Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 2
Stjórn trúfélags- ins Krossins hefur mótað aðgerðir til að bregðast við ásökunum nokk- urra kvenna gegn Gunnari Þor- steinssyni um kyn- ferðisbrot. Þetta sagði Gunnar á samkomu Kross- ins síðdegis í gær, en einnig að stjórnin þurfi nokkra daga til viðbótar til að ljúka við þær. Meðal annars var rætt um að stofna fagráð um kynferðisbrot líkt og er starfandi innan Þjóðkirkj- unnar. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, stjórnarmaður og dóttir Gunnars Þorsteinssonar, telur þá eðlilegast að gripið verði til lögfræðilegra úr- ræða vegna eðlis ásakana gegn hon- um. Stjórnin hafi ákveðin gögn und- ir höndum en beðið sé lögfræðinga sem staddir eru í útlöndum. Sigur- björg bætir við að það komi í ljós á næstu dögum hvort Gunnar kjósi að stíga til hliðar sem forstöðumaður. Aðspurð sagði hún að ekki hafi borið á úrsögnum úr söfnuðinum eftir að málið kom upp heldur þvert á móti. Borist hafi mikið af tölvu- póstum og stuðningskveðjum. „Okk- ur hafa borist margar vísbendingar um að þetta sé skipulögð rógs- herferð.“ Á samkomunni í gær lýstu börn Gunnars og tengdabörn yfir stuðn- ingi við hann, en eiginkona hans, Jónína Benediktsdóttir, var aðal- ræðumaður. „Við eigum að segja sögu okkar blygðunarlaust en við eigum aldrei að skálda sögur í hefndarskyni,“ sagði hún. Brugðist verður við ásökunum Óvíst hvort forstöðu- maður Krossins víki Gunnar Þorsteinsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Til tíðinda dregur í viðræðum stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á næstu dögum, að mati Arnars Sigmunds- sonar, framkvæmdastjóra Lands- samtaka lífeyrissjóða. Hann stað- festir að viðræður hafi staðið yfir um helgina og þokast hafi nær sam- komulagsátt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá því í gær að ríkisstjórnin hefði afhent fulltrúum lífeyrissjóðanna og fjármálafyrirtækjanna lista með tíu mögulegum aðgerðum sem er ætlað að koma til móts við skuldug heim- ili. Í frétt Ríkisútvarpsins voru nefndar aðgerðir á borð við hækkun vaxtabóta auk almennra aðgerða til þess að draga úr vaxtagjöldum heimila. Að sögn Arnars hafa lífeyrissjóð- irnir ekki breytt um afstöðu gagn- vart flatri lækkun fasteignalána og að fulltrúar þeirra í viðræðunum leggi fyrst og fremst áherslu á að samkomulag um sértækar aðgerðir handa skuldsettustu heimilunum náist. Í ljósi þess styðji þeir til að mynda hækkun vaxtabóta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins deila fulltrúar fjármálafyrirtækjanna þessu sjónarmiði með lífeyrissjóðunum og þeir sem blaðið ræddi við úr þeim ranni telja afar ólíklegt að niður- staða viðræðnanna verði einhvers- konar flöt lækkun á fasteignalánum. Þröngur stakkur Þessi afstaða ræðst fyrst og fremst af því að flöt lækkun myndi annarsvegar bitna á eignum lífeyrissjóðanna – sem eru réttindi sjóðsfélaga – og hinsvegar á eignum eigenda bankanna sem eru í þessu tilfelli útlán til fasteignakaupa. Líf- eyrissjóðirnir hafa ekki gert ráð fyrir varúðarfærslum til þess að koma til móts við slíka lækkun og þeim er því þröngur stakkur sniðinn í þessum efnum. Viðskiptabankarn- ir hafa mismikið borð fyrir báru með hliðsjón af eiginfjárstöðu þeirra. Tilmæli Fjármálaeftirlitsins kveða á um að eiginfjárhlutfall stóru viðskiptabankanna fari ekki undir 16%. Yrði lendingin í viðræð- unum sú að gripið yrði til aðgerða sem myndi leiða til þess að eigin- fjárhlutfallið færi undir þessi 16% þyrfti að endurfjármagna bankana sem því næmi. Hugsanlegt er að kostnaður ríkissjóðs af þeirri endurfjármögnun myndi ekki ein- skorðast við Landsbankann – sem er í eigu ríkisins að stærstum hluta – þar sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til þess að endur- fjármagna hina viðskiptabankana tvo ef þurfa þykir samkvæmt yfir- lýsingu í tengslum við þriðju endur- skoðun á efnahagsáætlun stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sterk andstaða gegn flatri lækkun Morgunblaðið/Ómar Mótmæli Skuldavandanum mótmælt við Austurvöll.  Samkomulag á milli stjórnvalda, lífeyrissjóða og banka í sjónmáli varðandi aðgerðir vegna skulda heimilanna  Viðræður stóðu alla helgina og talið er líklegt að til tíðinda dragi á allra næstu dögum Fjölmargir lögðu leið sína í miðborg Reykjavík- ur í gærdag, á fyrsta degi aðventu, og létu frost- bitnar kinnar ekki á sig fá. Meðal þess sem vinsælt er í höfuðborginni á blíðviðris- en þó köldum vetrardögum er að draga fram skauta sína og halda niður á Reykja- víkurtjörn. Þar léku ungir sem aldnir sér fram eftir kvöldi. Þeir sem misstu af fjörinu geta huggað sig við að veðrið helst svipað í dag. Morgunblaðið/Golli Lifað og leikið í frostbitinni höfuðborg Konan sem lést í umferðarslysi í Borgarnesi í gær hét Jóhanna Þór- unn Emilsdóttir, til heimilis á Borg- arbraut 1 í Borgarnesi. Jóhanna fæddist 16. júní 1933. Hún lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Talið er að tildrög slyssins megi rekja til þess að ökumaður blind- aðist af sólinni, en Jóhanna var á gangi. Rannsókn lögreglu og rann- sóknarnefndar umferðarslysa er þó ekki lokið. Lést í umferðarslysi í Borgarnesi Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Samgöngur eru það svið sem al- menningur getur einna helst horft til þegar kemur að loftslagsmálum og minnkaðri mengun. Ekki er hægt að ná miklum framförum í rafmagns- notkun og húshitun með tilliti til mengunar. Þetta segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Sigurður Ingi segir frumvarp um breytingar á vörugjaldi af nýskráð- um bifreiðum vera auðveldustu og jafnframt sársaukaminnstu leiðina til að draga úr útblæstri koldíoxíðs hér á landi. „Fólk kemur ekki til með að þurfa að ferðast á hjóli. Það kaup- ir áfram bíla sem eru bara aðeins öðruvísi eða betri,“ segir hann. Því fari þess vegna fjarri að um lífstíls- breytingu verði að ræða hjá þeim sem kaupa sér nýjan bíl eftir gild- istöku laganna. Einfaldast í stöðunni Frumvarpið, sem felur í sér tölu- verðar breytingar á vörugjaldi bæði til hækkunar og lækkunar, hefur verið gagnrýnt sem ósanngjarn skattur á þá sem þurfa að nota stærri bíla, sem menga jafnframt meira. Það sé til að mynda víða ör- yggisatriði, þar sem veður og færð eru viðsjárverð, að vera á öflugum fjórhóladrifnum bílum. Sem dæmi um áhrif lagabreytinganna má nefna að vörugjald af nýjum Mitsubishi Pajero með dísilvél hækkar um 750 þúsund krónur. Vörugjöld af fjölda bíla lækka hins vegar töluvert. Markmið ríkisins er ekki að auka tekjur sínar með lagasetningunni, heldur sé markmiðið að koma út „á núllinu.“ Sigurður segir þess misskilnings gæta í umræðunni að frumvarpið sé einhvers konar „mengunarfrum- varp“. „Þetta snýst nú bara um kol- díoxíð, og [losun þess] er í beinu hlut- falli við eyðsluna. Þú gætir alveg eins talað um frumvarp um að auka elds- neytisnýtni flotans,“ segir hann. Sú leið sem ákveðið hafi verið að fara sé sú einfaldasta í stöðunni. „Hitt eru erfiðari og dýrari lausnir, eins og það að skipta yfir í aðra orkugjafa.“ Nýting batnar um 20% Fyrstu níu mánuði þessa árs var innflutningsverðmæti bensíns 10,3 milljarðar, samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Verði frumvarpið til þess að eldsneytisnýting batni um 20% að jafnaði þýðir það að 2-3 milljarðar króna af gjaldeyri gætu sparast á ári hverju. Betri nýting skilar sér jafn- framt í lægri eldsneytiskostnaði þeirra sem eiga og reka bíl. Sigurður segir langflesta bíla falla í lægri vörugjaldaflokk en þeir gera í dag. Jafnframt sé tækniþróunin í bílaiðnaði ör, þar sem miklar kröfur séu gerðar til bílaframleiðenda í Evrópu og Bandaríkjunum. „Við fáum þetta eiginlega bara gefins sem neytendur,“ segir Sigurður og vísar til aukinnar sparneytni, „þó að við myndum ekki einu sinni reyna að gera eitthvað, þá myndum við líklega samt reyna að velja betri bíla næst. Þessi löggjöf slípar það val aðeins til.“ Verður engin lífstílsbreyting  Breytingar á vörugjaldi af nýskráðum bifreiðum geta orðið til að eldsneytisnýt- ing batnar um 20% og 2-3 milljarðar króna af gjaldeyri gætu sparast á ári hverju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.