Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 8

Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Þeir gátu eitt og annað í gamla Sov-étinu, alræðissæluríki öreiganna.    Láttu mig hafapólitískan and- stæðing í sólarhring eða svo,“ átti Bería KGB-forstjóri að hafa sagt við Stalín, „og hann verður búinn að játa og undirskrifa skjal um að hafa njósn- að fyrir Viktoríu Bretadrottningu.“    Eftir dauða Stalínslét Krúsjoff reyndar hengja Bería upp á krók í hans eigin höfuð- stöðvum og gamlir undirmenn fengu að pota í hann.    Þegar ekkja Leníns byltingar-leiðtoga var eitthvað óþæg í taumi átti Stalín að hafa skipað henni að bæta úr, ella kæmi hann sér upp nýrri ekkju Leníns.    Og enn er sá karl í fréttum.    Hann liggur í glerkistu í grafhýs-inu sem við hann er kennt og þar lá Stalín við hlið hans um tíma uns Krúsjoff kjaftaði frá í ræðu.    Þá var Stalín tekinn úr glerbúrinuog huslaður aftan við grafhýsið.    Og nú hafa 270.000 stuðningsmennPútíns forsætisráðherra skorað á yfirvöld að Lenín fari sömu leið og verði jarðaður.    Lenín lést 21. janúar 1924.    Sagan sýnir að þann atburð hefðimátt tilkynna þannig án þess að ýkja: Vladímír Lenín er látinn. Jarðar- förin verður auglýst síðar. Stalín Komið að jarðarför STAKSTEINAR Lenín Veður víða um heim 24.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 8 skýjað Egilsstaðir 3 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló -6 þoka Kaupmannahöfn 2 þoka Stokkhólmur 1 heiðskírt Helsinki 0 þoka Lúxemborg 2 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 skýjað London 7 léttskýjað París 6 skýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 1 slydda Vín -1 léttskýjað Moskva -6 snjókoma Algarve 11 skúrir Madríd 7 heiðskírt Barcelona 8 heiðskírt Mallorca 8 léttskýjað Róm 7 heiðskírt Aþena 10 skúrir Winnipeg -12 skafrenningur Montreal -23 léttskýjað New York -12 heiðskírt Chicago -4 þoka Orlando 16 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:30 16:51 ÍSAFJÖRÐUR 10:55 16:36 SIGLUFJÖRÐUR 10:39 16:18 DJÚPIVOGUR 10:04 16:16 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtökin Bíllaus telja að aukinn kostnaður við útgerð einkabíls feli í sér tækifæri til að efla almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og hafa í því skyni boðað til opins fundar með fulltrúum Reykjavíkurborgar á Grandagarði á morgun. Magnús Jensson, arkitekt og for- maður samtakanna, gagnrýnir að fargjöld Strætó skuli hækkuð á sama tíma og vísbendingar séu um að strætisvagnar séu að verða vinsælli ferðamáti á höfuðborgarsvæðinu. „Nú þegar fólk er að vakna til vit- undar um almenningssamgöngur eigum við allra síst að rýra þjónustu almenningsvagna. Komið hefur fram að mælanleg aukning hafi orðið í far- þegafjölda Strætó og við eigum því alls ekki að draga saman seglin held- ur fremur að nota tækifærið og auka ferðaframboðið,“ segir Magnús en um 1.500 manns eru skráðir á Face- book-síðu samtakanna. Fundurinn fer fram á Grandagarði 16 og hefst klukkan 20.00 annað kvöld. Fólk hugsar sér til hreyfings Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó, tekur undir að vísbend- ingar séu um að hugarfarsbreyting sé að verða í samgöngumálum. „Ég tel að einkabíllinn skipi þann sess í íslensku heimilishaldi að menn neiti sér um ýmislegt áður en þeir leggja bílnum. Við eigum þetta sam- band við bílinn okkar. Á hinn bóginn held ég að margir séu að hugsa sér til hreyfings. Ég er þannig þeirrar skoð- unar að ef við bjóðum ekki upp á gott almenningssamgöngukerfi þá veigri fólk sér frekar við það að skipta um ferðamáta. Sú þróun verður allavega hægari en efni og aðstæður gefa til- efni til. Kreppan er tækifæri.“ Aðspurður um hækkanir á gjald- skrá Strætó leggur Reynir áherslu á að enn sé mjög hagstætt að taka strætisvagn, að teknu tilliti til þess afsláttar sem fáist af hverri ferð með aðgangs- og miðakortum. Hann bendir jafnframt á að farþegum hafi fjölgað um 8% á síðasta ári. Forgangsakgrein yrði til bóta Hvað snertir tækifæri til að auka notkun strætisvagna enn frekar seg- ir Reynir að borðleggjandi sé að sér- stök forgangsakrein fyrir strætis- vagna á Kringlumýrarbraut, á leiðinni á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, myndi verða til mikilla bóta. Þá séu svonefndir hópleigubílar [e. flex tours] – leigubílar sem margir farþegar séu um – fýsilegur kostur. Telja kreppuna fela í sér tækifæri fyrir strætisvagna  Framkvæmdastjóri Strætó og formaður samtakanna Bíllaus vilja aðgerðir Morgunblaðið/Eggert Hlemmur að kvöldlagi Stighækkandi kostnaður við rekstur einkabíls ætti að gera Strætó fýsilegri kost. Bryndís Jónsdóttir, frkv.stj. Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, gagnrýnir að stakt fargjald barna og unglinga skuli hækkað úr 100 kr. í 350 kr. Samtökin hafa gagnrýnt hækkunina. „Tilefnið var ályktun foreldrafélag- anna í Garðabæ sem þau sendu okkur um þessar hækkanir. Við fórum í kjöl- farið að skoða þessar breytingar hjá Strætó. Hér er bæði verið að skerða þjónustuna og hækka gjöldin. Fækkun ferða á kvöldin skerðir þjónustuna að vísu ekki svo mikið fyrir börnin. Hins vegar eru börn á grunnskólaaldri að taka strætó í skólann og vegna tómstunda. Því fylgir gríðarlegt óhag- ræði að ekki skuli lengur vera hægt að greiða fyrir eina ferð með hundr- aðkalli. Nú þurfa börnin að vera með 350 krónur í smáaurum hvora leið,“ segir Bryndís og bætir því við að hún sjái ekki hagræðið í breytingunum. Þá komi hækkunin illa niður á heimilisbókhaldi fjölskyldna. Mikið óhagræði fyrir börnin SAMTÖK FORELDRA GRUNNSKÓLABARNA ERU ÓSÁTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.