Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 25
MENNING 25Dómar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00
Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k
Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k
Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k
Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 11/12 kl. 19:00
Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 12/12 kl. 20:00
Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 10/12 kl. 22:00
Sýningum lýkur í desember
Fjölskyldan (Stóra svið)
Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fim 30/12 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00
Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Fös 7/1 kl. 19:00
Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Lau 15/1 kl. 19:00
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Jesús litli (Litla svið)
Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 18/12 kl. 19:00
Fim 2/12 kl. 18:00 aukas Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00
Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Mið 29/12 kl. 19:00 aukas
Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Fim 30/12 kl. 19:00
Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k
Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Fim 16/12 kl. 20:00
Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli
Faust (Stóra svið)
Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00
Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00
Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 4/12 kl. 14:00 aukas Sun 12/12 kl. 14:00 aukas
Gríman 2010: Barnasýning ársins - síðustu sýningar
Gjafakortasalan í fullum gangi
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
HÆNU
UNGARNIR
Mbl., GB
Fbl., EB
ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSARI!
leikhusid.is / 551 1200
Fyrsta bókin í nýrri bóka-röð Senu, Sönn íslensksakamál, er saga KarlsMagnúsar Grönvold sem
gripinn var með sex kíló af kókaíni
á Guarulhos-flugvellinum í bras-
ilísku borginni Sao Paulo í júní
2007. Þroskasaga ungs manns í
harðsvíruðu fangelsi þar sem hann
hafði betur í baráttunni við sjálfan
sig, brasilíska fangelsismálakerfið
og illa innrætta fangaverði. Á leið-
inni fetar hann upp virðingastig-
ann innan fangelsismúranna og
lendir í áhættusömum atvikum
ásamt samferðamönnum sínum,
samföngunum.
Sagan er sögð í fyrstu persónu
og utan þess að móðir hans er
sögumaður í einum kafla og bras-
ilískur lögmaður hans í öðrum er
hún svo að segja að öllu leyti saga
Karls.
Skipta má bókinni í tvennt.
Samúðarskeið sem varir fyrstu 100
blaðsíðurnar, en þá var Karl hand-
tekinn og þurfti m.a. að dúsa í
gluggalausum klefa, andlega búinn
á því í fráhvörfum, ásamt óálit-
legum ókunnugum karlmönnum
sem hann gat ekki átt tjáskipti við;
þegar hann átti í fyrstu samskipt-
um við fjölskyldu sína á Íslandi og
eiginlega á meðan hann var að átta
sig á hvað gerst hafði.
Eftir það breytist sagan. Sam-
úðin hverfur og í stað þess hverfur
lesandinn inn fyrir múra útlend-
ingafangelsisins Itaí. Hefst þá bar-
átta Karls Magnúsar fyrir tilveru-
rétti sínum í
yfirfullu fangels-
inu. Og ekki ekki
er hægt að
draga aðrar
ályktanir en að
Karl hafi verið
mjög heppinn.
Mál hans var
tekið fyrir hjá
dómstólum eftir þrjá mánuði, en
menn þurfa oftar en ekki að bíða í
eitt til tvö ár. Og vinnu í fangels-
inu fékk hann fljótt, sem einnig er
frábrugðið hefðbundnum ferlum.
Samskipti hans við samfanga
voru hins vegar merkilegust og
lýsingar á þeim skrautlegar og líf-
legar. Á meðan Karl lýsir því í
bréfi til móður sinnar að flestir
fanganna afpláni dóma fyrir svip-
aðar sakir og hann sjálfur bendir
hann einnig á að margir þeirra
komi varla út úr klefum sínum á
daginn, þeir séu lokaðir inni og
hreinlega búnir að gefast upp. Það
var sannarlega ekki lýsing á Karli,
sem kynntist fljótt mönnum í sam-
tökunum PCC sem réðu ríkjum í
fangelsinu. Var hann svo vel liðinn
meðal fanganna að PCC gerði
hann á tímabili að agastjóra. Hon-
um var gert að leysa ágreining
sem kom upp milli fanga. Og sá
kafli er einn sá besti í bókinni.
Á sama tíma og lesandinn óskar
þess að lenda ekki í sömu sporum
er hægt að skemmta sér við að
upplifa það í gegnum Brasilíufang-
ann.
Sagan er þó ekki gallalaus.
Tímalínan er oft og tíðum rugl-
ingsleg og erfitt að sjá út á hvaða
tímapunkti hvaða atvik gerast. Í
sömu andrá má gagnrýna kaflaröð-
un, en til að mynda er kaflinn um
neyslu Karls á Íslandi einn af þeim
síðustu á meðan handboltaárin,
þegar hann var kominn í neyslu,
er með þeim fyrstu.
Textinn er ágætur og svo sem
ekki yfir miklu að kvarta. Nokkuð
um innsláttarvillur sem skipta þó
varla sköpum, en segir sitthvað um
prófarkalesturinn. Bókin er auðles-
in og segja má að með lestrinum
bregði lesandinn sér í brasilískt
fangelsi í einn dag og hefur af því
gott og gaman. Eflaust hefur bók-
in þá mikið fordæmisgildi ef á dag-
skrá er að flytja kókaín milli
landa.
Góður dagur í brasilísku fangelsi
Sönn sakamál
Brasilíufanginn bbbnn
Jóhannes Kr. Kristjánsson skráði,
Sena, 2010, 199 bls.
ANDRI
KARL
BÆKUR
Sakamál Jóhannes Kr. Kristjánsson skráði sögu Karls Magnúsar Grönvold.
Djasssveitin SKVERhefur tekið miklumframförum síðanég heyrði þá á
Rósenberg fyrir rúmum
tveimur árum. Þá voru þeir
allir nemendur í Tónlistar-
skóla FÍH, en nú eru bæði
Steinar og Leifur útskrifaðir.
Þeir hafa lengi spilað saman
og þekkja hvor annan býsna
vel enda háir samspilið þeim
ekki heldur frekar að þeir eiga
mislangt í land að ná þeim
þroska er einkennir fyrsta
klassa djassleikara. Laga-
smíðar Steinars eru oft popp-
skotnar einsog trommuleikur
Höskuldar; býsna fallegar
laglínur einsog „Krep“ eða á
slóðum djassrokksins. Þó eru
ýmis athyglisverð verk á
disknum eins og „Are you
serialism?“, nokkuð heilsteypt
og titillinn tvíræður. Þarna
speglast bæði kostir og gallar
einleikaranna: Steinars á gít-
arinn, Helga Rúnars á tenór-
saxinn og Leifs á bassann.
Helga hefur farið mikið fram í
tónmyndun síðan ég heyrði
hann síðast og hann er
skemmti-
lega ágeng-
ur í sólóum
sínum, oft
drama-
tískur, en
skortir að
fylgja hugmyndunum eftir að
fullu; glæsileg atrenna en
stökkið lakara. Steinar er
traustur gítaristi en sólóar
hans stundum dálítið litlausir.
Leifur er vandaður í sólóum
sínum og með aukinni reynslu
gæti hann orðið fautabassa-
leikari. Höskuldur er meira á
djassrokklínunni og því er
hrynsveitin oft ekki jafn frjáls
og þyrfti í bestu verkum
disksins þó oft sé heildarsvip-
urinn góður einsog í einu
besta lagi plötunnar „Berlin“
þar sem vantar aðeins herslu-
muninn hjá Helga Rúnari til
að skapa heilsteyptan sóló al-
veg einsog í „Less“ sem er
fínn ópus einsog „Lazarus“
þessi syngjandi fallega ballaða
þarsem Leifur nýtur sín mjög
vel .„Overtime“ er ansi vel
heppnað verk og spila-
mennskan uppá það besta og
þar er einn besti sóló Steinars,
langt frá að vera litlaus heldur
geislar af tilfinningu, Helgi
Rúnar sömuleiðis góður,
stökkið tekst, og hrynsveitin
leggur sig fram.
Ég vona að þessir piltar
haldi áfram að leika saman,
þroskast og þróast og líti
gagnrýnum augum á tónlist
sína. Það var meiri byrj-
andabragur hjá Sigga Flosa,
Tomma R. og félögum á
fyrstu plötu þeirra með Nýja
kompaníinu – nú eru þeir í
hópi fremstu djassleikara er
við höfum átt. Ekkert verður
til af engu og sjaldgæft að
fyrsta skífa sé fullþroskað
verk einsog „Prim“ Jóels
Pálssonar.
Flestir glíma við byrj-
endaeinkennin þó þau hafi
slípast ansi vel af SKVER.
Flott tilhlaup
Geisladiskur
SKVERbbbnn
Steinar Guðjónsson, gítar, píanó
og höfundur verka; Helgi Rúnar
Heiðarsson tenórsaxófón, Leifur
Gunnarsson bassa og Höskuldur
Einarsson trommur.
Tekið upp í Reykjavík frá júní
2009 til júlí 2010. SG01 2010.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Morgunblaðið/Golli
Framfarir Hljómsveitin Skver hefur tekið miklum framförum.
Hákon Sigurgríms-son (f. 1937),fyrrverandi fram-kvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda,
skrifar minningar frá ævi
sinni í bókinni Svo þú ert
þessi Hákon!
Hákon segir frá uppruna
sínum og uppvexti á stóru
sveitaheimili í Flóa. Hann
lýsir einmana barni og ung-
lingi sem varð hálf utanveltu
í sveitinni og ekki síður í
Verslunarskólann í Reykja-
vík. Hann fékk ungur áhuga
á sinfóníum og óperum. Sótti
píanótíma og stefndi hátt á
því sviði en ákvað að hafna
þeirri köllun sinni þegar ekki
rúmaðist allt fyrir í dag-
skránni. Eigi að síður varð
tónlistin hans helsta áhuga-
mál í lífinu.
Hákon lýsir á einlægan
hátt uppvexti sínum og
þroska fram á fullorðinsár og
lýsir jafnt vonbrigðum sem
sigrum lífsins og það krydd-
ar frásögnina að hann hefur
húmor fyrir sjálfum sér á
þessum tíma. Sem dæmi um
það má nefna lýsingar á því
hvernig þau Unnur Stef-
ánsdóttir, sem er þrettán ár-
um yngri, nálguðust áhuga-
mál og dagleg viðfangsefni
hvors annars, eftir að þau
kynntust og hófu sambúð.
Hákon fór ungur til starfa
í landbúnaðarkerfinu og var
þar alla sína starfsævi, þó
að í ólíkum hlutverkum hafi
verið. Hann var í fremstu
víglínu á miklum umbrota-
tímum í landbúnaðinum á
níunda og fram á miðjan
tíunda áratug síðustu aldar.
Hann lét ekki landbúnaðar-
pólitíkina duga heldur hafði
nokkur afskipti af stjórn-
málum, með misjöfnum ár-
angri.
Hákon lýsir viðfangsefn-
um Stéttarsambands bænda
lið fyrir lið, út frá sínu sjón-
arhorni, og leitast við að
setja í samhengi. Erfitt er
að gera áhugavert lesefni úr
framleiðslustjórnun, búvöru-
samningum og GATT; bú-
marki, fullvirðisrétti og
greiðslumarki, svo nokkur
stikkorð séu tekin. Ekki
hefur verið skrifað heild-
stætt um þessi mál áður og
því hefur frásögnin gildi
fyrir sögu landsins.
Hann lýsir á dramatískan
hátt kjöri nýrrar forystu
eftir sameiningu bændasam-
takanna á árinu 1995. Hauk-
ur Halldórsson, formaður
Stéttarsambandsins og ná-
inn samstarfsmaður Hákon-
ar, og Jón Helgason, for-
maður Búnaðarfélags Ís-
lands, sóttust báðir eftir því
að taka við forystu nýju
samtakanna, en búnaðar-
þingsfulltrúarnir völdu
þriðja frambjóðandann, Ara
Teitsson, ráðunaut úr Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Það varð
Hákoni mikið áfall.
Í bókinni talar Hákon al-
mennt vel um samstarfsfólk
sitt. Hvernig hann lýsir
andstæðingum sínum við
stjórnarkjörið og störfum
þeirra á tímanum sem í
hönd fór verður að ein-
hverju leyti að skýra með
sársauka vegna niðurstöð-
unnar. Hákon lenti í því að
vera eini starfsmaðurinn
sem „mokað“ var út úr
Bændahöllinni við breyting-
arnar.
Þegar tími hans við
Hagatorg var runninn út
tók óvissan við, erfiðasti
tími ævinnar. Hann reis þó
að lokum upp í landbúnað-
arráðuneytinu og hefur
greinilega haft vissa ánægju
af því að fást við nýja for-
ystu bænda frá þeirri hlið
borðsins.
Myndir eru fáar en vel
valdar. Þær njóta sín hins
vegar ekki í prentun. Galli
er í prentun bókarinnar þar
sem orð eða orðhlutar hafa
máðst út á mörgum stöðum.
Æviminningar
Svo þú ert þessi Hákon!
bbbmn
Eftir Hákon Sigurgrímsson
Ormstunga 2010. 486 bls.
HELGI
BJARNASON
BÆKUR
Saga úr landbúnaðarkerfinu