Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 19
1.500 manns í sæti, þegar við
ákváðum að skella okkur út. En okk-
ur tókst nú samt að finna miða á net-
inu og náttúrlega á töluvert hærra
verði en því upprunalega. Við fórum
út á föstudegi og áttum miða á aðra
tónleikana á sunnudagskvöldið. Á
laugardeginum erum við á rölti um
bæinn og göngum fram á miðasölu.
Ég og Helgi göngum framhjá en snú-
um við þegar Haukur kallar á okkur
og vill að við förum inn og gáum hvort
til séu miðar á tónleikana þá um
kvöldið. Og viti menn; til voru þrír
miðar á sama góða bekknum og við
áttum sæti á kvöldið eftir! Þökk sé
Hauki, þá sáum við hetjuna okkar
tvisvar í þessari yndislegu ferð. Þann-
ig var hann Haukur, maður augna-
bliksins, ákveðinn í að kýla bara á það
ef honum sýndist svo, viss um að for-
sjónin væri búin að redda þessu. Og
auðvitað var hún yfirleitt búin að því.
Við höfum nú misst mikið, misst
yndislega mannveru, mannveru sem
vissi að lífið væri til þess að njóta
þess, mannveru sem kunni að njóta
lífsins og mannveru sem elskaði að
njóta lífsins með öðrum. Haukur var
mikill mannvinur, mikill vinur, sann-
ur vinur vina sinna. Manni leið alltaf
vel eftir að hafa átt stund með honum.
Þær stundir hafa verið ótal margar
og er ég afar þakklátur forsjóninni
fyrir þær allar. Þær spanna fjóra tugi
ára, stærstan hluta lífs míns. Og án
þeirra væri líf mitt miklu fátækara.
Ég er alinn upp í trúnni á líf eftir
dauðann. Karl faðir minn, sem nú
nálgast nírætt, er lengi búinn að
hlakka til að fara í skemmtilegt ferða-
lag, eins og hann orðar það. Nú er
Haukur farinn í þetta skemmtilega
ferðalag, nokkru fyrr en hann og við
hin sem eftir sitjum hefðum viljað. En
eftir situr þakklæti fyrir að hafa átt
þess kost að fá að verða samferða
honum í þessu lífi. Ég sakna hans
mikið og ég hlakka mikið til að hitta
hann aftur. Og þrátt fyrir tómarúmið
sem hefur myndast í lífi mínu og verð-
ur vandfyllt ætla ég að halda áfram að
njóta lífsins til hins ýtrasta eins og ég
lærði af honum að maður ætti að
gera. Farvel, kæri vinur.
Kristján K. Linnet.
Efst í huga okkar er þakklæti fyrir
allar þær ógleymanlegu stundir sem
við höfum átt með Hauki og fjöl-
skyldu hans.
Um margra ára skeið hafa fjöl-
skyldur okkar haldið upp á áramótin
saman á heimili Hauks á Laugarás-
veginum. Stemningin byrjaði alltaf
þegar meistarakokkurinn Haukur
kom til dyra og sagði „Komiði fagn-
andi,“ og borinn var fram dýrindis
kalkúnn sem hann hafði verið allan
daginn að útbúa. Síðan voru hefð-
bundnir fjölskylduleikir og hlegið og
dansað langt fram á nótt. Áramótin
munu halda áfram að koma en verða
aldrei eins.
Ógleymanleg eru öll ferðalögin
sem við fórum saman innanlands og
utan, svilarnir Haukur Sigurður og
Árni, og „Svenson“-systurnar Hera,
Sesselja og Birna. Alltaf var í háveg-
um haft að njóta góðs matar og gull-
inna veiga, og mikið var hlegið og
skemmt sér. Sérstaklega er eftir-
minnileg máltíð á Ítalíu fyrir nokkr-
um árum, þar sem svilarnir fóru á
sjávarréttastað. Haukur pantaði stolt
hússins, lifandi humar, en við Sigurð-
ur eitthvað hefðbundið sem nú er
löngu gleymt. „Þetta er tækifæri sem
kemur bara núna og ég ætla að njóta
þess,“ sagði Haukur. Málsverðurinn
hans Hauks var ógleymanlegur, bæði
honum sjálfum og enn frekar okkur
sem nutum þess að horfa á hann
borða. Haukur kenndi okkur að njóta
augnabliksins.
Hera og Haukur hafa sýnt ein-
staka samheldni í veikindum hans.
Dugnaður og ást þeirra beggja hefur
kennt okkur margt.
Frá því að Haukur greindist með
krabbameinið og allt fram á síðasta
dag var hann haldinn óbilandi bjart-
sýni og trú á lífið. Þegar við heimsótt-
um hann daginn áður en hann lést
fékk hann okkur til að trúa því að allt
væri á réttri leið.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Heru, Arinbjörn og Eddu á þessum
erfiðu tímum.
Birna og Árni.
Það var fyrir 28 árum sem við
heyrðum fyrst minnst á Hauk Lárus.
Hera vinkona okkar var þá í Dan-
mörku að vinna og hafði kynnst ein-
hverjum strák. Við vinkonurnar höfð-
um aldrei hitt Hauk, hvað þá að við
værum búnar að samþykkja hann
þegar Hera tilkynnir okkur að þau
ætli að ganga í hjónaband í lok árs
1982. Þetta fannst okkur hin mesta
fljótfærni. Við þekktum þennan
mann ekki neitt og það var 6 ára ald-
ursmunur á milli þeirra, þetta myndi
aldrei ganga. Þegar við svo loksins
hittum Hauk áttuðum við okkur á því
að áhyggjur okkar voru algjörlega
óþarfar, betri eiginmaður og vinur
var vandfundinn. Mesta gæfa Hauks
var án efa Hera og börnin og það hef-
ur verið yndislegt að fylgjast með
hvað Haukur var stoltur af sinni fjöl-
skyldu. Það var okkur öllum mikið
áfall þegar Haukur veiktist fyrir
rúmum fjórum árum. Aðdáunarvert
og ótrúlegt var þó að fylgjast með
hvað þau tóku þessu af miklu æðru-
leysi og saman fór fjölskyldan í gegn-
um þessi veikindi með bjartsýnina og
jákvæðnina í fararbroddi.
Elsku Hera, Arinbjörn, Edda Þöll,
Lára og Halli, ykkar missir er mikill.
Um leið og við kveðjum góðan vin
sendum við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan guð að
styrkja ykkur.
Hauks verður sárt saknað en minn-
ing um yndislegan mann lifir.
Anna, Elínborg,
Gunnhildur og Lára.
Við Haukur Lárus vorum sessu-
nautar í gegnum barnaskólann frá
níu ára aldri og síðan ekki söguna
meir. Áratugir liðu áður en við hitt-
umst aftur að einhverju ráði, reyndar
varla fyrr en á stórskemmtilegum
bekkjarendurfundi í vor. Hið skrýtna
kom svo í ljós að við bárum enn sterk-
ar taugar hvor til annars og fljótlega
hringdumst við á og vildum meira
samband.
Því miður var það of seint, Haukur
var orðinn ofurseldur veikindunum
og nú er gamli félaginn horfinn. Í
huganum stendur eftir minning um
skemmtilegan og ljúfan dreng, síðar
mann sem átti greinilega alla að vin-
um fyrir mannkosta sakir. Ég sam-
hryggist Heru og fjölskyldunni inni-
lega og þakka þau forréttindi að hafa
gengið hluta lífsleiðarinnar með
Hauki.
Gunnar Hrafnsson.
Enn eitt skarðið hefur verið höggv-
ið í raðir þeirra samstarfsfélaga sem
fylgdu manni fyrstu skrefin á blaða-
mannsferlinum fyrir um 20 árum.
Langt fyrir aldur fram er Haukur
Lárus fallinn frá.
Hann var skemmtilegur vinnu-
félagi; ljúfur, traustur, úrræðagóður
og jákvæður út í lífið og tilveruna.
Haukur Lárus var fjölhæfur blaða-
maður og gat t.d. sópað upp heilu
aukablöðunum á engum tíma, ef því
var að skipta. Held satt að segja að
hann hafi skrifað um allt í DV nema
íþróttir. Hefði þó vel getað tekið að
sér slík skrif, nema þó enska boltann
sökum vanhæfis að mínu mati sem
eldheitur aðdáandi rauða liðsins í
Manchester.
Líkt og segja mætti um fjölmarga
blaðamenn átti það vel við Hauk Lár-
us að hamast í skorpum, hamrandi
með látum á lyklaborðið með fáum
fingrum. Það var sama hvað hann tók
sér fyrir hendur, hann leysti það allt
með sóma og var jafnframt óspar á
góð ráð til sér yngri blaðamanna.
Stóð vörð um kjör og fagleg málefni
stéttarinnar og ætíð vakandi í þeim
málum.
Það var jafnan gott að leita til
Hauks Lárusar. Hann hafði hlýja
nærveru og ávallt stutt í galsafenginn
húmorinn. Man varla eftir því að
hann hafi nokkurn tímann skipt
skapi, en ef það gerðist rann honum
reiðin fljótt.
Eftir að leiðir skildi á DV héldum
við sambandi lengi vel. Hann var dug-
legur að benda manni á góðar fréttir,
hélt áfram vakandi auga fyrir frétt-
næmum hlutum í kringum sig þótt í
önnur störf væri kominn.
Veikindunum tók hann af miklu
æðruleysi og í samtölum okkar talaði
hann opinskátt um þau. Samtölunum
fækkaði á seinni árum og því miður
var heimsóknin aldrei farin til hans
sem til stóð í haust. Þeir endurfundir
verða að bíða betri tíma, en eftir lifir
minning um góðan og traustan sam-
tarfsfélaga.
Fjölskyldu Hauks Lárusar eru
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Björn Jóhann.
Sú hefð hefur komist á að fjölskyld-
urnar tvær hafa eytt saman áramót-
unum. Við systurnar erum vanar að
mæta á Laugarásveginn þar sem
Haukur kemur vanalega brosandi til
dyra með svuntu og gefur okkur öll-
um knús. Haukur og Hera eru vön að
töfra fram ljúffenga áramótamáltíð
og hefur þeim tekist að halda í þann
sið þrátt fyrir að úrvalið hafi orðið
flóknara síðustu ár þar sem Haukur
og Hera hafa breytt mataræðinu mik-
ið, og annar fjölskyldumeðlimur með
ofnæmi fyrir ýmsu hefðbundnu. En
vandvirkni og umhyggja þeirra fyrir
sínum nánustu átti sér afar skýra
birtingarmynd í öllu þessu stússi, al-
veg niður í hvern einasta sósudropa
og kampavínsdreitil, svo síðustu ár
höfum við gengið að borði sem sam-
anstendur af þremur mismunandi
Waldorf-salötum, tveimur tegundum
af sósum og tveimur mismunandi fyll-
ingum svo eitthvað sé nefnt, og hver
einasti réttur borinn fram með sér-
völdum vínum. Haukur hefur alltaf
dregið upp stærstu raketturnar og
við hin horfum stóreyg á. Þegar fjöl-
skyldurnar tvær koma saman er mik-
ið hlegið, spilað og leikið. Við eigum
ljúfar og góðar minningar frá utan-
landsferðum, útilegum og öllum eft-
irminnilegu áramótunum sem fjöl-
skyldurnar hafa eytt saman. Haukur
var stór þáttur í að gera þessar
stundir skemmtilegar og einstakar.
Hans er sárt saknað og við sendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur til
Heru, Arinbjarnar og Eddu.
Þórunn Árnadóttir og El-
ísabet Aagot Árnadóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU INGIMUNDARDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Einihlíð fyrir góða
umönnun.
Ásmundur Guðjónsson, Erna Melsted,
Þorsteinn Guðjónsson, Sigríður Helga Ármannsdóttir,
Helga Guðjónsdóttir, Jón B. Arason,
Haukur Guðjónsson, Guðrún Sigríður Hilmarsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskulegi pabbi okkar,
CARL J. BRAND,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
20. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
30. nóvember kl 15.00.
Elísabet M. Brand,
Bergljót B. Brand,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Vinur minn,
GUÐMUNDUR ÓSKAR TÓMASSON
frá Uppsölum ,
dvalarheimilinu Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð þriðjudaginn 30. nóvember kl. 11.00.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞORBJÖRG GÍSLADÓTTIR
Droplaugarstöðum
Reykjavík
sem lést miðvikudaginn 24. nóvember, verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík,
föstudaginn 3. desember, klukkan 13.00.
Guðný Sigurðardóttir, Gísli Heimir Sigurðsson,
Helgi Máni Sigurðsson, tengdabörn, barnabörn,
og barnabarnabörn.
Elsku Alli. Þá ert þú
búinn að kveðja og
margt kemur upp í
hugann. Ég man þeg-
ar Þór minn kynntist
Sigrúnu ykkar Systu.
Hann var kátur með fjölskylduna og
sagðist ekki geta eignast betri
tengdapabba en þig. Svo kom að því
að börnin okkar byggðu sér sum-
arbústað í Eyrarskógi. Þau Sigrún,
Þór, Kristín og Guðmundur. Þá var
nú oft fjör um helgar hjá okkur og
barnabörnunum. Ekki má gleyma
Alfreð Bjarnason
✝ Alfreð Bjarnasonfæddist í Reykja-
vík 12. september
1928. Hann lést á
Landspítalanum 5.
nóvember sl.
Útför Alfreðs fór
fram í kyrrþey 16.
nóvember 2010.
því að oft yfir sumar-
tímann fórum við í
kringum landið á hús-
bílunum okkar og síð-
ustu árin vorum við
dugleg að fara saman
til Kanarí og Tenerife.
Að ógleymdum öllum
jólunum og áramótun-
um sem við eyddum
saman á Digranes-
heiðinni hjá Sigrúnu
og Þór.
Elsku Alli, við Gústi
munum ávallt sakna
þín og viljum við
kveðja þig með þessum orðum:
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem)
Margrét S. Magnúsdóttir
(Maddý).
Hf. Verðbréf vann
deildakeppnina
Sveit Hf. Verðbréfa varð deildar-
meistari annað árið í röð en mótinu
lauk um sl. helgi. Í sveitinni spiluðu
þeir Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni
H. Einarsson, Jón Baldursson,
Steinar Jónsson, Sverrir Ármanns-
son og Þorlákur Jónsson. Lokastað-
an:
Hf. Verðbréf 245
Júlíus Sigurjónsson 236
Málning hf. 220
Grant Thornton 212
Saga plast 197
Deildarmeistari 2. deildar varð
sveitin Þorfinnsson með 266 stig.
Spilarar: Aron Þorfinnsson, Guð-
mundur Snorrason, Hlynur Garð-
arsson, Kjartan Ásmundsson, Ragn-
ar Hermannsson og Stefán
Jóhannsson. Næstu sveitir:
SFG 255
Riddararnir 248
Tölvustoð ehf. 230
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Eddi leiðir í Kópavogi
Aðalsveitakeppni Bridgefélags
Kópavogs er enn í fullum gangi og
alltaf líf og fjör. Þegar aðeins þrjár
umferðir eru eftir er sveit Eðvarðs
enn efst en Vinir og Baldur Bjart-
mars hafa komið sér vel fyrir í öðru
og þriðja sæti eftir að hafa fengið 42
stig hvor sveit sl. fimmtudag.
Öll úrslit má sjá á bridge.is/bk en
staða efstu sveita er þessi.
Eðvarð Hallgrímsson 155
Vinir 145
Baldur Bjartmars 140
Hjálmar 126
Hulduherinn 125
Þórður Jóns 124
Í Butlerútreikningi eru Gísli
Tryggvason/Leifur Kristjánsson og
Eðvarð Hallgrímsson/Júlíus Snorra-
son í tveimur efstu sætunum.