Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 38
38 MENNINGFólk
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Hljómsveitirnar Amusement
Parks on Fire (APoF) og For a Mi-
nor Reflection koma fram á tón-
leikum á morgun á Sódómu Reykja-
vík kl. 21. APoF er bresk, sögð
„indie-art-rock-shoegaze“ í tilkynn-
ingu. X-ið 977 á veg og vanda að
komu APoF í samstarfi við Sódómu.
Logandi skemmtigarð-
ar á Sódómu Reykjavík
Fólk
Bíó Paradís – heimili kvikmyndanna, opnar í dag
dyr sínar fyrir kvikmyndaþyrstum og verður
tónlistarmyndin Backyard fyrsta myndin sem
þar verður sýnd, í bíóhúsinu sem áður hét Regn-
boginn. Á Fésbókarsíðu Bíó Paradísar má nú
finna tvö skemmtileg myndbönd. Á öðru mynd-
bandinu koma fram hinir og þessir Íslendingar,
flestir hverjir þekktir, og telja upp þær kvik-
myndir sem hvað mest áhrif hafa haft á þá í bíó-
sal auk þess að lýsa stemningunni sem fylgir því
að sjá kvikmynd í bíóhúsi. Fólk gleymi stund og
stað, bíósalurinn sé töfrastaður og kvikmyndin
tímavél, fái mann til að skilja manneskjuna bet-
ur, kvikmyndin sé magnaðasta tækið til vitund-
arvakningar og hið fullkomna listform sem fylli
vitin af unaði. Yfirskrift myndbandsins er
„Farðu aftur í bíó í fyrsta sinn – Bíó Paradís“.
„Það er svo mikið af frábærum kvikmyndum,
listinn er endalaus,“ segir leikstjórinn Ragnar
Bragason og ýmsar merkar kvikmyndir eru
nefndar, m.a. American Beauty, La Strada, Cri-
mes and Misdemeanors, Hiroshima mon amour
og Night on Earth.
Í seinna myndbandinu lýsir svo Harpa Arn-
ardóttir leikkona fyrstu bíóreynslu sinni, þegar
hún fór á Síðasta bæinn í dalnum í bió með
mömmu sinni og systur. Eftirminnilegast hafi
verið að sjá fljúgandi kistu en þó hafi hún verið
óttaslegin eftir bíóferðina. Seinna meir hafi hún
haft gaman af því að sjá myndina aftur og þá
strengina sem kistan hékk í. Hún hitti stundum
þessa litlu stúlku í bíó. helgisnaer@mbl.is
Fljúgandi kista spennandi og hlægileg
Bíótöfrar Harpa Arnardóttir á myndbandi. Í dag munu 160 grunnskólanem-
ar heimsækja Norræna húsið og
fylgjast með tilþrifum eins vinsæl-
asta breikdanshóps Norðurlanda,
Freestyle Phanatix. Danshópur
þessi ætlar að kenna grunn-
skólanemum nýja takta og sýna list-
ir sínar. Tvö námskeið verða haldin
í dag, kl. 10 fyrir þá yngri og kl. 13
fyrir þá eldri. Freestyle Phanatix
mun vera stærsti og þekktasti
breikdanshópur Norðurlanda og í
hópnum eru færustu og þekktustu
hipp-hopp-dansarar á Norð-
urlöndum, að því er segir í tilkynn-
ingu. Hópurinn hefur unnið til
fjölda verðlauna.
Breikdans stiginn í
Norræna húsinu
Miðasala á söngleikinn Buddy
Holly hefst á morgun kl. 10 á midi-
.is. Söngleikurinn verður frum-
sýndur 7. október í Austurbæ, þar
sem eitt sinn var Austurbæjarbíó
og hefur staðurinn verið end-
urbættur. Ingó „Veðurguð“ fer
með hlutverk Holly en Gunnar
Helgason leikstýrir.
Buddy Holly söngleikur
frumsýndur 7. október
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð
í Reykjavík nálgast nú óðfluga, en
hún verður sett á fimmtudaginn í
næstu viku, 23. september. Gaman
er að segja frá því að á meðal
myndanna þar er gríska myndin
Attenberg sem vakti stormandi
lukku á nýliðinni Feneyjahátíð en
aðalleikkonan, Ariane Labed, var
valin besta leikkona hátíðarinnar.
Feneyjastjarna á bráð-
komandi RIFF-hátíð
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hallur Ingólfsson, hinn fjölhæfi,
hratt af stað hljómsveitinni XIII
gruggárið mikla 1993. Sveit hans
bar þó engan keim af þeim hrær-
ingum – eða nokkrum öðrum ef út
í það er farið. Einstök nálgun
XIII við rokkið skilaði sér síðan í
þremur plötum, mannabreytingum
og útgáfuveseni eins og gengur.
Það var svo í fyrra, föstudaginn
13. mars nánar tiltekið (nema
hvað) sem XIII meðlimirnir Hall-
ur, Eiríkur Sigurðsson, Jón Ingi
Þorvaldsson og Birgir Jónsson
hittust og bræddu það með sér
hvort það væri ekki ráð að koma
sér í gírinn á ný. Í apríl brugðu
menn sér svo í hljóðver og hjólin
snúast nú sem aldrei fyrr …
Fólk söng með
Þeir Hallur og Birgir útskýra
málið fyrir blaðamanni.
„Eftir þetta örlagaríka föstu-
dagskvöld rákumst við á Adda
kenndan við Sólstafi, Jónba úr
Brain Police og fleiri meistara.
Menn sem eru yngri en við og
þeir hvöttu okkur mikið áfram í
þessum endurkomuhugleiðingum,“
segir Hallur. „Svo þegar við héld-
um loks tónleika á Sódómu
Reykjavík hinn 12.
september 2009 voru viðtök-
urnar með ólíkindum. Fólk kann
textana okkar utan að! Þetta
hvatti okkur enn frekar til dáða.
Við höfðum mjög gaman af þessu
og svo var fólk sem var líklega á
leikskólaaldri þegar fyrstu plöt-
urnar voru að koma út sem var
þvílíkt með á nótunum. Þetta kom
okkur mjög á óvart.“
Hallur segir að þeir hafi ákveðið
að taka þessa endurkomu alla leið
og réðust m.a. í að endurhljóm-
jafna eldra efni sem nú er hægt að
sækja sem niðurhal.
„En við vildum ekki staldra við
eintóma upprifjun. Okkur langaði
líka til að stimpla okkur inn í nú-
tímann. Þannig að Black Box sam-
einar þetta tvennt.“
Hljómgrunnur
XIII komst á sínum tíma í
tengsl við erlend útgáfufyrirtæki
og var það töluvert maus, svona er
líða tók á. Hallur segir að eðlilega
hafi þeir verið upp með sér hvað
áhugann varðaði og aðstæður voru
frumstæðar hér heima.
„Við þurftum
að taka upp á
gamla mastera
t.d. af því að við
höfðum ekki efni
á nýjum! Það var
gaman að fara út
að spila og lesa
jákvæða gagn-
rýni en allt var
þetta mjög seigt
og þungt í vöf-
um. Þessi bið eft-
ir einhverju sleit
bandinu svolítið
út en það er auðvitað gaman að fá
hljómgrunn annars staðar en hér.“
Geðveikt
Nýju lögin voru tekin upp „læf“
en XIII æfir sitt efni í drep eins
og Birgir orðar það.
„Það er merkilegt að koma að
þessu aftur eftir þessi ár, ég var
nýskriðinn yfir tvítugt á sínum
tíma. Ég gleðst einfaldlega yfir
því að vera í þessum hóp, mér
finnst t.d. gaman að fara á Eistna-
flug og fylgjast með þessum ungu
böndum, maður horfir á þau með
stolti, engum metingi eða því um
líku. Maður er slakari yfir þessu, í
gamla daga tók maður þetta alvar-
legra og var meira með lífið í lúk-
unum.“
Hallur hvetur sem flesta til að
koma á föstudaginn á útgáfu-
tónleikana en mjög brýnt sé að sjá
sveitina á sviði.
„Fólk þarf að fá ölduna yfir sig!
Stundum var ég heima með gít-
arinn og einhver XIII riff komu
upp. Þá hugsaði ég: „Af hverju er
ég ekki að spila þetta á tón-
leikum!? Þetta er geðveikt!“ Og
nú er það loks orðið að veruleika.
Eitt sinn rokkari, ávallt rokkari
Hljómsveitin XIII gefur út veglega safnplötu og snýr aftur á tónleikasviðið
„Fólk kann textana okkar utan að!“ segir steinhissa Hallur Ingólfsson
Í dag XIII stilla sér upp á dularfullum stað, reiðubúnir að breiða út boðskapinn að nýju.
Það eru engar ýkjur í útsendri
fréttatilkynningu þegar sagt er
að „Black Box er einhver vegleg-
asta útgáfa sem komið hefur frá
íslenzkri rokkhljómsveit.“ Hallur
og félagar hafa að sönnu vandað
til verka og bara að handleika
gripinn skýtur sæluhrolli niður
bak gamals plötusafnara. Auk
sjö nýrra laga er að finna valin
lög af
þremur
breið-
skífum
sveit-
arinnar,
Salt, Ser-
pentyne
og
Magnifico
Nova.
Sögu
sveit-
arinnar
eru gerð góð skil í máli og
myndum í 32 síðna bæklingi og
ennfremur gefst eigendum Black
Box kostur á niðurhali á öllu út-
gefnu efni XIII á endurhljómjöfn-
uðu stafrænu sniði af vef Gogo-
yoko.
Föstudaginn 17. september
verður safnið svo kynnt með
glæsilegum tónleikum í Sódómu
Reykjavík.
Þar verður hægt að fá eintak
af Black Box á sérstökum hátíð-
arkjörum en þeir félagar, Hallur
og Birgir, leggja áherslu á að
nýja efnið sé í algerum for-
grunni.
„Þess vegna er safnið opnað
með því,“ útskýrir Hallur. „Þetta
er ekki safn með gömlu efni og
svo nokkur ný lög í bland. Frekar
að þetta sér öfugt. Ný lög og
svo fylgja þessi eldri með.“
arnart@mbl.is
Með glæsilegri útgáfum
SVARTI KASSINN GÓÐI