Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Vefsíða Julians Assange, Wikileaks, birti í gær um 250 þúsund bandarísk leyniskjöl og skeyti og kemur þar m.a. fram að Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hvöttu Bandaríkin til að ráðast á Íran til að stöðva kjarn- orkuvopnaáætlun þeirra. Nýjustu gögnin eru frá því í febrúar á þessu ári. Nokkur blöð og tímarit birtu skjölin eða hluta þeirra á vefsíðum sínum í gær, þ. á m. The New York Times og The Guardian. Skeytunum, sem sýna dagleg samskipti milli utanríkisráðuneyt- isins í Washington og um 270 sendi- ráða og sendiskrifstofa landsins um allan heim, má að sögn The New York Times líkja við „leynilegan ann- ál um samskipti Bandaríkjanna við heiminn á tímum stríðs og hryðju- verka“. Margt af því sem kemur fram í skjölunum virðist þó aðeins vera staðfesting á því sem lengi hefur verið vitað, bandarískir dipló- matar hafa t.d. áhyggjur af spillingu í ríkisstjórn Afganistans. En þarna er einnig að finna skjöl um hvernig Bandaríkja- stjórn sjái fyrir sér að þróunin verði á Kóreuskaga eftir hrun ríkisstjórnar kommúnista í Norður-Kóreu og hugsanlega sameiningu Kóreuríkj- anna sem Kína gæti verið á móti vegna náins sambands S-Kóreu við Bandaríkin. Sendiherrann í Seoul segir S-Kóreumenn velta fyrir að „mýkja“ Kínverja með tilboðum um góða viðskiptasamninga. Katar leggur ekki í al-Qaeda Síðla árs 2008 sendi sendiráðið í Moskvu skeyti heim um sambandið á milli Dmítrís Medvedevs Rússlands- forseta og forsætisráðherrans Vla- dímírs Pútíns, sem talinn er mun valdameiri. Þar segir að Medvedev sé eins og aðstoðarmaðurinn Robin við hlið Leðurblökumannsins. Bandarískir diplómatar reyndu ákaft að fá ýmis ríki til að taka við föngum frá Guantanamo-búðunum á Kúbu. Slóvenar fengu að vita að þeir yrðu að taka við föngum ef þeir vildu fá fund með Barack Obama forseta, eyríkinu Kiribati á Kyrrahafi var heitið milljónum dollara ef fangar færu þangað. Belgum var bent á að þeir gætu sér að kostnaðarlitlu „auk- ið veg sinn í Evrópu“ með því að taka við fleiri föngum. Sádi-arabískir peningamenn eru meðal öflugustu styrktarmanna al- Qaeda og öryggisyfirvöld í smáríkinu Katar við Persaflóa, nánu samstarfs- ríki Bandaríkjamanna, „hika við að beita sér gegn þekktum hermdar- verkamönnum af ótta við að virðast vera í slagtogi við Bandaríkin sem gæti haft hefndaraðgerðir í för með sér“ segir í einu skeytinu. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu er sagður skemmt- anasjúkur og vanhæfur í embætti. Hann sé í einstaklega nánu sambandi Pútín í Rússlandi, þeir skiptist á „dýrum gjöfum“ og arðvænlegum viðskiptasamningum og Berlusconi virðist í „vaxandi mæli vera orðinn málpípa Pútíns“ í Evrópu. Berlusconi líkt við málpípu Pútíns  Skjöl WikiLeaks úr bandarískum sendiráðum geta valdið vanda vegna hreinskilnislegra ummæla  Slóvenum var lofað að þeir fengju fund með Obama ef þeir tækju við föngum frá Guantanamo Umbúðalaust » Assange fullyrti að reynt hefði verið að stöðva vefinn í gær með tölvuárásum. » Hreinskilni diplómatanna er sögð mikil enda ekki gert ráð fyrir að ummælin yrðu birt fyrr en eftir marga áratugi. » Sums staðar munu vera neikvæð ummæli um David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. » Bandaríkjamenn sögðu birtinguna geta valdið dauða margra manna. Julian Assange Vegfarendur á leið fram hjá styttu við Princes Street í Edinborg, höfuð- stað Skotlands, í gær. Frost og snjókoma herjar nú í öllu Bretlandi og var aðfaranótt sunnudags sú kaldasta sem mælst hefur í 25 ár, frostið fór í mínus 17,3°C í Wales, að sögn vefsíðu Guardian og er spáð framhaldi á kuldanum fram eftir vikunni. Mikið vetrarveður var einnig á Írlandi og í Skandinavíu. Meira en 30 sentimetra jafnfallinn snjór var sums staðar í norðanverðu Englandi og Skotlandi í gær og búist við snjókomu og nokk- urri slyddu síðar í vikunni. Breska veðurstofan hefur varað við óveðri. Víða hafa orðið árekstrar í hálkunni á hraðbrautum. Vetur konungur herjar á Breta Reuters Mesta frost sem mælst hefur í aldarfjórðung Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samkomulag náðist í gær á fundi fjár- málaráðherra evrusvæðisins í Bruss- el um stuðning við Íra og verður því hægt að kynna aðgerðirnar áður en fjármálamarkaðir verða opnaðir í dag. Eining var um niðurstöðuna, að sögn talsmanna landanna. Mest var að sögn heimildarmanna deilt um vextina á 85 milljarða evruláninu sem verður til níu ára og vextir 5,8%. Frakkar og Þjóðverjar hafa auk þess sameinast um tillögur um að strax verði komið á föstu „stöðug- leikakerfi“ evruríkja til að bregðast við miklum áföllum, en núverandi björgunarkerfi, sem ræður yfir 440 milljörðum evra, átti að falla úr gildi eftir þrjú ár. Einkareknir bankar munu verða að taka á sig hluta af byrðum björgunarleiðangra af þessu tagi í framtíðinni. Stuðningsgerðir verða þó metnar hverju sinni, að lík- indum vegna andstöðu Þjóðverja við að nýja kerfið komi sjálfkrafa til að- stoðar evruríki í skuldavanda. Aðstoð evruríkjanna, sem Bret- ar, Svíar og Danir taka reyndar einn- ig þátt í, er talin bráðnauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að vandamál Íra breiðist út til fleiri landa á evru- svæðinu. Bráðabirgðasamkomulag hafði náðst í Dyflinni fyrir fundinn í Brussel, en samkvæmt því eiga 35 milljarðar evra að renna til banka- kerfis Írlands sem er nánast í rúst. Afganginn, um 50 milljarða, getur írska stjórnin notað til að takast á við ríkisfjármálin. Samkomu- lag um að- stoð við Íra  Munu borga 5,8% ársvexti af 85 millj- arða evruaðstoð til næstu níu ára Reuters Trúnaður Fjármálaráðherra Frakk- lands, Christine Lagarde, með starfsbróður sínum í Þýskalandi, Wolfgang Schaüble. Um 100 þúsund manns tóku þátt í mótmælum í Dyflinni í nístandi kulda á laugardag gegn niður- skurðaráformum stjórnvalda. Könnun sýnir að meirihluti Íra, 53%, telur að eigendur skuldabréfa eigi að taka sjálfir skellinn af bankahruninu, ekki skattgreið- endur. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar og verkalýðsfélaga for- dæma fyrirhugaðar aðgerðir stjórnar Brians Cowens forsætis- ráðherra. Er m.a. bent á að harkalegur niðurskurður útgjalda næstu fjög- ur árin muni draga allan mátt úr efnahagslífinu. Tómt mál sé að tala um að ríkið muni rétta við þar sem borga þurfi af lánunum frá ESB-ríkjunum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og þau beri háa vexti. Mick Wallace rekur verktaka- fyrirtæki og hefur þurft að segja upp 100 manns. Hann vill að Írar verði herskárri. „Við erum allt of þögul,“ sagði Wallace. „Við ættum að vera líkari Frökkum og ættum fara oftar út á göturnar.“ „Við ættum að fara oftar út á göturnar“ Mótmæli í Dyflinni. Sorphirða hefur vafist mikið fyrir ráðamönnum í Napólí á Ítalíu. Haugar hafa hlaðist upp á göt- unum vegna deilna um meng- un frá geysimikl- um urðunar- stöðum skammt frá borginni. En nú gæti lausnin ver- ið fundin. Norðmenn og Svíar íhuga að kaupa um 200 þúsund tonn af sorpi og brenna því í búnaði sem framleiðir húshita. „Það er í allra þágu að Ósló geti fullnýtt brennslukerfið sitt,“ segir Jannicke Gerner Bjerkås, yfirmaður hjá orkuvinnslustjórn Óslóborgar. Á vefsíðu Aftenposten kemur fram að áætlað verð sé 90 evrur, tæpar fjórtán þúsund ísl. kr., fyrir tonnið af sorpi. Ítalska mafían svífst einskis til að græða og tekur meðal annars að sér að farga baneitruðum iðnaðarúrgangi en lætur nægja að fleygja honum á sorphauga. Marian- gela Cacace, sem hefur skrifað bók um áhrif mafíunnar í Napólí, segir ekki hægt að tryggja að heimilissorp í borginni sé laust við slík efni. En ólíklegt sé að svo sé, ef hirt er ein- göngu sorp af götunum. Napólí- sorp til Óslóar?  Verður brennt til orkuvinnslu Sorp í Napólí. Kínverskir ráðamenn hvöttu til þess í gær að kallaður yrði saman bráða- fundur lykilríkja til að ræða ástand mála á Kóreuskaga. Löngu boðaðar heræfingar Suður-Kóreumanna og Bandaríkjamanna hófust í gær en Norður-Kóreumenn segja þær vera ögrun og hóta hörðum viðbrögðum ef skotið verði á land þeirra. S-kóreska stjórnin er sögð hafa gefið lítið út á tilmæli Kínverja en hún myndi ráðfæra sig við banda- menn sína. Mikil spenna er enn á svæðinu og Bandaríkjamenn gagnrýna Kínverja fyrir að beita sér ekki til þess að hafa hemil á einræðisstjórninni í Pyon- gyang. Hún er í reynd algerlega háð Kínverjum sem sjá henni fyrir olíu og fleiri nauðsynjum. kjon@mbl.is Vilja bráðafund um ástandið á Kóreuskaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.