Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Hress Fólkið sem tilheyrir hlaupahópi FH er heldur betur frísklegt og gleðin ræður ríkjum í hópnum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ígegnum tíðina hefur veriðreynt að stofna nokkrahlaupahópa í Hafnarfirði enþeir hafa ekki náð að lifa. Okkur sem vorum í FH langaði að stofna hlaupahóp fyrir alla sem hefðu áhuga á almenningshlaupum en vildu líka tengjast félaginu okkar. Við vorum fimm sem tókum okkur til og fórum af stað með hóp í janúar 2010 og hann hefur heldur betur vaxið og dafnað,“ segir Steinn Jó- hannsson, hlaupari, þríþrautarkappi og járnkarl með meiru, en hann er einn af þeim sem leiða hlaupahóp FH. Hópurinn fagnaði eins árs af- mæli síðastliðinn fimmtudag en auk þess kusu Framfarir, hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara, hópinn hlaupahóp ársins 2010. „Meginmarkmiðið var að fá fólk til að koma og hreyfa sig. Viðtökurnar urðu miklu betri en við væntum og fljótlega mættu 50-70 manns á æfingar hjá okkur. Það myndaðist harður kjarni sem aldrei hefur misst úr æfingu á þessu fyrsta starfsári. Við hlaupum í öllum veðrum, enda er bannað að fella niður æfingu vegna veðurs.“ Spjallað á hlaupunum Hópurinn hleypur þrisvar í viku, á þriðjudögum eru sprettir, á fimmtudögum er vaxandi hlaup, 6-12 kílómetrar, og á laugardögum er hlaupið langt og þá er hlaupið ró- lega. „Við ætlumst til að fólk geti spjallað saman á meðan það hleypur. Við leggjum mikla áherslu á félags- skapinn, að fólk standi ekki alltaf á öndinni heldur geti notið þess að kynnast enda geta margir ekki hugsað sér að missa úr æfingu, þetta er orðinn lífsstíll hjá þeim. Sumir höfðu aldrei stundað hlaup áður en þeir komu í hópinn og gátu kannski aðeins hlaupið 2-4 kílómetra í janúar Mikill drifkraftur Hafnfirðingar geta verið stoltir af því að eiga tvo fjölmennustu hlaupahópa á landinu. Annar þeirra er hlaupahópur FH sem Steinn Jóhannsson fer fyrir en sá hópur var valinn hlaupahópur ársins 2010 af Framförum, hollvinafélagi milli- vegalengda- og langhlaupara. Steinn segir félagslega þáttinn skipta miklu máli. Garpur Steinn Jóhannsson. Ferðafélagið Útivist heldur úti góðri heimasíðu, utivist.is og þar er hægt að nálgast upplýsingar um allt það áhugaverða sem félagið býður upp á. Á síðunni kemur fram að undan- farin 35 ár hafi Útivist boðið félags- mönnum sínum og öðrum upp á fjöl- breyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap. Útivist býður upp á dags- ferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldferðir með Útivistarræktinni. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, allt frá léttum gönguferðum upp í erfiðar fjallaferðir að sumri og vetri fyrir vel þjálfað fólk. Einnig er boðið upp á rútuferðir í Bása og víð- ar. Á dagskrá jeppadeildarinnar eru margar mismunandi ferðir, jafnt sumar sem vetur. Félagsmenn Útivistar fá allskonar hlunnindi, borga lægra verð í ferð- irnar og aðeins 1.600 krónur fyrir nóttina í skálum útivistar og einnig fá félagsmenn frí tjaldsvæði við alla skála félagsins. Þetta gildir einnig á tjaldsvæðum í Básum. Á síðunni eru leiðarlýsingar, upp- lýsingar um skálana, myndasögur, greinar, fræðsla og fleira. Hvort sem fólk er vant að stunda útivist eða ekki er full ástæða til að hvetja fólk til að drífa sig í ferð með Útivist. Vefsíðan www.utivist.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólaræktin Farið er í dags-hjólaferðir á vegum Útivistar einu sinni í mánuði. Hjóla-, göngu- og jeppaferðir Hvort sem fólk er byrjendur í að hlaupa eða búið að hlaupa í einhvern tíma er tilvalið að skella sér á hlaupa- námskeið til að ná meiri hraða og út- haldi. Hlaup.is heldur námskeið fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna, þar sem farið er yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Næsta námskeið hefst 8. febrúar og er það samtals tvö fyrirlestrakvöld og einn verklegur seinnipartur. Námskeið í Reykjavík verða haldin í fyrirlestrarsal á 3. hæð í húsi ÍSÍ í Laugardalnum. Nánari upplýsingar á hlaup.is. Endilega … … farið á hlaupa- námskeið Morgunblaðið/Þorkell Hlaup Alltaf hægt að bæta sig. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fyrstu kynni mín af smellu-pedulum voru ekkert sér-staklega ánægjuleg. Ég hafði verið tregur til að kaupa mér svoleið- is en látið til leiðast eftir töluverðar fortölur félaga míns. Rökin voru einkum þau að með svokölluðum SPD-smellupedulum og -skóm nýtt- ist krafturinn sem maður setur í að stíga hjólið betur. Það væri algjör misskilningur að skórnir væru bara fyrir keppnismenn í hjólreiðum. Nú var ég sem sagt búinn að setja SPD-smellupedalana á fjalla- hjólið, kominn í SPD-smelluskóna og lagður af stað í hjólreiðatúr með hjólakerru, sem innihélt barnunga dóttur mína, í eftirdragi. Félagi minn var einnig með afkvæmi í hjólakerru. Niður og út – niður og út!!! SPD-smellupedalar virka þann- ig að maður smellir hjólaskónum föstum í pedalana. Fæturnir sitja því rammfastir á pedulunum, nema mað- ur ýti hælnum niður og út. Þannig losnar hællinn eins og ekkert sé. Niður og út. Þetta er ekkert flókið og fyrrnefndur félagi minn (sem einu sinni æfði hjólreiðar) hafði sannfært mig um að það væri ekkert mál. Þetta gekk þó hálfbrösulega og ég þurfti helst að styðja mig við eitt- hvað, s.s. ljósastaur eða umferðar- skilti meðan ég jagaði hælunum til þangað til þeir losnuðu. Mér leist ekki á blikuna. Þegar við byrjuðum að hjóla fann ég þó strax að engu var logið um kosti smellupedala. Maður nær meiri krafti út úr hverjum hring því maður getur ekki bara ýtt á pedalana heldur líka dregið þá upp, enda er maður fastur við þá. Þetta er sér- staklega gott þegar farið er upp brekkur. Fæturnir skrika heldur ekkert á pedulunum, allur krafturinn fer í að knýja hjólið. Í þessum fyrsta túr hugsaði ég samt lítið út í kraftfræðilega kosti pedalanna, ég var aðallega að passa upp á að vera örugglega búinn að losa mig úr pedölunum þegar ég stoppaði. Ég passaði mig á að hægja ferðina löngu áður en komið var að gatnamótum, jagaðist á pedulunum og einhvern veginn losnuðu fæturnir. Þetta gekk bara vel, alveg þangað til félagi minn snarstansaði fyrir fram- an mig til að geta svarað farsímanum sínum. Hjólakerran sem hann dró gerði það að verkum að ég komst ekki fram hjá. Ég negldi niður og í nokkrar sekúndur hamaðist ég við að reyna að losa mig. Niður og út sagði heilinn en fæturnir hlýddu ekki, reyndu bara að kippa skónum upp úr festingunum sem er auðvitað al- gjörlega vonlaust. Allt var til einskis – hjólið tók að hallast og brátt lá ég á hliðinni, hálfur undir hjólinu, eins rammfastur í pedalana og fyrr. Undrunarsvipur kom á farþegann í hjólakerrunni. Á hliðina á gatnamótum Þetta var bara fyrsta byltan af mörgum sem ég hlaut á meðan ég var að venjast pedulunum. Nokkrum sinnum hef ég dottið á gatnamótum þegar ég hef gleymt að ég væri í smellupedulunum og eitt sinn datt ég þegar ég var að hjóla yfir á sem þýddi auðvitað að ég rennblotnaði. Engin meiðsli hafa þó fylgt þessum byltum og þær hafa síður en svo fælt mig frá því að nota smellupedala. Smellupedalar og tilheyrandi skór kosta auðvitað sitt og fólk þarf að venjast þessum búnaði. Kostirnir eru hins vegar yfirgnæfandi. Það er ekki nóg með að krafturinn aukist, maður nær einhvern veginn betri tengslum við hjólið og hefur á því betri stjórn, sérstaklega á malar- stígum. Einn kostur er þá ótalinn, þ.e. að hægt er að kaupa skóhlífar úr neophreni (sama efni og notað er í blautbúninga) en þegar þær eru komnar yfir skóna verður engum kalt á fótunum. Miðað við allt þetta er eiginlega furðulegt hversu fáir af þeim sem maður sér á hjólreiðastígum borg- arinnar nota smellupedala. Það er kominn tími á smellubyltingu! Kraftar nýtast betur með smellupedulum en þeir geta líka valdið blautum byltum Morgunblaðið/Árni Sæberg Festing Ýmsar útfærslur eru til af SPD-pedölum. Þessi gerð er með til- tölulega mikið flatarmál og hægt að nota með venjulegum skóm. Morgunblaðið/Árni Sæberg Smella Járntykki sem er fest við skóinn smellur við pedalann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.