Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Dagana 20.-24. september verða Jafnréttisdagar haldnir í Háskóla Íslands annað árið í röð. Líkt og í fyrra verður dagskráin afar fjöl- breytt og verður fjallað um jafn- rétti í víðum skilningi og frá mis- munandi sjónarhornum. Að dögunum standa fjölmargir aðilar innan Háskólans sem tengjast jafn- réttismálum, rannsóknastofnanir, námsbrautir, ýmis hagsmunafélög nemenda, jafnréttisnefndir innan skólans og fleiri aðilar, auk aðila utan skólans. Jafnréttisdagar í HÍ Morgunblaðið/Kristinn Leikskólinn Brekkuborg í Graf- arvogi og umhverfis- og samgöngu- svið Reykjavíkurborgar hafa gert með sér grenndargarðssamning um samstarf og nýtingu grennd- arsvæðis. Samkomulagið felur í sér að Brekkuborg hefur frjálsan aðgang að afmörkuðu svæði í borgarland- inu og ber um leið ábyrgð á um- gengni þar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir umhverfisfræðslu þar sem unnið er að sjálfbærri þró- un um nýtingu svæðisins sem nefnt er Leynilundur. Starfsfólk leikskól- ans hefur notið leiðsagnar Nátt- úruskóla Reykjavíkur. Markmiðið með útivist í Brekkuborg er m.a. að efla alhliða þroska barnanna og að börnin læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. „Samningurinn veitir okkur við- urkenningu á því starfi sem við höf- um unnið hér í Brekkuborg, m.a. á þeirri umhverfismennt og vistfræði sem við höfum kennt börnunum,“ segir Jóhanna Kristjánsdóttir að- stoðarleikstjóri á Brekkuborg. Í Leynilundi Börnin á Brekkuborg voru stillt og prúð í heimsókninni í Leynilund. Leikskólabörn læra umhverfismennt í nýrri útikennslustofu í Leynilundi Útvarp KRfm 98,3 fagnar þeim áfanga að senda út sína 300. út- sendingu á fimmtudag en þá er leikur við Breiðablik á KR-velli. KR-ingar hafa haldið úti þessari starfsemi af mikilli elju. Útvarps- stjóri er Höskuldur Höskuldsson. KR-útvarpið var stofnað 1999 og er á sínu tólfta starfsári. Útvarpið sendir út á öllum leikdögum meist- araflokks karla í knattspyrnu. „Margir af kunnustu fréttamönn- um og blaðamönnum þjóðarinnar hafa komið að útvarpinu frá stofn- un þess og einnig hafa margir stig- ið sín fyrstu skref í útvarpinu og hafið störf á öðrum miðlum í lýs- ingum. Það eru t.d. Heimir Guð- jónsson, Andri Sigþórsson, Guð- mundur Benediktsson, Willum Þór Þórsson, Pétur Pétursson og Krist- inn Kjærnested,“ segir í tilkynn- ingu frá KR-ingum. Það má segja að öll árin hafi KR-útvarpið beðið eftir að Bjarni Felixson kæmi til starfa og rættist sú ósk í sumar. Hann hefur lýst flestum leikjum KR-útvarpsins á þessu sumri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Fel Hinn landskunni útvarpsmaður hefur gengið til liðs við KR-útvarpið. KR-útvarpið lýsir frá 300. leiknum Ljósið efnir til hátíðartónleika í Háskólabíói þann 22. september nk. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn á fjöl- breyttu afmælisári félagsins. Fjöldi þekktra tónlistar- manna kemur fram á tónleikunum og leggur um leið góðu málefni lið. Sjálfseignarstofnunin Ljósið var stofnuð af hópi fólks sem vildi efla endurhæfingu fyrir krabbameins- greinda og auka stuðning við aðstandendur þeirra. Markmið starfseminnar er að veita sérhæfðan stuðn- ing, byggja upp líkamlegt og andlegt þrek og efla lífs- gæði þeirra sem leita til Ljóssins. Ljósið er til húsa að Langholtsvegi 43, Reykjavík, þar sem áður var útibú Landsbankans. Á síðasta ári sóttu 700 manns þjónustu í Ljósið. Miðarnir eru seldir hjá Ljósinu og á heimasíðu Ljóssins www.ljosid.is. Hátíðartónleikar Ljóssins í lok september Diddú kemur fram á tónleikum Ljóssins. Fyrsta rannsóknarkvöld Félags ís- lenskra fræða á þessu haustmisseri verður haldið á morgun, fimmtu- dag kl. 20.00, í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3. Þar flytur Carolyne Larrington fyrirlestur sem hún nefnir „Family Drama in the Heroic Poems of the Edda: Atlakviða and Atlamál“. Allir eru velkomnir. Carolyne Larrington er kennari og fræðimaður við St. John’s Col- lege, Oxford-háskóla. Hún lauk doktorsprófi frá sama háskóla en doktorsritgerð hennar fjallaði um um forn-norræn og fornensk speki- ljóð. Áhugasvið hennar spannar m.a. goðafræði, kvenpersónur og riddarabókmenntir. Fjölskyldusögur og hetjukvæði STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar Sennilega hefur fáa Eyjamenn órað fyrir þeirri breytingu sem varð með tilkomu Landeyjahafnar sem opnuð var 21. júlí í sumar. Sjá mátti á götum þegar Herjólfur kom úr sinni fyrstu ferð á morgn- ana. Allt í einu var Vestmanna- eyjabær, sem hefur þótt heldur dauflegur í ágúst, orðinn iðandi af lífi frá því Herjólfur kemur úr sinni fyrstu ferð á morgnana þang- að til hann fer síðustu ferð dagsins í Landeyjahöfn. Þetta sýndi að Vestmannaeyjar eru komnar í al- faraleið.    Það er því talsvert reiðarslag þegar höfnin lokaðist vegna sand- burðar en nú eru Eyjamenn búnir að sjá hvaða þýðingu þessi nýi möguleiki í samgöngum hefur fyrir Vestmannaeyjar. Í dag er siglt til Þorlákshafnar en vonir standa til að sanddælingu ljúki einhvern næstu daga og Herjólfur hefji áætlunarferðir í Landeyjahöfn. Sigling þangað tekur hálftíma á móti þremur tímum í Þorlákshöfn.    Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum í að tíunda áhrifin sem Landeyjahöfn hafði á bæjarfélagið í heild. Vestmannaeyjar voru allt í einu er komnar á kortið svo um munaði, bæði hjá erlendum og inn- lendum ferðamönnum. Hafa hátt í 80.000 farþegar tekið sér far með skipinu á fyrstu vikunum sem sam- svarar því að fjórði hver Íslend- ingur hefði siglt með Herjólfi þess- ar vikur frá því Landeyjahöfn var opnuð.    Nýtt útisvæði við sundlaugina var tekið í notkun í sumar og er mál manna að hvergi hér á landi sé að finna glæsilegra sundlaug- arsvæði og hefur það reynst hafa aðdráttarafl fyrir innlenda ferða- menn sem streymdu hingað til að skreppa í sund með börnin. Nokk- uð sem engan hefði órað fyrir, fyr- ir ekki svo löngu síðan.    Nú styttist í að ný Þórunn Sveinsdóttir VE, sem er verið að smíða fyrir Ós ehf. í Vest- mannaeyjum, verði afhent í Dan- mörku en stefnt er að því að hún komi til heimahafnar í Vest- mannaeyjum fyrir jól. „Manni sýnist þetta ganga ágætlega þó endapunkturinn á af- hendingu sé ekki endanlega kom- inn,“ sagði Sigurjón Óskarsson, út- gerðarmaður, sem er úti til að fylgjast með smíðinni. „Samkvæmt samningi á Þórunn að afhendast 21. nóvember,“ sagði Sigurjón. Vestmannaeyjar í alfaraleið Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Á fleygiferð Útisvæðið við sundlaugina þykir hið glæsilegasta. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gönguátakið Esjan að hausti – alveg fram að jólum hófst í gær þegar 23 manna hópur undir leiðsögn Þórðar Inga Marelssonar gekk á Þverfells- horn í Esjunni. Þetta var fyrsta fjall- gangan á Esjuna af 22 sem Þórður leiðir í vetur, fyrir hönd Ferðafélags Íslands. Þórður er einlægur aðdáandi Esjunnar. Hann hefur gengið ótal sinnum á fjallið og eftir því sem ferð- unum fjölgar líkar honum betur við fjallið. „Þetta er eins og með hjóna- bandið, eftir því sem maður kynnist makanum betur eykst hamingjan,“ segir hann. Allir vita að Esjan er falleg en Þórður segir að margir átti sig ekki á því hversu fjölbreytt fjallið er og hversu margar leiðir liggja upp á það. Fyrir um þremur árum hafi hann tekið upp á því að fara nokkr- um sinnum í röð á Esjuna, stundum fimm eða tíu daga í röð, og þá fundið á eigin skinni hversu margbreytileg Esjan er. Upp úr því fór hugmyndin að gönguátaki á Esjuna að þróast með honum. Göngudagskrána má sjá á vef Ferðafélagsins, fi.is, og þar er líka hægt að skrá sig til þátttöku. Af því hversu margir áfangastaðir og fjalls- toppar eru tilgreindir í dagskránni sést vel að Esjan er ekki bara einfalt fjall heldur mikill fjallbálkur. Þórður minnir á að fjölbreyti- leiki Esjunnar liggi ekki aðeins í landslaginu heldur ekki síður í veð- urfarinu og árstíðarbreytingum. Esjan bjóði allaf upp á eitthvað nýtt. Ekki þarf að vera í neinu ofur- formi til að taka þátt í fjallgöng- unum heldur er átakið fyrir alla sem eru í þokkalegu formi. Víst er að þrekið og sjálfstraustið eykst með hverri ferð. „Það vaknar alltaf ein- hver íþrótta- eða útivistarmaður í fólki við að ganga á Esjuna,“ segir Þórður. Eftir fyrstu 2-3 ferðirnar fari fólk undantekningarlítið að ræða um hvort ekki verði bráðum tímabært fyrir það að ganga á Hvannadalshnúk. Esjan verður aldrei eins í 22 fjallgöngum Morgunblaðið/Kristinn Hamingjusamur Þórður Ingi Marelsson í fylkingarbrjósti á leiðinni upp á Þverfellshorn í garranum í gærkvöldi.  Átakið Esjan að hausti – alveg fram að jólum hófst í gær  Hamingjusamari eftir því sem þeir kynnast Esjunni betur Stjörnubjart? » Sá sem tekur þátt í fjall- göngunum þarf að vera með gott höfuðljós, þótt Þórður geri reyndar ráð fyrir að yf- irleitt verði stjörnubjartur him- inn með norðurljósasýningu af bestu gerð. » Gengið er á þriðjudögum og ýmist á laugardögum eða sunnudögum til 4. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.