Morgunblaðið - 15.09.2010, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Hvers konar klúbbur er þetta?
2. Skaut eiginmanninn í veiðiferð
3. Andlát: Baldur Pálmason
4. Frumstæð vinnubrögð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikhóparnir Stopp-leikhópurinn
og Tímamótaverksmiðjan ætla að
heimsækja Færeyjar 24.-26. sept-
ember ásamt hljómsveitinni Ljótu
hálfvitunum og halda þar tónleika og
sýna leikverk.
Morgunblaðið/Kristinn
Leikhópar og Ljótir
hálfvitar til Færeyja
Hljómsveitin
XIII, sem Hallur
Ingólfsson leiðir,
gaf á mánudag-
inn, 13. sept-
ember, út safn-
plötuna Black Box
þar sem farið er
yfir feril þessarar
merku sveitar í
máli og myndum. Haldið verður upp á
þennan merkisáfanga með útgáfu-
teiti og tónleikum á Sódómu Reykja-
vík. »38
Hljómsveitin XIII
gefur út safnplötu
Svo vel hefur gengið að selja miða
á tónleikana „Í minningu Vilhjálms
Vilhjálmssonar“ í menningarhúsinu
Hofi á Akureyri hinn 3.
október að ákveðið
hefur verið að
bæta við þriðju
tónleikunum þann
dag, en þegar hafði
verið bætt við ein-
um. Þeir þriðju hefj-
ast kl. 17 og hefst
miðasala 17.
september.
Auka-aukatónleikar í
minningu Vilhjálms
Á fimmtudag Norðlæg átt, víða 5-10 m/s, en hvassara við austurströndina. Dálítil væta
norðaustanlands og slydda til fjalla, annars léttskýjað. Hiti 3 til 12 stig að deginum, mild-
ast syðst.
Á föstudag og laugardag Hæg breytileg eða austlæg átt og skýjað með köflum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan 10-18, hvassast austan til. Rigning norðaustan til, en bjartviðri sunnan- og vest-
anlands. Heldur kólnandi.
VEÐUR
„Ég stóðst freistinguna af því
ég hafði það á tilfinningunni
að ég gæti verið rangstæður
og vildi þar af leiðandi ekki
ógilda markið með því að
snerta boltann. Það skipti
ekki öllu máli hver skoraði
markið,“ sagði Sölvi Geir
Ottesen við Morgunblaðið eft-
ir sigur FC Köbenhavn á
Rubin Kazan í Meist-
aradeild Evrópu í fótbolta
í gærkvöld. »3
Sölvi í sigurliði í
Meistaradeildinni
Handknattleikskonan efnilega Þor-
gerður Anna Atladóttir hefur ekk-
ert leikið með danska úrvalsdeild-
arliðinu FIF enn sem komið er.
Ástæðan er sú að danska hand-
knattleikssambandið hefur ekki
veitt henni eða öðrum leikmönnum
sem gengið hafa til liðs við félagið
á síðustu vikum og mánuðum leik-
heimild þar sem ekki hefur tekist
að tryggja rekstrargrundvöll
þess á nýhafinni keppn-
istíð. »1
Þorgerður fær ekki leik-
heimild í Danmörku
„Þetta er klúbbur sem er í mótun og
maður rekur sig á veggi en að sama
skapi er þetta spennandi fyrir mig.
Ég er að koma inn með nýjar hug-
myndir og er að móta nýtt lið,“ segir
Aron Kristjánsson, þjálfari þýska
handboltaliðsins Hannover-Burgdorf,
en hann tók við því í sumar eftir far-
sælt starf hjá Haukum undanfarin ár.
»2
Nýjar hugmyndir og
nýtt lið í mótun
ÍÞRÓTTIR
Samfara styttri degi lækkar sólin eðlilega á lofti
og umhverfið tekur á sig nýja og breytta mynd.
Göturnar eru samt enn á sínum stað og það er
best fyrir alla að ökumenn fari að öllu með gát í
akstri, aki eftir aðstæðum hverju sinni og hafi í
huga að gott er heilum vagni heim að aka.
Gott er heilum vagni heim að aka
Morgunblaðið/Golli
Andri Karl
andri@mbl.is
Mikil eftirspurn eftir aðstoð við
samningu skilnaðarskjala var hvat-
inn að því að JÁS Lögmenn opnuðu
vefsvæðið skilja.is. Þar gefst fólki
sem stendur í skilnaði kostur á að
skila öllum upplýsingum til lög-
manna sem útbúa tilskilin skjöl og
senda aftur til viðskiptavinarins.
Jóhannes Árnason hjá JÁS
Lögmönnum bendir á að skilnaður
sé í flestum tilvikum risavaxið
skref. Á þeim tímum sem skilnaður
standi yfir er fólk óöruggt og það
vill vera öruggt með að allt sé rétt
gert. Ekki er hægt að ljúka skiln-
aðinum án þess að klára til þess
gerða samninga og nýja fyr-
irkomulagið sparar fólki þann
kostnað sem fylgir viðtölum hjá lög-
mönnum vegna skjalagerðarinnar,
og er fast verð gefið upp á vefsvæð-
inu.
„Við fórum að skoða þetta og
til eru fyrirmyndir á Norðurlönd-
unum og í Bretlandi. Þetta hefur
virkað mjög vel þannig við réðumst
í að bjóða þessa þjónustu,“ segir Jó-
hannes og tekur fram að viðbrögðin
hafi ekki látið á sér standa.
Jóhannes segir að fólk hafi þá
hugmynd að dýrt sé að leita til lög-
manns, sem það vissulega er. „Þá
er tekið grunngjald, sem er gjald
fyrir að gera samninginn og svo
tímagjald ofan á það, sem alltaf get-
ur undið upp á sig. Með því að nýta
sér þessa þjónustu veit fólk hvað
þetta kostar og það er ekkert flökt
á því,“ segir Jóhannes.
Skilnaður auðveldur á netinu
Fólk sem stendur í skilnaði getur sent allar upplýsingar til lögmanns á
vefsvæðinu skilja.is Tilskilin skjöl eru útbúin og send til baka til undirritunar
Morgunblaðið/ÞÖK
Skilnaður Ekki tekst öllum hjónum
að halda neistanum gangandi.