Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Þýska myndlistarkonan El- isabeth Wagner heldur fyr- irlestur í dag kl. 12.30 í Bak- herberginu, kynningaröð myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands, í húsnæði skól- ans Laugarnesvegi 91. Wagn- er gegnir stöðu prófessors við Muthesius-listaháskólann í Kiel. Hún er rýmislistamaður og hefur hin síðustu ár unnið innsetningar út frá íkonó- grafíu málaralistar sem hún mótar og útfærir í margs konar frístandandi skúlptúrum með tilvitn- unum í listamenn á borð við Albrecht Dürer og Jan van Eyck, að því er segir í tilkynningu. Fyr- irlesturinn fer fram á ensku. Myndlist Elisabeth Wagner heldur fyrirlestur Verk eftir El- isabeth Wagner. Hádegistónleikar verða haldnir á morgun, 30. nóvember, í Hafnar- fjarðarkirkju. Á þeim leikur Friðrik Vignir Stefánsson organisti á orgel kirkjunnar við söng Eyglóar Rúnars- dóttur mezzósópran. Í kirkjunni eru tvö ólík orgel, barokkorgel annars vegar og orgel í rómantískum stíl hins veg- ar. Í tilkynningu vegna tónleikanna er því líkt við að borða konfekt upp úr tveimur mismunandi konfektkössum að leika á þessi tvö ólíku orgel kirkjunnar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og lýkur um 30 mínútum síðar. Tónlist Eins og tveir konfektkassar Friðrik Vignir Stefánsson og Eygló Rúnarsdóttir. Tenórsöngvarinn Garðar Cort- es heldur þrenna hádegistón- leika á Kjarvalsstöðum í vik- unni; 2., 3. og 4. desember, en á þeim mun hann syngja mörg af sínum eftirlætislögum, m.a. negrasálma, jólalög og þekktar ballöður. Sænski píanóleik- arinn Robert Sund leikur með Garðari á tónleikunum en þeir hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980 og gefið út þrjá geisladiska með þekktum sönglögum, jólalögum og negrasálmum. Tónleikarnir hefjast allir kl. 12.15. og eru miðar seldir við inngang safnsins. Miðaverð er 1.000 kr. en frítt er á tónleikana fyrir eldri borgara og námsmenn. Tónlist Garðar og Sund á Kjarvalsstöðum Garðar Cortes Á fullveldisdaginn, 1. desember nk., bjóða íslensku- og menningardeild og Hugvísindasvið til bókmennta- fagnaðar og verða þrír íslenskir rit- höfundar sæmdir heiðursdoktors- nafnbót við Háskóla Íslands, rithöf- undarnir Álfrún Gunnlaugsdóttir, Matthías Johannessen og Thor Vil- hjálmsson. Í tilkynningu vegna þessa segir: „Háskóli Íslands veitir þessum höfundum sinn hæsta heiður fyrir sköpunarstarf þeirra, og um leið sendir skólinn með þessum gjörningi skilaboð um mikilvægi orðsins listar og annarrar frjórrar menningarstarfsemi í íslensku sam- félagi, enda gæti hann ekki staðið undir nafni sem þjóðskóli án þess að leggja rækt við íslenska menningu.“ Kennarar og nemendur íslensku- og menningardeildar taka þátt í dag- skránni auk sviðsforseta og deild- arforseta. Fögnuðurinn fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í að- albyggingunni og stendur frá kl. 13.30 til kl. 15. Þrír rit- höfundar heiðraðir Sæmdir heiðursdokt- orsnafnbót við HÍ Heiður Matthías Johannessen hlýt- ur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ. Fyrstu hausttónleikar tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands verða haldnir í dag kl. 18 í Þjóðmenning- arhúsinu og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á vef skólans, lhi.is. Tónleikarnir eru haustpróf nemenda sem stunda nám í hljóð- færaleik eða söng og er efnisskrá þeirra afar fjölbreytt, eins og segir í tilkynningu. Dagskrá hausttón- leikanna má finna á vef skólans. Hausttón- leikar á vef Það er ánægjuleg til- breyting að hverfa um sinn úr einsleitum heimi þrívíddarbrellna ... 27 » Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Salka lætur ekki sitt eftir liggja í bókaflóðinu og hefur á árinu sent frá sér fjörutíu titla. „Skáldsagan Hlust- arinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur kom út snemma árs og seldist svo vel að nú er verið að endurprenta hana. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til Þýskalands,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, eigandi Sölku. „Þóra Jónsdóttir sendir frá sér örsögur, lýsingar úr hversdagslífi konu, og eftir Guðrúnu Hannesdóttur kemur út ljóðabókin Staðir. Í vor gáfum við út Sálminn um glimmer, ljóðabók eftir Auði Övu Ólafsdóttur, og það sætir líka tíðindum að nú höfum við selt útgáfuréttinn á Afleggjaranum hennar til sjö landa. Afleggjarinn var nýlega valin besta evrópska skáldsagan sem kom út í Frakklandi 2010. Út í birtuna er stórfalleg bók eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og listakonuna Æju. Arnfríður, sem er guðfræðiprófessor, velur kafla úr Biblíunni og leggur út af þeim og Æja myndskreytir, þetta er bók sem bæði hvetur okkur til dáða og hugg- ar á erfiðum stundum.“ Foreldrahandbók Segja má að Konur eiga orðið sé eins konar flaggskip Sölku en þetta er dagatalsbók með spakmælum eft- ir konur sem kemur út árlega og nýtur vaxandi vinsælda. Salka er 10 ára um þessar mundir og hefur í ár- anna rás komið upp fjölbreyttum lista sívinsælla bóka sem eru endurprent- aðar reglulega. Á afmælisárinu er Salka hvað stoltust af Foreldra- handbókinni eftir Þóru Sigurð- ardóttur. „Þóra hefur safnað fróðleik eftir fagfólk og inn á milli er blandað einlægum og skemmtilegum viðtölum ásamt reynslusögum íslenskra for- eldra, þetta er 300 blaðsíðna stórvirki með glæsilegum myndum,“ segir Hildur og bætir við:„Andlit íslenskra listamanna, fyrsta ljósmyndabók Jón- atans Grétarssonar með texta eftir Guðmund Andra Thorsson, er líka stór og mögnuð bók sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli og ekki megum við gleyma Fiskmarkaðnum hennar Hrefnu Rósu Sætran, sem ásamt kokkalandsliðinu var að vinna silfurverðlaun í Lúxemborg í vik- unni.“ Barnabækur og fleira gott Nokkrar bækur fyrir börn og ung- linga koma út hjá Sölku. Loðmar er barnabók eftir Auði Ösp Guðmunds- dóttur og Emblu Vigfúsdóttur. Þórð- ur Helgason sendir frá sér unglinga- bókina Vinur, sonur, bróðir og Kristín Arngrímsdóttir er höfundur nýrrar bókar um Arngrím apaskott. Stafa- súpan geymir vísur fyrir börn á öllum aldri eftir Áslaugu Ólafsdóttur og Jólasveinar Iðunnar Steinsdóttur eru svo endurútgefnir. Auk þessa koma út hjá Sölku ýmsar handbækur, mörg þýdd skáldverk og ferðamanna- og útivistarbækur. „Margir af nýju titlunum okkar hafa farið vel af stað og við erum í miklu jólaskapi hjá Sölku,“ segir Hildur að lokum. Í jólaskapi í bókaflóði  Fjörutíu titlar koma út hjá bóka- forlaginu Sölku þetta árið Morgunblaðið/Eggert Jólaskap „Margir af nýju titlunum okkar hafa farið vel af stað,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, útgáfustjóri forlagsins Sölku. Heiti tónleika fimmtudags-kvöldsins hjá Sinfón-íuhljómsveitinni var„Rómeó og Júlía“. Saga þessara þekktu elskenda er öllum kunn og gaf því nafngiftin fögur fyr- irheit um rómantíska og tilfinninga- þrungna kvöldstund, sem segja má með sanni að hafi verið uppfyllt með glæsibrag. Strengjaverkið Rakas- tava eftir Jean Sibelius hefur verið nefnt „tónlistin við finnska útgáfu Rómeós og Júlíu“ en verkið á sér óvenjulega sögu. Sibelius samdi það upphaflega sem kórverk þar sem tenór og mezzósópran fóru með hlutverk elskendanna. Verkið féll hins vegar ekki í kramið og Sibelius samdi því strengjaverk kvöldsins upp úr stefjum kórverksins. Verkið er litríkt og síbreytilegt og Gaffigan nýtti sér efnið til hins ýtr- asta ásamt strengjasveitinni og pákuleikara hljómsveitarinnar. Fyrsti kaflinn var ljóðrænn og brot- hættur og norrænt yfirbragðið leyndi sér ekki. Annar þátturinn ein- kenndist af tiplandi tríólum enda lýsir hann gönguför elskendanna og í síðasta þættinum tóku einleiksfiðla og -selló við hlutverkum elskend- anna á kveðjustund. Flutningurinn var tregablandinn, endurtekin mótív líkt og elskendurnir vildu ógjarnan skilja en kvöddust síðan að lokum. Verkið var nú flutt í fyrsta sinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands en af þessum flutningi að dæma verður það ofarlega á óska- lista tónleikagesta í framtíðinni. Fiðlukonsert Mendelssohns er eitt þekktasta einleiksverk tónbók- menntanna í heild og því ekki heigl- um hent að takast á við þá þrekraun. Konsertinn var saminn fyrir Ferdin- and David, konsertmeistara Ge- wandhaus-sveitarinnar í Leipzig, og var í smíðum frá 1838 til frumflutn- ingsins 1844. Allan þann tíma þáði tónskáldið góð ráð frá einleik- aranum og er það ef til vill ein skýr- ingin á vinsældum hans. Nokkuð þótti nýstárlegt við verkið, einleik- arinn tekur hljóðfæri sitt strax til kostanna í upphafi án eiginlegs for- spils hljómsveitar og kaflarnir eru tengdir saman í eina heild án þess að hlé sé gert. Í Mendelssohn steig hinn ungi einleikari kvöldsins, Helga Þóra Björgvinsdóttir, á svið. Nokkur spenna lá að sjálfsögðu í loftinu og var ekki laust við að hennar gætti í upphafi. Hraðavalið var varfærn- islegt og flutningurinn eilítið mattur til að byrja með en Helga Þóra spil- aði fljótt úr sér hrollinn. Tónninn var nokkuð grannur en fallega mótaðar hendingar og ljóðræn túlkun á þessu erfiða verki, sérstaklega í andante- kaflanum, gáfu flutningi Helgu Þóru fallegan og glæsilegan heildarsvip og allegro-lokakaflinn var fluttur af bravúr. Hljómsveitin spilaði af- bragðsvel undir styrkri stjórn Gaff- igans. Eftir hlé var síðan komið að Róm- eó og Júlíu eftir Prokofiev. Ball- etttónlistin sjálf er samin um miðjan fjórða áratuginn, þegar tónsmið- urinn er nýkominn heim til Sov- étríkjanna eftir að hafa dvalið lang- dvölum erlendis. Nýsköpun í tónlist á þessum tímum í Sovétríkjunum átti erfitt uppdráttar enda fór svo að yfirmenn Bolsjoj-ballettsins riftu samningum áður en að sviðsetningu kom. Ákvað Prokofiev þá að semja tvær hljómsveitarsvítur upp úr efni- viðnum, op. 64 a/b. Mun síðar kom þriðja svítan, op.101, og voru hér fluttir hlutar úr svítunum þremur. Mikilúðlegur fyrsti kaflinn er þekkt- asta stef Prokofievs og hefur verið notað ótal sinnum við ýmis tilefni. Meðal annars hefur knattspyrnu- félagið Sunderland notað það til þess að blása liði sínu baráttuanda í brjóst og sá fræjum ótta í brjóstum andstæðinga og rokksveitirnar The Smiths og Muse hafa báðar notað tónlistina þegar þær ganga á svið. Flutningur kvöldsins var glæsi- legur undir styrkri stjórn Gaffigans. Tónlistin býður upp á ótal litbrigði, allt frá ofsanum í upphafsstefinu og dauða Kapúlets til rómantískra sam- verustunda elskendanna. Öllu var komið til skila með fallegum ein- leiksstrófum og glæsilegu samspili. Þótt það sé ef til vill ósanngjarnt ætla ég að nefna sérstaklega horn- deildina þó, sem átti rífandi flottar strófur. En allir áttu góðan dag og það var greinilegt að samstarf Gaff- igans og Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands bar ríkulegan ávöxt þessa kvöldstund. Tónlist elskenda Háskólabíó Sinfóníutónleikarbbbbn Jean Sibelius: Elskhuginn (Rakastava), Felix Mendelssohn-Bartholdy: Fiðlu- konsert í e-moll op. 64, Sergej Proko- fíev: Rómeó og Júlía (ballettsvíta). Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: James Gaffigan. Fimmtudaginn 25. nóv- ember kl. 19:30. SNORRI VALSSON TÓNLIST Góð Helga Þóra Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.