Morgunblaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 21
veitti yngri systrum mínum og
aldrei fékk hún nóg af því að heyra
þær syngja, þó að ég sem elsti
bróðir hafi ekki alltaf verið jafn-
hrifinn af því.
Amma Gréta var alltaf í miklu
uppáhaldi hjá mér þegar ég var
krakki en eftir því sem árin hafa
liðið, og ég gert mér betri grein
fyrir hvaða manneskju hún hafði
að geyma, hefur aðdáun mín á
henni síst minnkað.
Því miður var heilsa hennar orð-
in svo léleg að okkur Lilju gafst
ekki almennilegt tækifæri til að
kynna hana fyrir nýfæddri dóttur
okkar en við vitum að hún var
mjög stolt af öllum börnunum og
barnabörnunum. Við munum hins
vegar passa vel upp á að Valgerður
litla fái að heyra skemmtilegar
sögur af langömmu sinni, enda er
af nógu að taka.
Það var með söknuði sem við
kvöddum ömmu, en við sem unnum
henni getum huggað okkur við að
nú hefur hún hitt afa Jacob að nýju
og hvílir við hlið hans í Ölfusinu
þar sem þeim leið svo vel saman.
Jakob Hansen.
„Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni
til þess að segja þér hve heitt ég
elska þig …“
Elsku amma Gréta er farin frá
okkur og eftir sitjum við með tár á
hvarmi, full af söknuði en aðallega
þakklæti fyrir liðnar stundir.
Minningarnar streyma fram og í
hugann kemur þessi lagabútur sem
heyrðist oftar en ekki frá þeirri
gömlu þegar maður kallaði á hana
til að hjálpa sér með eitthvað.
Hjálpinni fylgdi svo vanalega
dönskuslettan „sådan“ með göml-
um og góðum íslenskum hreim. Ég
var nefnilega svo heppin að í
grunnskóla kom amma oft og tók á
móti okkur systkinunum eftir
skóla. Þá daga var margt skemmti-
legt brallað og fylgdi Telma vin-
kona nánast alltaf með heim þegar
hún vissi að amma var þar.
Lummubaksturinn stendur án efa
upp úr og þó að minnið hafi verið
orðið gloppótt undir það síðasta hló
amma alltaf jafn mikið þegar hún
rifjaði upp hvernig við stöllurnar
stóðum uppi á stólum með allt of
stórar svuntur og bökuðum lumm-
ur „á stærð við tíkalla“.
Heimsóknir til ömmu Grétu í
Álfheimana og seinna Ásholtið eru
minnisstæðar, t.d. dagurinn sem
hún sendi Nonna frænda með mig
og Erlu Kristínu frænku niður að
Tjörn að gefa öndunum. Ferðin
endaði með því að Erla teygði sig
of langt út eftir einum svaninum og
datt á bólakaf ofan í. Aumingja
Nonni var hálfmiður sín yfir þessu
en amma bara skellihló þegar við
komum heim, miklu fyrr en áætlað
var og með leigubíl.
Skemmtilegustu heimsóknirnar
voru samt án efa þegar ég fékk að
fara með ömmu eitthvað út að
stússast, stundum bara út í
Glæsibæ en oft lengra og þá í
strætó. Áður en út var haldið sett-
um við báðar, að sjálfsögðu, á okk-
ur varalit, enda aldrei að vita
hvern við gætum rekist á á leið-
inni. Í strætó sá ég svo um að
skemmta hinum farþegunum með
söng, ömmu til mikillar ánægju en
eflaust við misjafnar undirtektir
annarra. Oftar en ekki enduðu
strætóævintýrin svo á Alþingi, þar
sem við settumst á áhorfendapall-
ana og fylgdumst með þingfundum,
enda var amma ákveðin kona sem
fylgdist vel með því sem gerðist í
þjóðfélaginu og var ekki þekkt fyr-
ir að liggja á sínum skoðunum.
Ekki var hún amma nú hrifin af
því þegar við frænkurnar, fyrst
Erla Kristín og svo ég, byrjuðum á
þeirri vitleysu að lita á okkur hárið
á sínum tíma. Henni leist heldur
ekkert á það þegar ég fékk mér
göt í eyrun, þar sem ég myndi nú
bara enda „með hangandi eyrn-
arsnepla eins og hún og geta ekki
notað annað en klemmueyrna-
lokka.“ Þegar ég heimsótti ömmu
undir það síðasta á Lund var heils-
unni farið að hraka en þrátt fyrir
að aldurinn væri farinn að færast
yfir hana var hún söm við sig,
hreinskilin og beinskeytt. Hún
bauð mér upp á konfekt og eftir
nokkra mola þegar ég sagðist nú
ekki hafa gott af meiru, hnussaði í
henni: „Hva, þú ert ekkert feit.“
Það verður tómlegt og skrýtið að
hafa hana ömmu ekki hjá okkur
um jólin eins og venjulega, en viss-
an um að hún sé komin á betri stað
og loksins búin að hitta afa Jacob
aftur eftir öll þessi ár hlýjar manni
um hjartaræturnar.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Anna Hansen.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
MÍMIR 6010112919 I°
HEKLA 6010112919 IV/V
GIMLI 6010112919 III°
I.O.O.F. 3 19111298 G.H.
Félagslíf
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Antík
Antikklukkur og viðgerðir
Sérhæfð viðgerðarþjónusta á
gömlum klukkum og úrum.
Guðmundur Hermannsson úrsmíða-
meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 -
691 8327.
Dýrahald
Hundagallerí auglýsir
Bjóðum taxfría smáhunda fram að
jólum. Lögleg hundaræktun. Visa og
Euro. Sími 5668417.
Gisting
Þú átt það skilið að slappa af fyrir
jólin! Allar helgar langar í vetur í
Minniborgum. Þú færð 3 nætur á
verði tveggja. Fyrirtækjahópar,
óvissu-hópar, ættarmót. Heitir pottar
og grill. Opið allt árið.
www.minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s. 897- 5300.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Vanur smiður. Tek að mér alla al-
menna smíðavinnu. Upplýsingar í
síma 6968674 eða email:
agustorn@gmail.com Ágúst Örn.
Málverk
UMBOÐSSALA
Vantar málverk í umboðssölu
Lág sölulaun
Mikið úrval málverka til sölu
Innrömmun
20% afsláttur
Sérskorinn karton 20% afsláttur
Tré- og
álrammar
50-60% afsláttur
Álrammar
21x30 kr. 1200,-
og 59x67 kr. 1800.-
Myndir eftir
Atla Má
Íslensk grafík
Tolli - Bragi - Jón Reykdal -
Þórður Hall o.fl.
20 - 40% afsláttur
Gildir til 4. des
Opið virka daga kl. 9-18
Síðumúla 34, sími 533 3331
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
BÚÐU TIL ÞÍN
JÓLAKORT
Gleðileg jól!
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
DAGATAL
JÚLÍ 20
08
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!!...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
MYNDA-
ALBÚM
Jólavörur
Grindur til að standa í glugga og
margt fleira.
Uppl. á internet.is/jons eða í síma
822-7124
Augnablik
Geisladiskur með lögum við
ljóð Hákonar Aðalsteinssonar
flutt af Nefndinni og gestum.
Fæst í Hagkaupum, Tónspili,
Samkaupum Egilsstöðum og
hjá útgefanda í síma 863 3636.
Netfang; darara@gmail.com.
Mokka-
jakkar
Mokka-
kápur
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Ýmislegt
.is
persónuleg jólakort
persónulegt púsl
Nýkomið glæsilegt úrval af
ökklaskóm úr leðri með vetrar-
fóðri.
Stærðir: 36 - 42
Verð: 17.500,-
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18,
laugardaga 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Öruggur í vetraraksturinn.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Handriðaplast - Efni og vinna.
27 ára góð reynsla.
Margir litir. Komum á staðinn og
gefum ráðgjöf og fast verð. Uppl.
www.pyrite.is, S. 840 8282.
Kerrur
Haustútsala á kerrum !!
Seljum síðustu ORKEL samanbrjótan-
legu kerrurnar á frábæru útsöluverði:
195.000,- kr. Visa/Euro.
ORKUVER ehf.
www.orkuver.is,
Smiðjuvegi 11,
Kópavogi.
Byssur
Haglaskot. Ný sending.
Rjúpna-, sjófugla- og gæsaskot. Gott
verð, frábær gæði. Sportvörugerðin,
s. 660-8383. www.sportveidi.is.