Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKO- VICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍN HASARMYND HHHH - HOLLYWOOD REPORTER HHHH - MOVIELINE HHHH - NEW YORK POST SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK ROBERT DOWNEY JR. OG ZACH GALIFIANAKIS EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI „HELDUR ATHYGLI MANNS FRÁ UPPHAFI TIL ENDA” - MORGUNBLAÐIÐ „HELVÍTI HRESSANDI“ - ERPUR EYVINDARSSON HHHHH - PRESSAN HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - H.S. MBL MIÐASALA Á SAMBIO.IS Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ NATIONAL THEATER 9. DES KL. 19.00 Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMAHARRY POTTER and the Deathly Hallows kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 10 GNARR kl. 8 L DUE DATE kl. 8 - 10:20 10 ÆVINTÝRI SAMMA ísl. tal kl. 63D L THE SWITCH kl. 5:50 10 / KRINGLUNNI HARRY POTTER kl. 6 - 9 10 DUE DATE kl. 6 - 8 10 RED kl. 10:10 12 / AKUREYRI SNILLDAR GAMANMYND Ítölsk sönglög hafa löngum ver-ið eitt helsta vígi tenórsöngv-ara enda hafa þeir brætthjörtu áheyrenda sinna í gegnum tíðina með ljúfum laglínum, iðandi mandólínum og suðrænum blóðhita. Sönglögin eiga sér djúpar rætur í ítölsku óperuhefðinni án þess þó að kalla á allan þann um- búnað, dramatík og alvarleika sem henni fylgir. Þau eru léttúðugri og í raun dægurlög og mansöngur ten- óranna, en ástarsorgin er sjaldnast langt undan. Það er því vel til fundið hjá Giss- uri Páli Gissurarsyni tenórsöngvara að helga fyrstu sólóplötu sína þess- ari tegund tónlistar, og þakkarvert, í stað þess að falla í þá gryfju að syngja óheyrilegt samsull popp- tónlistar og klassíkur, eins og allt of marg- ir tenórar hafa gert með held- ur klisju- kenndri út- komu. Platan er í marga staði ákaflega vel heppnuð og nær að fanga vel hina ítölsku stemningu með öllu sínu pasta, rótsterku espressókaffi og af- slöppun í steikjandi sól. Gissur er með ákaflega áferðarfallega rödd og rennir sér áreynslulítið upp á háu tónana – á stundum jafnvel helst til áreynslulítið því ekki er laust við að maður sakni meiri ástríðu og blóð- hita á stundum. Dæmi um þetta er „Core n’grato“ þar sem sungið er um kramin hjörtu og glataða ást, en örvænting þess sem syngur er ekki fyllilega trúverðug. Á plötunni blandar Gissur saman þekktum ítölskum sönglögum og öðrum óvæntari, sem flest falla þó vel að hugmyndinni á bak við disk- inn, enda útsetningar Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar bæði vand- aðar og smekklegar. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar; þannig heppnast sú tilraun að ættleiða tvö íslensk sönglög inn á diskinn ekki nema að hálfu leyti. Á meðan nýr búningur klæðir „Í fjarlægð“ Karls O. Runólfssonar skemmtilega vel næst ekki að ná norrænum vetr- ardrunganum úr lagi Sigvalda Kaldalóns, „Ég lít í anda liðna tíð“. Lagi Charles Aznavour, „Hún“, sem Gissur syngur með Björgvini Halldórssyni, hefði að ósekju mátt sleppa alveg af plötunni. Ekki að- eins fellur Gissur þarna í fyrrnefnda samsullsgryfju heldur kemur lagið eins og skrattinn úr sauðarleggnum og brýtur upp annars góða ítalska stemningu með óþægilegum hætti. Skiptir þá engu þótt duglega sé smurt yfir með mandólínspili í út- setningunni. Gissur bætir þó nokkuð fyrir í síð- asta laginu og er vel til fundið að enda slíkan disk á tenóraslagara allra tíma, „O sole mio“, sem Gissur klárar með bravúr. Undirleikur Caput styður vel við tónlistina og eins nær umslag og bæklingur að fanga vel hið ljúfa andrúmsloft. í heild nokkuð vel heppnuð frumraun, með örfáum hnökrum. Suðræn stemn- ing heim í hús Gissur Páll Gissurarson – Ideale bbbmn BERGÞÓRA NJÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR TÓNLIST Morgunblaðið/Eggert Ítalskt-íslenskt Gissur Páll Gissurarson syngur ítölsk og íslensk lög í bland á plötunni Ideale. Vel heppnuð plata í marga staði að mati gagnrýnanda. Hindúaleiðtoginn Rajan Zed, yf- irmaður heimssamtaka hindúa (Uni- versal Society of Hinduism) segir hof eitt í Kambódíu, sem notað var sem tökustaður kvikmyndarinnar Lara Croft: Tomb Raider árið 2000, nú kallað Angelinu Jolie-hofið af al- menningi þar í landi en leikkonan lék hetjuna Löru Croft í myndinni. Zed segir leikkonuna dáða mjög í Kambódíu og því hafi fólk tekið upp þennan sið, að nefna hofið eftir henni. Hofið er frá 12. öld og heitir í raun Rajavihara. Jolie ættleiddi kambódískan dreng fyrir nokkrum árum og heitir sá Maddox. Jolie-hofið í Kambódíu Vinsæl Jolie sem Lara Croft. Leikstjóranum David Lynch er margt til lista lagt: ljósmyndun, list- málun og kvikmyndagerð og nú er komið að tónlistinni. Lynch á að baki margar merkar kvikmyndir, m.a. Blue Velvet og Mullholland Drive auk sjónvarpsþáttanna súr- realísku Twin Peaks en tónlist hef- ur alltaf skipað veigamikið hlut- verk í verkum hans. Tvær smáskífur eru nú væntanlegar með tónlist eftir Lynch, Good Day Today og I Know. Lynch segir í samtali við breska dagblaðið Gu- ardian að tónlist hafi veitt honum mikinn innblástur við listsköpun sína um áratugaskeið. Tónlist Lynch ku vera raftónlist með marg- radda söng undir, m.a. hans eigin. Íhugun Lynch hélt fyrirlestur um íhugun í Háskólabíói í fyrra. Lynch gefur út tónlist Í gær var leikritið Fíasól sýnt í 100. skipti í Þjóðleikhúsinu og var sú sýning tileinkuð Neista, styrktarfélagi hjartveikra barna. Leik- ritið er byggt á bókum Kristínar Helgu Gunn- arsdóttur um hina uppátækjasömu stúlku Fíu- sól sem er átta ára og drottning í sínu eigin, risastóra hugmyndaríki, eins og því er lýst á vef Þjóðleikhússins. Þá var hin jólasýningin Leitin að jólunum sýnd í 125. sinn og er ekki annað af myndunum að sjá en að börnin hafi skemmt sér vel og séu farin að hlakka til jólanna. Kostuleg Lára Sveinsdóttir í hlutverki Fíusólar ræðir eitthvað afar mik- ilvægt við sýningargesti. Börnin lifa sig inn í undraheim Fíusólar. Morgunblaðið/Golli Jólaleit Engu líkara en að hér séu heldur skrautlegir álfar komnir út úr hól. Úr sýningunni Leitin að jólunum sem sýnd var í 125. sinn í gær. Átta ára drottning og leit að jólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.