Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 ✝ Hjördís Guð-mundsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 10. september 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. nóv- ember 2010. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 8.11. 1883, d. 30.12. 1956, og Guðmundur Þórðarson, útgerð- armaður og oddviti Gerðahrepps, f. 19.7. 1872, d. 19.4. 1938. Hjördís var yngsta barn foreldra sinna. Systkini Hjördísar voru: 1) Þórður Guðmundsson, f. 26.3. 1905, d. 13.9. 1983. 2) Finnbogi Guð- 1919, d. 26.4. 1920. 11) Haukur Guðmundsson, f. 20.4. 1921, d. 16.11. 1991. 12) Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 1.11. 1922, d. 9.9. 1938. 13) Ásdís Guðmundsdóttir, f. 11.3. 1924, d. 15.9. 1931. Hjördís eignaðist soninn Guð- mund, f. 1958, kvæntur Rut Ólafs- dóttur, f. 1964. Börn þeirra eru Sól- on, f. 1996, og Hjördís Rósa, f. 1998. Fyrir átti Rut dótturina Evu Rós Stefánsdóttur, f. 1983. Unnusti hennar er Karl Heiðar Hilmarsson og barn þeirra Rökkvi Leó Karls- son. Hjördís ólst upp í Garðinum, en fluttist síðan til Reykjavíkur með móður sinni þegar faðir hennar lést. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum í Reykholti og starfaði við ýmis störf, en lengst af starfaði hún hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Hjördísar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 29. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. mundsson, f. 20.8. 1906, d. 4.10. 1974. 3) Ingólfur Guðmunds- son, f. 14.8. 1908, d. 30.3. 1928. 4) Guðrún Guðmundsdóttir, f. 15.11. 1909, d. 31.5. 2000. 5) Jón Guð- mundsson, f. 24.1. 1911, d. 14.9. 1981. 6) Guðmundur Guð- mundsson, f. 21.4. 1912, d. 21.1. 1931. 7) Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. 16.7. 1913, d. 13.4. 1928. 8) Kristín Guðmundsdóttir, f. 13.9. 1915, d. 7.6. 1991. 9) Þórdís Guðmunds- dóttir, f. 25.5. 1918, d. 9.5. 1919. 10) Svava Guðmundsdóttir, f. 20.11. Elsku Hjördís, elskulega tengdamóðir mín. Nú ertu farin frá okkur og síðustu dagar hafa verið erfiðir og söknuðurinn er mikill. Ég kynntist Hjördísi fyrir 16 árum þegar leiðir okkar Guð- mundar lágu saman, hún tók vel á móti mér og hefur samband okkar alltaf verið gott. Hún hafði alla tíð verið ein með son sinn og hafði líf- ið ekki alltaf verið dans á rósum hjá þeim. Hún fékk berkla þegar hann var nokkurra mánaða og fór á Vífilsstaði til lækninga og var þar í tvö ár þar sem hún barðist við þennan illvíga sjúkdóm og hafði betur. Þessi veikindi hennar höfðu alltaf sterk áhrif á samband þeirra mæðgina og sú gleði hjá þeim að hafa hvort annað var ein- stök. Hún vann alltaf fulla vinnu og var líka með aukavinnu við að prjóna lopapeysur og skúra, til að þau gætu keypt sér íbúð í Stiga- hlíð og síðan Kóngsbakka. Hjördís hætti að vinna um sjötugt og hafði hún þá unnið hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í tæp þrjátíu ár. Þá komu barnabörnin Sólon og Hjördís Rósa, sem hún dekraði við, hún prjónaði fallegar peysur á þau og var alltaf búin að baka á sunnudögum þegar við komum í kaffi. Hún var sérlega hlý og góð amma, létt í lund, hafði gaman af að spila á spil við þau og hafði mikinn áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, hún mætti á tón- leika, fótboltaleiki og tennisleiki. Minningarnar um góða konu og allar þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar munu aldrei gleymast. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Hjördísi. Guð blessi minningu þína, kæra Hjördís. Rut Ólafsdóttir. Elsku amma mín nú er dvöl þinni hérna lokið og þú farin á betri stað að hitta fjölskylduna þína og alla þína góðu vini. Dvöl þín var löng og merkileg og munu margir minnast þín sem merki- legrar og stoltrar konu. Amma mín var alltaf mjög gjaf- mild, góðhjörtuð og stolt kona, hún hafði frá mörgu að segja um gamla tíma sem og nútíðina. Amma mín hafði alltaf góð áhrif á alla og ef maður horfði vel gat maður séð ljómann af henni sem náði til allra í kringum hana. Hún hafði ávallt sterkar skoðanir á hlutum sem skiptu hana máli og var þeirrar kynslóðar þegar fólk hugsaði meira um fólkið í kringum sig en um sig sjálft. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa hvort sem verk- efnin voru krefjandi eða auðveld og bað aldrei um neitt í staðinn. Amma mín hafði alla tíð þurft að vinna mikið til að geta séð fyrir sér og syni sínum svo hann skorti ekki neitt en þrátt fyrir heimsins óréttlæti sá hún bara það góða í heiminum og vildi engum illt. Amma var alltaf mjög pólitísk og töluðum við oft um málefni og það sem var að gerast á líðandi stundu og þótt við værum ekki alltaf sammála komumst við alltaf að einhverjum milliveg. Amma ferðaðist alla tíð mjög mikið og fór sjaldan á sama staðinn tvisvar og held ég að flestar ævintýrahetjur hafi ekki gert betur þótt víða væri leitað. Á lífsleiðinni barðist amma mín við mikil veikindi þegar hún fékk berkla og háði það henni nokkuð þegar hún varð eldri, hún lét það þó aldrei hafa áhrif á sig andlega og vildi aldrei láta vor- kenna sér yfir einu né neinu. Amma mín hugsaði alltaf vel um mig og alla í kringum sig og vildi allt fyrir alla gera, ég dvaldi löngum stundum hjá henni og var ég alltaf velkominn. Hún passaði alltaf að ég fengi nóg að borða og að mér liði vel þegar ég var heima hjá henni. Oft á tíðum var hún mér sem foreldri á erfiðum sem góðum stundum og verð ég henni æv- inlega þakklátur fyrir það. Það sem er mér þó minnisstæðast um ömmu mína er það hversu góð- hjörtuð hún var og ef allir hefðu hjarta og hugarfar eins og amma væri heimurinn mun betri staður. Hún lét aldrei neitt slæmt hafa áhrif á sig og hélt alltaf sínu striki þótt það væri henni stundum tor- sótt. Að missa hana myndar stórt sár sem verður lengi að gróa og skilur eftir sig stórt ör en þótt hún sé farin á betri stað mun minning hennar lifa í hjarta mínu um aldur, ævi og ókomna tíð. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Sólon Guðmundsson. Elsku amma mín, eftir mörg góð ár með þér man ég allar þær góðu stundir sem við áttum saman, þú varst einstaklega góð, hlý og frá- bær amma. Þú varst ekki mikið fyrir að þiggja en þú varst mikið fyrir að gefa. Það mikilvægasta sem þú gafst mér var tími þinn og allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. Hjarta þitt var alltaf hlýtt og gott. Þú ferðaðist mikið um allan heim og fórst síðustu tvær utanlandsferðirnar með okk- ur. Þú varst gullfalleg að utan sem innan og ég sakna þíns mjúka faðms. Þótt þú sért farin muntu alltaf búa í huga mínum og hjarta. Þú varst hugrökk og sjálfstæð og ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir að hafa verið til og takk fyrir að hafa verið amma mín. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir. Hjördís Guðmundsdóttir, föður- systir mín, var ein fjórtán systkina frá Gerðum í Garði, yngsta barn Guðmundar Þórðarsonar og Ingi- bjargar Jónsdóttur. Nú eru þau öll fallin frá og má segja að slitnað hafi strengur við rætur fjölskyld- unnar í Garðinum. Það einkenndi Hjördísi, eins og systkini hennar, að tala lítið um bernskuárin en enginn vafi leikur á að þau voru að ýmsu leyti erfið. Foreldrar hennar misstu sjö barna sinna. Mörg fóru úr berklum og fleiri veiktust af þeim en lifðu af. Hjördís varð mjög veik og var hoggin eins og það var kallað. Hún beið þess aldr- ei bætur en virtist þó aldrei láta afleiðingar berklanna aftra sér. Hjördís var áhugasöm um lífið og stórfjölskylduna, fylgdist vel með fólkinu sínu og lífinu í landinu og hafði áhuga á fjölmörgu. Hún var mjög pólitísk og það er líklega ekkert leyndarmál að með fráfalli hennar hefur Sjálfstæðisflokkur- inn misst dyggan stuðningsmann. Samræður við Hjördísi um stjórn- mál gátu orðið býsna heitar og hún hafði sterkar skoðanir enda fylgd- ist hún vel með þjóðmálaumræð- um. Og hún hló mikið og dátt. Hún var glaðlynd og lífsglöð þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og það var áreið- anlega ekki auðvelt að vera ein- stæð móðir á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hjördís tókst á við þau verkefni sem lífið færði henni og leysti þau. Hún vann um árabil hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna en skrifstofan var til húsa á sama stað og Reykjavíkurskrifstofa fjöl- skyldufyrirtækisins, Hraðfrysti- húss Gerðabátanna. Hún var ákaf- lega vinnusöm og vel liðin í starfi, þar sem annars staðar. Þá var hún talnaglögg svo af bar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á því sviði. Það einkenndi systkinin frá Gerðum að ræða lítt tilfinningar sínar. Þau heilsuðust og kvöddust af varkárni og faðmlög voru sjaldséð þeirra í millum. Kannski var ótti við berkla ástæða þess, þau höfðu svo sannarlega ástæðu til að óttast „hvíta dauða“ eftir það skarð sem hann hjó í fjölskylduna. En ég hef aldrei gengið þess gruflandi að Gerðasystkinin voru einn hópur, samheldinn og þéttur. Þau ráku saman fyrirtæki um áratuga skeið og hafi komið upp ágreiningur fór hann lágt. Þegar eitthvað bjátaði á hjá einhverju þeirra gengu þau samstillt til verks eftir því sem hægt var að leggja lið. Þau flíkuðu ekki þátttöku sinni í slíkum verk- efnum og við, börn þeirra, vitum líklega minnst um það sem gert var. Fjölskyldan var Hjördísi ákaf- lega dýrmæt, einkum Guðmundur Þórðarson, einkasonur hennar og alnafni afa síns. Hann og hans fjöl- skylda hafa reynst Hjördísi ákaf- lega vel og það hefur verið fallegt að fylgjast með nánd þeirra og samstilltu lífi. Þá var Hjördís ákaflega trygg- lynd og hélt góðu sambandi við vini og ættingja. Í sumarbyrjun áttum við saman yndislega stund í blíðviðri þegar efnt var til frænku- boðs. Við minnumst þeirrar stund- ar og annarra með þakklæti og söknuði. Mestur er þó missir Guð- mundar og Rutar og barna þeirra. Við vottum þeim innilega samúð um leið og við þökkum Hjördísi fyrir allt sem hún gaf okkur og var okkur alla sína ævi. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Gerðum, Inga Rósa Þórðardóttir. Hjördís Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Ólafs-dóttir var fædd á Austurvöllum á Akra- nesi 18. apríl 1933. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 11. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurjón Magnússon á Akra- nesi, f. 15. mars 1898 í Hvammsvík í Kjós, d. 2. júní 1972, og kona hans Svanbjörg Dav- íðsdóttir, f. 9. apríl 1895 í Stóra- Dunahaga í Hörgárdal, Eyjafirði, d. 27. jan. 1941. Systkini Guðrúnar eru Magnús, f. 19. júlí 1923, Mar- grét, f. 15. apríl 1927, látin. Sigríð- ur Ester, f. 14. desember 1929, Hulda Dagbjört, f. 15. júní 1931, og Svanberg, f. 12. júní 1936, látinn. Guðrún giftist Hreini Ágústi Steindórssyni 13. september 1952. Hreinn Ágúst var fæddur 20. des- ember 1930, d. 7.12. 1999. Guðrún og Hreinn Ágúst eignuðurst þrjú börn.1) Auði Hreinsdóttur, f. 15. október 1955, og er hennar maður Kristinn B. Ögmunds- son, f. 16.11. 1956. Börn þeirra eru a) Guðrún Ósk, gift Þresti Þór Fanngeirs- syni. b) Íris Hrönn, í sambúð með Árna Þór Jónssyni og er sonur þeirra er Axel Ingi. c) Kristín Dögg og d) Hreinn Ágúst. 2) Kristján Hreinsson, f. 7. janúar 1957, barns- móðir hans er Edda Birgitte Lingaas, f. 27. nóv. 1961. Synir þeirra eru a) Pétur í sambúð með Elínu, barn þeirra óskírður sonur, og b) Baldur. Fóstursonur Kristjáns er Gunnar Karl Lúðvíksson í sam- búð með Svanfríði og dætur þeirra eru a) Emilíana Tea, b) Birgitta Mary og c) Auður Birta. 3) Svan- berg Hreinsson, f. 23. maí 1965, fyrrverandi eiginkona hans er Ásta Rósa Magnúsdóttir, f. 18. feb. 1968. Synir þeirra eru a) Sindri Snær og b) Kristján Ingi. Útför Guðrúnar fór fram í kyrr- þey. Guðrún Ólafsdóttir eða Dúna eins og hún var alltaf kölluð hefur nú kvatt þessa jarðvist. Eitt af því sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til Dúnu er minning um smekklega konu. Heimili hennar var alltaf fallegt og hún hafði unun af því að hafa fínt í kringum sig. Hún hafði lag á því að finna fallega hluti í búðum og stilla smekklega upp heima hjá sér. Hún naut þess að punta sig. Meira að segja þegar ég heimsótti hana fyrir stuttu á spítala hafði hún hresst upp á hvítu spítalafötin með fallegu fjólubláu hálstaui sem dóttir hennar var nýbúin að gefa henni og að sjálfsögðu með skartgripina sína eins og alltaf. Dæmigerð Dúna. Í vor heimsótti ég hana þegar hún var nýbúin að kaupa sér nokkrar flíkur. Ég get auðveldlega séð hana fyrir mér máta fyrir mig fötin sem hún var reglulega fín í. Þar sem hún var nú ekki há í loftinu gerði hún létt grín að því að það væri passlegt fyr- ir hana að kaupa sér kvartbuxur og nota sem síðbuxur. Einn af hennar kostum var að taka sjálfa sig ekki of alvarlega og vera létt í fasi. Það hef- ur eflaust komið sér vel fyrir hana þar sem karlkyns afkomendur hennar í fjölskyldunni virðast hafa erft grallaragenin frá fjölskylduföð- urnum. Ég minnist þess þegar ég kynnt- ist þeim hjónum fyrir 18 árum, þá tilvonandi tengdaforeldrum mínum, hvað mér fannst frábært að sjá þau spila við eldhúsborðið. Ég frétti reyndar seinna að ljúfmennið hann Bóbó hefði verið drjúgur í því að svindla í spilinu, enda mikill grallari. Í einni af spítalaferðum Dúnu í haust fór ég með Svanberg í heim- sókn til hennar. Þessi heimsókn er mér minnisstæð. Það var svo létt yf- ir Dúnu þrátt fyrir að hún hefði ver- ið hætt komin tveimur dögum áður. Hún og Svanberg rifjuðu upp fullt af skemmtilegum minningum og mér fannst svo frábært að hlusta á þau. Síðastliðin 18 ár hefur Dúna til- heyrt jólahátíðinni hjá mér og mín- um. Þessi indæla kona var búin að bjóða mér í síðasta mánuði í jólaboð- ið sitt, þessi komandi jól. Þegar syn- ir mínir voru yngri spurði hún mig fyrir hver jól hvort ég væri búin að athuga með jólaföt og vildi hún gjarnan gefa þeim jólafötin. Þá voru bollurnar hennar ómissandi með hangikjötinu á jólunum. Dúna var snilldarkokkur. Hún bakaði líka fram á síðasta dag. Ef hún vissi með fyrirvara að hún ætti von á heim- sókn var hún búin að baka af því til- efni. Hún var með þetta allt í fingr- unum, „ég gerði bara eitthvað“. Og ef ég tók upp á að afþakka veiting- arnar í einhverju hollustukasti sagði hún af mikilli einlægni að bakstur- inn hennar væri hollur, það væru bananar í bananakökunni og mjólk og egg í pönnukökunum. Ég er líka sannfærð um að hún hefur haft rétt fyrir sér með að baksturinn hennar væri hollur, stútfullur af kærleik. Ég horfi á fallegan platta sem hangir á veggnum hjá mér sem hún gaf mér eitt sinn sem þakklætisvott fyrir aðstoð mína við sig. Ég er sjálf full af þakklæti til Dúnu, þakklát fyrir svo margt. Elsku Svanberg, Kristján og Auð- ur, Kristinn og allir ykkar frábæru afkomendur. Ég votta ykkur og systkinum Dúnu samúð mína. Ásta Rósa Magnúsdóttir. Guðrún Ólafsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.