Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
Jólahlaðborð
að hætti Nóatúns
www.noatun.is
eða í Austurveri, Hringbraut og Grafarholti
Pantaðu veisluna þína á
www.noatun.is
RÍKULEGA
ÚTILÁTIN
JÓLAVEISL
A
1990
Á MANN
AÐEINS
Ve
rð
fr
á
NÝTTfyrir jólin
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Félagar í Hjálparsveit skáta í
Garðabæ eru byrjaðir að þjálfa leit-
arhunda til rústabjörgunar. Stefnt
er að því að á næstu þremur árum
verði sex hundaþjálfarar með jafn
marga hunda undir það búnir að
fara í útköll á vegum Íslensku al-
þjóðabjörgunarsveitarinnar.
„Við fórum í rýnivinnu eftir að við
komum frá Haítí með það að mark-
miði að finna leiðir til að bæta sveit-
ina enn frekar. Eitt af því sem kom
upp er að æskilegt væri að vera með
eigin hundateymi,“ segir Dagbjart-
ur Kristinn Brynjarsson, einn af
stjórnendum Íslensku alþjóðabjörg-
unarsveitarinnar. Hann getur þess
að þegar sveitin fór til Haítí í janúar,
til að leita í rústum húsa eftir jarð-
skjálfta, hafi hún unnið með sérstök-
um hundasveitum frá Bandaríkjun-
um og Spáni.
Gelta í stað þess að grafa
Hundar eru mjög öflugir við leit,
meðal annars í rústum húsa.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin
samdi við Hjálparsveit skáta í
Garðabæ um að leggja til leitar-
hunda og mannskap með þeim.
Hjálparsveitin er með tíu hunda
sem þjálfaðir eru til víðavangsleitar
og átta til leitar í snjóflóðum.
Björn Bergmann Þorvaldsson, fé-
lagi í Hjálparsveitinni sem jafn-
framt er einn af stjórnendum al-
þjóðabjörgunarsveitarinnar, segir að
þjálfun hundanna nýtist við rústa-
björgun. Nefnir sem dæmi að þegar
hundur finni lifandi fólk í snjóflóði
gefi hann merki með því að byrja að
grafa. Það geti hann ekki gert við
rústabjörgun og því þurfi að þjálfa
hundana í því að gefa merki með því
að gelta.
Fyrst þurfi þó að venja þá við nýtt
vinnuumhverfi. Dagbjartur segir að
mikil vinna sé framundan við þjálfun
hundanna. Þá þurfi að þjálfa umsjón-
armenn þeirra í rústabjörgun. Mikið
sé lagt upp úr því í sveitinni að mann-
skapurinn geti gengið í sem flest
verkefni þannig að starfskraftarnir
nýtist sem best.
Athuga möguleika á sóttkví
Hundarnir fá allar nauðsynlegar
bólusetningar til að geta farið í rústa-
björgun erlendis, eins og þjálfarar
þeirra og aðrir liðsmenn Íslensku al-
þjóðabjörgunarsveitarinnar.
Hundar sem fluttir eru til landsins
þurfa að fara í fjögurra vikna sóttkví.
Björn segir að til greina komi að óska
eftir samvinnu við yfirvöld um vottun
fyrir einangrunarstöð á vegum
Landsbjargar.
Bók um leiðangur sveitarinnar til
Haítí kemur út föstudaginn 3. des-
ember og verður kynnt í Smáralind.
Sveitin verður í Smáralind alla
helgina og þá gefst tækifæri til að
hitta félaga hennar sem fóru til Haítí
ásamt því að skoða búnað og hunda
sveitarinnar.
Morgunblaðið/Golli
Rústabjörgunaræfing Bylur fylgist með Maurice Zschirp og hundi hans Stjörnu í spítnabrakinu á æfingasvæðinu og líst ekki sérstaklega vel á.
Þjálfa hunda til rústabjörgunar
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fær hundateymi frá Hjálparsveit skáta í
Garðabæ Sex hundar verða þjálfaðir á næstu þremur árum Þjálfun
hundanna úr snjóflóðaleit nýtist en þeir þurfa að laga sig að nýju vinnuumhverfi
Komið hefur upp
grunur um salm-
onellusmit í fersk-
um kjúklingi frá
Matfugli. Frekari
rannsókna er þörf
til þess að stað-
festa gruninn en
varan hefur engu
að síður verið inn-
kölluð. Þetta er í
fimmta skipti á þessu ári sem Mat-
fugl þarf að kalla inn kjúklinga
vegna gruns um salmonellu. Til sam-
anburðar má geta þess að á ára-
bilinu 2005 til 2007 komu engin
salmonellusmit upp á kjúk-
lingabúum landsins.
Matfugl biður fólk sem hefur
ferska kjúklinga á heimili sínu að at-
huga rekjanleikanúmerið en um er
að ræða kjúkling með rekjanleika-
númerum (Rlnr.) 011-10-42-2-01 og
215-10-42-1-04.
Þó ber að taka fram að kjúkling-
urinn er hættulaus fari neytendur
eftir leiðbeiningum um eldun kjúk-
linga, steiki í gegn og passi að blóð-
vökvi fari ekki í aðra vöru. Þá er
kjúklingur með öðru rekjanleika-
númeri fullkomlega í lagi.
Salmonella
í fimmta
sinn í ár
Enn þarf Matfugl að
innkalla kjúklinga
Ferskir
kjúklingar
Fjármálaeftirlitið hefur lokið svo-
kölluðu innra mati á eiginfjárþörf
MP banka. Niðurstaðan er að MP
banki þurfi að styrkja eiginfjár-
grunn bankans líkt og áformað hafi
verið Bankinn uppfyllir hins vegar
öll skilyrði um lögbundið eiginfjár-
hlutfall, en í fréttum Ríkisútvarpsins
í gær var fullyrt að bankinn væri
undir mörkunum.
Ragnar Þórir Guðgeirsson,
stjórnarformaður bankans, segir að
miðað við hálfsárs uppgjör bankans
sé eiginfjárhlutfallið 9,1%. Lög
kveða hinsvegar á um að hlutfallið sé
8%. FME gerir hinsvegar ríkari
kröfu á stóru viðskiptabankana, en
þeir þurfa að vera með eiginfjárhlut-
fall yfir 16%. Ragnar segir að þar
sem minni óvissa ríki um stöðu MP
Banka en annarra banka hafi hann
fyrstur banka hér á landi end-
urmetið eiginfjárþörf sína með tilliti
til innleiðingar á Basel II-reglunum.
MP uppfyllir
lög um eigin-
fjárhlutfall
Tólf ára stúlka á Akureyri, Helga
Sigríður Sigurðardóttir, sem veikt-
ist alvarlega sl. miðvikudag, komst í
gærkvöldi til Gautaborgar þar sem
hún gekkst undir hjartaaðgerð.
Héðan flaug hún með sjúkraflugvél
sem kom sérstaklega að utan, en
um borð var sérhæft lið lækna og
hjúkrunarfólks.
„Núna er Helga Sigríður á leið-
inni í aðgerð, þar sem blóðflæði
verður tengt fram hjá hjartanu. Í
framhaldinu stendur til að hún fái
nýtt hjarta,“ segir Málmfríður
Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur
sem þekkir vel til fjölskyldu Helgu
Sigríðar og hefur fylgst með líðan
hennar.
Stúlkan veiktist alvarlega í sund-
tíma í skóla sínum sl. miðvikudag,
en hún missti meðvitund í búnings-
klefanum, og hefur barist fyrir lífi
sínu síðan. Hún var fyrst flutt á
Landspítalann og þaðan fór hún til
Svíþjóðar í gær. Foreldrar hennar
fóru utan með áætlunarflugi til
Kaupmannahafnar og ætluðu þaðan
áfram með tengiflugi til Gautaborg-
ar.
„Helga er afar góð stúlka sem
hefur mikla útgeislun. Hún er já-
kvæð, skemmtileg og í kringum
hana er ávallt fjör og gleði. Hún er
mikil íþróttastelpa og hefur stundað
fimleika árum saman,“ segir á fés-
bókarsíðu sem vinir hennar hafa
sett upp.
Hrundið hefur verið af stað fjár-
söfnun til styrktar fjölskyldunni,
enda víst að fjölskyldan verði um
tíma frá vinnu. Reikningsnúmer
Maríu Egilsdóttur, móður Helgu, er
0565-26-110378 og kennitala
180470-3449. sbs@mbl.is
Helga Sigríður komin
í aðgerð í Gautaborg
Fjársöfnun hrundið af stað til styrktar fjölskyldunni
Helga Sigríður Sigurðardóttir
Athafnasvæði Gáma-
þjónustunnar í Hafn-
arfirði er kjörinn
vettvangur til að
þjálfa leitarhunda í
rústabjörgun. Eyþór
Fannberg felur sig
djúpt inni í stórum
haug af brettabraki.
Stjarna Maurice
Zschirp og Kolur
Snorra Þórissonar
hlaupa einn hring og
koma síðan að þeim
stað sem þeim er vís-
að á, á móti vindi.
Lyktarskynið gerir
hundana að einstökum björg-
unartækjum. Þeir láta sig síðan
vaða upp í hrúguna og gelta þeg-
ar þeir hafa fundið „týnda“
manninn. Þeir fá pylsubita að
launum, eins og Bylur, hundur Ey-
þórs, sem síðastur fær að
spreyta sig.
Hundaþjálfararnir eyða gríð-
arlegum tíma í þjálfunina. „Við
segjum stundum að þetta sé
meiri lífsstíll en áhugamál. Mað-
ur passar sig á því að taka ekki
saman tímann sem fer í þetta,“
segir Eyþór. Þeir æfa tvisvar
sinnum í viku yfir sumarið og
einu sinni að vetri. Auk þess
þurfa þeir að sækja námskeið í
34 daga á ári til að halda hund-
unum við í víðavangs- og snjó-
flóðaleit. Einhverjir dagar bætast
við vegna nýja verkefnisins,
björgun úr rústum.
Erfiðið og tíminn sem fer í
hundana skilar sér margfalt til
baka þegar hundarnir koma að
notum við leit. Enginn þessara
þriggja hunda hefur farið í leit í
snjóflóði en þeir hafa nýst vel við
leit að fólki á víðavangi.
Gelta þegar „týndi“ maðurinn finnst
EINSTÖK BJÖRGUNARTÆKI
Hópurinn Snorri og Kolur, Eyþór og Bylur og
Maurice og Stjarna.