Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 43

Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 43
MENNING 43Fólk MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 51 06 3 08 /1 0 SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS Um landið allt eru framúrskarandi veitingastaðir og hlýleg hótel og ekki þarf að fljúga langt til að kúpla sig út úr stressinu. Komum sterk inn í nýja vinnuviku með góðar minningar í farteskinu. FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* Írski stórleikarinn Liam Neeson ku vera farinn að líta aftur í kringum sig en rúmt ár er liðið frá því að eig- inkona hans, leikkonan Natasha Richardson, lést eftir að hafa fallið á skíðum. Fyrr í þessum mánuði sást til Neeson með almannatenglinum Frya St. Johnston og fór að sögn sjónarvotta vel á með þeim. John- ston er sjálf fráskilin en fyrrverandi eiginmaðurinn fer fögrum orðum um Fryu og segir hana dásamlega manneskju og frábæra móður. Að sögn vina vill Neeson þó fara varlega og segir syni sína tvo vera í algjörum forgangi hjá honum. Leikarinn hefur ekki setið auðum höndum en á þessu ári komu út myndirnar The A-Team og Clash of the Titans þar sem hann fer með að- alhlutverk og síðar á árinu er nýtt framhald af ævintýrunum í Narníu væntanlegt en þar ljær hann ljóninu Aslan rödd sína. Samkvæmt IMD- b.com er Neeson að vinna að heilum átta kvikmyndum þar fyrir utan en hver veit nema hann gefi sér engu að síður tíma fyrir rómatíkina. Stefnumót Eftir mikið áfall birtir nú á ný hjá Neeson. Neeson farinn að líta í kringum sig Hið óvænta stórstirni Susan Boyle fékk ósk sína uppfyllta í gær þegar hún söng fyrir páfann sjálfan við messu í Skotlandi. Messan fór fram utandyra og mættu um það bil 65 þúsund manns í von um að berja páfann augum. Söngkonan var klædd í svarta kápu og svarta skó þegar hún steig á svið og söng meðal annars „I Dreamed a Dream“ og sálminn „How Great Thou Art.“ Að sögn viðstaddra stóð Boyle sig frábærlega og fékk hárin til að rísa líkt og hún gerði þegar hún steig fyrst fram á sjónarsviðið í þættinum Britain’s Got Talent í apríl í fyrra. Í samtali við Sky-fréttastofuna sagði Boyle eftir sönginn að nú hefði draumur hennar ræst. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um, alltaf langað til að gera og loksins er ég hér og hef fengið þetta tækifæri.“ Reuters Draumur Susuan Boyle átti sér draum og hann rættist í gær. Söng fyrir páfann Forseti Bandaríkjanna, Barack Obamba, hyggst á næstunni gefa út barnabókina Of Thee I Sing. Bókina skrifaði hann áður en hann var kjör- inn forseti en allur ágóði mun renna til barna látinna og fatlaðra her- manna. Þrátt fyrir að tæpir tveir mánuðir séu í útgáfudaginn hefur bókin þeg- ar skotist upp sölulista vestanhafs og situr á topp 25 listum bæði ama- zon.com og barnesandnoble.com. Obama Er metsöluhöfundur. Vinsæl barnabók

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.