Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 31

Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Skotveiði villibráð sem veiða má á Íslandi,“ segir Úlfar. „Rosalega verð ég lukkulegur þegar veiðimenn geta ekki lengur borið fyrir sig þekkingarleysi.“ Gaman í góðra vina hópi Úlfar hvetur veiðimenn til að gera verkun aflans að hluta veiði- ferðarinnar. „Þetta er hægt að gera í góðra vina hópi nokkrum dögum eftir veiðina þegar fuglinn er búinn að hanga,“ segir hann. „Þegar þú vinnur fulginn strax og bútar hann niður er miklu minna mál að affrysta þegar gest- ir koma í mat. Menn sem skella heilum skrokki í frystikistuna þurfa að affrysta fuglinn með nokkurra daga fyrirvara helst.“ birta@mbl.is Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Gæs Hægt er að nýta næstum allan fuglinn til matar, bæði bringur, bein, læri og innyfli. Gæsina má annaðhvort reyta og svíða eða hamfletta. Svo er hægt að úrbeina hana og pakka niður í frysti bringum og lærum. Það er eins hægt að gera paté úr lærunum, skera niður í gúllas, salta lærin eða reykja þau. Beinin eru svo notuð í soð. Hreindýrakjöt er bæði meyrtog bragðgott auk þess aðvera því sem næst fitulaust og mjög próteinríkt,“ segir Gunnar Óli Hákonarson á Húsavík. Þar starfrækir hann kjötvinnsluna Við- bót en til hennar kaupir hann hrein- dýrakjöt frá Grænlandi og Svíþjóð og vinnur hér heima. Verslanir og veitingahús Þingeyingurinn Gunnar Óli hefur stundað skotveiðar í áratugi. Fyrir nokkrum árum slóst hann í för með Stefáni Hrafni Magnússyni hrein- dýrabónda sem býr á Suður- Grænlandi og hafa þeir með sér margvíslegt samstarf. Þannig hefur Gunnar þegar best lætur undanfarin ár gjarnan flutt inn á bilinu 17 til 18 tonn af hreindýrakjöti sem bæði er fengið á Grænlandi og úr Dölunum í Norður-Svíþjóð. „Hér á Húsavík höfum við útbúið jólalærið, hryggi og hreindýraborg- ara. Þetta er kjöt sem nýtur vaxandi vinsælda en framleiðsluna seljum við til veitingahúsa og verslana,“ segir Gunnar. Villibráð ekki til vinnslu Sú regla gildir að kjötvinnslur mega ekki taka til slátrunar kjöt nema það komi úr viðurkenndum sláturhúsum, eins og á Grænlandi og í Dölunum sænsku. Því getur Viðbót ekki tekið villibráð til vinnslu; kjöt af hreindýrum sem skotin eru á færi á fjöllum og heiðum austanlands. „Þegar danska krónan kostaði 10 kr. var ég gjarnan að taka hingað til vinnslu kjöt af um 700 dýrum á ári. Þegar hún svo fór upp í 25 krón- ur varð eftirspurnin minni og inn- flutningur sömuleiðis. Núna reikna ég með að flytja inn um 400 dýr og taka til vinnslu,“ segir Gunnar um hreindýrakjötið sem fæst í flestum betri matvöruverslunum, til dæmis Melabúðinni í Reykjavík og hrein- dýraborgararnir á veitingahúsum á Egilsstaðabænum á Héraði, Ak- ureyri og í Bláa lóninu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Brýnt Veiðimaðurinn Gunnar Óli Hákonarson með hnífinn á lofti. Hryggur og hreindýraborgarar Viðbót á Húsavík flytur í ár inn kjöt af um 400 hrein- dýrum. Kjötið þykir bæði meyrt og bragðgott. F egurð morgunsins hér í Flóan- um þar sem sólin skríður upp á himinninn við öskugráan Eyja- fjallajökul er oft á tíðum ævintýraleg. Að vera úti í kyrrðinni á slíkum stund- um þar sem maður liggur niðri í skurði og bíður eftir því að gæsfugl- arnir taki fyrstu vængjatök finnst mér oft vera ævintýri líkast,“ segir Sveinbjörn Másson gæsaskytta á Sel- fossi. Gæsaveiðitímabilið hófst þann 20. ágúst og stendur fram eftir hausti. Gæsirnar eru víða en á Suðurlandi er kjörlendi þeirra víða, svo sem í mýr- unum í lágsveitum og svo við korn- akra. „Þegar grös sölna og ber ónýt- ast fer gæsin gjarnan á akrana og heldur sig þar enda eru akrarnir ekki þresktir fyrr en talsvert er liðið á haust,“ segir Sveinbjörn sem fer á gæsaslóðir í Flóanum, Landeyjum og víðar. „Sjaldnast fer maður mjög langt héðan frá Selfossi. Er oft að fara úr húsi um klukkan hálf fimm og er kominn í skurðina um það bil hálfri klukkustund síðar,“ segir Sveinbjörn sem eftir fyrsta veiðidag haustsins kom heim með feng sem hann var svo sannarlega sáttur við. Hann telur ástand stofnsins vera með besta móti nú um stundir. Allur gangur er á því hvernig gæsa- veiðimenn nýta bráð sína. Sumir láta nægja að hirða bringu og læri en aðr- ir heilsteikja fuglinn í ofni, með líku lagi og amerískan kalkún. „Það má einu gilda hvert lagið er haft á þessu, gæsin er alltaf herramannsmatur og veiðistússið í kringum þetta er afar skemmtilegt,“ segir Sveinbjörn Más- son. Sveinbjörn Finnst veiðistússið afar skemmtilegt. Vængjatök í morgunflugi Tachyon XC Fullkomin myndbandsupptökuvél til að taka upp myndskeið af áhugamálinu án þess að nota hendurnar því þú festir vélina á hjálminn, byssuna, húfuna stýrið eða köfunargleraugun. Vélin er vatnsheld að 30 metra dýpi og ótrúlega sterk. Fjörið sýnir þú svo á Facebook eða YouTube. Verð frá 33.900 Dakota Harðgert, lófastórt útivistartæki með snertiskjá, næmum GPS-móttakara með HotFix™ gervihnattaútreikningi, hæðarmæli, rafeindaáttavita, SD- kortalesara, 3-ása rafeindaáttaavita og grunnkorti af heiminum. Dakota 20 staðsetur þig fljótt, örugglega og nákvæmlega. Verð frá 49.900 Oregon GPS staðsetningartæki með einfaldri og aðgengilegri valmynd, alvöru þrívíddarkorti, snertiskjá, hágæða GPS-móttakara, hæðarmæli, 3-ása rafeindaáttavita, SD-kortalesara, myndaskoðun o.fl. Oregon 450 veitir góða tilfinningu fyrir landslaginu og er fullkominn ferðafélagi hvert sem förinni er heitið. Verð frá 74.900 Surefire vasaljós Surefire vasaljós er ekki það sama og vasaljós því ljósið er ótrúlega bjart úr ekki stærra vasaljósi. Surefire notar nýjustu og bestu tækni sem völ er á til að þróa enn betri ljós en þekkst hafa. Amerísk gæði tryggja styrk og endingu, hvort sem er í handljósum eða höfuðljósum. Verð frá 16.900 LEGGÐU EKKI AF STAÐ ÁN ÞEIRRA Frábær búnaður í skotveiðina PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 20 09 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is GARMIN BÚÐIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.