Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 17

Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Esjan Haustið er farið að minna á sig með lægðum og úrkomu. Í gær snerist hann í norðanátt sunnanlands og mátti sjá fjölbreytt skýjafar yfir höfuðborgarsvæðinu. Árni Sæberg Nú er að renna upp það tímabil ársins þar sem búast má við tölu- verðum umskiptum í veðri með tilheyrandi breytingum á færð, akstursaðstæðum og veggripi. Þegar hefur orðið vart við næt- urfrost á einstaka stöð- um á landinu og aðeins tímaspursmál hvenær ökumenn þurfa að setja sig í sérstakar stellingar vegna versnandi færðar. Kappklæddir öku- menn með rúðusköfur í hanskahólfi og öfluga miðstöð í bílnum gleyma stundum að huga að þeim þætti öku- tækisins sem er hvað mikilvægastur þegar vetrarfærðin leggst yfir þ.e. hjólbarðana. Það skal látið liggja á milli hluta hvort menn eigi að velja sér neglda vetrarhjólbarða eða ekki en ekki er heimilt að nota nagladekk á tíma- bilinu 1. nóvember til 15. apríl nema við sérstakar aðstæður. Það skal jafnframt ósagt látið hvort nota skuli t.d. loftkornadekk eða harð- kornadekk umfram aðrar mögulegar tegundir af vetrarhjólbörðum enda er það töluvert misjafnt hvaða hjól- barðar duga best við ólíkar að- stæður. Fyrir þá sem vilja afla sér upplýsinga um samanburðarrann- sóknir á hjólbörðum skal bent á heimasíðu FÍB. Það er þó ekkert vafamál að tími vetrarhjólbarðanna er að renna upp og því er full ástæða til að brýna það fyrir ökumönnum að þeir velji rétta hjólbarða miðað við aðstæður og hugi vel að ástandi þeirra. Hjólbarðarnir eru eina snert- ing ökutækisins við veginn og á hverjum og einum þeirra er snerti- flöturinn aðeins á stærð við lófa. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi ástand hjól- barða. Gæta þarf þess að mynstur hjólbarðanna sé vel greinilegt og jafnt. Leyfð lágmarksdýpt á mynstri dekkja á fólks- bifreiðum er 1,6 milli- metrar en tekið skal fram að það borgar sig að skipta um hjólbarða töluvert áður en mynstrið er komið nið- ur í það. Vörubifreið skal búin hjólbörðum með a.m.k. 1,0 milli- metra mynsturdýpt. Slitnir hjólbarðar missa grip og heml- unareiginleika. Ef veg- urinn er blautur getur ökumaður misst stjórn á bílnum þar sem hann bókstaflega flýtur ef ekið er of hratt á lélegum dekkjum. Ef slit dekkjanna er ekki jafnt get- ur það verið ábending um bilun í stýris- eða hjólabúnaði eða rangan loftþrýsting en slíku ástandi getur fylgt mikil slysahætta. Misslitnir hjólbarðar eru misþungir og það get- ur haft áhrif á stýrið. Það getur farið að titra eða högg heyrast á vissum hraða í akstri. Loftþrýstingur þarf að vera réttur. Þrýstingurinn hefur áhrif á aksturseiginleika, þægindi, eldsneytiseyðslu, slit og öryggi og finna má ráðlagðan loftþrýsting á miða sem yfirleitt er inni í hurð bíls- ins eða í handbók. Þess skal jafn- framt gætt að allir hjólbarðar undir bílnum séu af sömu gerð. Hjólbarðar eru einn mikilvægasti hluti bílsins og því getur borgað sig að koma við á næsta hjólbarðaverk- stæði og láta meta ástand þeirra. Eftir Einar Magnús Magnússon »Hjólbarðarnir eru eina snerting öku- tækisins við veginn og á hverjum og einum þeirra er snertiflöturinn aðeins á stærð við lófa. Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Aðeins lófastór snertiflötur Ríkisstjórn Íslands stendur nú á tímamót- um. Breytingar hafa verið gerðar á verka- skiptingu og ráðherra- skipan sem ætlað er að styrkja stjórnina og efla hana í viðureign við verkefnin fram- undan. Á slíkum tíma- mótum er viðeigandi að líta sem snöggvast um öxl og síðan fram á veg til þeirra verkefna sem enn bíða – taka veður og áttir, eins og sagt var í gamla daga. Mikið hefur áunnist Þegar við nú lítum yfir farinn veg, í gegnum móðu og mistur óag- aðrar stjórnmálaumræðu, moldviðri dægurþrefs og hagsmunabaráttu, má segja að við blasi ótrúleg sýn. Við sjáum landið rísa í efnahagslíf- inu og jákvæð teikn á lofti um breytingar til batnaðar fyrir þjóð- arbúið: Lækkun verðbólgu, minnk- andi atvinnuleysi, hagvöxt, aukinn kaupmátt. Kannanir á líðan fólks sýna að bjartsýni og ánægja er að aukast í samfélaginu – og fátt getur verið dýrmætari uppskera fyrir stjórnvöld en vaxandi bjartsýni og aukin ánægja fólksins í landinu. Árangur stjórnvalda eftir hrunið er hafinn yfir hávaða stjórnmála- umræðunnar og hrakspár pólitískra óvina. En verkinu er ekki lokið. Nú er ríkari ástæða en nokkru sinni til að samstilla kraftana og leggja til fangbragða við verkefnin sem bíða. Þau eru mörg og þörf. Þau varða ekki síst jöfnun lífsgæða í landinu, ekki aðeins milli stétta og ein- staklinga, heldur einnig milli lands- hlutanna. Þau velta á samgöngu- verkefnum, sameiningu sveitarfélaga, verkefnatilflutningi … og ekki síst … orku- og auðlinda- stefnu. Aldrei er mikilvægara en á erfiðum tímum að þjóðin haldi fast um auðlindir sínar, hugi vel að nýt- ingu þeirra og ekki síður því hvern- ig arðsemi auðlindanna kemur þjóðarbúinu best. Átökin um auðlindirnar Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur heitið því í stjórnarsáttmála að mótuð verði heildstæð orku- og auðlinda- stefna sem ætlað er að styðja við fjölbreytt at- vinnulíf og tryggja að ekki sé gengið á höf- uðstól auðlindanna. Enn fremur að samfélagsleg hag- kvæmni sé höfð að leiðarljósi við ráðstöfun þeirra og nýtingu. Þetta á ekki síst við um fiskveiðiauðlindina sem styr hefur staðið um vegna þess hróplega óréttlætis sem kvótakerfið hefur leitt yfir byggðir landsins. Ríkisstjórnin á þess nú kost að leið- rétta þann órétt. Hún hefur heitið því gera breytingar sem tryggja að arðurinn af fiskveiðiauðlindinni renni í þjóðarbúið, til síns rétta eig- anda og nýtist til samfélagslegra verkefna; að fiskveiðar og útgerð verði til þess að efla og viðhalda at- vinnu í byggðum landsins; að jafn- ræðis og mannréttinda sé gætt við úthlutun aflaheimilda þannig að ný- liðun geti átt sér stað í greininni og menn njóti atvinnufrelsis í reynd. Átök undanfarinna ára um fisk- veiðistjórnarkerfið hafa leitt okkur fyrir sjónir að ekki má dragast leng- ur að treysta og stjórnarskrárbinda eignarhald og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. Mikilvægt er að farið verði með fiskveiðiauð- lindina eins og aðrar þjóðarauðlindir þannig að nýting hennar sé tíma- bundinn afnotaréttur sem ekki myndar séreignarrétt . Því var heitið í sáttmála rík- isstjórnarinnar að samráðs yrði leit- að við hagsmunaaðila í sjávarútvegi um fyrirhugaðar breytingar á fisk- veiðistjórnuninni. Við það hefur ver- ið staðið. Allt undanfarið ár hefur viðræðu- nefnd verið að störfum með fulltrú- um hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Sú nefnd er nú skila af sér viðamikilli skýrslu þar sem tekið er á helstu álitamálum. Skýrslan veitir þó tak- markaða leiðsögn til framtíðar, enda vandséð hvernig svo stór hópur hagsmunaaðila á að geta komist að endanlegri niðurstöðu. En þó að nið- urstaðan sé óljós, má segja að eitt hafi áunnist: Samráðið hefur opnað augu þeirra sem sitja við viðræðu- borðið fyrir því að breytinga sé þörf. Aðilar eru sammála um að fisk- veiðiauðlindin sé og eigi að vera þjóðareign; að gjald skuli koma fyrir tímabundna nýtingu hennar; að eyða þurfi rekstraróvissu í sjávarútvegi með hlutlægum leikreglum og auknu gagnsæi í fiskveiðistjórnun, m.a. við úthlutun veiðiheimilda. Veldur hver á heldur Sjávarútvegurinn er und- irstöðuatvinnugrein sem eðlilegt er að gegni hlutverki við endurreisn efnahagslífsins. Mikilvægt er að sátt náist í samfélaginu um þessa at- vinnugrein og nýtingu hennar á auð- lindum sjávar. Það er ekki nóg að sú sátt sé við útgerðarmenn, sáttin þarf að vera við þjóðina. Breytingar á fiskveiðistjórnun okkar standa í órofa samhengi við þá siðferðilegu og efnahagslegu end- urreisn sem er óhjákvæmileg í sam- félagi okkar. Þetta er eitt stærsta verkefnið sem bíður ríkisstjórn- arinnar – og veldur hver á heldur. Stjórnvöld mega ekki heykjast á þessu verki, heldur verða þau nú að sýna þann pólitíska kjark sem til þarf. Þetta er sögulegt tækifæri, og það má ekki renna okkur úr greip- um. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Breytingar á fisk- veiðistjórnun okkar standa í órofa samhengi við þá siðferðilegu og efnahagslegu end- urreisn sem er óhjá- kvæmileg í samfélaginu. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er alþingismaður. Að hrökkva eða stökkva

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.