Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Þegar forsetinn hafnaði Icesavefyrir sitt leyti hrökk Ríkis- útvarpið algjörlega af hjörunum. Það hamaðist í heilan sólarhring við að birta hvers kyns heimsenda- spár og fasta- gestir á lista hinna viljugu vitna vitnuðu. Atvinnurek- endur, ASÍ, Seðlabankinn, hagfræðiprófess- orarnir og allir föstu álitsgjafarnir í Silfri Egils. Nýtt hrun framundan segði fólkið nei.    Á meðan tryllingsleg herferðhins hlutlausa ríkisrekna fjöl- miðils stóð yfir var hann í leyni að láta gera skyndiskoðanakönnun. Og það tókst að hræða almenning og hann ætlaði svo sannarlega að taka á sig allar klyfjarnar fyrir Steingrím og Jóhönnu og nið- urlægja forsetann í leiðinni.    En svo sá fólkið í gegnum þettaallt. Og afstaðan tók að breyt- ast. Þá hófst næsti leikur. Þetta væri fáránleg þjóðaratkvæða- greiðsla, sögðu allir á lista hinna viljugu, sem fréttastofan leitar jafn- an til. Við ætlum ekki að kjósa, sögðu Steingrímur og Jóhanna og fjöldi þingmanna í bakröddunum.    Ríkisútvarpið lét eins og þjóðar-atkvæðagreiðslan væri ekki til. Kvöldið fyrir kosningarnar spil- aði hún langt viðtal við Steingrím J. sem sagði óþarfa og arfavitlaust að kjósa því nýr og miklu betri samn- ingur lægi þegar á borðinu. Síðan hefur hvorki borðið né samning- urinn sést.    En nú hamaðist RÚV í hina átt-ina. Nú áttu allir að kjósa. Rúmlega 60 prósent kusu um Ice- save. Nærri helmingi færri um stjórnlagaþingsruglið. Hvað segir þetta okkur um ríkisstjórnina og rúvið hennar? Stjórnarráðið Þjóðin lætur ekki fíflast STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík -5 léttskýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri -6 heiðskírt Egilsstaðir -10 heiðskírt Kirkjubæjarkl. -3 léttskýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 1 skúrir Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn 0 snjóél Stokkhólmur -7 snjókoma Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg -1 skýjað Brussel -1 skýjað Dublin -2 skýjað Glasgow 1 skýjað London 1 skýjað París 1 skýjað Amsterdam -1 léttskýjað Hamborg -2 léttskýjað Berlín -2 skýjað Vín 1 alskýjað Moskva -8 skýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 6 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 15 skúrir Aþena 20 skýjað Winnipeg -12 skýjað Montreal 0 skýjað New York 5 heiðskírt Chicago 2 léttskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:41 15:53 ÍSAFJÖRÐUR 11:14 15:29 SIGLUFJÖRÐUR 10:58 15:11 DJÚPIVOGUR 10:17 15:15 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Bein tengsl eru á milli aðbúnaðar og meðferðar svína annars vegar og þess rekstrarumhverfis sem svínaræktendur búa við í dag. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðaráðherra, hefur skipað starfshóp til þess að leysa úr þeim vanda sem steðjar, að sögn ráðu- neytisins, að svínarækt í landinu. Starfshópnum er ætlað að fjalla um málefni greinarinnar á breið- um grundvelli og eru aðbúnaður og meðferð svína meðal úrlausn- arefna fyrir hópinn. Einnig hvern- ig bregðast eigi við aukinni sam- þjöppun í eignarhaldi og því sem er sagt vera mikil afskipti banka- stofnana af svínarækt sem á að hafa veikt samkeppnisgrundvöll smærri rekstrareininga. Tengsl milli aðbúnaðar dýra og rekstrarumhverfis Að sögn Bjarna Harðarsonar, upplýsingafulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, eru bein tengsl á milli aðbúnaðar og meðferðar svína annars vegar og þess rekstrarumhverfis sem svína- ræktendur búa við í dag. Erfitt rekstrarumhverfi getur bitnað á meðferð dýranna, en sem kunnugt er hefur talsvert verið fjallað um þá stað- reynd, að víða sé pottur brotinn í meðferð svína, í fjöl- miðlum að undan- förnu. Hörður Harðarson, formaður og fram- kvæmdastjóri félags Svínaræktarfélags Ís- lands, segir starfshóps- ins bíða brýn úrlausn- arefni og ráðherra sé að bregðast við þeim vandamálum sem steðja að grein- inni. Mikilli samþjöppun í grein- inni fylgir vaxandi áhætta í tengslum við sjúkdómavarnir, að mati Harðar, auk þess sem mikil afskipti banka og fjármálafyrir- tækja hafa leitt til verulegrar röskunar á samkeppnisumhverfinu í greininni. Hörður vísar meðal annars til þess að þeir framleiðendur sem hafa lent í miklum greiðsluerfið- leikum hafi verið teknir yfir af bönkunum og skuldir þeirra af- skrifaðar. Staða þeirra framleið- enda sem hafa fengið slíka með- ferð er í kjölfarið mun sterkari en þeirra sem hefur ekki staðið slík meðferð til boða af hálfu bank- anna. Meðferð svína sögð versna við erfið rekstrarskilyrði  Landbúnaðarráðherra skipar starfshóp til að leysa úr vanda svínaræktenda Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Samþjöppun Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur áhyggjur af neikvæðum afleiðingum samþjöppunar í svínaræktun hér á landi og hefur ráðherra skipað starfshóp til að leysa vandann. Svínaræktendur eru ekki þeir einu sem hafa kvartað yfir ósanngjörnu samkeppnisumhverfi vegna inngripa og skuldahreinsunar banka á ákveðnum fyrirtækjum en ekki öðrum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins, segir hins vegar að öryggis- og heilbrigðissjón- armið marki ákveðna sérstöku í þessu tilfelli. Sú þróun að fram- leiðslan færist á sífellt færri hendur geti magnað upp sjúkdómahættu og að sama skapi geti þá gjaldþrot eins stórs svínabús skapað ógn fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Því sé mikilvægt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið grípi fljótt til aðgerða. Það hafi verið gert með skipun starfshópsins. Fæðuörygginu ógnað SÉRSTAÐA SVÍNARÆKTAR Bjarni Harðarson, talsmaður landbún- aðarráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.