Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 36

Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 36
36 MENNINGFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Sýningin Grafík frá Færeyjum verður opnuð á laugardag kl. 16:00 í sal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17. Sýningar- stjóri sýningarinnar er mynd- listarmaðurinn Rikhard Valt- ingojer. Hann býr og starfar á Stöðvarfirði og rekur Gallerí Snærós og hefur góð tengsl við Færeyjar. Þessi sýning var fyrst sett upp fyrir austan í Gallerí Snæ- rós 3. október sl. Sýnendur eru Bárður Jákups- son, Jóhan Martin Christiansen, Jóna Rasmus- sen, Kári Svensson, Oggi Lamhauge, Rannvá Holm Mortensen, Símun Marius Olsen og Trónd- ur Patursson. Sýningin stendur til 3. október. Myndlist Sýning á grafík frá Færeyjum Veggspjald sýningarinnar. Nú stendur yfir á Mokka á Skólavörðustíg sýning ljós- myndarans Karls R. Lillien- dahls, en henni lýkur í næstu viku. Á laugardag kl. 14:00 til 16:00 verður Karl með lista- mannsspjall um sýninguna og ræðir um myndirnar og tilurð þeirra. Karl nefnir sýninguna Se- condo, en á henni gefur að líta mannlífsmyndir frá ítölsku borgunum Lucca, Bologna og Feneyjum. Þetta er sjöunda einkasýning Karls sem hélt sína fyrstu ljósmyndasýningu á Íslandi haustið 2007 og hefur sýnt víða um heim. Sýningin stendur til 23. sept- ember og er opin daglega frá klukkan 9 til 18.30. Ljósmyndun Listamannsspjall um Secondo Karl R. Lilliendahl Á sunnudag kl. 15:00 verður Sigtryggur Bjarni Baldvinsson með listamannaspjall á sýning- unni ÁR: málverkið á tímum straumvatna í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði, en þar má nú sjá málverk eftir Þor- vald Skúlason og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson í samhengi í fyrsta sinn. Tvö málverk með titilinn Ölfusá, sitt eftir hvorn höfundinn, eru inngangurinn að sýningunni sem er samvinnuverkefni Lista- safns Árnesinga og Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ólafsdóttir listfræðingur er sýningarstjóri. Safnið er opið alla daga kl. 12-18, allir velkomn- ir og aðgangur er ókeypis. Myndlist Málverkið á tímum straumvatna Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á laugardag verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur sýning á klippimyndum Errós, sem hann hefur gef- ið safninu frá árinu 1989. Á sýningunni verða um 130 myndir, en alls hefur Erró gefið safninu 472 klippimyndir sem spanna langan feril hans. Á sýn- ingunni eru til sýnis samklipputeikningar og sam- klippuuppsetningar, en einnig tilklipptar pappírs- myndir frá námsárunum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran, sem hefur ritað bækur um Erró, sýningarskrár og greinar og sett upp sýningar í Listasafni Reykjavíkur á verk- um hans. Í texta um klippimyndasýninguna segir hún m.a. að Erró hafi uppgötvað listformið klippi- myndir í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árin 1950–1951. Þar hafi hann notað rifinn eða til- klipptan litaðan pappír til þess að búa til óhlut- bundin og hlutbundin verk með fyrirmyndum úr nútímalistasögu og ýmsum alþýðuhefðum. Fundið prentað efni „Erró hóf þó ekki meðvitað notkun samklippu fyrr en í lok sjötta áratugarins og þá í formi mynda og prentaðra texta. Árið 1958 gerði hann syrpu samklipputeikninga í Ísrael, Radioactivity, sem vís- ar í herferð franskra súrrealista gegn kjarnorku. Þessi verk eru samsett af myndbrotum eða setn- ingum sem klipptar eru úr blöðum annars vegar og hins vegar af persónum sem eru teiknaðar fríhend- is og þrungnar spennu. Ári síðar, í París, hættir Erró að beita grafík í klippimyndum sínum. Í stað þess notast hann ein- göngu við fundið prentað efni (til dæmis vinsæl tímarit og rit um tæknileg efni). Á árunum 1959– 1960 gerir hann myndasyrpuna Méca-Make-up sem er samsett úr myndum af vélum, hlutum úr verksmiðjum og fyrirsætuandlitum. Hann nær há- marki hinnar frumlegu sköpunar sinnar með því að útfæra hluta þessara fyrstu mynda í málverkum en þar með öðlaðist klippimyndin tvöfalt hlutverk: mynd heilsteypts verks með eigin ásjónu og hlut- verk skissu að nýjum stíl. Það er þó ekki fyrr en ár- ið 1964, þegar listamaðurinn kynnist bandarísku neyslu- og fjölmiðlasamfélagi í New York, að þessi tvíþætta aðferð verður kerfisbundin og klippi- myndin verður „ein- stakur lykill að sköpunarvirkni og gerð allra verka hans“ (Alain Jo- uffroy, 1981).“ Opnun og sam- keppni Klippimyndir Erró voru yf- irleitt skap- aðar í þematengdum syrpum og gefur það því færi á að hafa þemaskiptingu á sýningunni þó tímaröð sé fylgt. Í lokahluta sýningarinnar er síðan veitt inn- sýn í sköpunarferli listamannsins þar sem ákveðin málverk eru tengd við klippimyndirnar sem lagðar eru til grundvallar að þeim. Þess má geta að skammt er síðan haldin var sér- stök yfirlitssýning á klippimyndum Errós í Galerie d’art graphique-salnum í Pompidou-listasafninu í París. Á þeirri sýningu voru klippimyndir sem Erró gaf Pompidou-safninu. Erró kemur til landsins í tilefni af opnun sýningar- innar og verður viðstaddur þegar borgar- stjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, opnar sýninguna. Við sama tilefni mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, kynna klippi- myndasamkeppni, sem Erró býður nemendum og almenn- ingi að taka þátt í og nánar er greint frá hér til hliðar. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina sem Erró mun kynna við opnunina. Klippimyndir Ein af klippimyndum Errós sem sýnd verður í Listasafni Reykjavíkur. Erró og klippimyndirnar  Listasafn Reykjavíkur opnar yfirlitssýningu á klippimyndum sem Erró hefur gefið safninu Bandaríski rithöfundurinn Neale Donald Walsch, höfundur metsölu- bókanna „Samræður við Guð“, held- ur fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu næst- komandi miðvikudag kl. 9:00. Hann hefur átt ævintýralega ævi, en vendipunktur í lífi hans var er hann missti heilsuna, fjölskyldu sína og veraldlegar eigur, allt á sama tíma, þá tæplega fimmtugur. Háls- brotinn bjó Walsch í tjaldi og leitaði matar í ruslagámum. Eftir þessa reynslu tók Walsch að skrifa niður spurningar sem hann myndi vilja spyrja Guð og fékk skýr svör að honum fannst. Spurning- arnar og svörin urðu að bókinni Samræður við Guð, sem varð met- sölubók víða um heim og kom meðal annars út hér á landi. Fleiri bækur hans um sama efni hafa líka selst metsölu. Myndlistakonan Helga Birgis- dóttir, Gegga, kynntist Neale haust- ið 2008 á sex daga námskeiði hjá honum sem haldið var í Bretlandi. Hún kynntist svo Neale og eigin- konu hans, ljóðskáldinu Em Claire, frekar fyrir ári og í haust varð hann við beiðni hennar um að heimsækja Ísland og halda fyrirlestur í Þjóð- leikhúsinu næstkomandi miðviku- dag. Nánari upplýsingar má sjá á Facebook viðburðinum „Neale Do- nald Walsch á Íslandi“. Neale Walsch til Íslands Heldur fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu Metsöluhöfundur Bandaríski rit- höfundurinn Neale Donald Walsch. Þessar vangaveltur eru þó óþarfar því myndin endar með þvílíkri sprengju.. 37 » Netverkið Her- bergi 408 eftir Hrafnhildi Haga- lín og Steinunni Knútsdóttur er tilnefnt til Evr- ópuverðlaunanna, Prix Europa, 2010 í flokki ný- miðla. Verkið var frumflutt í net- leikhúsinu Her- bergi 408. Nálgast má verkið á www.herbergi408.is. Leikarar eru Árni Pétur Guðjónsson, Harpa Arn- ardóttir og Aðalbjörg Árnadóttir. Tónlist og hljóðmynd annast Kristín Björk Kristjánsdóttir. Útvarps- leikritið Einfarar eftir Hrafnhildi í leikstjórn hennar var einnig tilnefnt til Prix Europa verðlauna. Herbergi 408 tilnefnt til Prix Europa 2010 Hrafnhildur Hagalín Að frumkvæði Errós efnir Listasafn Reykjavíkur til samkeppni um gerð klippimynda í tengslum við sýninguna Erró – Klippimyndir (1950-2010). Mark- mið samkeppninnar er að auka skilning, þekkingu og áhuga almennings og nem- enda á samklippi (collage) sem list- formi. Samkeppnin felst í því að búa til klippimynd úr fundnu prentuðu efni s.s. dagblöðum, tímaritum, bókum eða öðru útgefnu og tvívíðu efni. Þátttakendum er skipt upp í tvo flokka: nemendur í 7. og 8. bekk grunn- skóla um land allt og íslenskan almenn- ing 14 ára og eldri. Skila verður mynd- um fyrir kl. 17.00 mánudaginn 1. nóvember nk. Aukinn skilningur, þekking og áhugi SAMKEPPNI UM KLIPPIMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.