. Hrútaberin að verða vinsælli Sigrún segist ekki finna neinn mun á sultunum þegar hún minnkar sykurinn, fyrir utan að þær eru ekki eins dísætar. „Hrútaberjahlaupið finnst mér miklu betra með minna magni af sykri. Þegar ég geri hrúta- berjahlaup sýð ég berin í pínulitlu vatni, sigta þau í gegnum tusku, mæli safann og set alveg hámark 800 gr af sykri á móti lítra af safa, syk- urmagnið fer aðeins eftir því hvað berin eru mikið þroskuð, ég nota minni sykur ef ég er með minna þroskuð ber. Í bláberjasultuna set ég bara 500 gr af sykri. Ég sýð svo hrútaberjasultuna þangað til síðasti dropinn hangir á sleifinni, þá er hún tilbúin,“ segir Sigrún og bætir við að hrútaberjasulta sé algjört sælgæti með ostum og ofan á ristað brauð. „Svo sýð ég alltaf aftur upp úr hrat- inu, þá geri ég saft.“ „Sykurinn var geymsluaðferðin“ Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sultugerðarkonan Sigrún með ferskar og frosnar sultur í krukkum. „Það er ennþá verið að fylla búrin af sultum sem eru fullar af sykri, núna höfum við frystinn og getum bara geymt þær þar,“ segir Sigrún Sverrisdóttir prestur og sultugerð- arkona í Mývatnssveit. Hún minnkaði sykurmagnið í þeim sultum sem hún gerir og frystir þær í krukkunum í staðinn svo þær geymist vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.