Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 ✝ Guðrún Kristjáns-dóttir fæddist í Móabúð í Grund- arfirði 12. janúar 1916. Hún andaðist 3. september 2010. Foreldrar Guð- rúnar voru Kristján Jónsson, f. 1.11. 1874, d. 16.2. 1967 og Krist- ín Gísladóttir, f. 6.7. 1890, d. 25.1. 1962. Systkinin voru 13 og var Guðrún sú þriðja í aldursröðinni. Tvö þeirra létust ung. Eft- irlifandi eru Gísli, Ragnar og Arn- dís. Þann 6. september 1940 giftist Guðrún, Stefáni Guðmundssyni skipstjóra frá Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi. Foreldrar Stefáns voru Elísabet Stefánsdóttir húsfreyja f. 5.10. 1891 frá Arkalæk, d. 1975 og Guðmundur Pétursson f. 2.3. 1881, hjúkrunarfræðingur f. 1943, maki Kristján Jóhannsson, útgefandi f. 1942, börn þeirra eru a) Guðrún f. 1963, b) Jóhanna f. 1967, c) Valur f. 1973 og d) Guðmundur Gauti f. 1981. 3) Guðmundur, læknir, f. 1945, d. 1988. 4) Kristjana, leik- skólakennari f. 1947, maki Guð- mundur Þorkelsson, yfirsmiður f. 1946, börn þeirra eru a) Stefán f. 1970, b) Berglind f. 1972, c) Vigdís f. 1974. 5) Anna leikskólakennari f. 1952, maki Reynir Hólm Jónsson stýrimaður f. 1951, börn þeirra eru a) Jón Arnar f. 1971, b) Helga Lotta f. 1976, c) Reynir Þór f. 1983. Alls eru barnabarnabörn Guðrúnar og Stefáns 22 talsins. Guðrún starfaði á saumastofu á sínum yngri árum og var síðan hús- móðir. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins Hrannar árið 1949 og virk í því félagi um árabil. Guð- rún var jafnframt gerð að heið- ursfélaga félagsins. Útför Guðrúnar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 17. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. útvegsbóndi í Hrólfs- skála, d. 1958. Stefán starfaði lengst af sem skipstjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands. Árið 1944 reistu Guð- rún og Stefán sér hús- ið Skála á Seltjarn- arnesi og bjuggu þar allt til ársins 2003 þegar þau fluttu í íbúðir aldraðra við Skólabraut 3. Síðast- liðin þrjú ár bjó Guð- rún á Hrafnistu í Reykjavík. Dóttir Guðrúnar er 1) Unnur Vigfúsdóttir Duck, húsmóður, bú- sett í Bandaríkjunum, f. 1936, maki J.H. Duck tec. sargent í bandaríska hernum, f. 3.12. 1922, d. 2002, synir þeirra eru a) Howard f. 1963 og b) Kristofer Lee f. 1967. Fyrir átti Unnur Jón Jónsson, f. 1956. Börn Guðrúnar og Stefáns 2) Elísabet, Tengdamóðir mín Guðrún L. Kristjánsdóttir frá Móabúð í Eyrar- sveit við Grundarfjörð er látin, 94 ára gömul. Guðrún bjó á Hrafnistu í Reykjavík síðustu árin og naut góðr- ar umsjónar starfsfólks og nánustu ættingja. Guðrún var nánast á móti því að fara nokkurn skapaðan hlut eftir að fætur biluðu til gangs, en í Skála var hún ávallt tilbúinn að koma, hvort sem var í mat eða á sólpallinn til skoðunar á rósum og öðru sem fyrir augun bar. Hún dáðist að fallega garðinum í Skála, Anna dóttir hennar var með afbrigðum dugleg að sjá til þess að gamla konan fengi sem flest- ar heimsóknir og að taka hana heim í Skála, sérstaklega þegar vel viðraði, þær fóru í göngu inn Hrólfsskálavör- ina með viðkomu hjá Elísabetu og Kidda, þaðan beint á pallinn í Skála. Guðrún var alltaf vel til höfð, ann- að kom ekki til greina. 3. oktober er svo dagur sem fjöl- skyldan öll kemur saman til að minnast Stefáns (tengdó) með göngu í Suðurnes og síðan í kjötsúpu á eftir, í fyrra var gamla konan með í för. Í mörg ár var farið í sumarhús, norður á strandir fórum við með gamla fólkið, sú ferð virkaði eins og að fólkið hefði yngst um nokkur ár. Ferðirnar í Grundarfjörðinn til Ragga og Dísu voru oft á tíðum skemmtilegar margt brallað. Minn- ingarnar eru oft skemmtilegar, að láta hugann reika aftur í tímann, þá rifjast svo margt upp. En nú er kom- ið að leiðarlokum hjá Gunnu í Skála. Ég vil þakka Guðrúnu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur Önnu og börn sem var ómetanlegt í gegnum árin. Öllum nánustu ættingjum votta ég samúð mína með góða minningu í huga frá liðnum tíma. Reynir Hólm Jónsson. Þegar ég hugsa til baka og minn- ist ömmu minnar þá eru óteljandi hlutir sem standa upp úr. Það sem helst kemur upp í hugann er að hún var ekki bara amma mín, hún var einnig stórkostleg kona. Hún var ávallt til staðar og ég kom yfirleitt heim til ömmu og afa í Skála í hádeg- ismat sem barn. Best fannst mér að taka prjónaverkefnið úr skólanum með til ömmu sem var ansi snögg að klára fyrir mig viku vinnu í hand- mennt. Þegar ég eignaðist sjálf barn var hún ávallt til í að bjóða fram að- stoð við að passa, og ekki kom til greina að láta dóttur mína sofa úti í vagni hjá dagmömmunni ef mikið rok var úti eða kuldi. Þá bauð hún fram hjálp sína og dóttir mín svaf inni hjá langömmu. Þegar aldurinn færðist svo yfir hana og hún var ekki eins heilsuhraust og hún vildi, kom að mér að endurgjalda alla greiðana í gegnum árin. Mér hefur ávallt fundist það heiður að geta hjálpað henni við hluti sem einu sinni voru henni auðveldir en urðu erfiðir eftir að heilsunni hrakaði. Heimsóknirnar voru ansi margar og hennar einstaki húmor gerði þær að hreinni skemmtun. Hún var amma með skemmtilegan svartan húmor og það var það eitt af því sem gerði hana svo frábæra. Það besta var að hún hélt húmornum fram á seinasta dag og kom alltaf glampi í augun á henni þegar hún skaut hnitmiðuðum at- hugasemdum inn í samræðurnar. Dóttir mín var ekki orðin gömul þeg- ar hún sjálf var komin með húmor langömmu sinnar og var hrein unun að hlusta á þær skjóta athugasemd- um sín á milli, þeim báðum til mik- illar skemmtunar, enda miklar vin- konur. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigríður Ögmundsdóttir, 1963.) Elsku amma, takk fyrir að vera þú og takk fyrir allar góðu stundirnar. Þín, Helga Lotta. Elsku besta amma mín og nafna, ég kveð þig með miklum söknuði en um leið er ég afar þakklát fyrir að hafa átt svo langa samleið með jafn stórbrotinni manneskju eins og þér. Ég mun ekki bara minnast þín sem fábærrar ömmu og langömmu dótt- ur minnar, heldur einnig sem einnar af mínum bestu vinkonum og skemmtilegrar, sterkrar og skap- andi konu. Þú varst mín albesta fyr- irmynd og langt á undan þinni sam- tíð um afar margt. Í æskuminningunni eru óteljandi stundirnar í Skála þær hlýjustu og bestu sem ég hef eignast. Hvað þú dedúaðir við mann og dekraðir, söngst, fórst með vísur og sagðir endalaust af skemmtilegum sögum. Heimili ykkar afa var líka enginn venjulegur ævintýraheimur. Í kjall- aranum var alltaf tilhlökkun að fá að kíkja á dótið og í matarbúrið, skoða bókasafnið, eða fikta í strauvélinni. Á efri hæðinni sátum við löngum stundum við eldhúsborðið og leyst- um lífsgáturnar, og svo á ég sérlega ljúfar minningar um samverustund- ir okkar í „betri stofunni“ að fletta í gegnum þín fjölmörgu myndalbúm. Síðan var það háaloftið, eða himna- ríki, þar sem þú ein hafðir lyklavöld- in, en þangað mátti maður príla upp þegar þú varst í skapi til þess að sýna gersemarnar þínar. Þá má ekki gleyma paradísargarðinum ykkar sem var svo alúðlega hirtur og fal- legur, og svo barnvænn að eftir var tekið. Þessum minningum mun ég svo sannarlega halda til haga. Elsku amma mín, það er ekki hægt að hugsa til þín, jafnvel á tíma- mótum sem þessum, án þess að Guðrún Kristjánsdóttir ✝ Kolbrún Daníels-dóttir fæddist að Samkomugerði í Eyjafirði 12. apríl 1936. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Svein- björnsson bóndi og hreppstjóri að Saurbæ í Eyjafirði, f. 1911, d. 1976, og Gunnhildur Krist- insdóttir, húsfreyja, f. 1912, d. 1995. Fjölskyldan flutti að Saurbæ í Eyjafirði árið 1939. Kolbrún var elst níu systkina en þau eru: Hilm- ar, f. 1937, kvæntur Guðlaugu Björnsdóttur, Arnar, f. 1939, kvæntur Hallfríði Magnúsdóttur, Sveinbjörn, f. 1941, kvæntur Ingu Sigrúnu Óladóttur, Viðar, f. 1942, María, f. 1944, gift Jóni Smára Frið- rikssyni, Víkingur, f. 1946, kvæntur Þeirra börn eru: Bjarni Þór, f. 1990, Andri Már, f. 1994, Kolbrún María, f. 1998. 3) Þórður Sigurðsson, f. 22.2. 1966, maki Edda Björnsdóttir, f. 16.10. 1966. Þeirra börn eru: Björn Ingi Friðþjófsson, f. 1987, Salka, f. 1992, Þórhildur Braga, f. 1997. Seinni eiginmaður Kolbrúnar var Sigurður R. Ólafsson, f. 1941. Þau skildu. Kolbrún ólst upp að Saurbæ í Eyjafirði en flutti til Akureyrar ár- ið 1956. Árið 1961 fluttist Kolbrún búferlum til Svíþjóðar ásamt eig- inmanni og tveim börnum. Þar bjó fjölskyldan í tvö ár. Kolbrún nam snyrtifræði í Svíþjóð og eftir heim- komu rak hún um skeið snyrtistofu að Hafnarstræti á Akureyri. Árið 1968 fluttist hún til Reykjavíkur og starfaði þar við verslunar- og skrif- stofustörf. Á árunum 1990-2000 bjó Kolbrún á Ísafirði þar sem hún stundaði verslunarstörf og rak hannyrðaverslun. Síðustu æviárin bjó Kolbrún í Reykjavík og vann um skeið við umönnunarstörf í Oddshúsi. Kolbrún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 17. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Þuríði Sigurð- ardóttur, Valur, f. 1947, kvæntur Sess- elju Ingólfsdóttur, og Ragnar, f. 1952, kvæntur Hönnu Sig- urgeirsdóttur. Fyrri eiginmaður Kolbrúnar var Sig- urður Egilsson, f. 26.9. 1934. Börn Kol- brúnar og Sigurðar eru: 1) Gunnhildur Svana Sigurðardóttir, f. 21.10. 1956, maki Pétur Kornelíusson, f. 29.3. 1953. Þeirra börn eru: Sig- urður Rúnar, f. 1977, maki Jennifer Pétursson, f. 1977. Dætur þeirra eru Jóhanna Gunnhildur, f. 2001, og Jesigga Áróra, f. 2003. Har- aldur, f. 1979, maki Rebekka Ólafs- dóttir, f. 1979. Synir þeirra eru Tumi Dagur, f. 2001, og Gunnar Kornelíus, f. 2006. 2) Bragi Sigurðs- son, f. 12.3. 1961, maki Sigríður Emilía Bjarnadóttir, f. 22.4. 1963. Elsku mamma. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig. Söknuður og sorg nístir. Um leið hrannast upp óteljandi fallegar minningar um þig sem móður, ömmu og langömmu, fegurð þína og brosið sem tók á móti okkur þegar við komum til þín, móðurhjartað þitt milda sem ætíð vafði okkur ást og umhyggju, hjálparhönd sem ætíð var til taks tilbúin að aðstoða eftir fremsta megni, kraftinn sem dreif þig áfram þegar á móti blés. Ömmubörnum og langömmu- börnum hlúðir þú að, lést þér ætíð annt um þau, veittir þeim hollráð og miðlaðir þeim af góðvild þinni. Þótt líf þitt væri ekki alltaf dans á rósum reyndir þú ávallt að horfa móti sólu. Þess vegna var svo gott að leita til þín. Hjá þér var engin eymd og ekkert volæði. Með ást þinni huggaðir þú okkur ef eitthvað bjátaði á og gafst okkur styrk til að halda áfram. Við vissum alltaf að þú stóðst við bakið á okkur og varst stolt af því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú kenndir okkur að bjarga okkur sjálf og þurfa ekki að treysta um of á aðra. Við vitum að margir leituðu til þín í erfiðleikum því þú varst ætíð reiðubúin til að hlusta, miðla og hjálpa. Þú hlúðir að öllum sem til þín leituðu, bæði okkur sem stóðum þér næst og stórfjölskyldunni sem var þér afar hjartfólgin. Við vitum að þú varst mikils metin í þeim stóra hópi. Dugnaður þinn var eftirtektar- verður. Saumaskapur og annað handverk lék í höndum þínum. Heimili þitt var alla tíð sá staður sem sameinaði fjölskylduna, ekki ósjaldan við veisluborð sem þú lað- aðir fram. Bókalestri hafðir þú yndi af og listar yfir þær bækur sem þú hafðir lesið eru langir. Margs konar bóka- og sagnfræðigrúski hafðir þú gaman af, fannst hér og þar í göml- um bókum frásagnir af merku fólki, ættfeðrum okkar og fleirum. Í nátt- borðinu þínu varst þú með mörg bindi af „Ættum Eyfirðinga“, búin að merkja við þær færslur sem okk- ur tengdust eða þér fundust mark- verðar. Þú hafðir mikinn áhuga á hinu yfirnáttúrulega, hinu óútskýr- anlega, draumum, og trúðir á ým- islegt því tengdu. Hún verður undarleg tilfinningin að hafa þig ekki lengur hér hjá okk- ur. Engin mamma, engin amma Kolla að heimsækja. Tilveran verð- ur tómleg, lífið allt fátæklegra. Það var eins og þú vissir, þegar þú varst að búa þig undir að fara á sjúkra- húsið, að nú væri komið að endalok- um. Þú hafðir, bókelsk sem þú varst, stungið í töskuna þína bók til að hafa með þér sem ber titilinn „Góða nótt, yndið mitt“. Það er eins og í því felist kveðja þín til okkar. Nú ert þú komin á eitthvert ann- að tilverustig eins og þú trúðir á. Eflaust munum við hittast einhvers staðar, einhvern tímann, aftur- …eða eins og segir í texta Megasar: Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Hvíl þú í friði, elsku mamma. Minningin um þig mun lifa með okkur og ást okkar umvefja þig alla tíð. Góða nótt, yndið okkar. Gunnhildur, Bragi og Þórður. Kolbrún tengdamóðir mín var glæsilega kona. Ég kynntist henni fyrir rúmum 30 árum þegar ég ruglaði reytum saman við Braga. Síðan þá hefur hún verið stór hluti af lífi mínu. Í gegnum árin höfum við orðið góðar vinkonur og það er svo margt sem ég þarf að þakka fyrir. Á stundum sem þessum hugsar maður til baka og minnist alls þess góða og skemmtilega. Árin sem við bjuggum erlendis og Kolla kom og eyddi tíma með okkur. Heimsókn- irnar til Akureyrar þegar Kolla kom og tók skápa og skúffur í gegn. Ferðirnar okkar til Reykjavíkur þar sem við vorum alltaf velkomin og tekið var vel á móti okkur. Þegar ég var ein í borginni þá áttum við saman kósýkvöld, elduðum góðan mat, sátum með rauðvínsglas og kjöftuðum heilu kvöldin. Þetta eru stundir sem ég met mikils. Það var svo ótrúlega gott að tala við Kollu, við gátum talað um allt. Helsta áhugamál hennar voru barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún fylgdist mjög vel með þeim og hafði áhuga á öllu sem þau voru að gera. Í síðasta samtali okkar sagði Kolla eitthvað á þá leið að ef börnin væru ham- ingjusöm og það gengi vel hjá þeim þá liði henni vel. Við vorum líka duglegar að lána hvor annarri bæk- ur og gátum spjallað um þær lang- ar stundir í símann. Kolbrún var snillingur í höndunum og saumaði fallegar flíkur og föndraði. Ég man svo vel þegar yngri strákurinn minn var fermdur, þá kom hún í dragt sem hún hafði saumað úr „af- göngum sem hún fann ofan í kassa“. Vinkonur mínar tala ennþá um þessa dragt. Þegar talað er um saumaskap í okkar hópi þá er við- kvæðið; „ já en dragtin sem Kolla tengdó saumaði, það toppar hana enginn“. Í vor kom Kolla til að hjálpa okkur með stúdentsveislu. Samkvæmt venju í fjölskyldunni bakaði hún ömmutertu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Kolla spurði mig eitt kvöldið hvort hún ætti ekki að skrifa niður upp- skriftina svo ég gæti bakað þessa tertu en ég afþakkaði. „ Það er nægur tími, ég fæ hana bara seinna“. Hvern hefði órað fyrir því að Kolla, svona hress eins og hún var, yrði tekin frá okkur alltof snemma. Það yrði of langt mál að tína saman allt sem mig langar að þakka fyrir. Öll hrósin sem ég fékk frá Kollu geymi ég og man ásamt öllum ráðunum. Mest langar mig að þakka henni fyrir að vera frá- bær amma. Börnin mín eiga góðar og ljúfar minningar um ömmu sína. Minningar sem eiga eftir að ylja um komandi ár. Við minnumst fal- legrar, glæsilegrar konu sem gerði hlutina skipulega og ekki með nein- um látum. Konu sem kunni að hlusta og gefa ráð, konu sem kunni ljóð og sögur og hafði endalaust gaman þegar öðrum gekk vel. Ást- arþakkir fyrir öll árin og takk fyrir að vera góð amma. Ég sakna þín. Sigríður Emilía Bjarnadóttir Í síðustu viku var höggvið skarð í hóp okkar systkinanna frá Saurbæ þegar Kolla, eldri systir, okkar lést. Í þessum hópi voru tvær syst- ur og sjö bræður. Það er undarleg tilfinning að setja á blað kveðjuorð til systur sinnar, sem verið hefur Kolbrún Daníelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.