Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
5%
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
ARTÚR 3 KL. 6
JACKASS 3D KL. 8
SKYLINE KL. 10
THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.15
L
L
12
12
12
Nánar á Miði.is
THE NEXT THREE DAYS kl. 5.20 - 8 - 10.40
THE NEXT THREE DAYS LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.40
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.40 - 6
SKYLINE KL. 8 - 10.10
JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10
UNSTOPPABLE KL. 10.10
EASY A KL. 5.50 - 8
ARTHÚR 3 KL. 3.40
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.40
AULINN ÉG ÍSL TAL KL. 3.40
12
12
L
12
12
L
L
L
L
L
AGORA kl. 6 - 9
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
DRAUMURINN UM VEGINN KL. 6
SKYLINE KL. 8 - 10.10
UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10
BRIM KL. 6
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 - 10.15
14
L
L
12
L
12
L
HÁSKÓLABÍÓ
ÍSL. TAL
ÍSL. TAL
"MYND SEM HITTIR Í MARK!"
-H.H, MBL
EPÍSK STÓRMYND EFTIR
LEIKSTJÓRA THE OTHERS
FRÁBÆR TEIKNIMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA
VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ!
DRAUMURINN
UM VEGINN Sýnd kl. 8 og 10:15
HHHH
„...Fyrsta flokks afþreying“
-S.V., MBL
Sýnd kl. 6Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 8 og 10:15 - Ótextuð
SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ
HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR!
HHH
-T.V. - kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6Sýnd kl. 8 og 10:30
HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA
FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR?
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Sögusvið Agoru, nýjustumyndar síleska leikstjóransAmenábar (Mar adentro,The Others), er Alexandría
á 4. öld e.Kr., meðan egypska borgin
var mikilvægur hlekkur í rómverska
keisaraveldinu. Háborg viðskipta,
menningar og vísinda, þar sem bóka-
safnið fræga var miðstöð mennta-
manna og skólasetur sem dró að sér
lærdómsmenn víðs vegar að. Þegar
hér er komið sögu er tekið að hrikta í
heimsveldinu; þó það haldi enn um
stjórnartaumana fer kristnum mönn-
um sífjölgandi og gyðingasamfélagið
er öflugt.
Pólitísk átök, heimspekilegar deil-
ur og ágreiningur um vísindaleg mál-
efni er megin-umfjöllunarefni Agoru.
Einn kennaranna sem uppfræðir
nemendur sína á torginu (Agora), við
bókasafnið, er Hypatia (Weisz), dótt-
ir lærimeistarans Theons (Lonsadle).
Meðal aðdáenda hennar og nemenda
eru þrír ungir menn: þrællinn Davus
(Minghella), Orestes (Isaac) og Syne-
sius (Evans). Það eru blikur á lofti en
Hypatia berst ótrauð fyrir byltingar-
kenndum, heimspekilegum skoð-
unum sínum en einkum vísindalegum
um gang himintungla sem eru að
grunni til sóttar til Forn-Grikkja.
Agora er afar óvenjuleg mynd,
fjallar á menningarlegan hátt um
ótrauða baráttu Hypatiu og fleiri
menntamanna fyrir málstað sem á
undir högg að sækja á viðsjárverðum
tímum þegar gjörólíkir trúarbragða-
og menningarheimar eru að umsnúa
fornum gildum og heimsveldi að líða
undir lok. Hún deilir harkalega á um-
burðarleysi stjórnmála, vísinda og
trúarbragða og áhersla lögð á að
sýna hvernig kristnir menn bregðast
við þegar þeir eru ekki lengur undir-
okaður minnihlutahópur en teknir
við völdum og eru þá engir eftirbátar
forveranna í fordómum og fyrirlitn-
ingu. Dæmið snýst einfaldlega við.
Þegar Hypatia hefur leyst Davus úr
ánauð gerist hann meðlimur í Para-
bolani, kristnum öfgasamtökum sem
drottna og boða sína trú með grimmd
og ofbeldi um leið og færi gefst. Gyð-
ingasamfélagið fær einnig á baukinn,
það bregst við á sama hátt þegar
Rómverjar fara halloka. Það er ekki
vandasamt að finna samsvörun við
þessa misbeitingu valdsins í samtím-
anum á svipuðum slóðum.
Það er ánægjuleg tilbreyting að
hverfa um sinn úr einsleitum heimi
þrívíddarbrellna, galdra og annarrar
afþreyingar en Agora er samt sem
áður fjarri því að vera fullkomin.
Weisz, hinni hrífandi gæðaleikkonu,
tekst að umbylta ímynd sinni og gera
Hypatiu að kvenskörungi sem tekur
andann langt fram fyrir efnið. Þar
með fjarar dálíitið hranalega undan
tilfinningamálum og ekki bætir úr
skák að ungu karlleikararnir hafa
ekki umtalsverða útgeislun. Jafnvel
reynsluboltar eins og Lonsdale fá
ekki notið sín. Skoðanaskiptin um
gang himintungla og leyndardóma
alheimsins eru forvitnileg líkt og
ádeilan á eilífa misnotkun valdsins
sem er ætíð og allsstaðar með sömu
formerkjum. Þetta athyglisverða
efni er stirðlega framsett, yfirborðs-
kennt og í leik og handrit vantar mik-
illeik og forvitnilegri persónur þó
Weisz takist vel að snúa við blaðinu.
Þegar upp er staðið stendur Agora
höllum fæti í samanburði við stór-
virki leikstjórans.
Viðsjár í Alexandríu
Smárabíó, Háskólabíó
Agora bbbnn
Leikstjóri: Alejandro Amenábar. Aðal-
leikarar: Rachel Weisz, Max Minghella,
Oscar Isaac, Ashraf Barhom, Michael
Lonsdale, Rupert Evans. Spánn. 125
mín. 2009
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Hypatia Weisz tekst að umbylta ímynd sinni og gera Hypatiu að kvenskörungi sem tekur andann langt fram fyrir
efnið en ungu karlleikararnir hafa litla útgeislun. Í leik og handrit vantar mikilleik og forvitnilegri persónur.
Hljómsveitinni Mukkaló hefur verið
boðið að sjá um upphitun á tvenn-
um tónleikum hljómsveitarinnar
Bombay Bicycle Club sem haldnir
verða í Queen Elizabeth Hall í
Lundúnum 4. desember nk. Uppselt
er á báða tónleikana. Mukkaló hef-
ur aðeins verið starfrækt í rúmt ár
og er skipuð ungum tónlistar-
mönnum. Liðsmenn Mukkaló
kynntust Jack Steadman, söngvara
Bombay Bicycle Club, og kærustu
hans á síðustu Iceland Airwaves-
hátíð og sendi Jack hljómsveitinni
fyrir skömmu tölvupóst með boði
um að koma fram í Queen Elisabeth
Hall. Þorbjörg Ósk, söngkona og
klukkuspilsleikari í Mukkaló, segir
þetta spennandi verkefni og að
hljómsveitin hafi drifið í því að taka
upp fjögurra laga EP-plötu til að
selja á tónleikunum í Lundúnum en
hljómsveitin hyggst gefa út sína
fyrstu breiðskífu á næsta ári.
Mukkaló heldur í fjögurra daga
tónleikaferð um Ísland 15. desem-
ber.
Spennandi Mukkaló heldur tón-
leika í Queen Elisabeth Hall.
Hitar upp
fyrir B.B.C.