Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
Fyrsti kossinn Það getur verið vandasamt að kyssa einhvern í fyrsta skipti en nú má finna leiðbeiningar um það.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Svona á að … er eftir DerekFagerstrom og LaurenSmith og geymir mynd-skreyttar leiðbeiningar um
fimmhundruð hluti sem gott er að
kunna og átta í viðbót sem engum
heilvita manni dytti í hug að prófa.
„Við erum afskaplega kát með
þessa bók því við teljum að hún muni
leysa margvíslegan vanda fólks,
bæði er hún gagnleg og svo af-
skaplega skemmtileg, fyndin og
skýrt fram sett,“ segir Kristrún
Heiða Hauksdóttir kynningarstjóri
Forlagsins.
„Við erum svo kokhraust að við
segjum að þessi bók leysi allt nema
milliríkjadeilur. Það er fátt sem hún
hefur ekki svar við. Ég get t.d. bent
skrifstofufólki, sem vill krydda
stemninguna á vinnustaðnum, á að
þarna eru upplýsingar um hvernig
maður getur daðrað í gegnum tölv-
una með táknum, það er nefnilega til
miklu meira en broskarl og skeifa.
Samkvæmt bókinni er alveg hægt að
túlka flóknar tilfinningar sínar með
svona táknum. Það eru líka gefin
upp mjög góð ráð fyrir fólk sem er í
tilhugalífinu.“
Skeggtíska og fatasnið
Guðni Kolbeinsson þýðir bókina
og segir Kristrún hann hafa unnið
ákveðna brautryðjendavinnu í þýð-
ingunni. „Það voru ekki til íslensk
orð yfir margt af því sem þarna
kemur fyrir. Það er til dæmis listi yf-
ir mismunandi skeggtegundir og fór
þýðandinn í mikla reisu á rakara-
stofur bæjarins og spurði frótt fólk
um skeggtísku, fékk hjá því leiðbein-
ingar og svo þurfti hann að geta í
eyðurnar sjálfur. Það er líka listi yfir
mismunandi fatasnið sem hann
þurfti virkilega að leggjast yfir því
mörgum heitum hefur ekki verið
snúið formlega yfir á íslensku áður.
Ég hugsa að orðabókafræðingar
framtíðarinnar muni leita í þessa
bók,“ segir Kristrún kankvís.
Annars segja myndir meira en
mörg orð og hér má sjá nokkur vel
valin ráð úr bókinni.
Leysir allt nema
milliríkjadeilur
Viltu vita hvernig á að stíga út úr bíl í mínípilsi, vera í faðmlagi án þess að fá
náladofa, hvað á að gera við drukkna brúðkaupsgesti, hvernig er best að faðma
broddgölt, hvernig á að festa tölu, berjast við krókódíl, opna flösku án tappatogara
eða vefja upp búrrító? Svörin við öllu þessu og meira til má finna í handbókinni
Svona á að … sem kom nýverið út hjá Forlaginu .
Mikilvægt Hver kannast ekki við að hafa gleymt upptakaranum
þegar í útileguna er komið? Þá eru þetta góð og gagnleg ráð.
Flestir sem fylgjast með tísku
heimsækja reglulega bloggsíðuna
The Sartorialist, margverðlaunað
tískublogg sem hefur verið haldið
úti síðan árið 2005.
Það er New York-búinn Scott
Schuman sem stofnaði síðuna eft-
ir að hann yfirgaf starf sitt í tísku-
heiminum. Hann hóf að ganga
með stafræna myndavél með sér
hvert sem hann fór í New York og
tók myndir af fólki sem vakti at-
hygli hans fyrir klæðaburð. Eftir
að hann varð vinsælli fékk hann
boð um að heimsækja tískuvikur
víða um heim og birtir hann því
líka reglulega myndir frá París,
London, Flórens og Mílanó, svo
eitthvað sé nefnt.
Þetta er aðallega myndablogg
en stundum skrifar hann eitthvað
við myndirnar, annars tala þær
bara sínu máli. The Sartorialist
fjallar bæði um karl- og kventísk-
una og viðfangsefnin geta verið
frægir einstaklingar eins og Karl
Lagerfeld og síðan óþekkt og
venjulegt fólk út á götu. Hann
birtir líka myndir frá tískusýn-
ingum og er t.d. ein ný færsla frá
sýningu vorlínu Marc Jacobs 2011.
Vegna bloggsins hafa aðrir
miðlar fengið Schuman til að fjalla
fyrir sig um tískusýningar. Í fyrra
var gefin út bók með uppáhalds-
myndum Schuman af The Sartori-
alist.
Vefsíðan www.thesartorialist.blogspot.com
Sartorialist Bloggarinn og ljósmyndar-
inn sjálfur gripinn með myndavélina.
Athyglisverður klæðaburður
Mittið var áberandi á tískuvikunni í
New York sem lauk í gær. Flestir
hönnuðirnir lögðu áherslu á kven-
leikann í vor- og sumarlínum sínum
fyrir árið 2011.
Mikið var um pils sem náðu upp í
mitti og blússur girtar ofan í, belti
voru svo sett um mittið til að
leggja enn frekari áherslu á það.
Það er ekki í tísku lengur að kven-
fólk líti út eins og ungir strákar í
heróínneyslu.
Tískan sækir innblástur sinn í
sjötta áratuginn þegar kvenlegur
vöxtur var í hávegum hafður. Þeir
sem eru óvissir um tísku þess ára-
tugar ættu að horfa á sjónvarps-
þættina Mad Men, tískan næsta vor
er eins og persónurnar í þeim þætti
eru klæddar.
Það er lítið mál að leggja áherslu
á mittið, fáðu þér belti, helst brúnt
belti en það virðast vera málið um
þessar mundir
Endilega …
… leggið áherslu á mittið
Reuters
Michael Kors Brúnt belti við hnésíðan,
aðsniðinn kjól á tískuviku í NY.
Öflugir TUDOR High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.