Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 19
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Danska lögreglan sagði fyrst að sprengjumaðurinn væri 180 cm hár og 40 ára gamall. Seinna var hann 25-35 ára og ell- efu cm lægri. Þetta misræmi og fleira hefur vakið spurningar um vinnubrögð dönsku lögregl- unnar í máli 24 ára gamals manns sem var handtekinn í Kaupmannahöfn á föstudag vegna gruns um að hann hefði sprengt sprengju á hóteli í borginni og ætlað að fremja hryðjuverk. Margir Danir furða sig á því hversu langan tíma það tók að bera kennsl á manninn og það var reyndar danska dagblaðið B.T. – en ekki lögreglan – sem komst að því hver maðurinn er. Skýrt var frá því í gær að það hefði tekið nema í blaðamennsku, sem er í starfsnámi hjá B.T., aðeins 50 mín- útur að bera kennsl á manninn. Handtekni maðurinn var með föls- uð skilríki og neitaði að segja deili á sér. Lögreglan leitaði til fjölmiðla um helgina og einnig til evrópsku lögreglunnar Europol og dreifði myndum úr eftirlitsmyndavél af manninum en án árangurs. Þó var vitað að maðurinn er einfættur og frönskumælandi. Það var samt ekki fyrr en á þriðjudag að birtar voru nýjar myndir af fanganum og þar sást að hann er með brotið nef en það benti til þess að hann stundaði hnefaleika. Þetta varð til þess að B.T. gat upp- lýst í fyrradag að maðurinn væri að öllum líkindum 24 ára gamall Tétsj- eni, búsettur í Belgíu, og það reynd- ist rétt. Þjálfari þekkti manninn Vefur danska blaðamannafélags- ins skýrði frá því að Casper Hjorth, fréttastjóri B.T., hefði beðið blaða- mennskunemann að hringja nokkur símtöl vegna þess að hann talar frönsku. Neminn hringdi í nokkur hnefaleikafélög og spurði hvort ein- hver þekkti einfættan hnefaleikara. Sjöunda símtalið var við hnefaleika- þjálfara sem kannaðist við manninn og þar með var gátan leyst. Danska lögreglan kvaðst í gær vera afar þakklát B.T. fyrir þá að- stoð sem blaðið hefði veitt í málinu. Danir undrast vinnu- brögð lögreglunnar  Það tók nema í blaðamennsku aðeins 50 mínútur að komast að því hver sprengjumaðurinn í Kaupmannahöfn er Fanginn með hnefaleikanefið. Útbreiðsla hafíss á norðurskauts- svæðinu var sú þriðja minnsta í sept- ember frá því að gervihnattamæl- ingar hófust, að sögn bandarískra vísindamanna. Þeir telja líklegt að hafísinn hverfi að mestu í september eftir um það bil tuttugu ár. Hafís Norðurskautsins nær yfir- leitt lágmarksútbreiðslu um miðjan september. Hafísinn þakti alls 4,76 milljónir ferkílómetra í vikunni sem leið þegar útbreiðslan var minnst, að sögn vísindamanna bandarísku ís- og snjórannsóknastofnunarinnar NSIDC í Colorado. „Minnkar mjög hratt“ Þetta er aðeins í þriðja skipti síð- an byrjað var að mæla útbreiðslu hafíssins með gervihnöttum að hún fer undir fimm milljónir ferkíló- metra. Aðeins árin 2007 og 2008 var útbreiðslan minni. Ísþekjan var 4,13 milljónir ferkílómetra árið 2007 þeg- ar hún var minnst. Mark Serreze, yfirmaður rann- sóknastofnunarinnar, segir að ljóst sé að ísþekjan minnki vegna hlýn- unar jarðar, meiri ís bráðni á vorin og sumrin og minni ís myndist á haustin og veturna. ,„Útbreiðsla haf- íssins minnkar um 11% eða um það bil á áratug – með öðrum orðum, mjög hratt,“ hefur fréttastofan AFP eftir Serreze. „Við teljum að árið 2030, eða um það bil, verði sennilega enginn hafís á svæðinu í byrjun sept- ember.“ bogi@mbl.is Íslaust haf eftir 20 ár?  Útbreiðsla hafíss norðurskautsins sú þriðja minnsta í september frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979 Minnst árið 2007 » Ísþekjan var sú næst- minnsta miðað við ágústmán- uð síðan gervihnattamælingar hófust 1979 og 22% minni en meðalísþekjan 1979-2000. » Aðeins árið 2007 var ísþekj- an minni. Reuters Hlýnun Rússneskt hafrannsókna- skip á norðurskautssvæðinu. Elísabet Bretadrottning og Benedikt XVI páfi skiptast á gjöfum í höll í Edinborg í gær þegar heimsókn páfa til Bretlands hófst. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Bretland frá því að Hinrik áttundi sleit sam- bandinu við kaþólsku kirkjuna og stofnaði ensku biskupakirkjuna árið 1534. Heimsókn páfa hófst í skugga frétta um barnaníð- inga úr röðum kaþólskra presta víða um heim. Bene- dikt páfi sagði við fréttamenn í flugvél sinni á leið til Bretlands að kaþólska kirkjan hefði ekki verið nægjan- lega á varðbergi gagnvart prestum sem misnotuðu börn kynferðislega. Hann viðurkenndi að kirkjan hefði ekki brugðist nógu „fljótt og ákveðið“ við málum barnaníðinga í prestastétt. Reuters Kirkjan var ekki nógu vel á verði –– Meira fyrir lesendur Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134 eða sigridurh@mbl.is Gleði, hátíðir og flottir fundir Góður starfsandi leggur grunninn að góðum rekstri, og stór hluti af starfi stjórnandans er að halda uppi góðri stemningu. – Hver er lykillinn að góðri árshátíð? Er það salurinn, skrautið, skemmtiatriðin eða eitthvað allt annað? – Hvernig er best að brjóta upp daginn? Hvers kyns skemmtun og hópferðir gefa bestu raunina? – Er munur á því hvernig best er að kæta og hrista saman lítinn vinnustað eða stóran? – Hvar eru bestu salirnir? Og hvað er í boði til að létta skipulagið og undirbúninginn þegar halda á veislu eða veglegan fund? Þetta og fleira forvitnilegt og skemmtilegt fimmtudaginn 22. september. Næsta fimmtudag skoðar Viðskiptablað Morgunblaðsins allt sem við kemur gleði og galsa á vinnustaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.