Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 22
22 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Sudoku Frumstig 3 9 8 7 1 6 8 8 7 9 5 6 8 1 9 4 3 3 4 8 3 5 9 7 4 1 2 8 6 1 5 3 7 3 2 9 9 8 6 5 8 5 7 3 5 6 9 2 7 3 9 1 7 5 8 9 1 2 5 4 1 5 3 6 8 8 7 2 4 3 7 8 6 8 1 7 3 4 8 6 9 7 3 5 2 1 9 3 1 4 5 2 6 8 7 5 7 2 6 1 8 3 4 9 8 6 9 1 4 5 7 3 2 1 4 7 2 3 6 8 9 5 3 2 5 7 8 9 4 1 6 6 9 3 8 2 7 1 5 4 7 1 8 5 9 4 2 6 3 2 5 4 3 6 1 9 7 8 4 2 3 5 6 1 7 8 9 1 9 5 2 8 7 6 4 3 6 7 8 9 3 4 2 5 1 7 5 2 3 4 9 8 1 6 8 1 4 7 2 6 9 3 5 9 3 6 1 5 8 4 2 7 5 8 9 6 1 2 3 7 4 2 6 1 4 7 3 5 9 8 3 4 7 8 9 5 1 6 2 1 5 4 3 7 9 6 8 2 9 7 8 2 6 1 3 5 4 2 6 3 8 4 5 7 9 1 8 9 5 1 3 4 2 7 6 7 4 2 6 9 8 1 3 5 3 1 6 5 2 7 8 4 9 5 2 7 9 8 6 4 1 3 4 3 1 7 5 2 9 6 8 6 8 9 4 1 3 5 2 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 29. nóvember, 333. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Þá er það orðið ljóst sem margirspáðu: meirihluta kjósenda finnst það fáránlegt að verja tíma og hundruðum milljóna króna af skattfé í nýja aðferð til að breyta stjórnar- skránni núna. Brýnna sé að reyna að vinna bug á atvinnuleysi og tryggja að hálf þjóðin verði ekki gjaldþrota. Hugmynd stjórnarflokkanna var andvana fædd og umboð væntanlegs stjórnlagaþings verður svo lítið að það mælist varla. Alþingi mun vafa- laust taka hugmyndum þaðan kurt- eislega, stinga þeim síðan undir stól og huga að öðru. x x x Sjálfur var Víkverji dagsins samteinn af þeim þægu og mætti á kjörstað þótt hann væri eindregið á móti hugmyndinni um stjórnlagaþing og yfirleitt því að gera umtalsverðar breytingar á stjórnarskránni. Það voru siðlausir og vitlausir bankastjór- ar og gersamlega siðblindir og snar- klikkaðir eigendur þessara sömu bankastjóra sem ollu hruninu. Ekki stjórnarskráin, það vita allir sem ekki stýra ráðuneytum. x x x En Víkverja finnst engin góð af-sökun vera til fyrir því að nenna ekki á kjörstað. Kosningarétturinn er gæði sem forfeður okkur tryggðu okkur með mikilli baráttu og víða um heim hræðilegum fórnum. Hann er því heilagur. Þess vegna dugar varla minni afsökun en dánarvottorð ef menn sitja heima. Ef okkur líkar ekki við neina kosti sem í boði eru getum við alltaf skilað auðu. x x x Víkverji hefur satt að segja meiriáhyggjur af veðurfarinu en stjórnarskránni. Ekki hlýnun jarðar, nú segir breska veðurstofan, sem lengi hefur varað við hlýnandi lofts- lagi, að vissulega geti yfirstandandi ár orðið það heitasta á jörðunni frá upphafi mælinga á 19. öld. En jafn- framt að hækkun hitastigsins hafi verið minni á síðustu tíu árum en ára- tugina þar á undan. Sem merkir þá að hækkunin verði kannski úr sögunni eftir fáeina áratugi. Getur það verið? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 drenglunduð, 8 sjái eftir, 9 kind, 10 miskunn, 11 blóð- hlaupin, 13 mannsnafn, 15 stúlka, 18 fuglinn, 21 stjórna, 22 nauts, 23 eldstó, 24 hagkvæmt. Lóðrétt | 2 org, 3 eyddur, 4 nam, 5 næstum ný, 6 mynn- um, 7 óvild, 12 grein- ir, 14 tangi, 15 varmi, 16 furða, 17 toga, 18 stétt, 19 verk, 20 ná- lægð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hefna, 4 gufan, 7 gulls, 8 súrar, 9 alt, 11 autt, 13 kinn, 14 eldur, 15 þjöl, 17 álit, 20 gap, 22 kodda, 23 ómynd, 24 ilmur, 25 ledda. Lórétt: 1 hegna, 2 fullt, 3 ausa, 4 gust, 5 ferli, 6 nýrun, 10 lydda, 12 tel, 13 krá, 15 þokki, 16 öldum, 18 leynd, 19 tudda, 20 gaur, 21 póll. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 0-0 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bg5 Bb7 9. e4 Be7 10. Hd1 Rc6 11. Be2 a6 12. 0-0 Dc7 13. Rd5 exd5 14. cxd5 Hac8 15. dxc6 dxc6 16. e5 Rd5 17. De4 Hfe8 18. Bc4 Bf8 19. Hfe1 h6 20. Bc1 Hcd8 21. Rd4 c5 22. Rf5 Rf6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem fór fram í New York árið 1991. Íslenski stórmeistarinn Margeir Pét- ursson hafði hvítt gegn bandarískum kollega sínum Boris Gulko. 23. Rxh6+! gxh6 24. Dg6+ Kh8 25. Dxf6+ Bg7 26. Dxf7 Dxf7 27. Bxf7 hvítur hefur nú unnið tafl. Fram- haldið varð eftirfarandi: 27. … Hxd1 28. Hxd1 Hxe5 29. Hd8+ Kh7 30. Bg8+ Kg6 31. Hd6+ Bf6 32. Bd2 He8 33. Bc3 Hxg8 34. Hxf6+ Kh5 35. f3 og svartur gafst upp. Hvítur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Mikilvæg melding. Norður ♠KD1082 ♥ÁD8 ♦ÁK ♣ÁD4 Vestur Austur ♠G63 ♠Á9754 ♥965432 ♥G10 ♦53 ♦102 ♣G5 ♣10873 Suður ♠– ♥K7 ♦DG98764 ♣K962 Suður spilar 7♦. Í riðlakeppni Champions Cup kom upp erfitt spil í sögnum, þar sem al- slemma í tígli er nánast borðleggjandi, en þungmeldanleg. Hollendingarnir Bas Drijver og Sjoert Brink komust þó í 7♦, einir manna. Sagnir þeirra eru at- hyglisverðar. Til að byrja með vakti Drijver í norð- ur á alkröfu og sagði 2G við 2♦ biðsögn makkers. Brink sýndi láglitina með 3♠ og tók síðan út úr 3G í 4♦ til að gefa í skyn slemmuáhuga með langlit í tígli. Drijver féllst fyrir sitt leyti á slemmu- þreifingar með fyrirstöðusögn á 4♥. Þá kom mikilvæg melding frá suðri – stökk í 5♠, sem spurning um lykilspil fyrir utan spaðann. Drijver svaraði á 6♣, sem er annað þrep og sýnir sam- kvæmt því fjögur lykilspil (ásana þrjá og tígulkónginn). Brink gat þá með góðri samvisku skotið á alslemmu. 29. nóvember 1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti lést, um 56 ára. Hann var sonur Jóns Loftssonar og varð biskup árið 1195. Steinkista Páls fannst árið 1954. 29. nóvember 1906 Fánasöngur Einars Benedikts- sonar, Rís þú unga Íslands merki, var fluttur í fyrsta sinn á almennum fundi í Iðn- aðarmannahúsinu í Reykjavík, við lag eftir Sigfús Einarsson. 29. nóvember 1934 Straumrof, fyrsta leiksviðsverk Halldórs Laxness, var frum- sýnt hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og kom jafnframt út í bók. 29. nóvember 1986 Dregið var í fyrsta sinn í Lottó- inu á vegum Íslenskrar get- spár. Fyrsti vinningur, 1,2 milljónir króna, gekk ekki út. Tölurnar voru 2, 7, 8, 23 og 29. 29. nóvember 1998 Morgunflug Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavík- ur var sögulegt fyrir þær sakir að eingöngu konur voru um borð. Eini kvenflugstjóri lands- ins stýrði vélinni, í aðstoð- arflugmannssætinu sat kyn- systir hennar og farþegar í umsjá flugfreyjunnar voru allir kvenkyns. 29. nóvember 2000 Hilmir Snær Guðnason leikari hlaut Íslensku bjartsýnisverð- launin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Íslenska álfélagið hf. stendur að verðlaununum sem eru framhald af Bjart- sýnisverðlaunum Bröste. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Hallgrímur G. Jónsson, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra, er 70 ára í dag. Hall- grímur segist halda upp á daginn með fjöl- skyldu sinni. Hallgrímur var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra í tæp 40 ár. „Ég var starfsmaður hjá sparisjóðnum nánast frá stofnun hans en fór á eftirlaun um mitt ár 2004. Eftir það sat ég í stjórnum fyrirtækja en hef nú dregið mig út úr því,“ segir hann. Hallgrímur var lengi formaður Sparisjóða- bankans og átti þátt í stofnun fjölmargra félaga sem sparisjóðirnir áttu aðild að og var um ára- bil meðstjórnandi í Sambandi sparisjóða. Hann segir mikilvægt að sparisjóðastarfsemin haldi velli. „Ég var mikill sparisjóðamaður alla tíð og vona að sparisjóðir sem hafa haldið þetta út nái að lifa áfram og nái fyrri styrk,“ seg- ir hann. Sparisjóðirnir uxu ár frá ári og juku jafnt og þétt mark- aðshlutdeild sína. „Það er ekki hægt að segja annað en þeir hafi verið á góðri siglingu þegar ég lét af störfum,“ segir Hallgrímur. omfr@mbl.is Hallgrímur G. Jónsson er 70 ára Fagnar með fjölskyldunni Flóðogfjara 29. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.57 1,2 12.15 3,4 18.41 1,1 10.41 15.53 Ísafjörður 1.55 1,7 7.59 0,7 14.10 1,9 20.51 0,6 11.14 15.29 Siglufjörður 4.34 1,1 10.14 0,5 16.35 1,2 23.01 0,3 10.58 15.11 Djúpivogur 2.49 0,7 9.12 1,9 15.32 0,8 21.51 1,8 10.17 15.15 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu ekkert verða til þess að þú standir ekki við áætlun þína varðandi fjár- haginn. Láttu þig bara fljóta með straumn- um og frestaðu öllum stórum ákvarð- anatökum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er eitt og annað sem kemur þér á óvart þegar þú ferð að athuga mál sem þér hefur verið falið að leysa. Horfðu ekki fram hjá brosi barnsins og hlustaðu á hljóm hlát- ursins. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Nýir vinir og ný andlit gera líf þitt spennandi og skemmtilegt. Sýndu tilfinn- ingum annarra tillitssemi. Ekki er allt gull sem glóir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert áhugasamur um dulræn fyrir- brigði. En öllu máli skiptir að þú sért sjálf- um þér samkvæmur. Gríptu inn í atburðarás ef þér þykir þörf á. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Um morguninn dregurðu eina ályktun, en um kvöldið kemstu að allt annarri niður- stöðu. Líttu á björtu hliðarnar og þú munt sjá að ástandið er ekki svo alvarlegt eftir allt saman. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt óvenju auðvelt með að tjá þig. Hættu væli og horfðu þess í stað fram á við með djörfung og dug. Undirbúðu þig vand- lega og vertu málefnaleg/ur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hugsar bara um að láta eitthvað eft- ir þér um þessar mundir. Endurskoðaðu þessa afstöðu þína. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Oscar Wilde sagði að ef þú ætl- ar að segja fólki sannleikann, þá er betra að fá það til að hlæja, annars drepur það þig. Bogmaður Hver þekkir það ekki að nenna ekki neinu? Það er í lagi að vera latur – í stutta stund. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás og vertu hvergi hrædd/ur við að sýna þínum nánustu afraksturinn. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Notaðu daginn til þess að fara yfir áætlanir þínar fyrir framtíðina. Það er önnur hlið á þér líka sem fæstir fá að sjá. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Reyndu að skilja þá sem segjast ekki skilja hvað þú vilt. Rómantíkin nær tökum á þér og þú dregst að þeim sem eru skiln- ingsríkir og umhyggjusamir. Stjörnuspá Í gær, 28. nóvember, varð Stein- unn Sæ- munds- dóttir fimmtug. 50 ára Jóhann Pálsson varð 90 ára í gær, 28. nóvember. Hann fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Árið 1946 varð Jó- hann forstöðumaður Hvítasunnusafnaðar- ins á Akureyri og gegndi því starfi í rúmlega þrjátíu ár. Jóhann varði deginum með fjölskyldu og vinum á heimili sínu í Bakkahlíð 38. 90 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.