Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Ekki verður af ríkisstjórn ogstjórnarflokkum tekið að þar eru miklir kærleikar á milli manna.    Einn af þingmönnum Samfylkingar- innar, Anna Margrét Guðjónsdóttir, nýtti til að mynda tækifærið í um- ræðum um skýrslu þingmannanefndar í fyrradag að ræða um mögulega málshöfðun fyrir landsdómi gegn Jóni Bjarnasyni, ráð- herra VG.    Þingmaðurinn taldiráðherrann mögulega hafa brotið gegn lögum um ráð- herraábyrgð vegna afstöðu ráðuneytis hans til vinnu vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Ráðherrann hefur unnið sér það til sakar að telja að Ísland ætti ekki að vera í því aðlögunarferli að ESB sem nú stendur yfir.    Nú á líka að nota ráðherra-ábyrgðarsvipu til að beygja menn til hlýðni vegna aðildar- umsóknar að ESB.    En kærleikarnir eru ekki aðeins ámilli flokka, heldur einnig inn- an þeirra. Kristrún Heimisdóttir, að- stoðarmaður viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar, Árna Páls Árna- sonar, telur til dæmis tíma kominn á nýtt kvennaframboð.    Í því sambandi talar hún um að núséu tímar „kvenfórna, undir- mála, hrossakaupa og mafískra valdabandalaga“ og er þar að lýsa ástandinu í eigin flokki.    Ástandið á stjórnarheimilinu gætimeð öðrum orðum ekki verið betra. Anna Margrét Guðjónsdóttir Kærleikar á stjórnarheimilinu STAKSTEINAR Kristrún Heimisdóttir Veður víða um heim 16.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 léttskýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 6 skýjað Egilsstaðir 5 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað Nuuk 7 súld Þórshöfn 8 skýjað Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 13 léttskýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 13 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 26 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 12 alskýjað Montreal 12 alskýjað New York 19 alskýjað Chicago 18 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:57 19:49 ÍSAFJÖRÐUR 6:59 19:56 SIGLUFJÖRÐUR 6:43 19:39 DJÚPIVOGUR 6:26 19:19 Anna Margrét Guðjónsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, velti því fyrir sér í ræðu á Alþingi í fyrradag, hvort sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra væri að brjóta gegn lögum um ráðherra- ábyrgð með því að taka ekki þátt í undirbúningi fyrir hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Anna Margrét sagðist hafa spurst fyrir um það hvort Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, og ráðuneyti hans tæki þátt í að búa Ísland undir hugsanlega þátttöku í Evrópusambandinu. Ráð- herra hefði hins vegar staðfest í svari, að ráðu- neytið sem hann fer fyrir hefði ákveðið að taka ekki þátt í þeim undirbúningi. Tilefni til að hafa áhyggjur af Jóni? „Ég velti því fyrir mér að ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur og ráðherra sjávar- útvegs- og landbúnaðarmála hefur staðfastlega ákveðið að taka ekki þátt í undirbúningi, þá blasir það við að íslenskir bændur og útgerðarmenn og allir þeir sem vinna við sjávarútvegs- og landbún- aðarmál standa langt að baki öðrum stéttum í þessu samfélagi, ég tala ekki um að baki kollega sinna í Evrópu. Því spyr ég, frú forseti: Er tilefni til að hafa áhyggjur af því að hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra gangi á svig við 2. og 4. gr. laga um ráðherraábyrgð eða er ráðherrum í sjálfsvald sett að ákveða samkvæmt eigin geð- þótta að málefni henti þeim ekki og því geti þeir haldið málaflokkum sínum utan við eðlilega þró- un?“ sagði Anna Margrét. Fer ráðherra á svig við lögin?  Þingmaður Samfylkingar veltir fyrir sér ráðherraábyrgð Jóns Bjarnasonar Kristján Jónsson kjon@mbl.is Síminn hefur frá áramótum unnið að því að gefa þúsundum heimila á höf- uðborgarsvæðinu kost á að notfæra sér nýja þjón- ustu, Ljósnet sem á smám saman að koma í stað Breiðvarpsins. Ljósnetið hefur mun meiri flutn- ingsgetu og hraða þótt ekki sé um raunverulega ljósleiðarateng- ingu við íbúðina að ræða. Er notast við koparvírinn í fastlínum til að flytja merkið innandyra, bæði vegna sjónvarps og tölvu. Fyrirtækið segir að komið hafi verið að því að uppfæra búnaðinn en Breiðvarpið fullnægi ekki nútíma- kröfum um bandbreidd. Gagn- virknin sé ekki til staðar. Ætlunin er að árið 2012 geti um 40 þúsund heimili nýtt sér Ljósnetið. Ekki fylgir því neinn stofn- kostnaður fyrir notendur að fá að- gang að Ljósnetinu þótt gera þurfi einhverjar breytingar vegna lagna á heimilinu, að sögn Margétar Stef- ánsdóttur, upplýsingafulltrúa Sím- ans. Fyrirtækið kosti þær breyt- ingar nema um verulega við- bótarvinnu sé að ræða. En gagnrýnt er að framvegis geti þeir sem aðeins vilja notfæra sér sjónvarpsendingar Ríkisútvarpsins og láta nægja að borga grunngjald af fastlínusíma það ekki nema þeir kaupi nýja og mun dýrari þjónustu. Þeir verði nú að nota loftnetsgreiðu, sem sums staðar er enn fyrir hendi á hús- þökum, ætli þeir sér að horfa áfram frítt á útsendingar RÚV. En ljóst er að víða er búið að fjarlægja slík tæki af þökum. Herferð gegn greiðum Fyrir þrem árum stóð Síminn fyrir auglýsingaherferð þar sem rekinn var áróður fyrir Sjónvarpi Símans, svonefndu IPTV. Var fólk sýnt í óða önn við að saga niður og fjarlægja loftnet og skjái af þökum sínum. Var fólk ekki hvatt til að fjar- lægja loftnetin? „Við hvöttum aldrei neinn til að rífa niður loftnet,“ segir Margrét. „Þessi auglýsing hafði aldrei neitt með Breiðbandið að gera, þetta átti aldrei við það heldur vorum við að auglýsa stafrænt sjónvarp Símans, IPTV. Þetta var 2007 en Breiðband- ið byrjaði fyrir 10-15 árum. Þetta var í gamni gert, auglýsingar fara oft ýktu leiðina. Fólk fór ekkert í stórum stíl upp á þak að rífa niður loftnet! Við höfum bara sagt fólki að það geti náð þjónustunni án þess að vera með loftnet. Víða eru engin loft- net á nýjum húsum, það er vegna þess að verktakar vita að stafræn tækni er framtíðin.“ Þakhreinsun Ein af auglýsingum Símans árið 2007 þar sem bent var á að loft- netsgreiður væru að verða úreltar. Sjónvarp Símans, IPTV, væri framtíðin. Greiðurnar aftur upp hjá þeim sem vilja bara RÚV? » Síminn segir að Ljósnetið uppfylli allar kröfur sem staf- rænt sjónvarp geri um band- breidd, gagnvirkni, háskerpu og þrívíddarsjónvarp. » Í ársbyrjun 2012 á Ljós- netið að ná til síðustu svæð- anna á áætlun fyrirtækisins, þ.á m. Hafnarfjarðar og Garða- bæjar. » Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, segir að athuga þurfi m.a. hvort Síminn hafi á sínum tíma gefið fólki vænt- ingar um að ávallt yrði hægt að ná útsendingum RÚV án loft- netsgreiðu.  Ljósnetið hækkar símagjöldin nema menn noti gömlu loftnetin Margrét Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.