Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 ✝ Guðný Jóna Ás-mundsdóttir fæddist í Silfurtúni í Garðahreppi (Garða- bæ) þann 8. október 1950. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 12. september 2010. Foreldrar hennar eru Ásmundur Gunn- ar Sveinsson f. 15.10. 1927, d. 16.8. 1974 og Anna Kristjana Þor- láksdóttir (Stella) f. 3.8. 1929. Bróðir Guðnýjar er Þor- lákur Ásmundsson f. 5.2. 1957 og dóttir hans er Anna Kristjana Þor- láksdóttir f. 8.3. 1996. Þann 30. 13.12. 1975, blikksmiður hjá Blikk- smiðjunni Vík, búsettur í Kópa- vogi, sambýliskona Sigrún Jens- dóttir. 3) Ása Gunnur Sigurðardóttir f. 2.6. 1981, kennari í Grunnskóla Snæfellsbæjar, búsett í Ólafsvík, sambýlismaður Ari Bent Ómarsson. Eftir að skyldunámi lauk starf- aði Guðný við afgreiðslustörf á Bílastöð Hafnarfjarðar til ársins 1991. Veturinn 1967-1968 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann í Laugalandi í Eyjafirði. Veturinn 1991-1992 stundaði Guðný nám við Skrifstofu- og ritaraskólann í Reykjavík. Hún hóf störf við ræst- ingar hjá Íslandsbanka haustið 1992 og ræsti útibúin í Garðabæ og Suðurlandsbraut til ársins 2005. Eftir það hóf hún störf hjá rekstr- ardeild Íslandsbanka á Kirkjusandi þar sem hún starfaði við hin ýmsu störf og leið henni afar vel þar. Útför Guðnýjar fer fram frá Garðakirkju í dag, 17. september 2010, og hefst athöfnin kl. 15. október 1976 giftist Guðný eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Stefánssyni, f. 6.5. 1949 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðs- son f. 20.3. 1908, d. 30.11. 1983 og Guð- rún Björg Valdimars- dóttir (Dúna) f. 15.5. 1916, d. 17.7. 1994. Sigurður á tvær syst- ur, þær Petru og Kristínu. Börn Guð- nýjar og Sigurðar eru 1) Anna Sigurðardóttir f. 16.4. 1969 flugfreyja hjá Icelandair, bú- sett í Garðabæ, unnusti Hákon Svavarsson. 2) Stefán Sigurðsson f. Elsku mamma mín. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur. Þú háðir harða baráttu og barðist eins og sannkölluð hetja. Meinið tók hins vegar yfirhöndina á líkama þínum en baráttuandinn leyndi sér aldrei. Ég hugga mig við það á þessari erfiðu stundu að nú líði þér betur á góðum stað hjá Guði og afa. Ótalmargar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er um liðna tíð. Þú varst mér ekki bara móðir heldur líka mín besta vinkona. Þær voru ófáar stundirnar þar sem við rædd- um saman um alla mögulega hluti og það var alltaf gott að koma til þín og spjalla. Þú áttir yfirleitt alltaf svör við öllu og vildir allt fyrir mig gera. Þú varst ákaflega félagslynd og áttir afar auðvelt með að kynnast fólki. Það sýndi sig sérstaklega þegar vinir mínir og kunningjar komu að heim- sækja mig, þá vildu þeir yfirleitt allt- af kíkja á ykkur pabba líka. Gjaf- mildi ykkar pabba hefur alltaf verið ykkar aðalsmerki og þið hafið alltaf látið okkur krakkana ganga fyrir. Það skipti þig engu máli þó þið pabbi væruð í sömu fötunum oft og mörg- um sinnum svo lengi sem við krakk- arnir værum fín og vel til höfð. Þú hefur einnig alltaf verið ákaf- lega réttsýn manneskja. Rétt skal vera rétt, varstu vön að segja, og þú vildir hafa allt á hreinu, sem þú hafð- ir alltaf. Það var ekki margt sem fór fram hjá þér og þú skynjaðir alltaf ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Það er margt sem rifjast upp fyrir manni á svona stundu og erfitt að koma því öllu fyrir hér en eitt er víst að þú varst einstök manneskja og besta mamma sem hægt er að hugsa sér. Ég hef lært svo margt af þér, mamma mín, og þú hefur verið mér einstök fyrirmynd. Ég tel mig vera einstaklega heppna að hafa átt þig sem móður og vinkonu og ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman, þær eru ómetanlegar. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið en um leið veit ég að þér líður betur á þeim stað sem þú ert núna. Ég veit líka að þú munt alltaf verða hjá mér í hjarta mínu og leiða mig á rétta braut. Þannig mun ég alltaf fara varlega. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Ég hlakka til að sjá þig seinna. Þín dóttir, Ása Gunnur. Elsku besta mamma mín. Nú ertu farin frá mér allt of fljótt. Þessi síð- asta vika sem ég fékk með þér var ómetanleg. Ég var svo heppinn að geta verið hjá þér á Landspítalanum öllum stundum. Það er synd að þú sért farin frá okkur, þú sem vildir allt fyrir okkur gera, sama hvað það var. Ég gleymi því aldrei þegar þú og pabbi hélduð upp á 20 ára afmælið mitt. Þá var pæling að bjóða fullt af fólki í Holtsbúðina en við ákváðum í sameiningu að bjóða nánustu vinun- um mínum í mat og drykk, þar sem þú og pabbi voruð hrókar alls fagn- aðar þetta kvöld. Ekki nóg með það heldur voru veitingarnar svo ríflegar að ég bauð sumum aftur daginn eftir. Þetta var bara hvernig þú varst í hnotskurn, elsku mamma mín. Þín verður sárt saknað af öllum sem þekktu þig, það er mikið áfall að missa þig. Ég elska þig svo heitt, móðir góð, og ég hefði óskað þess að eiga fleiri stundir með þér. Ég veit að afi tekur vel á móti þér og megi minning þín lifa að eilífu. Þinn sonur, Stefán. Elsku besta mamma mín, stundin þegar þú kvaddir okkur var svo fal- leg, þó það hafi verið einhver sú erf- iðasta sem ég hef upplifað. Þetta átti ekki að gerast strax, ekki næstum því strax, þú varst ekki einu sinni orðin sextug, en þú varst bara orðin svo þreytt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þær eru svo margar minningarnar um þig, elsku mamma, sem ég geymi í hjarta mér og ætla að eiga fyrir mig. Ég kveð þig nú í bili, en veit að þú heldur áfram að fylgjast með okk- ur öllum og leiðir okkur áfram. Farðu nú varlega, elsku mamma mín. Ég elska þig, þín Anna. Elsku Guðný okkar. Þá er komið að leiðarlokum í þessu lífi og það allt of snemma Vinskapur okkar hófst fyrir rúm- um 30 árum þegar eiginmenn okkar unnu saman. Ýmislegt höfum við brallað saman í gegnum árin, farið til útlanda með börnin þegar þau voru ung og síðari ár við fjögur saman. Ógleymanlegar eru ferðirnar sem við fórum til Prag, Boston, Kaupmannahafnar eða Spánar, og voruð þið hjónin einstakir ferðafélagar. Og ekki má gleyma þegar jólin fóru að nálgast, þá sagði sonur okkar ávallt: Förum við ekki örugglega til Guðnýjar og Sigga á þorláksmessu eftir að búið var að vera í bænum, Guðný alltaf með dekkað borð af ýmsum krásum, heimabökuðum flat- kökum og öðru góðgæti. Þau hjónin voru einstakir gestgjafar heim að sækja, setið var smástund og spjall- að saman og síðan haldið heim á leið og þá sagði drengurinn. Jæja, nú koma jólin. Þetta eru ógleymanlegar stundir, svo maður tali nú ekki um öll matarboðin í gegnum árin. Minning- ar okkar með ykkur hjónum er ótal- margar en ekki verða fleiri settar hér á blað. Elsku Siggi, Anna, Stefán, Ása Gunnur og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall Guðnýjar Jónu. Hugur okkur er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Bjarni og Þuríður. Í öðrum hvorum söng sem nú er sung- inn er tómt svartsýnisraus. Og textaskáldin sýnast mörg sorgum þrungin, já, langt upp fyrir haus. En ég vil heldur syngja’ um björtu hlið- arnar á ævinnar braut. Ég er ánægður ef ég á söng í hjartanu og saltkorn í minn graut. Já, syngjum um lífið og lofum það líka, þó að peningana skorti getur ham- ingjan oft gert menn æði ríka. Það er nógur tími til að hugsa’ um dauðann eftir dauðann njóttu lífsins meðan kostur er. Ég syng bara’ um lífið og syngdu með mér. (Þorsteinn Eggertsson.) Það er stutt síðan Guðný upplýsti okkur um að söngurinn um lífið væri hennar uppáhaldslag. En okkur fannst það ekkert skrýtið því hún var alltaf svo jákvæð og vildi ekkert tal um sút og seyru. Guðný Jóna okkar starfaði í bank- anum í tæp 18 ár, fyrst í útibúinu í Garðabæ, síðan á Suðurlandsbraut og síðustu árin í Rekstrardeildinni á Kirkjusandi. Eitt af störfum hennar var að dreifa pósti á allar hæðir Kirkjusands og það er óhætt að segja að hún var mjög vinsæl. Alltaf var hún fín til fara, jákvæð og glæsi- leiki yfir henni. Hún sýndi starfs- fólkinu áhuga og var góður kunningi margra. Það var líka stutt í húmor- inn hjá henni. Eftir að Guðný veikt- ist og þurfti að vera frá vinnu um tíma var stöðugt spurt um hana og við beðin um kveðjur til hennar. Síð- an kom Guðný aftur og vann vinnu sína af fullum krafti og gaf aldrei neitt eftir. Hún var ósérhlífin og hún vildi enga vorkunn þó ekki væri hún alltaf full frísk síðustu mánuðina. Góð kona hún Guðný Jóna, hreint út sagt yndisleg og skemmtilegur sam- starfsfélagi. Þó að jarðskjálftar, eldgos, frost og fárviðri sé fréttaefni. Þá er fegurðin og ástin já og sólskinið hið rétta efni sem er þess virði að það sé leitað uppi og notið sé vel. Því að bjartsýni, bros og gleði’ í sálinni er best, það ég tel. (Þorsteinn Eggertsson.) Við munum sakna Guðnýjar Jónu bæði sem samstarfsfélaga og vin- konu. Innilegar samúðarkveðju til ykkar Siggi, Anna, Ása Gunnur og Stefán. Fyrir hönd samstarfsfólks Rekstrardeildar Íslandsbanka, Helga og Anna. Guðný Jóna Ásmundsdóttir ✝Okkar elskulega sambýliskona, móðir, dóttir og systir, GUNNHILDUR JÚLÍUSDÓTTIR, Gullengi 21, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. september kl. 13.00. Karl Lilliendahl Ragnarsson, Christian Lilliendahl Karlsson, Jenný Hauksdóttir, Júlíus Viðarsson, Hulda Þórsdóttir, Hafþór Júlíusson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir mín, amma og langamma, ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR, Giljum í Mýrdal, lést föstudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Ólafur Á. J. Pétursson, Sigrún B. Ólafsdóttir, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Birna Kristín Pétursdóttir, Þórir Auðunn Gunnarsson, Sigríður Margrét Gunnarsdóttir, Helgi Júníus Jóhannsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og tengdadóttir, ÞÓRANNA SIGRÍÐUR JÓSAFATSDÓTTIR, Dalseli 9, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut þriðjudaginn 14. september. Útförin verður auglýst síðar. Jónsteinn Jónsson, Elvar Freyr Jónsteinsson, Rebekka Lea Te Maiharoa, Grétar Jósafat Jónsteinsson, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Viktoría Sigurgeirsdóttir, barnabörn, systkini og tengdamóðir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJARTUR ÞORVARÐARSON, Naustabúð 6, Hellissandi, sem andaðist á St. Franciskusspítala Stykkishólmi þriðjudaginn 7. september, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Þorvarður J. Guðbjartsson, Auður Hilmarsdóttir, Sölvi Guðbjartsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Guðrún G. Guðbjartsdóttir, Rafnar Birgisson, Elva B. Guðbjartsdóttir, Þór Reykfjörð, Lilja B. Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA LÁRUSDÓTTIR, Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 11. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. september kl. 13.30. Adam Ingólfsson, Sólveig Adamsdóttir, Sævar Örn Sigurðsson, Ásgeir Adamsson, Maríanna Traustadóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Jón Torfi Halldórsson, Margrét Eiríksdóttir, Hildur og Katla Ásgeirsdætur, Halldór Yngvi, Elvar Örn, Þorgerður Katrín og Sólveig Alexandra Jónsbörn, Heimir Már og Davíð Már Ólasynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.