Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhústorgið Frá Kaupmanna-
höfn. Ráðgjafaútrásin beið skipbrot.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég veit ekki hvernig ég á að svara
henni. Menn eiga rétt á því að vera
þeirrar skoðunar. Við erum einfald-
lega í þeirri stöðu að erlend lán sem
voru tekin fyrir nokkrum árum eru
okkur ofviða,“ segir Ingvi Þór Ell-
iðason, forstjóri Capacent á Íslandi,
spurður um þá gagnrýni að fyrir-
tækið víki sér undan gjaldþrotameð-
ferð með kennitöluflakki.
„Það var reynt að fara í gegnum
uppgjörið í sátt og samlyndi við
bankann og aðra hagsmunaaðila. Við
erum að skilja vel við okkur. Það er
ekki þannig að við séum með vanskil
út um allan bæ og að birgjar og
skattayfirvöld séu að verða fyrir
stórfelldu tjóni. Við ætlum að standa
við allar okkar skuldbindingar nema
þetta erlenda lán. Bankinn fær
greiðslur upp í lánið. Hann fær við-
skiptakröfur og því einhvern pening
en engan veginn upp í allt lánið.“
Tap bankans á annan milljarð
Íslandsbanki var viðskiptabanki
Capacent og áætlar Ingvi Þór að er-
lenda lánið, um 700 milljónir króna,
hafi tvöfaldast með falli krónunnar.
Hann telur ólíklegt að bankinn fái
mikið meira en tíunda hluta lánsins,
eins og það stendur nú, upp í kröfur
en bætir því við að það hafi að lík-
indum verið afskrifað er Íslands-
banki tók til starfa á rústum Glitnis.
Lánið hafi verið tekið til að fjár-
magna kaup Capacent á hlut í ráð-
gjafarfyrirtækjum á Norðurlöndum,
vöxt sem bankinn lánaði fyrir.
Markmiðið hafi verið að stofna
norrænt ráðgjafarfyrirtæki sem yrði
leiðandi á Norðurlöndum.
Þær áætlanir runnu út í sandinn
og svarar Ingvi Þór því til, aðspurð-
ur hvort Íslandsbanki hafi haft í
hyggju að selja fyrirtækið að lokinni
gjaldþrotameðferð, að verðmætin
liggi nær alfarið í starfsfólkinu en
ekki í tækjum eða húseignum.
Starfsfólki boðið hlutafé
Ingvi Þór segir útlitið bjart en
nýja fyrirtækið mun bera sama nafn.
„Við teljum okkur vera komin yfir
það versta. Við stöndum sterk eftir.
Við ætlum að reyna að afla hlutafjár
hjá starfsfólki þar sem öllum verður
boðið að kaupa á sömu kjörum. Okk-
ar stefna er sú að fyrirtækið verði al-
farið í eigu starfsfólksins. Það kemur
ekki til greina að bjóða það til sölu.“
Útrásarævintýri lýkur með nýrri kennitölu
Forstjóri Capacent ver breytingu á kennitölu Erlendar skuldir upp á hátt í
1.500 milljónir hafi reynst fyrirtækinu ofviða Íslandsbanki fær lítið upp í kröfur
Stuttar fréttir ...
● Starfsstöðvum
embættis Tollstjóra
að Héðinsgötu og á
Skúlagötu hefur
verið lokað, en toll-
stöðvar eru áfram
á hafnarsvæðinu
við Klettagarða og
á tollpóststofunni
auk tollafgreiðslu
við Cuxhavengötu í
Hafnarfirði og í
Tollhúsinu við Tryggvagötu. Á Keflavík-
urflugvelli hefur tollafgreiðslu á Blika-
völlum verið lokað og er öll starfsemin
nú á einum stað í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Að auki er embætti Tollstjóra
með starfsstöðvar á Akureyri, Eskifirði,
Ísafirði, Selfossi, Seyðisfirði og í Vest-
mannaeyjum.
Með þessum breytingum stefnir Toll-
stjóri að aukinni hagræðingu í rekstri
með lægri leigukostnaði og minni akstri
milli starfsstöðva, að því er segir í frétt
frá embættinu. „Hagræðing þessi hefur
í för með sér betri nýtingu á starfs-
mönnum og embættið verður betur í
stakk búið til að sinna lögboðnum
skyldum á sama tíma og fjárheimildir
lækka.“
Sameining starfsstöðva
hjá Tollstjóranum
Tollurinn Enn við
Tryggvagötu.
● Bifreiðaumboðið
Hekla er til sölu,
en fyrirtækið er í
eigu Arion banka.
Gert er ráð fyrir að
selja allt hlutaféð í
einu lagi en frestur
til að skila inn til-
boði er til 29. sept-
ember. Velta bíla-
sviðs Heklu nam
um 5,5 milljörðum króna árið 2009 og
er markaðshlutdeild fyrirtækisins um
18,5% af sölu nýrra bíla það sem af er
árinu 2010, sem er sambærilegt við
markaðshlutdeild síðustu 5 ára að jafn-
aði.
Í tilkynningu frá Arion segir að sölu-
ferlið sé opið öllum fagfjárfestum, sem
og einstaklingum og lögaðilum er að
mati bankans hafa viðeigandi þekkingu
og nægan fjárhagslegan styrk.
Arion banki áskilur sér rétt til þess
að takmarka aðgang að söluferlinu,
m.a. vegna samkeppnisreglna og ann-
arra lagalegra hindrana.
Arion býður bifreiða-
umboðið Heklu til sölu
Hekla Til sölu.
fyrrum eigendum og stjórnendum
Fons voru þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Meðal stefndu í
einu málanna er félag að nafni Wa-
verton Group Limited. Fram kemur
í skjölum frá fyrirtækjaskrá Lúx-
emborgar að Waverton sé skráður
forsvarsmaður Talden Holding.
Ásamt Waverton eru Birefeld
Holdings og Starbrook Internatio-
nal skráð sem forsvarsmenn félags-
ins. Öll félögin eru skráð á Bresku
jómfrúaeyjunum, nánar tiltekið
Tortóla. Að sama skapi eru þau öll
skráð á sama pósthólfið þar í landi.
Keypt af dótturfélagi
gegn seljendaláni
Skráðir forsvarsmenn Talden skúffufyrirtæki á Tortóla
Morgunblaðið/Ómar
Lúxemborg Talden Holding var skráð þar í landi, líkt og mörg eignarhalds-
félög íslenskra athafna- og viðskiptamanna hafa verið á síðastliðnum árum.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Þegar Talden Holding, dótturfélag
Fons, seldi Fons allar sínar eignir
síðla árs 2007 var síðarnefnda félag-
inu veitt svokallað seljendalán fyrir
tæplega 217 milljónir punda. Þetta
kemur fram í ársreikningi Taldem
Holding fyrir árið 2007, sem var
skilað inn til fyrirtækjaskrár Lúx-
emborgar 14. nóvember 2008. Rúm-
lega tveimur vikum síðar, eða 1.
desember 2008, berst fyrirtækja-
skránni síðan tilkynning þess efnis
að slíta eigi félaginu Talden Hold-
ing. Það félag var í eigu Melkots
ehf., sem var aftur í eigu Fons. Í til-
kynningu sem Pálmi Haraldsson,
annar aðaleigenda Fons, sendi frá
sér í gær, segir að í kjölfar þessara
viðskipta hafi Melkot eignast fjár-
kröfu á Fons, sem var aftur 100%
eigandi Melkots.
Í tilkynningu Pálma segir að af-
leiðing þessara viðskipta hafi verið
að Fons eignaðist erlendar eignir
Talden, með því að greiða félagi í
sinni eigu 25 milljarða króna á þá-
virði. Hagnaður Talden á árinu
2007 var síðan 27,5 milljarðar króna
á þáverandi gengi, en ekki liggur
fyrir hvert þeir fjármunir runnu.
Morgunblaðið reyndi að ná tali af
Pálma í gær, án árangurs.
Riftunarmál tekin fyrir
Fjölmörg riftunarmál á hendur
Talden Holding
» Skilaði miklum hagnaði árið
2007 eftir að hafa selt eignir til
móðurfélagsins Fons. Skilaði
inn ársreikningi fyrir árið 2007
um miðjan nóvember 2008 og
félaginu slitið skömmu síðar.
» Forsvarsmenn Talden Hold-
ing voru þrjú skúffufyrirtæki
með heimilsfesti á Tortóla.
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Arion banki lagði fjóra milljarða króna
inn á varúðarreikning vegna útlána til
viðskiptavina á fyrri helmingi ársins,
samkvæmt uppgjöri sem birtist í fyrra-
dag. Gefur það til kynna að bankinn
búist við enn frekari afskriftum á út-
lánum til viðskiptavina, sem nema 466
milljörðum króna í bókum bankans.
Þar er um að ræða verðmat Arion
banka á umræddum útlánum, en nafn-
verð þeirra – krafa á viðskiptavini – er
mun hærra og nemur 1.237 milljörðum
króna. Útlánin voru færð úr gamla
Kaupþingi yfir í nýja, nú Arion, með
738 milljarða króna afslætti, á 499
milljarða króna.
Síðan það var gert hefur Arion banki
svo að auki fært 32,8 milljarða króna á
varúðarreikning vegna útlána til við-
skiptavina. Sem fyrr segir bættust
fjórir milljarðar á þann reikning á fyrri
hluta ársins.
Arion banki skilaði 7,9 milljarða
króna hagnaði eftir skatta á fyrri hluta
ársins. Rekstrartekjur voru 27,7 millj-
arðar króna á tímabilinu og hreinar
vaxtatekjur 10,3 milljörðum króna.
Hreinar þóknunartekjur námu 2,9
milljörðum og gengishagnaður var 1,4
milljarðar. Vaxtamunur af meðalstöðu
vaxtaberandi eigna og skulda var 2,9%.
Meira inn á varúðarreikning
Arion banki hefur lagt 33 milljarða inn á varúðarreikning vegna útlána Heild-
arútlán til viðskiptavina nema 466 ma. í bókum bankans en krafan er yfir 1.200 ma.
Útlán Arion banka - ma.kr.
Nafnverð
Yfirfærsluverð
Fært á varúðarreikning
Verð í bókum bankans
Lán og inneignir
hjá lánastofnunum
64,7
43,5
0,7
42,8
Lán og inneignir
hjá viðskiptavinum
1.237,3
498,8
32,8
466,0
Staða
30. júní 2010
1.302,0
542,4
33,5
508,8
Frumtak hefur
keypt 70% hluta-
fjár í Median –
rafrænni miðlun
hf. Frumtak er
samlagssjóður í
eigu Nýsköp-
unarsjóðs at-
vinnulífsins, sex
af stærstu lífeyr-
issjóðum lands-
ins og bankanna
þriggja.
Seljendur hlutarins eru Drómi
hf. og Miðengi ehf., eignarhalds-
félag Íslandsbanka, en Fyr-
irtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur
annast ráðgjöf og söluferli á Medi-
an – rafrænni miðlun síðan í maí á
þessu ári.
38 milljóna tap 2008
Median – rafræn miðlun hf. var
rekið með 37,5 milljóna króna tapi
eftir skatta árið 2008 og tók Ís-
landsbanki félagið yfir í kjölfarið.
Fyrirtækið var stofnað árið 1993.
Það er hugbúnaðar- og þjónustu-
fyrirtæki sem sérhæfir sig í að
skapa fyrirtækjum lausnir á sviði
færslumiðlunar og rafrænna við-
skipta. Fram kemur í tilkynningu
um kaupin að hundruð fyrirtækja
noti lausnir Median, bæði innan-
lands og erlendis, beint og í gegn-
um samstarfsaðila.
ivarpall@mbl.is
Frumtak
eignast í
Median
Íslandsbanki Sá
um söluna.
Kaupir hlut
Dróma og Miðengis
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+/0-/+
++1-+
20-13/
+.-++/
+4-5.+
++,-34
+-1,24
+34-4,
+,+-34
++4-21
+/+-2,
++1-51
20-51/
+.-+35
+4-,1.
++4-0/
+-1,44
+33-+/
+,2-+/
20,-5./5
++4-,+
+/+-4.
++1-34
20-5./
+.-21
+4-,/3
++4-5
+-1404
+33-3+
+,2-4