Morgunblaðið - 15.09.2010, Side 30
Sögur af þremur skyttum
Íslensk skotveiðimenning er fjölbreytt. Einn skýtur gæs í lágsveitum á Suður-
landi, annar gengur til rjúpna norður í Víðidal og konan í hópnum hélt á heiðarnar
eystra þar sem hún lá í leyni og hæfði hreindýrskú í ofurstórri hjörð.
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Skotveiði
„Á hreindýraveiðum heyrir
maður svo að menn séu að henda
hjarta, kinnum, lifur og tungu og
taka það ekki með sér heim. Menn
segjast ekki vita hvað á að gera
við það og einnig að það sé svo
þungt að bera. Ég vorkenni mönn-
um hinsvegar ekki að bæta við 3
til 4 kílóum í burð þegar menn eru
að veiða dýr sem vega 70 til 100
kíló,“ segir Úlfar.
Bók á leiðinni
„Mér finnst of lítið talað um
hvað menn eru óforskammaðir að
henda og kollegar mínir bæði sem
kokkar og veiðimenn mættu vera
duglegir að láta vita. Sigmar B.
Hauksson og félagar hjá Skotvís
hafa verið duglegir að benda fólki
á lausnir en betur má ef duga
skal.“
Með haustinu hætta svo veiði-
Nú eru menn ekki á veið-um af því að þeir séusvo svangir. Við eigumfrekar að veiða færri
fugla og nýta þá alla í staðinn fyr-
ir að henda 60% af þeim eins og
margir gera,“ segir Úlfar Finn-
björnsson veiðimaður og mat-
reiðslumaður.
„Á síðustu tveimur árum finnst
mér maður heyra meira um að
veiðimenn séu að bringuskera
gæsina sem kallað er og það er
hreint ekki jákvæð þróun.“
Úlfar segir menn gjarnan bera
fyrir sig kunnáttuleysi í verkun
bráðarinnar
„Ég er búinn að standa í þessu
stríði í 30 ár og hélt satt að segja
að menn væru hættir að afsaka
sig með því að segjast ekki kunna
að gera almennilega að bráðinni,
en það er ennþá raunin. Menn
kunna hinsvegar miklu meira en
þeir segja, þeir nenna þessu bara
ekki,“ segir Úlfar og bætir við að
möguleikarnir við verkun bráð-
arinnar séu næstum óþrjótandi.
„Með gæsina má annaðhvort
reyta og svíða fuglinn eða ham-
fletta hann. Svo er hægt að úr-
beina hann og pakka niður í frysti
bringum og lærum. Það er eins
hægt að gera paté úr lærunum,
skera niður í gúllas, salta lærin
eða reykja þau. Restin af bein-
unum er svo notuð í soð, þeir sem
hirða bara bringurnar fara alfarið
á mis við það að gera góð soð.
Bein eru algjört gull í soð og sósu-
gerð,“ segir Úlfar.
menn að geta borið fyrir sig kunn-
áttuleysi við verkun bráðarinnar
því Úlfar er með í smíðum bók
þar sem allar upplýsingar um villi-
bráðina verður að finna.
„Þarna verður fjallað um alla
villibráð sem má veiða á Íslandi,“
upplýsir Úlfar.
„Ég hef leitað í kokkabókum um
allan heim en ekki tekist að finna
allar þessar upplýsingar á einum
stað. Í bókinni verður fjallað um
hvað maður gerir þegar bráðin
fellur, hvað gerir maður við hana
á staðnum, hvernig ferðast maður
með hana heim, hvað gerir maður
við hana heima, hvað á að hengja
hana upp lengi og hvernig á að úr-
beina, svo skref fyrir skref hvern-
ig á að nýta alla þessa vöðva og
læri til að gera paté og allt mögu-
legt. Í bókinni verður einnig að
finna uppskriftir að allri þeirri
Beinin eru gulls
ígildi í soðið
Úlfar Finnbjörnsson
hvetur veiðimenn til að
nýta bráðina til hins ýtr-
asta, enda sé um herra-
mannsmat að ræða.
Morgunblaðið/Ómar
Veiðimaður Úlfar vinnur nú að bók um allt sem viðkemur villibráðinni.
Við merkjum aukningu í sölu á
skotveiðivörum hjá okkur, bæði
byssum, skotum og gervigæsum,“
segir Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorn-
inu og bætir við að áhugi veiðimanna
á skotveiðivörum fari fram úr vænt-
ingum þeirra hjá Veiðihorninu það
sem af er hausti.
„Við verðum einnig vör við mjög
aukinn áhuga kvenna á allri veiði síð-
ustu árin, jafnt fluguveiði sem skot-
veiði. Mun algengara er nú að pör og
hjón gangi til rjúpna en áður, enda
bæði um holla og skemmtilega úti-
veru að ræða.“
Hlífðarfatnaður nauðsynlegur
Ólafur segir verslunina bjóða uppá
nokkrar nýjungar í skotveiðina í ár.
„Við erum að fá nýjar haglabyssur
frá Beretta, sem kallast Beretta
A400 Xplor og einnig vorum við að fá
sendingu af tvíhleypum frá Boito í
Brasilíu,“ segir Ólafur og bætir við að
auk byssu og skotfæra sé öllum
veiðimönnum nauðsynlegt að eiga
góðan hlífðarfatnað.
„Það er jú allra veðra von á haust-
in. Einnig eru gervigæsir og gæsa-
flauta nauðsynlegar við gæsaveið-
arnar,“ segir hann að lokum.
birta@mbl.is
Aukinn áhugi á veiði
Morgunblaðið/Golli
Veiðimaður Ólafur Vigfússon seg-
ist merkja aukinn áhuga á veiði hjá
báðum kynjum.
Væntanleg Beretta A400 Xplor byssan.
Allt í plati Gervifuglar geta nýst vel á veiðum.
É
g hef gengið til rjúpna á hverju
hausti í áratugi. Síðastliðin
fimmtán ár eða svo höfum við
svo nokkrir vinnufélagar, núverandi
og fyrrverandi, alltaf farið saman í
rjúpu norður í Víðidal fyrstu helgina í
nóvember þar sem einn okkar á jörð.
Þetta eru afar skemmtilegar ferðir
sem öllum finnst vera orðinn nánast
heilagur hluti í sinni tilveru,“ segir
Arnar Páll Hauksson fréttamaður á
Ríkisútvarpinu.
Sú var tíðin að rjúpnaveiðitímabilið
hófst í október og stóð fram til jóla
en er í dag aðeins helgarnar í nóv-
ember. Þá gildir að menn skuli veiða
hóflega; helst ekki meira en fimmtán
rjúpur eða það sem dugar í jólamat-
inn.
„Áður sóttu menn mjög stíft í rjúp-
una sem endur fyrir löngu var út-
flutningsvara, niðursöltuð í tunnum.
Efalaust á þessi ofveiði einhvern þátt
í bágu ástandi stofnsins í dag, enda
þótt náttúrulegar sveiflur, barátta við
veðráttu og að rjúpan er æti sterkari
dýra eins og fálka og tófunnar hafi
meiri áhrif,“ segir Arnar sem kveðst
margt hafa lært í umgengni við land-
ið í veiðiferðum sínum undanfarin ár.
„Í Víðidalsfjalli, sem undir öllum
eðlilegum kringumstæðum ætti að
vera mjög auðfarið, geta menn tapað
þræðinum þegar birtu bregður. Ein-
hverntíma villtist félagi okkar og kom
niður í Vatnsdalnum. Sjálfur reyndi
ég norður í Fnjóskadal fyrir nokkrum
árum að ganga leiðir í björtu og snúa
ekki til baka fyrr en farið var að
rökkva og var þá hvorki með vasaljós,
GPS-tæki eða síma. Slíkur búnaður
er nauðsynlegur.“
Morgunblaðið/Ernir
Arnar Páll Hefur gengið til rjúpna í áratugi.
Vinaferð í Víðidalinn É
g hef stundað skotfimi í þrjú ár hjá Skotíþróttafélagi
Hafnarfjarðar, en þar hafa konur sína föstu vikulegu
æfingatíma með leiðbeinanda. En í fyrra fór ég í
fyrsta skipti á veiðar og skaut þá hreindýr og fann mig
strax í þessu. Sótti svo aftur um veiðileyfi í ár og fékk þá
heimild til þess að veiða kú á Fljótdalsheiðinni eins og ég
sótti um. Oft eru þessar ferðir talsvert slark en núna náðum
við hreindýri strax fyrsta daginn,“ segir Guðbjörg Konráðs-
dóttir í Hafnarfirði.
Guðbjörg eignaðist Labrador-veiðihund fyrir nokkrum ár-
um og í framhaldinu vaknaði áhugi hennar á því að stunda
skotveiði. „Maðurinn minn hafði verið nokkuð lengi í þessu
en ég hafði ekki alveg kveikt á þessu. En eftir að hafa verið
með tíkina í veiðiþjálfun kom áhuginn,“ segir Guðbjörg sem
fór á Fljótsdalsheiðina með Sigurði Aðalsteinssyni frá Vað-
brekku sem er kunnur hreindýraleiðsögumaður.
„Sumstaðar á hreindýraslóðum fyrir austan þarf að
ganga langar leiðir og slíku getur fylgt mikið bras við að
koma skepnunni til baka. Á Fljótsdalsheiðinni eru hins veg-
ar slóðar þvers og kruss og því þurfum við að ekki að labba
ýkja langt og þegar kýrin hafði verið felld var auðvelt að
koma henni á bíl og til byggða í þá fyrirtaksgóðu aðstöðu
sem Sigurður hefur þar sem dýrin eru flegin og gert að,“
segir Guðbjörg sem bætir við að sér þyki hreindýrakjötið
fyrirtaksgott enda sé það jólamatur á sínu heimili.
„Mér finnst veiðifólk í dag almennt vera vel útbúið. Og
hvað gæsaveiðina varðar eru sífellt fleiri með veiðihund
sem er satt að segja bráðnauðsynlegt þegar fólk er á fugla-
veiðum Við hjónin eigum tvo Labrador-veiðihunda sem báð-
ir eru íslenskir veiðimeistarar. Víða erlendis er raunar
skylda að skotveiðimenn séu með hund sér við hlið og lík-
lega verður sú raunin hér á landi fyrr en síðar.“
Með tíkina í þjálfun
kom áhuginn
Morgunblaðið/Ómar
Guðbjörg Skaut hreindýr í fyrsta sinn í fyrra.