Morgunblaðið - 25.01.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Túnis-
borgar í gær og kröfðust þess að Mohammed Ghanno-
uchi forsætisráðherra segði af sér eftir að Zine El-
Abidine Ben Ali hrökklaðist frá völdum. Yfirmaður
hersins, Rachid Ammar, ávarpaði mannfjöldann og hét
því að virða stjórnarskrá landsins. „Herinn mun standa
vörð um byltinguna og vernda þjóðina,“ sagði Ammar.
Hann varaði við því að „valdatómarúm“ gæti leitt til
einræðis að nýju í landinu. Mótmælendur ganga hér í
áttina að forsætisráðuneytinu í Túnisborg.
Yfirmaður hersins í Túnis heitir því að vernda þjóðina
Reuters
Lofar að standa vörð um byltinguna
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Danmörk er í efsta sæti á lista yfir
lönd þar sem flestir greinast með
krabbamein. Á ári hverju eru 326
Danir á hverja 100.000 íbúa greindir
með krabbamein, skv. rannsókn vís-
indamanna við Alþjóðlega krabba-
meinsrannsóknasjóðinn, WCRF.
Ísland er í 15. sæti á lista sem
nær yfir bæði kynin, með 282
krabbameinstilfelli á hverja 100.000
íbúa. Ísland er í 11. sæti á lista sem
nær aðeins til kvenna, með 266 til-
felli á hver 100.000. Ísland er hins
vegar í 24. sæti á lista yfir tíðni
krabbameins meðal karla, með 306
tilfelli á hver 100.000. Ísland er því
neðar á þeim lista þótt krabbameins-
tilfellin séu fleiri meðal karla.
Frakkland og Ástralía eru í
efstu sætunum á listanum sem nær
aðeins til karla, með 361 krabba-
meinstilfelli á hverja 100.000 íbúa.
Danmörk er í 10. sæti á karlalist-
anum, með 335 tilfelli á hver 100.000,
en í efsta sæti á listanum sem nær
aðeins til kvenna, með 325 tilfelli á
hver 100.000.
Ekki óhjákvæmilegt
Rannsóknarmennirnir taka
fram að ein af ástæðum þess að Dan-
mörk er í efsta sætinu á heildarlist-
anum kunni að vera sú að danskir
læknar standi sig betur í því að
greina krabbamein en læknar í öðr-
um löndum. Þeir segja hins vegar að
ýmsir lífsstílsþættir hafi einnig áhrif
á niðurstöðurnar. Þeir benda meðal
annars á að hlutfall kvenna sem
reykja er óvenjuhátt í Danmörku,
auk þess sem mikil áfengisneysla
getur stuðlað að krabbameini.
Í efstu sætum heildarlistans eru
lönd þar sem tekjur eru almennt há-
ar. Einu löndin utan Evrópu í 20
efstu sætunum eru Ástralía, Nýja-
Sjáland, Bandaríkin, Kanada, Ísrael,
Franska Pólýnesía og Úrúgvæ.
Er þetta einkum rakið til þess
að íbúar velmegunarríkja eru lík-
legri til að vera of feitir, drekka of
mikið og hreyfa sig of lítið.
Martin Wiseman, prófessor og
vísindaráðgjafi WCRF, leggur
áherslu á að há tíðni krabbameins sé
ekki óhjákvæmileg í velmeg-
unarlöndum. Fólk geti minnkað
verulega líkurnar á því að það fái
krabbamein með því að reykja ekki,
hreyfa sig nóg og borða hollan mat.
Krabbamein algengast í Danmörku
Ísland í 15. sæti á lista yfir lönd þar sem flestir greinast með krabbamein Hátt hlutfall kvenna
sem reykja talið stuðla að hárri tíðni krabbameins í Danmörku Velmegunarríki í efstu sætunum
Tíðni krabbameins
Tilfelli á hverja
Land 100.000 íbúa
1. Danmörk 326
2. Írland 317
3. Ástralía 314
4. Nýja-Sjáland 309
5. Belgía 307
6.-7. Frakkland 300
6.-7. Bandaríkin 300
8. Noregur 299
9. Kanada 297
10. Tékkland 295
15. Ísland 282Svæla Reykingar stuðla að hárri
tíðni krabbameins meðal Dana.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Samningamenn Palestínumanna
buðu miklar tilslakanir í friðarvið-
ræðum við Ísraela, ef marka má
skjöl sem sjónvarpsstöðin Al--
Jazeera segist hafa undir höndum.
Leiðtogar Palestínumanna reiddust
fréttaflutningi stöðvarinnar. Saeb
Erakat, aðalsamningamaður palest-
ínsku heimastjórnarinnar, sagði
fréttaflutning Al-Jazeera einkennast
af „rangfærslum“, „fölsunum“ og
„lygum“. Mahmud Abbas, forseti
Palestínumanna, sakaði sjónvarps-
stöðina um hafa ruglað saman tilboð-
um Ísraela og Palestínumanna af
ásettu ráði til að rugla fólk í ríminu.
Al-Jazeera segist hafa undir hönd-
um 1.600 skjöl og tölvupósta í
tengslum við viðræður samninga-
manna Palestínumanna, Ísraels og
Bandaríkjanna á síðustu tíu árum.
Breska dagblaðið The Guardian hef-
ur einnig fengið gögnin.
Tilboðinu hafnað
Í skjölunum segir m.a. að samn-
ingamenn Palestínumanna, Erakat
og Ahmad Qorei, fyrrverandi for-
sætisráðherra, hafi lagt til á fundi
með utanríkisráðherrum Ísraels og
Bandaríkjanna að Ísraelar héldu öll-
um byggðum gyðinga í austurhluta
Jerúsalem, að einni undanskilinni.
Ísraelar eru sagðir hafa hafnað til-
boðinu og sagt að palestínsku samn-
ingamennirnir þyrftu að fallast á
meiri tilslakanir.
Erakat er einnig sagður hafa lagt
til málamiðlun í deilunni um Palest-
ínumenn sem flúðu heimkynni sín
þegar Ísraelsríki var stofnað 1948.
Samkvæmt tilboði Erakats áttu að-
eins 100.000 flóttamannanna að fá að
snúa aftur til fyrri heimkynna sinna
á tíu árum, ef marka má skjölin.
Flóttamennirnir og afkomendur
þeirra eru um fimm milljónir.
Leiðtogar Hamas-samtakanna á
Gaza-svæðinu sögðu að skjölin
sýndu „hið ljóta andlit“ leiðtoga pal-
estínsku heimastjórnarinnar í Ram-
allah og „samvinnu hennar við her-
námsliðið“. Stjórnvöld í Ísrael sögðu
ekkert um hvort Palestínumenn
hefðu boðið þessar tilslakanir.
Fréttaskýrandi breska ríkisút-
varpsins sagði líklegast að einhver
palestínskur keppinautur Abbas
hefði lekið skjölunum til að koma
höggi á hann.
Sagðir hafa boðið
miklar tilslakanir
Palestínska heimastjórnin sakar Al-Jazeera um lygar
Dauðahaf
Jerúsalem
Hebron
Nablus
Ramallah
Betlehem
MEINT TILBOÐ
PALESTÍNUMANNA
Heimild: Al Jazeera
Samningamenn heimastjórnar
Palestínumanna eru sagðir hafa lagt til
í friðarviðræðum árið 2008 að allar
byggðir gyðinga í Jerúsalem nema ein
yrðu innlimaðar í Ísrael
20 km
V E S T U R B A K K I N N
Gyðingabyggðir sem átti að leggja
niður
Byggðir gyðinga
ÍSRAEL
Svæði sem áttu að heyra undir
Ísrael skv. tilboðinu
Svæði sem átti að færa undir
yfirráð Palestínumanna
„Græna línan” (vopnahléslína frá 1949)
Har Homa
Eina gyðinga-
byggðin í
Jerúsalem sem
átti ekki að
innlima í Ísrael
EG
YP
TA
L.
JÓ
RD
AN
ÍA
GAZA-
SVÆÐIÐ
Miðjarðarhaf
EGYPTALAND
ÍSRAEL
Gaza
Rafah
MEGINATRIÐI TILBOÐSINS
Að minnsta kosti 35 manns biðu
bana og yfir 140 særðust í sprengju-
tilræði á alþjóðaflugvellinum Domo-
dedovo í Moskvu í gær.
Fregnir hermdu að sprengja hefði
sprungið við farangursfæriband á
komusvæði flugvallarins. „Rann-
sókn hefur þegar verið hafin á
hryðjuverkinu,“ sagði talsmaður
nefndar sem rannsakar slík tilræði.
Sjónarvottar sögðu að skaðbrennt
og alblóðugt fólk hefði hlaupið um
flugstöðina eftir sprenginguna. Lík
voru flutt út í börum og tugir sjúkra-
bíla voru sendir á flugvöllinn.
Dmítrí Medvedev, forseti Rúss-
lands, stjórnaði skyndifundi æðstu
embættismanna landsins í sam-
göngu- og öryggismálum skömmu
eftir sprenginguna. Hann fyrirskip-
aði aukinn öryggisviðbúnað á öllum
helstu flugvöllum og lestastöðvum
landsins. Hann sagði tilræðið sýna
að því færi fjarri að lögum, sem sett
hafa verið í baráttunni gegn hryðju-
verkum, væri framfylgt nógu vel.
Fréttastofan Interfax sagði að tal-
ið væri að tilræðismaðurinn hefði
komið frá einhverju Norður-
Kákasushéraðanna og hann hefði
beðið bana í sprengingunni.
Nokkrar mannskæðar sprengju-
árásir hafa verið gerðar í Moskvu á
síðustu árum. Um 40 manns biðu
bana í sprengjutilræðum tveggja
kvenna frá Dagestan í jarðlesta-
stöðvum í Moskvu 29. mars á liðnu
ári.
Domodedovo er stærsti flugvöllur
Rússlands í farþegaflugi og um hann
fara um 55.000 farþegar á dag.
Blóðbað á flug-
velli í Moskvu
Tugir manna létu lífið í sjálfsmorðsárás
Reuters
Hryðjuverk Særður maður fluttur á
sjúkrahús eftir tilræðið í Moskvu.