Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 12

Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 12
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samninganefnd ASÍ ákvað á fundi með Samtökum atvinnulífsins í gær að slíta viðræðum um forsendur fyrir gerð kjarasamninga til allt að þriggja ára. Gera SA það að skil- yrði að lausn fáist í sjávarútvegs- málum áður en gengið verði frá kjarasamningum. „Samninganefnd ASÍ er ekki reiðubúin að setjast að viðræðum á þessum forsendum,“ segir í umfjöllun ASÍ um viðræðu- slitin. Óvissan um endurnýjun kjara- samninga hefur magnast við þetta. Einn af reyndustu fulltrúum verka- lýðshreyfingarinnar minntist þess ekki í samtali í gær að svo flókin staða hefði komið upp í kjaravið- ræðum um áratuga skeið. Hvert framhaldið verður ræðst af viðræðum atvinnurekenda við einstök landssambönd og félög, sem vilja fæst semja lengur en til næsta hausts. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði hins vegar í gær að samtökin myndu ekki ganga til kjarasamninga til skamms tíma. Beðið var svara stjórnvalda um aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga fyrir fund samn- inganefnda ASÍ og SA í gær. „Ég talaði við forsætisráðherra í síma rétt fyrir fundinn og met það svo að það sé vilji stjórnvalda að koma að viðræðum við okkur um þau atriði sem við settum fram og þroska lausnir á þeim málum sem við höf- um sett sem úrslitaatriði,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. ASÍ vill hins vegar ekki tengja skilyrði SA um stjórnkerfi fiskveiða við gerð kjarasamninga. „Það er al- veg á hreinu að við erum ekki tilbú- in að setjast að viðræðum við at- vinnurekendur um þriggja ára kjarasamning, sem var þeirra til- laga, byggt á þeirri forsendu að það sé hægt að taka efni slíks samnings og nota sem þvingunaraðgerð við stjórnvöld um afstöðu útgerðar- manna í sjávarútvegsmálum,“ segir Gylfi. „Alþýðusambandið hrökk frá sem slíkt. Nú þurfum við bara að ræða við einstök landssambönd,“ segir Vilhjálmur Egilsson. „Það liggur alveg fyrir að málið klárast ekki nema við sjáum til lands í sjáv- arútvegsmálunum og okkur takist að ljúka þeim. Það á ekki að koma neinum á óvart. Við höfum sagt þetta mjög lengi. Málið er þó ekki á reit eitt vegna þess að endurskoð- unarnefndin [um stjórnkerfi fisk- veiða] skilaði af sér í september með víðtækri sátt. Það sem við er- um að biðja um er að þessi sátt verði útfærð í lagabúning.“ Tekur lengri tíma Hann segir að SA hafi ekki feng- ið nein svör frá ríkisstjórninni um að hún vilji á einn eða neinn hátt ræða við SA um sjávarútvegsmálin. „Það er mjög merkilegt út af fyrir sig. Það hefur ekki verið leið til sátta hingað til að vilja ekki ræða við nokkurn mann,“ segir hann. Vilhjálmur segir að fyrst kjara- viðræðurnar eru nú komnar í þenn- an farveg muni þessi mál öll taka lengri tíma, „en Samtök atvinnulífs- ins eru ekki að fara að gera ein- hvern skammtímasamning“, segir hann. Mjög mikilvægt sé að eyða óvissunni og hvetja til fjárfestinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðræðum slitið Eftir árangurslausan fund ASÍ og SA hjá ríkissáttasemjara í gær varð ljóst að ASÍ er hætt öllum tilraunum til að vinna að kjarasamningi til þriggja ára. SA lýkur ekki samningum nema lausn finnist í sjávarútvegsmálum og eru ekki tilbúin að skrifa undir skammtímasamninga. Viðræðum siglt í strand  ASÍ hættir að ræða við SA um samræmda launastefnu til þriggja ára  SA hvika ekki frá skilyrði um sjávarútveginn en fá engin viðbrögð ríkisstjórnarinnar 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 „Það vekur nú furðu mína að menn skuli fara frá borðinu út af annars vegar sjávarútvegs- málum,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra um að viðræðum ASÍ og SA hafi verið hætt í gær. „Ég sé ekki teng- inguna þar á milli fyrir alla atvinnu- rekendur á Íslandi.“ ASÍ óskaði eftir því að velferð- arráðuneytið birti tölur um neyslu- viðmið fyrir viðræðurnar. Guð- bjartur segir að annað hafi aldrei staðið til. „Það hefur verið í ákveðnu ferli frá því í haust. Við munum birta þær 7. febrúar, við náum því bara því miður ekki fyrr,“ segir Guðbjartur. „Ég harma það að þær skuli ekki vera til fyrr.“ Þessa dagana vinnur starfshópur að skýrslu um neyslu- viðmiðin og er að ganga frá þeim að sögn ráðherrans. gislibaldur@mbl.is Furðar sig á kröfu SA í viðræðum  Tölur um neyslu- viðmið koma 7. feb. Guðbjartur Hannesson ASÍ lagði fjölda tillagna um aðgerðir fyrir ríkisstjórnina 12. janúar sl. til að auðvelda gerð kjarasamninga. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir forsætisráðherra hafa í gær lýst vilja til að koma að viðræðum um þessi mál. Það sé þó ljóst að að- koma ríkisstjórnarinnar sé bundin við að gengið verði frá langtíma- samningum. Gylfi segir að sumt þurfi að útfæra betur á næstu vik- um. Af einstökum málum sem leysa þarf eru málefni Starfsendurhæfing- arsjóðs, jöfnun lífeyrisréttinda, hækkun bóta og aðgerðir til að auka atvinnu. Í umfjöllun á vefsíðu ASÍ í gær- kvöldi um þá stöðu sem upp er kom- in segir að ljóst megi vera „að aðild- arsamtök ASÍ munu ekki ljúka kjarasamningi meðan ekki liggur fyrir niðurstaða um hið opinbera framfærsluviðmið sem lofað hefur verið langt skeið og nú fer huldu höfði í velferðarráðuneytinu.“ Aðgerðir mið- ast við lang- tímasamning Ólafur Bernódusson Skagaströnd | Byggðasamlagið Norðurá hefur nú opnað 390 þúsund rúmmetra sorpurðunarstað í Stekkjarvík í landi Sölvabakka á milli Blönduóss og Skagastrandar. Að byggðasamlaginu standa sveit- arfélögin sex í A-Húnavatnssýslu og sveitarfélögin í Skagafirði. Þá hefur Flokkun Eyjafjörður ehf. gert samn- ing við byggðasamlagið um að taka sorp til urðunar af Eyjafjarðarsvæð- inu en sá samningur var ein af for- sendum þess að farið var í að byggja upp urðunarstað í Stekkjarvík. Undirbúningur þess að finna urð- unarstað sem gæti verið framtíð- arlausn fyrir umrædd sveitarfélög er nokkuð langur en á vordögum 2009 var gerður leigusamningur um 30 ha land úr landi Sölvabakka til 30 ára. Þá þegar hófst síðan ýmiss konar undirbúnings- og hönnunarvinna ásamt umsóknarferli um starfsleyfi. Slíkt starfsleyfi liggur nú fyrir frá yf- irvöldum enda allur frágangur urð- unarstaðarins miðaður við ýtrustu kröfur og staðla sem um slíkt gilda. Fyrsti áfangi af fjórum Þessi áfangi sem nú er tekinn í notkun er fyrsti áfangi af fjórum. Hér er um að ræða 20 metra djúpt urðunarhólf sem er 2,7 ha að stærð. Áætlað er að stækka hólfið fjórum sinnum eftir því sem það fyllist en gert er ráð fyrir að núverandi hólf muni fyllast á sex til sjö árum. Þá hefur verið byggt 65 fermetra þjón- ustuhús á rúmgóðu þjónustuplani og þar komið fyrir 18,3 metra langri bíl- vog sem getur vigtað allt að 100 tonn í einu. Heildarkostnaður við verkið eins og það er í dag er um 360 millj- ónir en það er fjármagnað með lán- um frá Lánasjóði sveitarfélaga til 13 ára. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, stjórnarformanns Norðurár, er Stekkjarvík mjög hentug fyrir starf- semi af þessu tagi. Jarðlögum er þannig háttað að auðvelt er að ná sig- vatni, mengunarhætta frá staðnum er nánast engin þar sem vatns- auðlindum og grunnvatni er ekki hætt, sjón- og hljóðmengun í lág- marki og hvorki sjaldgæfar plöntur né dýr á válista verða fyrir áhrifum frá svæðinu. Þá hafa heldur engar fornminjar fundist á svæðinu. Magn- ús segir að með tilkomu svæðisins sé fundin framtíðarlausn á sorpurðun allra sveitarfélaga á svæðinu frá Gljúfurá í vestri að Vaðlaheiði í austri og mun Stekkjarvík koma í stað fjög- urra misvel gerðra urðunarstaða sem nú verður lokað. Tekið við sorpi víðar að Auk þess sagði hann að hugs- anlega gæti komið til urðunar á sorpi frá Húnaþingi vestra og Vestfjörðum í framtíðinni. Sorpmóttakan verður opin alla virka daga en það er á ábyrgð móttökustöðvanna á hverju svæði fyrir sig að sjá til þess að ein- ungis óendurvinnanlegt sorp komi á urðunarstaðinn. Við formlega opnunarhátíð Stekkjarvíkur var viðstatt sveit- arstjórnarfólk af svæðinu og ýmsir hagsmunaaðilar aðrir. Magnús B. Jónsson lýsti framkvæmdum á svæð- inu fyrir gestum og síðan var farið í skoðunarferð um urðunarsvæðið. Þar fylgdust gestirnir með vinnu- brögðunum er fyrsti sorpfarmurinn úr Skagafirði var urðaður af nýráðn- um umsjónarmanni Stekkjarvíkur, Fannari Viggóssyni. Norðurá opnar fullkominn urðunarstað  Sorpurðunarstaður við Stekkjarvík tekinn í notkun  Tekur við sorpi úr Húnaþingi og Skagafirði Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Á vigtinni Fyrsti sorpfarmurinn úr Skagafirði veginn. Sveitarstjórnarfólk og aðrir gestir fylgjast með inni í þjónustuhúsinu. Kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og SA var vísað til Ríkissáttasemjara 17. janúar sl. Hann hefur boðað til fundar með aðilunum kl. 11 í dag en að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns samninganefndar SGS, er staða mála afar óljós. Hann segir þó ljóst að ekki sé hægt að ganga að kröfum SA um að tengja gerð kjarasamninga við lausn á sjávarútvegsmálum. „Ef þeir setja það sem skilyrði á fundinum þá eru þeir í rauninni að hafna því að þeir ætli að gera kjarasamning við okkur nema eftir dúk og disk. En við bara höldum okkar striki með okkar kröfur.“ Ætla að halda sínu striki FUNDAÐ Í KJARADEILU SGS OG SA Í DAG Björn Snæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.