Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 279. tölublað 98. árgangur
HREYFINGIN
FÆKKAÐI
VEIKINDADÖGUM
LÍFLEGUR
ÓÐUR TIL
DANSINS
ÞÓRUNN
MEISTARI Í
BRASILÍU
BARÁTTA 28 SIGURSÆL ÍÞRÓTTIRLEIKSKÓLINN KRÓKUR 10
Félagar í Hjálparsveit skáta í
Garðabæ stefna að því að á næstu
þremur árum verði sex hundaþjálf-
arar með jafn marga hunda tilbúnir
að fara í útköll á vegum Íslensku al-
þjóðabjörgunarsveitarinnar. Þjálfun
hundanna er hafin og fer meðal ann-
ars fram á athafnasvæði Gámaþjón-
ustunnar sunnan við Hafnarfjörð.
„Við fórum í rýnivinnu eftir að við
komum frá Haítí með það að mark-
miði að finna leiðir til að bæta sveit-
ina enn frekar. Eitt af því sem kom
upp er að æskilegt væri að vera með
eigin hundateymi,“ segir Dagbjart-
ur Kristinn Brynjarsson, einn af
stjórnendum hinnar alþjóðlegu
björgunarsveitar.
Þjálfun leitarhunda er afar tíma-
frek og segja þjálfararnir verkefnið
fremur lífsstíl en áhugamál. Æft er
tvisvar sinnum í viku yfir sumartím-
ann og vikulega á veturna. Þá þurfa
þjálfarar að sækja námskeið í 34
daga á ári til að halda hundunum við
í víðavangs- og snjóflóðaleit. Þá
bætast við æfingadagar nú vegna
björgunar úr rústum. Enginn þeirra
hunda sem Garðbæingarnir eru með
hafa farið í snjóflóðaleit en hafa aft-
ur á móti verið notaðir við leit að
fólki á víðavangi og sannað gildi sitt
þar.
Hundar sem fluttir eru til lands-
ins þurfa að fara í fjögurra vikna
sóttkví. Björn Hermann Þorvalds-
son, félagi í Hjálparsveit skáta í
Garðabæ, segir koma til greina að
óska eftir samvinnu við yfirvöld um
einangrunarstöð sem Slysavarna-
félagið Landsbjörg myndi reka. »6
Stofna íslenska hundasveit eftir Haítí
Hjálparsveit skáta í Garðabæ þjálfar
menn og hunda til björgunarstarfa
Morgunblaðið/Golli
Í rústum Björgunarhundasveitin á
rústabjörgunaræfingu um helgina.
Rauði liturinn var áberandi á Austurvelli um miðjan dag í gær þegar ljósin
á Óslóartrénu voru tendruð. Ekki aðeins klæddust gestir og gangandi
rauðu heldur stálust nokkrir jólasveinar snemma til byggða svona til að
taka þátt í fjörinu. Vöktu þeir mikla kátínu meðal yngstu kynslóðarinnar.
Jólafjör á Austurvelli
Morgunblaðið/Golli
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Þátttaka í stjórnlagaþingskosning-
unum var 36% sem er slakasta þátt-
taka í almennum kosningum á Ís-
landi frá lýðveldisstofnun. Til
samanburðar var þátttaka í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni um Icesave fyrr
á þessu ári um 62%.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að dræm
kjörsókn á laugardaginn hljóti að
vera áfall fyrir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur því hún hafi lengi verið tals-
maður stjórnlagaþings. Augljóst sé
að forsætisráðherrann stígi ekki í
takt við þjóðina hvað varðar áhuga á
stjórnlagaþinginu. Bjarni telur þó
breytinga þörf á stjórnarskrá Ís-
lands en deilir á aðferðirnar. Hann
vonast þó til að sátt náist um nið-
urstöðu stjórnlagaþingsins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, tek-
ur í svipaðan streng og segir ákveðin
skilaboð felast í svo lélegri þátttöku.
Kominn sé tími til að ríkisstjórnin
taki af skarið í stað þess að láta aðra
sjá um málin fyrir sig.
Umboð veitt með að mæta ekki
„Það eru vonbrigði að virkni al-
mennings hafi ekki verið meiri en
raun ber vitni. Á hinn bóginn er það
þannig í kosningum sem þessum að
þeir sem ekki taka þátt gefa í raun
þeim sem taka þátt umboð sitt. Það
gerði þorri manna í þessum kosning-
um,“ segir Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, þingflokksformaður Samfylk-
ingarinnar.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála-
fræðingur segir að þeir einstakling-
ar sem gáfu kost á sér beri mikla
ábyrgð á slakri kosningaþátttöku.
„Óréttmætt er að segja að fjölmiðlar
eða stofnanir á borð við Háskóla Ís-
lands hafi brugðist, því það voru ein-
staklingar sem gáfu kost á sér og
ábyrgðin er því þeirra að ná í gegn.“
Hún bætir við að afar takmarkaðar
upplýsingar um frambjóðendur hafi
verið að finna. » 4
Slakasta þátt-
takan frá lýð-
veldisstofnun
Kosningaþátttaka á laugardaginn
var 36% og í sögulegu lágmarki
Ríflega 41% Ís-
lendinga er fylgj-
andi aðild lands-
ins að
Atlantshafs-
bandalaginu
(NATO) og um
35% hvorki fylgj-
andi né andvíg
veru Íslands í
bandalaginu. Að
sama skapi eru
22% landsmanna andvíg aðild Ís-
lands að NATO.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar sem Miðlun framkvæmdi
nýverið. Úrtakið í könnuninni var
1.600 einstaklingar á aldrinum 18-75
ára. Af þeim svöruðu 856 manns
könnuninni og 814 tóku afstöðu til
spurningarinnar um NATO. Karlar
voru mun frekar fylgjandi en konur.
Mun fleiri fylgjandi
eða sama um NATO
Anders Fogh
Rasmussen
Írar munu greiða að jafnaði 5,8%
ársvexti af allt að 85 milljarða evra
láni, sem þeir fá frá Evrópusam-
bandinu og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum vegna skuldakreppunnar.
Brian Cowen, forsætisráðherra
Írlands, skýrði frá þessu á blaða-
mannafundi í gær eftir fund full-
trúa evruríkjanna auk Bretlands,
Danmerkur og Svíþjóðar í Brussel.
Hann sagði vextina verða breyti-
lega, þeir færu eftir því hvenær lán-
in yrðu greidd út og eftir markaðs-
aðstæðum. Þess má geta að Grikkir
greiða 5,2% vexti af lánapakka sem
þeir fengu fyrr á árinu. »13
Írar greiða hærri
vexti en Grikkir
Í vörn Brian Cowen, forsætisráðherra Ír-
lands, á blaðamannafundi í Dyflinni í gær.
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir varhugavert
að túlka kjörsóknina á einn veg þótt vissulega sé hún vonbrigði.
Venjulega mótmæli fólk kosningum með því að mæta á
kjörstað og skila auðu enda séu það virk mótmæli.
Guðrún segir að ef til vill finnist fólki stjórnarskráin
fjarlæg og því skipti kosningarnar það litlu máli.
Hún vonast eftir því að umræða um stjórnskipan
Íslands haldi áfram af fullum krafti þótt kosningarnar
séu afstaðnar. Vinnan við nýja stjórnarskrá sé nú rétt
að hefjast.
Kjörsóknin er mikil vonbrigði
MIKILVÆGT AÐ UMRÆÐA UM BREYTINGAR HALDI ÁFRAM
Guðrún
Pétursdóttir
Bandaríska hugbúnaðarfyrir-
tækið Statsheet hefur hannað bún-
að sem getur einn og óstuddur
skrifað íþróttafréttir, að sögn Jyl-
landsposten. Búnaðurinn er fóðr-
aður á úrslitum leikja og ræður yfir
um 5.000 dæmigerðum setningum,
að sögn stofnanda Statsheet, Rob-
bie Allen.
Búnaðurinn var upprunalega
gerður fyrir skóla með öflugar
íþróttadeildir til að auðvelda þeim
að fá fréttir um afrek skólans birt-
ar í stórum íþróttablöðum. Þau
þyrftu ekki að verja peningum og
tíma í að skrifa fréttirnar sjálf.
Allen segist hafa stefnt að því að
80% lesenda myndu ekki sjá neitt
vélmennalegt við skrifin og er
sannfærður um að það hafi þegar
tekist. Búnaðurinn ræður þó ekki
við langar og flóknar setningar.
kjon@mbl.is
Bjóða vélskrifaðar
íþróttafréttir