Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝ Aðalsteinn varfæddur þann 27.
desember 1962 á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri og
varð bráðkvaddur
þann 3. september síð-
astliðinn í Hólabæ í
Langadal í Húna-
vatnssýslu.
Fjölskylda hans bjó
í Steðja í Hörgárdal er
hann fæddist og flutt-
ist svo til Akureyrar í
desember árið 1967.
Foreldrar Aðalsteins
voru
Ragna Aðalsteinsdóttir f. 29. mars
1926 og Marz Friðjón Rósantsson f.
12. desember 1912, d. 6. júlí 1981.
Systkini Aðalsteins:
Steinunn f. 1946, maki Jón Ingi
Guðjónsson, Marý f. 1948, Helgi f.
1955, maki Hrafnhildur Fríða Gunn-
arsdóttir. Guðrún Rósa f. 1957, maki
Jóhannes Ágúst Stefánsson. Pétur
Viðar f. 1960, Sigríður
Dóra f. 1967 maki
Sveinn Haraldsson.
Aðalsteinn var gift-
ur Kolbrúnu Sigurð-
ardóttur f. 8. ágúst
1972
og bjuggu þau í
Hjallalundi 18 á Ak-
ureyri.
Aðalsteinn hóf sína
skólagöngu í Barna-
skóla Akureyrar og
fór svo síðar í Verk-
menntaskóla Ak-
ureyrar. Aðalsteinn
stundaði íþróttir í mörg ár og keppti
á Ólimpíuleikum ásamt fjölda ann-
arra móta, bæði innanlands sem ut-
an og vann sér inn fjölda verðlauna
á þessum mótum. Aðalsteinn var
iðnverkamaður og vann síðast hjá
SS Tak á Akureyri.
Útför Aðalsteins fer fram í Ak-
ureyrarkirkju í dag, 15. september
2010.
Elsku Steini bróðir og mágur er
farinn.
Þú sem varst alltaf svo góður og
tilbúinn að aðstoða hvenær sem var
ef þú mögulega gast og vildir hjálpa
okkur alltaf. Það voru góðar stundir
sem við áttum hérna þegar þið Kolla
komuð hingað og gistuð hjá okkur
elsku bróðir, þá var spilað og við
gerðum margt saman.
Eftir að þið Kolla fóruð að búa
saman minnkaði sambandið á milli
okkar en svo kom það aftur sem bet-
ur fer. Og slitnaði aldrei eftir það.
Þið Gústi minn voruð ofsalega góðir
vinir, hann saknar þín mikið eins og
við öll, þú stríddir mér oft en bara í
góðu, það var allt í lagi. Núna ertu
kominn til pabba, Sveinars frænda
og ömmu og afa bæði í föðurætt og
móðurætt.
Guð geymi þig, elsku bróðir og
mágur, söknum þín sárt.
Þín systir og mágur,
Rósa og Ágúst.
Það hefur verið sagt að þeir sem
guðirnir elska deyi ungir.
Elskulegur tengdasonur minn,
Aðalsteinn Friðjónsson, tilheyrir án
efa þessum hópi ungra manna, en
hann lést mjög snögglega langt um
aldur fram.
Steini minn var einn sá vandaðasti
og elskulegasti drengur sem ég hef
kynnst á ævinni.
Hann kvæntist dóttur minni, Kol-
brúnu, 7. ágúst 1999, og hef ég lík-
lega aldrei séð jafn hamingjusamt
par og þau tvö.
Hann elskaði Kollu sína meira en
orð fá lýst og hjónaband þeirra var
svo innilegt og fölskvalaust að tekið
var eftir.
Steini var mikill afreksmaður í
íþróttum og verðlaunapeningar, bik-
arar og viðurkenningar hans skipta
tugum.
Hann keppti á Ólympíuleikum
fatlaðra í Saint Paul 1991 og í Madrid
árið 1992 og eðlilega kom Steini minn
heim með verðlaun frá báðum stöð-
um.
Hjálpsemi hans og góðsemi verður
seint tíunduð svo vel fari, en hann
mátti aldrei vita af nokkrum í vand-
ræðum án þess að bjóða fram aðstoð
sína og vildi öllum hjálpa af fremsta
megni.
Steini var mjög mikill dýravinur
og elskaði að leika við þau tímunum
saman og var tekið eftir hversu auð-
velt hann átti að ná nánu sambandi
við dýrin.
Hann var mjög glaðlyndur og
grunnt var á góðlegri stríðni hjá hon-
um, en ég held að ég geti fullyrt að
skapvonskugenið vantaði algerlega í
hann, aldrei sá ég hann öðru vísi en
brosandi og í góðu skapi.
Steina er sárt saknað og mun
minning hans verða hjá okkur öllum
um ókomna framtíð.
Elsku Kolla mín.
Ég veit að Steini okkar mun verða
með þér og elska þig að eilífu.
Megi Guð og góðu englarnir vaka
yfir ykkur báðum um alla tíð.
Sigurður Kristinsson.
Elsku Steini.
Þú hefur verið stór hluti af lífi okk-
ar síðan þú kynntist Kollu systur í
kringum 1985-90. Þegar þið genguð í
það heilaga árið 1999 voruð þið með
hamingjusömustu og fallegustu
brúðhjónum sem við höfum séð og
hafið verið alla tíð síðan.
Þú varst einn af þeim hjálpsöm-
ustu sem við höfum kynnst. Það var
aldrei neitt vesen hjá þér, ef þú varst
beðinn um að gera eitthvað, redda
einhverju eða aðstoða varstu alltaf
boðinn og búinn að gera hlutina og
það á skotstundu. Það er reyndar
einkennilegt að þegar maður hugsar
um hjálpsemi þína, kemur Kolla allt-
af líka upp í hugann eða inn í mynd-
ina og er það líklega af því að þið voru
alltaf sammála og samtaka um að að-
stoða við allt og alla, s.s. þú og Kolla
voruð heild og verðið alltaf.
Þú varst afar góður íþróttamaður
og hafðir mjög gaman af alls kyns
íþróttum. Þú var duglegur að stunda
þær og átt gífurlegt magn verðlauna-
gripa sem sanna góða getu þína,
meira segja ólympíusilfur. Einnig
hafðir þú virkilega gaman að fylgjast
með íþróttum. Þú varst mjög dugleg-
ur að mæta á fótboltaleiki hjá frænd-
systkinum Kollu, Björgvini, Dögg og
Aroni og hafðir virkilega gaman af.
Engu máli skipti í hvaða liðum þau
voru, þú bara hélst með þeim og
þeirra liði. Varstu einna stoltastur
þegar þeim gekk vel og tókst mikinn
þátt í að fagna með þeim.
Mörg lýsingarorð eiga við þig
Steini okkar, og dettur mér eitt í hug,
óeigingirni. Það var ekki til eigin-
girni í þér og tókstu alltaf tillit til
annarra í fjölskyldunni. Einnig
fannst þér afar gott að gefa af þér.
Stundum voruð þið eiginlega of gjaf-
mild, því ef eitthvað vantaði s.s. eins
og verkfæri eða eldhúsáhald, fóruð
þið Kolla og keyptuð það einfaldlega.
En þú varst líka mjög fljótur í för-
um og stundum eiginlega of fljótur á
þér. Stundum þurfti að bremsa þig af
þar sem þú flýttir þér of mikið, en
kannski má vinnugleði þinni og
hjálpsemi „kenna“ þar um!
Þegar við bjuggum í Danmörku
komuð þið Kolla og mamma og voruð
hjá okkur í 2 vikur. Sá tími var ynd-
islegur og held ég að þið hafið
skemmt ykkur afar vel í hita, sól og
vellystingum.
Við eigum margar góðar minning-
ar af honum Steina. Við í minni fjöl-
skyldu munum sakna hans mikið, eða
Steinmundar eins og ég kallaði hann
oft þegar ég var að stríða honum.
Við þökkum þér fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman og
einnig fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir Kollu okkar. Við vitum að það
var erfitt fyrir þig að fara frá henni
og að hún mun sakna þín mikið, en
hafðu ekki áhyggjur af henni því við
munum sjá til þess að henni líði vel í
framtíðinni.
Blessuð sé minning þín og hvíl þú í
friði.
Rúna mágkona, Haukur,
Kristinn Arnar, Stella Rún
og Björgvin Páll.
í byrjun ágústmánaðar, árlega, er
það vaninn að Kolla og Steini hafa
samband til að fá staðfestingu á því
hvenær heimasmölun verði hjá okk-
ur. Þau höfðu sín föstu hlutverk hjá
okkur. Kolbrún var ráðskonan sem
gladdi svanga smalamenn þegar
heim var komið og Steini sá um fyr-
irstöðuna og hafði sína ákveðnu
staði, fór eftir því hvaða svæði var
smalað hverju sinni.
Það var engin undantekning þetta
árið og mættu þau hjónakorn til okk-
ar á fimmtudagseftirmiðdegi. Til-
hlökkun og eftirvænting var mikil og
áttum við fjölskyldan góða kvöld-
stund með þeim. Farið var yfir næsta
smaladag, talstöðvar gerðar klárar,
raðað niður á göngur og Steina sagt
hvar hans fyrirstaða væri næsta dag.
Kolla og Steini voru búin að koma sér
upp góðum smalabúnaði, með fjórar
talstöðvar, vatnsbelti og meira til. Á
fimmtudagskvöldinu lánaði Steini
Bjarna vatnsbelti, hann var með eitt
auka, því Steini mundi svo vel hversu
þyrstur Bjarni var er hann kom að í
fyrra, og ætlaði ekki að láta það
koma fyrir aftur.
Föstudagurinn rann upp, yndis-
legt veður, allt gekk vonum framar
og Steini stóð sína vakt með prýði –
réttur maður á réttum stað. En eigi
skal dag að kveldi lofa, í lok smala-
dags var Steini allur.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til
kvelds.
(Matthías Jochumsson.)
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Kolla, móðir, systkini,
tengdaforeldrar og aðrir aðstand-
endur, okkar dýpstu samúð sendum
við ykkur sem hafið misst mikið.
Guðs blessun umvefji ykkur og gefa
ykkur kærleik og frið.
Minning um góðan dreng lifir.
Þorbjörg, Pétur, Rúnar
Aðalbjörn, Bjarni Salberg
og Hugrún Lilja.
Aðalsteinn Tómas
Friðjónsson
Hulda var deildar-
ritari með stórum staf.
Hún vann á sömu deildinni á Land-
spítalanum í þrjá áratugi. Þó að
deildin skipti um nafn, 3-D, 14-G,
B-7, og væri flutt á milli húsa var
Hulda þar. Þetta var hennar deild og
hennar fólk, hvort sem það voru
sjúklingar eða starfsfólk. Hún mætti
mjög snemma og gerði næturvakt-
inni oft bilt við, þegar hún byrjaði að
laga til og passa að allt væri á sínum
stað. Allt sem þurfti til þess að starf
okkar hinna gengi snurðulaust fyrir
sig. Hún ól okkur líka öll upp í því að
ganga vel um og ég hugsa oft til
hennar á morgnana þegar ég ósjálf-
rátt laga til á vaktinni því Hulda er
Þorbjörg Hulda
Þorvaldsdóttir
✝ Þorbjörg HuldaÞorvaldsdóttir
fæddist á Gamla-
Hrauni II, Eyr-
arbakka 21. febrúar
1940. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni mánudaginn
23. ágúst 2010.
Útför Þorbjargar
Huldu var gerð frá
Grafarvogskirkju 3.
september 2010.
ekki búin að því. Hún
stjanaði við læknana
og ég hugsa að þeir
sakni hennar oft þegar
þarf að redda ein-
hverju því hún tók að
sér ólíklegustu hluti.
Miklar breytingar
áttu sér stað á þessum
þrjátíu árum og enda-
lausar nýjungar.
Hulda var alltaf fljót
að tileinka sér þær,
t.d. lærði hún á ný
tölvukerfi og leið-
beindi öðrum.
Hulda var mjög stolt af börnum og
barnabörnum, það heyrðum við dag-
lega. Við sáum líka umhyggjuna þeg-
ar barnabörnin komu með okkur í
árlega haustferð deildarinnar. Þá
stjanaði Hulda við þau, ekki
læknana.
Það varð tómarúm á deildinni þeg-
ar Hulda hætti allt of snemma vegna
veikinda. Við söknuðum hennar þá
og nú.
Blessuð sé minning hennar. Við
sendum börnum hennar og barna-
börnum innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsfólks,
Þóra Árnadóttir.
Jæja, gamla mín,
nú hefur þú hafið
þína vegferð yfir
móðuna miklu. Á tímamótum sem
þessum renna í gegnum hugskot
Erla Elísabet
Gísladóttir
✝ Erla ElísabetGísladóttir fædd-
ist í Noregi 16. júní
1933. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 27. ágúst
2010.
Útför Erlu El-
ísabetar fór fram frá
Akraneskirkju 7.
september 2010.
manns minningabrot
um liðna tíma, minn-
ingar sem gefa lífinu
gildi.
Við urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að
eiga þig að í lífi okk-
ar, þær minningar
sem þú skilur eftir í
hugskotum okkar
munum við geyma
sem dýrmætar perl-
ur.
Elsku gamla tanta
okkar, þín verður
sárt saknað.
Karen, Kristján, Baldvin
og Jónbjörg Erla.
Í örfáum orðum
langar mig að senda
þér hinstu kveðju,
elsku pabbi minn.
Ég sem hélt að við myndum fá
lengri tíma, tíma til að spjalla meira
saman, hlæja saman og rifja upp
gamla tíð – þá tíð er við áttum svo
góðar samverustundir.
Mig svíður í hjartað og finnst ég
hafa verið of upptekin og ekki gefið
okkur meiri tíma undir það síðasta.
Það er svo margt sem ég vildi að ég
hefði gert betur, svo margt sem ég
vildi segja þér, spyrja þig um og gera
með þér eins og t.d að skreppa á Snæ-
fellsnesið því ég vissi að þú þráðir að
komast þangað einu sinni enn, á þínar
æskuslóðir.
Þér þótti verulega vænt um Snæ-
fellsnesið og þangað fórum við oft í
gegnum árin og alltaf ljómaðir þú á
þeim slóðum. Gaman var að fara út í
Flatey þar sem þú varst fæddur, en
sá staður átti alveg sérstakan sess í
Eyjólfur
Lárusson
✝ Eyjólfur Lárussonfæddist í Flatey á
Breiðafirði 25. sept-
ember 1936. Hann
andaðist á heimili
sínu 5. september
2010.
Útför Eyjólfs fór
fram frá Bústaða-
kirkju 14. september
2010.
hjarta þér. Þér fannst
verulega gaman að
ferðast um landið og
alltaf gat maður spurt
þig um hina og þessa
staði, þú vissir þetta
allt.
Gaman var oft að
heyra þig segja frá
einhverju því húmor-
inn var ávallt með og
glettni í orðum. Þú
varst skynsamur mað-
ur og ráðlagðir manni
oft margt gott.
Ég er þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman og
minningarnar munu ylja mér um
ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(Valdimar Briem.)
Þín,
Margrét.