Morgunblaðið - 17.09.2010, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
að njóta síðustu daganna með þér var
dásamlegt. Ég elska þig alltaf.
Þín
Bylgja.
Það er sérstök tilfinning að verða
ekki hissa við að fá tilkynningu um
andlát einhvers nákomins eins og
Pétur var mér. Hugurinn fer á flakk
og ég hugsa til þeirra sumra sem ég
var í sveit hjá honum og Helgu, sem
féll frá fyrir nokkrum árum.
Það fyrsta sem kom upp í hugann
var allt það sem hann kenndi mér.
Það var hann sem kenndi mér að róa
árabáti, það er því honum að þakka að
ég er ótrúlega góður að róa, þó ég
segi sjálfur frá. Hann kenndi mér að
tína ull af girðingu svo að kindurnar
mundu ekki muna hvar þær komust
inn á túnið. Hann kenndi mér að
hnýta hnúta, vegna þess að bagga-
band kemur til góðra nota í svo
mörgu. En síðast en ekki síst er það
vísan sem hann kenndi mér:
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Reyndar fór ég í mörg ár með aðra
ljóðlínu sem „Tvennt sem æðrum
ber“ og hélt því fram að svoleiðis
hefði ég lært hana hjá Pétri.
Fjölda margar aðrar minningar
koma upp í hugann, sem margar hafa
með vodka og heimabrugg að gera og
ég hlæ upphátt. Samt ætla ég að eiga
þær minningar einn.
Ég finn til svo mikils þakklætis til
Péturs sem ég vona að ég hafi á lífs-
leiðinni komið til skila til hans. Enda-
lausar frábærar stundir sem ég átti
með Pétri sem munu ylja mér um alla
tíð. Aðstandendum Péturs votta ég
mína innilegustu samúð.
Hvíl í friði, Pétur.
Ómar Stefánsson.
bjartsýni og það var alltaf sönn ánægja
að vera í kringum þig. Þú hafðir ein-
stakan húmor og það var alltaf hægt að
hlæja með þér, en einnig hægt að ræða
allt milli himins og jarðar við þig. Alltaf
varstu tilbúinn að gera hluti fyrir aðra
og gleðja fólk í kringum þig. Aldrei man
ég eftir þér reiðum eða pirruðum, aldrei.
Mynd sem mun að eilifðu lifa í minning-
unni er þegar við vorum búnir að klæða
okkur í Zorro- og Batman-skykkjur, þú
með grímu, og vorum að hoppa niður af
stól í stofunni okkar í Danmörku. Við
eyddum ófáum klukkutímum í sjón-
varpsstofunni þar sem ég klæddi mig í
alls konar fótboltabúninga og þú varst
áhorfandi á meðan ég hljóp fram og til
baka með knöttinn.
Á ævi þinni hefur þú kennt mér
margt. Ég tek mér þig til fyrirmyndar í
rosalega mörgu og þú hefur alltaf verið
tilbúinn að hjálpa mér eða leiðbeina þeg-
ar ég hef spurt þig ráða. Í íslenskuá-
fanga í menntaskólanum átti ég að taka
viðtal við eldri borgara um ástandið á Ís-
landi í dag, og að sjálfsögðu varðst þú
fyrir valinu. Það kom mér því ekki á
óvart þegar ég fékk 10 fyrir verkefnið
því viðtalið var svo ríkt af visku og fróð-
leik. Þú hefur einnig brugðið á leik í
Morgunblaðinu þar sem þú fórst í heil-
síðu viðtal. Þú varst lögfræðingur að
mennt og það er mér mikil hvatning í
stefnu minni að lögfræðinámi. Ég veit
að þú verður alltaf með mér í anda og
hvetur mig áfram í öllu sem ég geri rétt
eins og þú gerðir þegar þú varst á lífi.
Ég sakna þín, afi, og ég á mjög erfitt
með að átta mig á því að þú sért farinn
frá okkur. Mig mun ávallt vanta þig í líf
mitt. Ég veit samt að þú vilt að ég taki
þessu eins og maður og brosi, haldi
áfram og njóti lífsins. Ég er mjög þakk-
látur fyrir að hafa fengið að kynnast þér
svona vel og að við höfum verið svona
nánir. Þegar ég sakna þín mun ég alltaf
rifja upp æðislegu minningarnar sem ég
á um þig. Guð geymi þig.
Ingólfur Örn.
Þegar ég var lítil var föstudagurinn
langi leiðinlegasti dagur ársins. Föstu-
dagurinn langi var nefnilega dagurinn
sem afi tók ekki í spil! Alla hina 364 daga
ársins gengum við systkinin að honum
vísum, afi sagði nefnilega alltaf já. Hann
kenndi okkur spil sem hann hafði spilað
á sínum yngri árum, spil sem jafnaldrar
okkar höfðu aldrei heyrt um einu sinni.
Afi átti líka alltaf nammi og ef hann
átti það ekki, þá var hann á leið í
sjoppuna. Í dag hlær hún dóttir mín
að afa-sögum þar sem við systkinin
settumst til borðs að kvöldi dags og afi
mætti ströngu augnaráði mömmu
þegar við vorum með öllu lystarlaus.
„Pabbi, varstu að gefa þeim sælgæti?“
Þá svaraði afi: „Það var bara obbolít-
ið“ og við hlógum.
Afi sagði okkur sögur um allt mögu-
legt. Hann hafði sérstaklega gaman af
því að segja mér frá atviki sem gerðist
þegar ég hef verið svona 4 ára. Þá
voru hann og amma að þrasa í eldhús-
inu í Hofi. Ég kom þá inn í eldhúsið,
stappaði niður fætinum og sagði:
„Mæja á afa og afi á Mæju!“ Við afi,
eða „vi to gamle“, pössuðum vel upp á
hvort annað.
Það skipti afa miklu máli að vera í
góðu og reglulegu sambandi við fólkið
sitt, hvar sem það var niðurkomið í
heiminum. Þegar honum fannst líða of
langt á milli símtala, þá sagði hann
iðulega: „Ber mér að líta svo á að þú
sért á lífi?“ Einu sinni bað hann mig
fyrir skilaboð til „mannkertisins hans
bróður míns“ um að hann mætti
hringja í afa sinn!
Til eru ótal gullkorn og fleygar
setningar sem afi hefur látið flakka í
gegn um árin og sem lýsa persónu
hans og lífsviðhorfum vel. „Mæja mín,
þolinmæði þrautir allar vinnur“ sagði
hann rólegur og yfirvegaður á meðan
hann baksaði við að leysa hnútinn á
skóreiminni minni, sem ég var fyrir
löngu búin að úrskurða óleysanlegan.
Mér er líka alveg sérstaklega minn-
isstætt þegar ég, Einar Þór og
mamma komum heim frá Danmörku
til að halda upp á 80 ára afmælið hans.
Eins og venjan var, þá hringdi ég í afa
um leið og flugvélin var lent til að láta
vita af okkur. Ég endaði símtalið á að
segja að ég hlakkaði til að sjá hann. Þá
svaraði afi um hæl: „Það er ekkert að
sjá“. Það sannaðist þar með að hóg-
værð hans voru engin takmörk sett.
Það er erfitt að kveðja afa Einar,
yngsta manninn, greifann okkar og
höfðingjann. Ótal minningar um ein-
stakan mann, sem skipaði stóran sess
í lífi mínu, lifa um ókomin ár.
Farðu varlega, afi minn.
María Huld.
Fleiri minningargreinar um Einar
Leif Pétursson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Þeim fer ört fækkandi, börnum
Ingibjargar ömmusystur minnar – að-
eins nafna mín ein eftir.
Ég kynntist honum fyrst af afspurn,
þar sem systur hans töluðu svo oft um
hann í heimsóknum sínum á bernsku-
heimili mitt, og síðar í samtölum sínum
við mig. Ég fylgdist því snemma með
öllum fréttum í útvarpi og sjónvarpi
frá Höfn og nágrenni, sem þessi
frændi minn flutti þaðan sem fréttarit-
ari Ríkisútvarpsins á staðnum, og dáð-
ist líka að myndunum, sem hann tók
fyrir sjónvarpið þar eystra.
Áhugamál hans spönnuðu líka vítt
svið, þótt hann væri fyrst og fremst
skólamaður. Ég hafði spurnir af ferð-
um hans á grasafjall um hálendi Aust-
urlands og norðaustanlands, þar sem
hann dvaldi langdvölum á sumrin með
fjölskyldu sinni við grasatínslu. Þegar
ég fór sjálf að nýta mér gróður jarð-
arinnar í lækningaskyni fyrir rúmum
20 árum síðan, þá sögðu systur hans
við mig, að ég þyrfti ekki að leita langt
yfir skammt eftir fjallagrösum, ef ég
vildi nýta mér þau, þar sem Heimir
Þór hefði þau á lager hjá sér, og hefði
verið að selja þau í heilsubúðum í
Heimir Þór Gíslason
✝ Heimir Þór Gísla-son fæddist í Sel-
nesi á Breiðdalsvík
15. mars 1931. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
hinn 3. september
2010.
Útför Heimis Þórs
fór fram frá Hall-
grímskirkju 10. sept-
ember 2010. Heimir
Þór verður til moldar
borinn á Höfn í dag,
17. september 2010.
lengri tíma. Mér væri
því nóg að leita til hans
beint til að spara mér
útgjöldin, ef ég þyrfti á
þeim að halda. Það var
líka auðsótt mál, þegar
eftir því var leitað.
Hann gaf mér alltaf eins
mikið og ég þurfti og vel
það, sem ég þakka nú
kærlega fyrir. Ég hug-
leiddi það stundum að
fá að fara með honum
og fjölskyldunni í þess-
ar grasaferðir í leit að
jurtum, og fræðast þá af
honum um flokkun og verkun þeirra,
þótt af því yrði aldrei, en ég sótti ein-
hverju sinni fyrirlestur, sem hann hélt
um þau efni og hálendi Austurlands í
einum af fyrirlestrarsölum Háskóla
Íslands, sem var mikill fengur að, eins
og hans var von og vísa, enda var hann
bæði stórfróður og skemmtilegur fyr-
irlesari og sagnaþulur, auk þess að
vera launfyndinn, ef svo bar undir.
Stjórnmálaskoðanir okkar fóru
mjög saman, og hann lá ekki á skoð-
unum sínum í þjóðmálunum, ef því var
að skipta. Hann var sannur jafnaðar-
maður í þess orðs fyllstu merkingu.
Þegar leiðir hafa nú skilist að sinni,
og Heimir Þór er farinn heim til sinna,
þá er mér efst í huga ómælt þakklæti
fyrir góð og gjöful kynni og frænd-
semi, og bið honum allrar blessunar,
þar sem hann er nú. Aðstandendum
öllum votta ég mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning míns ágæta
frænda.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Í dag er kveðjuathöfn í Hafnar-
kirkju á Höfn í Hornafirði um Heimi
Þór Gíslason. Nú er hann kominn að
leiðarlokum í sínum heimabæ og verð-
ur jarðsettur hjá eiginkonu sinni Sig-
ríði Helgadóttur. Margar minningar
fara um huga minn er ég minnist
Heimis. Heimir var mikill fræðimaður
og víðsýnn, hann var náttúrubarn og
unni náttúrunni, hann var kennari,
sannur mannvinur og svo margt fleira.
Ég kynntist Heimi og fjölskyldu
hans þegar ég var 8 ára er ég fór í
heimavistarskólann að Staðarborg í
Breiðdal. Ég borgarbarnið var skelf-
ingu lostin að koma inn í skólann á
miðjum vetri og átti erfitt með að fóta
mig í þessu umhverfi. Með mér og
dóttur Heimis, Helgu Nínu, tókst mik-
il vinátta, og hefur hún verið mér sem
systir alla tíð síðan. En á þessum erf-
iðu tímum var heimili Heimis og Siggu
opnað fyrir mér og bjó ég hjá þeim
þennan vetur. Alla tíð síðan hefur
heimili Heimis og hans fjölskyldu stað-
ið mér opið og verið mér sem annað
heimili. Heimir var afar ljúfur í lund en
ákveðinn, ég man varla eftir að hann
hafi skipt skapi. Hann var góður kenn-
ari og fjölhæfur, hann lét okkur krakk-
ana gera ótal hluti sem ekki voru hefð-
bundnir og þótti sumum nóg um.
Hann lét okkur krakkana syngja á
morgnana fyrir kennslu, fór í ferðalög
og náttúrurannsóknir, setti upp leikrit
með okkur, fór í leiki á kvöldin eða
kenndi okkur dans með Siggu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Heimir var með vak-
andi auga á okkur krökkunum allan
sólarhringinn meðan við dvöldum í
skólanum. Hann sá alltaf um að gefa
okkur kvöldkaffið áður en við fórum í
rúmið og er það mér enn í minni hvað
kalda mjólkin var góð með matarkex-
kökunni.
Nú síðari ár hef ég hitt Heimi mest
á heimili Helgu Nínu við ýmis tæki-
færi en hún hefur haldið fjölskyldunni
saman með ýmsum uppákomum. Ein
hefðin er að við hittumst alltaf í skötu-
veislu á Þorláksmessu en þau systk-
inin Helga Nína og Hrafn Margeir
hafa átt heiðurinn af því. Heimis mun
verða sárt saknað. Heimir og Sigríður
voru mjög samrýmd hjón og samstiga
í flestu sem þau gerðu. Mér í minni er
dvöl ein er ég átti með þeim og Helgu
Nínu og öllum barnabörnunum á fjöll-
um við fjallagrasatínslu. Þetta var
samrýmd stórfjölskylda sem naut
þess að vera úti í náttúrunni.
Að lokum vil ég senda Helgu Nínu,
Hrafni Margeiri, Sigurþóri, Gísla
Birni og fjölskyldum þeirra og öðrum
vandamönnum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Einnig Magneu Sig-
urbergsdóttur sambýliskonu Heimis
og hennar fjölskyldu.
Kveðja,
Bonnie Laufey Dupuis og
fjölskylda.
✝ Kristján Frið-riksson fæddist í
Reykjavík 29. júlí
1935. Hann lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
11. september 2010.
Foreldrar hans voru
Friðrik Ólafur Páls-
son, f. 19. júlí 1903,
d. 14. febrúar 1990,
og Petrína Regína
Einarsdóttir Rist, f.
28. nóvember 1901,
d. 19. september
1954. Alsystkin
hans: Páll, f. 1930, Einar Möller,
f. 1933, d. 1934, Einar f. 1937,
Ólafur Þór, f. 1940. Samfeðra:
Bjarndís, f. 1927, d. 2009, Jón, f.
1948.
Kristján giftist 29. apríl 1961
eftirlifandi eiginkonu sinni, Con-
cordíu Konráðsdóttur, f. 18. des-
ember 1942. Börn þeirra eru:
Friðrik, f. 1961,
Kristján, f. 1963,
Regína, f. 1964, Kon-
ráð, f. 1966, Guðrún
Jóna, f. 1972 og Ein-
ar Þór, f. 1975.
Barnabörnin eru 8.
Kristján ólst upp í
Reykjavík, hann
vann verkmanna-
vinnu, stundaði sjó-
mennsku og nam
síðan nám í húsa-
smíði og tók meist-
arapróf 1975. Hann
vann við sitt fag til
ársins 1992 en þá fékk hann
heilablóðfall. Kristján og Con-
cordía bjuggu í Reykjavík alla
tíð, nema á árunum 1969 til 1972
en þá bjuggu þau í Svíþjóð.
Útför Kristjáns fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
17. september 2010, og hefst at-
höfnin kl. 11.
Elsku pabbi, það verður skrítið
að koma heim í Torfufellið og sjá
þig ekki í stólnum í stofunni, bros-
andi. Þú varst alltaf glaður og já-
kvæður þrátt fyrir erfið veikindi
síðustu 18 ár. En þú varst ákveð-
inn í því að halda áfram ótrauður
og þér tókst með æðruleysi og
miklum viljastyrk að ná ótrúlega
góðum bata miðað við hversu mik-
ið áfallið var í upphafi. Þú kenndir
okkur það að með jákvæðu huga-
fari þá er hægt að komast langt
og sigrast á erfiðleikum.
Dagdvölin í Hátúni hjálpaði þér
og mömmu mikið og það var þér
mikil ánægja að fá rafmagnsskutl-
una til að fara um allan bæ. Það
veitti þér mikið frelsi og mér er
það minnisstætt þegar skutlan bil-
aði og löggan skilaði þér skæl-
brosandi heim með skutluna aft-
aní.
Það var gaman að koma í heim-
sókn og ræða við þig um enska
boltann, brennandi áhugi þinn á
honum og getraunum hjálpaði þér
í gegnum erfiða tíma. Þú hélst
með Man. Utd alla tíð og glottir
alltaf þegar ég nefndi Derby á
nafn og varst alltaf ánægður með
það að við systkinin fylgdumst
með boltanum og áttum okkar lið.
Þetta sýnir hversu mikilvægt er að
hafa áhugamál og halda áfram að
stunda þau alla tíð. Meira að segja
undir lokin þegar þú varst þrótt-
laus á spítalanum þá vildir þú ekki
missa úr viku í getraunum, baðst
mig að koma með blýanta og
stinga ofaní skúffu, Jónu að koma
með getraunaseðla og mamma
hjálpaði þér síðan með síðustu
seðlana. Uppgjöf var ekki til í
þinni orðabók.
En undir lokin var þetta orðið
mjög erfitt og þrátt fyrir mikla
baráttu þá var ljóst hvert stefndi
og þú ert örugglega hvíldinni feg-
inn. Við skynjuðum það og sáum
hversu mikil værð og ró færðist
yfir þig þegar þú yfirgafst okkur.
Við kveðjum þig öll með söknuði
en minningin um þig mun alltaf
lifa í huga okkar. Ljúfar minn-
ingar um eiginmann, föður,
tengdaföður og afa sem var hetjan
okkar. Megi guð varðveita þig og
gefa mömmu styrk til að sigrast á
sorginni og missinum.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Vald. Briem)
Friðrik Kristjánsson.
Það er skrítið að þurfa ekki að
vera í Torfufellinu kl. 8 á morgn-
ana eins og ég hef verið síðast-
liðna tvo áratugi. Annað hvort
hringdi ég eða Concordía til að
mæla okkur mót, því að engin var
aðstaðan fyrir Kristján að bíða
eftir mér niðri. Í öll þessi ár
bjuggu þau á 2. hæð og þurfti
Kristján að ganga stigana svona á
sig kominn. Það er lærdómsríkt
að fá að kynnast svona duglegu
fólki sem lætur sjúkdóma og önn-
ur áföll hvergi á sig fá. Við áfallið
sem Kristján fékk lamaðist helm-
ingur líkamans og það sem verra
var, hann gat ekki talað lengur.
En lífsgleðin, góða skapið og hlát-
urinn lömuðust ekki og gat hann
hlegið dátt af minnsta tilefni. Það
sem Kristjáni fannst verst voru
frídagarnir. Þá gat hann ekki
mætt í „vinnuna“. Honum fannst
helgarnar vera langar og ég tala
nú ekki um sumarfríið. Á hverjum
degi í „vinnunni“ brunaði hann á
sinni Skutlu um allt nágrenni Há-
túns 12 og þá fannst honum hann
vera frjáls maður og brosti út að
eyrum og veifaði er ég mætti hon-
um.
Við, starfsfólk og vistfólk Dag-
vistar Sjálfsbjargar þökkum
Kristjáni fyrir samfylgdina í öll
þessi ár og óskum honum góðrar
ferðar á nýju „Skutlunni“ sinni
um óravíddir himingeimsins.
Að lokum vottum við Concordíu
og öllum öðrum ættingjum Krist-
jáns, okkar dýpstu samúð.
Þinn vinur og bílstjóri,
Steindór.
Kristján Friðriksson