Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 32
Hundraðasta sýningin á barnaleikritinu Fíusól
var í Þjóðleikhúsinu í gær og var hún tileinkuð
tækjum Fíusólar og var glatt á hjalla þegar ljós-
myndara bar að garði, eins og sjá má.
Neista, styrktarfélagi hjartveikra barna. Börn
og foreldrar skemmtu sér konunglega yfir uppá-
Fíasól vakti kátínu í hundraðasta skipti
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Veiktist og þarf nýtt hjarta
2. Spáir allt að 20 stiga frosti
3. Maðurinn sem sló Obama
4. Geimverubarn á leiðinni?
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
„Flutningur kvöldsins var glæsi-
legur undir styrkri stjórn Gaffigans,“
segir m.a. í gagnrýni um tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands fimmtu-
dagskvöldið sl., „Rómeó og Júlía“.
Stjórnandi var James Gaffigan. »24
Morgunblaðið/Eggert
Rómantískt og tilfinn-
ingaþrungið hjá SÍ
Á morgun, 30.
nóvember, kl. 21,
verður haldin
herrafatasýning
herrafataverzl-
unar Kormáks &
Skjaldar í Þjóð-
leikhúskjall-
aranum. Sýndur
verður fatnaður
úr versluninni sem og fatalínan Kor-
mákur & Skjöldur. Þekktir tónlistar-
menn og skemmtikraftar munu koma
fram, m.a. Helgi Björns.
Herrafatasýning
Kormáks & Skjaldar
Fimmtudaginn næstkomandi, 2.
desember, verða haldnir hádegistón-
leikar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Á
þeim munu tenórsöngvarinn
Snorri Wium og píanó-
leikarinn Antonía
Hevesi flytja ýmis
jóla- og aðventu-
lög og hefjast tón-
leikarnir kl. 12. Há-
degistónleikar hafa
verið fastur liður í
starfi Hafnarborgar í
sjö ár.
Jóla- og aðventulög
í Hafnarborg
Á mánudag Suðvestan 8-13 m/s og slydda eða rigning vestanlands, en mun hægari
vindur og bjartviðri eystra. Hiti 0 til 5 stig vestanlands, en annars frost 1 til 6 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag Vestlæg átt og súld eða dálítil slydda vestanlands, en bjart
með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig vestan til, en annars vægt frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-13 m/s og rigning eða slydda vestan til, en hægari vindur
og úrkomulítið eystra. Frost 2 til 12 stig, mest inn til landsins, en hlánar vestanlands.
VEÐUR
Kvennalandslið Íslands í
handknattleik sýndi tals-
verðar framfarir í leikjum
sínum í Noregi um helgina.
Eftir stóran skell gegn
heimaliðinu á föstudag veitti
það sterkum liðum Dana og
Serba harða keppni í hinum
tveimur leikjunum. „Þessi
ferð var fín generalprufa.
Þetta voru hörkulið sem við
spiluðum gegn og það verð-
ur ekkert síðra á EM,“ sagði
Júlíus Jónasson þjálfari. »5
Stóðu vel í Dönum
og Serbum
Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona
varð í níunda sæti í 50 metra skrið-
sundi á Evrópumótinu í Eindhoven í
gær og í dag fer hún til Dubai við
Persaflóann og æfir þar næstu daga í
30 stiga hita. Heimsmeistaramótið fer
þar fram í næsta mánuði. „Markmiðið
er að vera á toppnum eftir tvær og
hálfa viku,“ segir Ragnheiður. » 5
Ragnheiður beint í 30
stiga hitann í Dubai
„Það er nú stutt í báða enda í þessu
þannig að það er ekkert í höfn
ennþá,“ segir Birgir Leifur Hafþórs-
son atvinnukylfingur sem stendur
mjög vel að vígi á úrtökumóti á
Spáni. Birgir Leifur er á tveimur
höggum undir pari og í sjöunda
sæti fyrir lokahringinn í dag. Fyrstu
23 komast yfir á þriðja stig úrtöku-
mótanna. »1
Birgir Leifur er með
góða stöðu á Spáni
ÍÞRÓTTIR
„Okkur hefur tekist að hjálpa og
gleðja fleiri börn og fjölskyldur
þeirra en við væntum þegar við fór-
um af stað með þetta verkefni í síð-
asta mánuði,“ segir Rannveig Sig-
fúsdóttir, annar tveggja aðstand-
enda Barnabrosa.
Undir merkjum Barnabrosa er
safnað framlögum frá einstaklingum
og fyrirtækjum og keypt gjafabréf á
upplifun fyrir þá sem þarfnast. Má
nefna ferðir í leikhús, bíó, veitinga-
staði og svo framvegis.
Barnabros voru stofnuð í október
síðastliðnum og hafa það inntak að
gleðja börn á Íslandi. Ragnheiður
segir að þær Andrea Margeirsdóttir
sem saman standa að Barnabrosum
séu í samvinnu við Hjálparstarf
kirkjunnar og námsráðgjafa í skól-
um. Sjá félagsráðgjafar hjálpar-
starfsins og annað fagfólk svo um að
koma gjafabréfunum áfram
„Auk þessa má nefna að Barna-
bros eru nú farin af stað með jóla-
verkefnið Hjálparsveinar, en til 6.
desember getur fólk hjálpað Barna-
brosum og aðstoðað jólasveina að
safna glaðningi í skóinn,“ segir
Rannveig. Tekið er á móti glaðningi í
skóinn á öllum Olís-stöðvum, en
einnig er hægt að leggja fé inn á
reikning Barnabrosa sem sjá þá um
innkaupin. sbs@mbl.is
Gleðja fleiri en vænst var
Barnabros safna framlögum og kaupa gjafabréf í leikhús, bíó og á veitingastaði
Hjálpa nú öllum jólasveinum landsins að safna glaðningi í gluggaskó barnanna
Morgunblaðið/Ómar
Barnabros Rannveig Sigfúsdóttir
og Andrea Margeirsdóttir.
Barnabros gleðja
» Gleðigjafar eru þeir sem
styrkja Barnabros með fram-
lögum og afslætti. Með hjálp
fyrirtækja má gera meira úr
framlögum einstaklinga.
» Meðal gleðigjafa eru Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðurinn,
Laugarásbíó, Sena og fleiri.
» Reikningsnúmer Barna-
brosa er: 0313-26-047101 og
kennitala: 471010-1380
Morgunblaðið/Golli