Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 17

Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Veðurblíða Það var engu líkara en að sumarið væri gengið í garð í Bankastrætinu í gær þegar Katrín, verslunarstjóri Aurum, þreif glugga verslunarinnar. Spáð er mildu veðri næstu daga. Kristinn Evrópusambandið ætlar sér stóra hluti á norðurslóð – enda svæðið mjög dýrmætt og mikilvægt fyrir framþróun í heiminum til framtíðar. Dugar að nefna þær olíu- birgðir sem taldar eru vera undir íshellunni og opnun nýrrar siglingaleiðar. Hefur Evrópusambandið markað sér norðurslóðastefnu og sótt um fasta áheyrnaraðild að norðurskautsráðinu. Fulltrú- ar Kanada í ráðinu hafa komið í veg fyrir það en Evrópusambandið sækir þessi réttindi af klókindum. Aðeins þrjú ríki Evrópusambandsins teljast norð- urslóðaríki – Finnland, Svíþjóð og Dan- mörk, en á það ber að líta að Grænland telst ekki til Evrópusambandsins svo tæp- lega er hægt að nefna Danmörku með þessum löndum. Ekkert ríki Evrópusam- bandsins telst strandríki á norðurslóðum. Evrópusambandið er því lokað úti frá þessum gæðum. Sambandið hefur gríð- arlega mikinn áhuga á nýrri siglingaleið og má rekja það til þess að 90% af inn- flutningi Evrópusambandsríkjanna eru flutt sjóleiðis og 40% af útflutningi. Evr- ópusambandið hamast við að leggja fram og samþykkja tillögur um norðurslóðir á Evrópuþinginu þrátt fyrir að hafa enga aðkomu að svæðinu. Til dæmis samþykkti Evrópuþingið umdeilda tillögu árið 2008 um nauðsyn þess að gera alþjóðlegan norðurskautssáttmála með suðurskauts- sáttmálann frá árinu 1959 sem fyrirmynd. Þessi hugmynd er í andstöðu við Ilulissat- yfirlýsinguna sem gengur út á að strand- ríki norðurslóða verði umsjónarmenn þessa einstaka vistkerfis sem í Norður- Íshafi er að finna. Þingmenn Evrópusambandsins létu ekki þar við sitja heldur lögðu fram tillögu á Evrópuþinginu vorið 2009 um að bannað yrði að nýta svæði á norðurskautinu næstu 50 árin og að Evrópusambandið ætti að gera Rússum það ljóst að sam- bandið viðurkenndi ekki yf- irráð þeirra yfir norðaust- urleiðinni. Vegna þess hve málið var umdeilt frestaði Evrópuþingið að greiða at- kvæði um það. Evrópusam- bandið ætlar sér stóra hluti á svæðinu en hefur ekki beina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn sam- bandsins hefur hafnað sér- stökum alþjóðasamningi um norðurskautið en lagði þess í stað til að þróuð yrði fjölþjóðleg yfirstjórn svæð- isins. Einnig hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bent á nauðsyn þess að allir aðilar norðurskautsráðsins eigi jöfn pólitísk réttindi að norðurslóðum en ekki bara strandríki og er sambandið lík- lega að vísa til þess að Svíum og Finnum var ekki boðið til Ilulissat-fundarins. Að lokum má nefna að bannstefna Evr- ópusambandsins í sel- og hvalveiðum er algjörlega á skjön við hagsmuni frum- byggja á norðurslóðum og hefur Kan- adastjórn tekið undir þessi sjónarmið. Talið er að bannið eyðileggi markaði þeirra og veiki efnahagslega afkomu þeirra. Samandregið má segja að Evrópu- sambandið sé á allt annarri blaðsíðu en norðurslóðaþjóðir og skilji ekki auðlinda- nýtingu og mikilvægi svæðisins fyrir þær þjóðir sem eiga réttinn – nema á þann hátt að beita gömlu evrópsku yfirráðastefn- unni fyrir eigin hagsmuni sama hvað það kostar. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Evrópusambandið ham- ast við að leggja fram og samþykkja tillögur um norðurslóðir í Evrópuþing- inu þrátt fyrir að hafa enga aðkomu að svæðinu. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Evrópusambandið og norðurslóðir Mér þykir vænt um land og þjóð, mér þykir vænt um sögu okkar, menningu og þá arfleifð sem við get- um gefið af okkur. Mér þykir vænt um sjálfstæði okkar og fullveldi en ljóst er að það á ekki við um alla. Eitt af mestu hitamálum nú er þetta blessaða ESB-mál. Það er vitað mál að með inngöngu í ESB er íslenska þjóðin að framselja fullveldi, við er- um að framselja löggjafarvald og að vissu leyti dómsvald þar sem lög og dómstólar Evrópusambandsins verða æðri okkar eigin. Þrátt fyrir vitneskjuna um það stefnir nú- verandi ríkisstjórn af fullum krafti að aðild í sam- band sem við eigum engan veginn heima í. Það sást ágætlega við hrunið þar sem farið var eftir regluverki sem EES-samningurinn gerði ráð fyr- ir, en það virtist ekki hjálpa til, myndin var skökk þar sem við vorum svo lítil að regluverkið passaði ekki við okkar stærð. Það verður einmitt okkar hlutverk innan ESB; smátt ríki sem mun ekki hafa mikið um það að segja hvernig hjólin snúast, hvað þá að regluverkið verði sniðið að okkar þörf- um, regluverkið verður sniðið að þörfum þeirra stóru, Þýskalands og þeirra félaga. Öllum ætti nú að vera orðið ljóst að ekki er um eiginlegar samningaviðræður að ræða, það ferli sem við erum nú komin í í dag er einfaldlega að- lögunarferli. ESB gerir ráð fyrir því að þeir sem eru nógu vitlausir til að sækja um aðild að sam- bandinu vilji afdráttarlaust ganga inn og af þeim sökum hafa þeir ákveðið aðlögunarferli þannig að þegar umsókn hefur verið samþykkt af öllum ríkj- um sambandsins þá er landið algerlega tilbúið að ganga inn og ekki þarf að bíða eftir einhverjum breytingum af hálfu umsóknarríkisins. Þegar kemur svo að óþægindum eins og því að spyrja þjóðina hvort hún vilji ganga inn í sambandið, þá geti hinir ástsjúku ESB-sinnar bent á að við séum nú búin að laga okkur að kerfi ESB og því sé al- ger vitleysa að ganga ekki inn. Hversu lengi eiga þessar ástsjúku smástelpur innan Samfylkingarinnar og VG, sem eigi halda vatni yfir ESB, að draga okkur öll á asnaeyr- unum? Þeir dirfast að koma fram og ljúga að þjóðinni um að ekkert aðlögunarferli sé í gangi, reyndar ekki einu lygarnar sem hafa farið um þeirra varir. Ég átti gott spjall á dögunum við Evrópuþingmann sem kom hér á land í nefnd Evrópuþingmanna sem fóru á fund utanrík- isnefndar Alþingis. Þessi þingmaður var mjög hissa á því liði sem mætti honum í nefndinni. Hans upplifun var að þarna væri hópur fólks sem væri tilbúinn að gera hvað sem er til að komast inn í sambandið. Hann ráð- lagði Íslendingum að hafa að minnsta kosti einhverja með gagnrýna hugsun þarna innanborðs til að gæta hags- muna þjóðarinnar. Reyndar sagði þingmaðurinn að Birgitta Jónsdóttir hefði spurt gagnrýninna spurninga, og honum leist hvað minnst á for- mann nefndarinnar og utanrík- isráðherra sem sat þennan fund. Ég hlýt að spyrja mig: Er þetta ástandið á öll- um fundum sem fulltrúar íslenska ríkisins stunda? Hvar er metnaðurinn fyrir íslenska þjóð? Er það nema von að Icesave-nefndirnar hafi komið til baka eins og barðir hundar með hálfétið roð til þjóðarinnar? Svo brosa Steingrímur og félagar og vilja troða þessu í kokið á þjóðinni. Hvar er ást á íslensku þjóðinni, á fullveldi okk- ar og því sem við getum áorkað saman sem þjóð? Hvað er það sem þetta lið telur sig fá í staðinn fyrir sölu á fullveldinu? Ég bíð enn eftir rökum frá þessu fólki sem standast einhverja skoðun. Rökin eru með íslenskri þjóð sem getur og á að vera sjálfstæð og fullvalda. Össur og félagar: Ég er viss um að þið getið vel keypt flugmiða aðra leiðina í útópíu ESB, ef þið hafið ekki trú á ís- lenskri þjóð þá eigið þið lítið erindi að tala fyrir hana á opinberum vettvangi. Með allt þetta í huga verður manni hugsað til orða sem oft hafa heyrst; vanhæf ríkisstjórn. Mér var hins vegar bent á það um daginn að varla væri rétt að nota þau orð, réttast væri að notast við orðin óhæf ríkisstjórn – enda er það einmitt það sem þessi blessaða „vinstristjórn“ er. Hún er al- gerlega, gersamlega óhæf til að stýra landi og þjóð, ég auglýsi eftir leiðtoga því það er öruggt mál að engan leiðtoga er að finna hjá þessum tuskum. Eftir Ólaf Hannesson » Öllum ætti nú að vera orðið ljóst að ekki er um eiginlegar samningaviðræður að ræða, það ferli sem við erum nú komin í í dag er einfaldlega aðlögunarferli. Ólafur Hannesson Höfundur er háskólanemi. Fullveldið er ekkert grín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.