Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 11
Umferðartafir í Kína Rætt verður um þróun orku- og samgöngumála á ráðstefnunni. hvað þeir eigi að gera? Það mik- ilvægasta við ráðstefnu eins og þessa á Íslandi er að hún getur vak- ið almenning til vitundar um hvað hann getur gert svo það verði skýrt fyrir stóru fyrirtækjunum hvað þau ættu að gera,“ svarar Bangle þess- ari fyrstu formlegu spuningu. „Framtíð bílaiðnaðarins er björt því ég tel að fólk vilji leysa vandamál og sjá til þess að allir hagnist á því. Bílar í dag eru ódýrir miðað við hvað þeir geta gert fyrir þig, við erum vön því og búumst við að það verði svoleiðis áfram. Ef það á að leysa vandamálið verður að borga meiri peninga, því hefur þró- unin í átt að umhverfisvænni bílum líklega ekki orðið hraðari.“ – Fjölbreytileikinn í bílahönnun hefur minnkað undanfarna áratugi, það líta allir bílar eins út í dag, hvers vegna? „Ég er alveg sammála þér og ég mun meðal annars ræða þetta á Íslandi. Til að skilja hvers vegna hlutir eins og þessir gerast, hvernig við náðum þangað sem við erum í dag og ef við viljum breyta því, hvað þarf að gera. Ef okkar hugmynd er að bílar geti aðeins litið út á einn veg getum við aðeins búið þá til á einn veg. En ef við opnum hugann getum við far- ið að líta á leiðir sem krefjast minni orku, þurfa minni kemísk efni, or- saka minni úrgang og eru sveigj- anlegri í koma með eitthvað sem viðskiptavinurinn vill. Við þurfum að ákveða hvað það er sem við vilj- um fá frá bílunum okkar,“ svarar Bangle Gerir ekki upp á milli – Burtséð frá BMW, hver er besta bílahönnun í heimi? „Ég svara aldrei svona spurn- ingum, ef maður er hrifinn af bílum eru margir sem koma til greina. En það er gott að skilja muninn á bílum og bílahönnun, þó margir spyrji bílahönnuði hvers vegna þeir setji ekki vélina í skottið er það ekki þeirra hlutverk. Það er hlutverk vélvirkjanna eða annarra, en hlut- verk bílahönnuða er að skynja hvernig fólk upplifir vöruna og hvað það býst við að sjá og að snúa þess- ari sýn í eitthvað sem fólk er tilbúið að borga fyrir og fyrirtækið græðir á.“ – Heldur þú að það verði ein- hverntímann á markaðnum bílar sem geta flogið? „Það hafa verið hannaðir slíkir bílar en ég spyr hvað kostar að fá ökuskírteini á Íslandi og hvað kost- ar að fá flugskírteini? Þó kostnaður- inn við að fá próf til að aka/fljúga slíkum bílum væri ekki málið væri spurning hversu mikla orku þarf til að búa eitthvað til sem getur flogið og líka keyrt á hjólum,“ segir Bangle hress að lokum, kveður blaðamann og er rokinn í ítalskt matarboð. Upplýsingar um Driving Sustai- nability ráðstefnuna sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 16. til 18. september má finna á heimasíðunni: www.drivings- ustainability.org. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 „Uppáhaldsveiðistaðirnir mínir eru í raun margir. Hlíðavatn í Selvogi, Ólafsfjarðará og Arnarvatnsheiði eru til dæmis frábærir staðir. En sá stað- ur sem ég hef unað mér hvað best við undanfarin sumur er Runukvísl í Vesturdal í Skagafirði,“ segir veiði- maðurinn Ragnar Hólm Ragnarsson. „Þetta er lítil bergvatnsá sem fell- ur út í Hofsá og það sem gerir þessa á svo frábæra er hversu afskekkt hún er. Maður er algerlega einn í heim- inum þegar maður er að veiða við þessa á. Það er hægt að keyra upp að ár- mótunum þar sem hún fellur út í Hofsá, en síðan er klukkutíma röskur gangur upp að fossinum, jafnvel tveir tímar ef maður er að slóra. Þá er gengið í gljúfrum allan tímann og það þarf að vaða ána um tuttugu sinnum áður en komið er að fossinum. Nátt- úruupplifunin er einstök. Þarna eru engin mannvirki, hvorki símastaurar eða rafmagnsstaurar og maður er bara með sitt nesti og nýtur þess að vera einn með sjálfum sér að veiða sjóbleikju. Þó ég fari iðulega með góðum fé- laga mínum að veiða þarna þá eru þetta litlir veiðistaðir sem við skipt- um okkur á og við rekumst annað slagið hvor á annan,“ segir Ragnar sem vill helst veiða þegar náttúran er í blóma og er því lítið fyrir að veiða í september í kulda og trekki. Uppáhaldsveiðiá Ragnars Hólm Ragnarssonar Morgunblaðið/Golli Afskekktur veiðistaður Ragnar með sjóbleikju við fossinn í Runukvísl. Gott að vera einn í heiminum Bleikja Úr Fljótaá í Skagafirði. Hingað til hefur ekki verið al- gengt að gera sultu úr hrútaberj- um en Sigrún segir það alltaf vera að aukast. „Mamma gerði alltaf hrútaberjahlaup og ég var send út um allar trissur sem barn að tína hrútaber. Hún var þá sú eina í sveitinni sem gerði þetta, pabbi minn er ættaður úr Bárðardal, þar er mikið af hrútaberjum og ég held að það hafi komið með hon- um. Ég hef alltaf gert hrútaberja- sultu og fékk að hafa allan móinn ein þegar ég byrjaði að búa fyrir 35 árum en núna eru miklu fleiri farnir að nota hrútaberin. Síðustu tíu árin hafa þau orðið vinsælli. Þau hafa líka farin að vaxa víðar,“ segir Sigrún sem er uppalin á bænum Víðihlíð sem er í Reykja- hlíðarhverfinu. Yndislegt í berjamó Sigrún gerir alltaf sultu úr hrútaberjum, bláberjum og rab- arbara. Hún segist tína ber víða um land eða þar sem hún dettur niður eins og hún orðar það. „Mér finnst yndislegt að vera í berjamó, ég fer helst ein og bara að vera úti í náttúrunni er alveg topp- urinn á lífinu. Þeir segja hérna á heimilinu: „Jæja nú er mamma flutt að heiman, berin eru komin“,“ segir Sigrún og hlær. „Ég tíni bláberin með tínu en hrútaberin er ekki hægt að tína nema í höndunum. Ég sulta úr öllu sem ég tíni en ég gef líka svolítið af berum til þeirra sem geta ekki tínt sjálfir,“ segir þessi myndarlega sultugerðarkona að lokum. Ljósmynd/Snorri Snorrason Bláber Sigrún tíndi um 20 kg af bláberjum í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.