Morgunblaðið - 25.01.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
Mervyn King er án
efa einn af áhrifamestu
bankamönnum heims
og einn af valdamestu
mönnum Bretlands. Í
bók Árna Mathiesen
hefur Árni eftir Davíð
Oddssyni, fyrrv. for-
sætisráðherra og
seðlabankastjóra, að
Mervyn, Englands-
bankastjóri, hefði í
samtali við sig sagt að Icesave-
krafan yrði afskrifuð. Kom Davíð
þessum skilaboðum áfram til þáver-
andi ríkisstjórnar. Staðfesti Davíð
þessa frásögn í Viðskiptablaðinu fyr-
ir skömmu. Mervyn sagði við Davíð
að Englandsbanki myndi ekki gera
þá kröfu að innstæður yrðu endur-
greiddar af Íslendingum vegna Ice-
save-reikninganna.
Davíð segir: „Mér þótti mjög vænt
um að heyra þetta og þakkaði hon-
um vel fyrir. Þetta samtal er til á
bandi. Við vorum nú ekki vanir að
taka svona samtöl upp en við gerð-
um það einhverra hluta vegna í þetta
skipti. Utanríkismálanefnd Alþingis
bað um þessa upptöku
eftir að ég fór úr Seðla-
bankanum en þá sagð-
ist bankinn ekki geta
afhent hana nema með
samþykki Englands-
banka. Ég átta mig nú
ekki alveg á þeirri
niðurstöðu því að þegar
lögin voru sett um
rannsóknarnefnd Al-
þingis þá áskildu menn
sér rétt til að láta allar
upplýsingar af hendi,
öll bankaviðskipti og
hvaðeina. Þetta hefur mikið vægi í
þessu mikilvæga máli. Stóra málið í
þessu er að þetta var einhliða
ákvörðun Breta og Hollendinga að
greiða út allar innstæður á Icesave-
reikningunum.“
Aðrir komast að sviðpaðri hag-
felldri niðurstöðu fyrir Íslendinga,
en aðstoðarritstjóri Financial Times,
einn áhrifamesti dálkahöfundur
heims MartinWolf, hefur margoft
lýst yfir þeirri skoðun sinni að ef
innistæðutryggingasjóðir dugi ekki
til að bæta innistæðueigendum tjón
sitt verði það að vera svo, ekkert
komi í staðinn, ekki gangi að senda
skattgreiðendum reikninginn. Með
Icesave-samkomulaginu sé verið að
skapa hættulegt fordæmi þar sem
almenningur sé látinn borga fyrir
sukk fjármálastofnana.
Fjölmargir erlendir fræðimenn
hafa haldið því fram að Íslendingum
beri ekki að greiða þessa ólögvörðu
Icesave-kröfu. En Íslands óham-
ingju verður allt að vopni því samn-
inganefndin hefði getað staðið sig
betur. Í rauninni hefur lítið breyst
og Íslendingar eru með þessum nýj-
asta Icesave-gjörningi búnir að
skuldbinda komandi kynslóðir um
hundruð milljarða. Lee Buchheit,
formaður samninganefndar Íslands í
Icseave-deilunni, sagði á fundi með
fjölmiðlum: „Hér er verið að skipta
sársaukanum á milli aðila að mínu
mati. Þetta er sanngjarn samningur.
Aðstæðurnar voru afar óheppilegar
af allra hálfu. Kannski ber Ísland
mestu ábyrgðina fyrir að mistakast
að hafa eftirlit með þessum stofn-
unum en ég held ekki að nokkur geti
litið á þetta og sagt að ekki sé um
einhvers konar sameiginlega ábyrgð
að ræða.“
Hvað meinar Buchheit? Hann
samdi við einn aðila, ekki tvo og
gleymdi því hinu fornkveðna „divide
et impera“, eignað Júlíusi Caesar.
Auðvitað átti að skilja Hollendinga
og Breta að og tala við þá hvora í
sínu lagi. Það er mikill munur á deil-
unum við þjóðirnar. Við áttum að
færa leikvöllinn hingað heim og aldr-
ei að viðurkenna ábyrgð skattgreið-
enda. Það átti að nota upptökur Dav-
íðs úr Seðlabankanum. Var
samninganefndin búin að gleyma því
að Bretar lýstu yfir efnahagsstyrj-
öld á hendur Íslendingum með setn-
ingu hryðjuverkalaganna sem
rústuðu efnahagslífi landsins í kjöl-
farið? Að mínu mati eigum við millj-
arða sterlingspunda kröfu á Breta.
Af hverju er ekki búið að kæra Breta
og fara fram á skaðabætur? Íslend-
ingum ber ekki að greiða þessa ólög-
vörðu Icesave-kröfu. Nú verður Al-
þingi að koma á fót rannsókn á
Icesave-deilunni og draga fram í
dagsljósið hvar ábyrgðin liggur í
þessu klúðri. Látum ekki fjölmiðla,
ríkisstjórn og Seðlabanka snúa al-
menningsálitinu Bretum og Hol-
lendingum í vil.
Lee Buchheit & co
– Vanhugsuð herkænska
Eftir Guðmund F.
Jónsson » Að mínu mati eigumvið milljarða sterl-
ingspunda kröfu á
Breta. Af hverju er ekki
búið að kæra Breta og
fara fram á skaðabæt-
ur?
Guðmundur F. Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og formaður Hægri grænna.
Frá því er að segja
að sú hugmynd hefur
nýlega skotið upp
kollinum hér fyrir
vestan að beina því
til ríkisstjórnarinnar
að hún fyrirskipi öll-
um forstöðumönnum
opinberra stofnana
að birta á vefsíðum
sínum einu sinni í
mánuði alla kostnaðarreikninga
sem stofnað hefur verið til mán-
uðinn á undan. Og hverjir það eru
sem fá þær greiðslur. Þetta á að
sjálfsögðu einnig við öll laun og
sporslur sem verið er að greiða
hinum og þessum. Nefna má
greiðslur til ríkisstarfsmanna fyr-
ir að starfa í nefndum í vinnutíma
sínum, dagpeninga, ferðakostnað,
þar með taldar utanlandsferðir,
kostnað við sendiráð, símakostn-
að, verktakagreiðslur og svo
framvegis. Hér er auðvitað einnig
átt við ráðuneytin sjálf og þá sem
þeim stjórna. Og ekkert undan
dregið! Ekkert.
Allir sómakærir forstöðumenn
munu fagna þessu aðhaldi, að ekki
sé talað um Ríkisendurskoðun.
Grunur okkar er sá að ef þessi
háttur væri tekinn upp, mundi
sjálftökuliðið hugsa sig tvisvar um
og sparnaður yrði ómældur. Þetta
er sáraeinfalt í framkvæmd og
getur hvaða unglingur sem er
framkvæmt ef út í það er farið.
Eins og alþjóð veit eru Íslend-
ingar einhver spilltasta þjóð á
jarðríki. Einn liður í þeirri spill-
ingu er misnotkun á fjármunum
hins opinbera og er nánast dag-
lega í fréttum. Spyrja verður: Er
það bara toppurinn á þeim ísjaka?
Sú gegndarlausa leyndarhyggja,
sem sumum embættismönnum og
ráðherrum á hverjum tíma þykir
sjálfsögð, er algjörlega óskiljanleg
venjulegu fólki. Hvers vegna þarf
það að vera eitthvert leyndarmál
eða jafnvel feimnismál hvernig
fjármunum almennings í landinu
er ráðstafað? Og alveg er yf-
irgengilegt að alþingismenn þurfi
að elta ráðherra jafnvel í marga
mánuði á átta hófahreinum til að
þeir leggi á borðið jafn einfaldan
hlut og það hvað þeir eru að
greiða starfsmönnum sínum í
verktakalaun. Og endalaust röfl á
Alþingi í kaupbæti!
Sumir sérfræðingar munu að
sjálfsögðu hlæja þessa vestfirsku
tillögu út af borðinu og finna
henni allt til foráttu, en það er
einmitt hættumerkið. Almenn-
ingur getur nokkurn veginn treyst
því að þegar sérfræðingarnir
hlæja eða brosa út í annað eru
menn í mjög mörgum tilfellum
einmitt á réttri leið.
Með því fyrirkomulagi sem hér
er reifað, sem vel mætti kalla
sjálfbæra endurskoðun, getur al-
þýða manna og alþingismenn
fylgst með jafnóðum og hlutirnir
gerast. Einfaldlega að opna tölv-
una og þeir sem til þekkja og
áhuga hafa geta svo lagt fram fyr-
irspurnir og athugasemdir ef
þurfa þykir. Aðhald og eftirlit hjá
stjórnvöldum er því miður oft í
skötulíki. Þau rumska oft ekki
fyrr en jafnvel mörgum árum eftir
að óprúttnir menn hafa stungið
tugum milljóna úr ríkiskassanum í
eigin vasa, ef þau vakna yfirleitt á
annað borð. Um þetta eru mörg
nýleg dæmi. Það er löngu kominn
tími á að hætta endalausum felu-
leik með opinbera fjármuni sem
býður upp á misnotkun. Allt upp á
borðið! Allt.
Jón forseti ráðlagði alþýðu á
sínum tíma að hafa gætur á
fulltrúum sínum og skapa alþýð-
legt álit á málunum. Á það ekki
enn frekar við í dag? Það kemur
ekkert í stað hugrekkis ein-
staklinganna og að þeir skipti sér
af hlutunum. Sagan er óljúgfróð í
þeim efnum. Og hér þarf enga
skýrslu að útbúa. Við höfum til
þessa verks öll tæki og tól. Vilji
er allt sem þarf eins og fyrri dag-
inn.
Það færi vel á því að gefa Jóni
Sigurðssyni þessa táknrænu af-
mælisgjöf. Fleiri slíkar gætu kom-
ið á eftir. Þá yrði gamli maðurinn
örugglega ánægður. Það væri í
samræmi við allt hans lífsstarf.
Opið bréf til ríkis-
stjórnar Íslands
– Hinn endalausi
feluleikur
Eftir Hallgrím
Sveinsson og
Bjarna Georg
Einarsson
Hallgrímur
Sveinsson
» Það er löngu kominn
tími á að hætta
endalausum feluleik
með opinbera fjármuni
sem býður upp á mis-
notkun. Allt upp á borð-
ið. Allt!
Hallgrímur er bókaútgefandi og létta-
drengur á Brekku í Dýrafirði og
Bjarni er fyrrverandi útgerðarstjóri
og núverandi ellilífeyrisþegi á Þing-
eyri.
Bjarni Georg
Einarsson
Fulltrúar erlends
valds og framandi hug-
myndafræði eru þekkt-
ir fyrir að kunna lítil
skil á stjórnskipun lýð-
veldisins Íslands. Frá
Sossunum kemur stöð-
ugur straumur fjar-
stæðukenndra stað-
hæfinga um fullveldi
landsins. Einkennandi
hjá þessu fólki er rugl-
ingur á hugtökunum
„fullveldi þjóðar“ og „sjálfstæði
lands“.
Eitt þeirra atriða sem Sossarnir
reyna að rangtúlka er sú staðreynd,
að hugtakið „fullveldi“ er stjórn-
arfarslegt grundvallaratriði. Full-
veldi (fullveldi = fullt vald) merkir
endanlegt og ótakmarkað vald um
málefni landsins. Endanlegt er full-
veldið, vegna þess að ákvörðunum
fullveldishafans verður ekki vísað til
annars aðila. Ótakmarkað er full-
veldið, vegna þess að það tekur til
allra þátta sem fullveldishafinn
ákveður.
Í þrákelkni sinni að innlima Ísland
í Evrópuríkið hafa fulltrúar Samfylk-
ingar tekið upp á því að villuleiða um-
ræðuna og tala um „deilt fullveldi“.
Þetta er fullveldi sem Sossarnir telja
að hægt sé að deila með erlendum
valdastofnunum. Einnig tala þeir um
„fullveldi út á við“ og „fullveldi inn á
við“. Þessar hugmyndir eiga sér enga
stoð í raunveruleikanum, en duga
sjálfsagt vel í hugarheimi Samfylk-
ingar.
Þröstur Ólafsson,
8. janúar 2011
Í Fréttablaðinu birtist grein eftir
Þröst Ólafsson, þar sem fjarstæðan
að „deila fullveldi“ kemur fram.
Þröstur segir:
„Fullveldi er að móta eigin þróun,
eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar
merkir það að geta haft áhrif á
ákvarðanir annarra þjóða til að geta
unnið eigin hagsmunum braut-
argengi. Það heitir að deila fullveldi.
Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en
fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða
á móti.“
Skilningsleysi Þrastar er algert á
þeirri staðreynd, að
hugtakið „fullveldi“ fel-
ur í sér ódeilanleika.
Það er bara einn aðili
sem hverju sinni getur
farið með stjórnarfars-
legt fullveldi þjóðar. Í
lýðveldi er það lýð-
urinn/þjóðin sem fer
með þennan fullveld-
isrétt. Að auki getur
varla nokkrum heilvita
manni dottið í hug að
innlimun Íslands í Evr-
ópuríkið leiði til þess að
Íslendingar hafi einhver áhrif á þró-
un mála innan þess.
Eins og verður útskýrt síðar er
þessi rökvilla um „deilt fullveldi“ ætt-
uð frá Eiríki Bergmann Einarssyni.
Hann er einnig höfundur hugtakanna
„fullveldi út á við“ og „fullveldi inn á
við“.
Kristrún Heimisdóttir,
6. febrúar 2010
Annar fulltrúi erlends valds og al-
ræmd málpípa Samfylkingar er
Kristrún Heimisdóttir. Í ritgerð eftir
hana, sem birtist í Fréttablaðinu,
setti hún fram fáránlega skoðun um
fullveldið. Kristrún segir:
„Staðan er að fullveldishafinn út á
við, sem er ríkisstjórnin, verður að
leysa milliríkjadeiluna en getur ekki
gert það án fulltingis fullveldishafans
inn á við, sem er Alþingi, og undan
þeim báðum verður sennilega stung-
ið í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars.“
Að skipta fullveldinu upp í „full-
veldi út á við“ og „fullveldi inn á við“
er algjörlega fráleit hugmynd. Við
sjáum að Kristrún telur að rík-
isstjórnin fari með „fullveldið út á
við“ sem enginn fótur er fyrir. Að Al-
þingi fari með fullveldið allt hafa auð-
vitað þingræðissinnar predikað lengi,
en þeirra hugmynd var varpað á haf
út í þjóðaratkvæðinu 6. marz 2010.
Kristrúnu er samt ekki alls varnað,
því að hún sá fyrir að í þjóðaratkvæð-
inu „yrði stungið undan“ ríkisstjón
og Alþingi. Með þjóðaratkvæðinu
fekkst glæsileg staðfesting á fullveld-
isrétti almennings. Á Íslandi stendur
baráttan um fullveldið. Sossarnir,
fulltrúar erlends valds og framandi
hugmyndafræði, skulu ekki láta sér
detta til hugar, að fullveldið verði fal-
ið þeim á hendur.
Eiríkur Bergmann Einarsson,
20. desember 2008
Furðulegar ranghugmyndir Þrast-
ar og Kristrúnar má rekja til rit-
smíðar eftir Eirík Bergman Ein-
arsson sem birtist í Fréttablaðinu.
Þar tekst Eiríki að rugla saman hug-
tökunum fullveldi og sjálfstæði,
þannig að útkoman er í fullu sam-
ræmi við hugmyndir hans um afsal á
sjálfstæði Íslands til Evrópuríkisins.
Það vekur efasemdir um fræði-
mennsku Eiríks og heiðarleika, að í
upphafi ritgerðarinnar lýsir hann
staðreyndum, en hverfur síðan alger-
lega í draumaheim ESB-sinnans.
Hann vísar réttilega til Upplýsing-
arinnar og Frönsku byltingarinnar,
sem upphafs lýðræðisins. Eiríkur
víxlar síðan hugtökunum „sjálfstæði
ríkis“ og „fullveldi þjóðar“. Að lokum
leiðist hann til þess að ræða um „deilt
fullveldi“ og hann endar með „innra
fullveldi“ og „ytra fullveldi“.
Stjórnarfar á Íslandi nefnist „lýð-
veldi“ vegna þess að lýðurinn fer með
hið endanlega og ótakmarkaða vald –
„fullveldið“. Fullveldi Íslands var hjá
konunginum fram að stofnun lýðveld-
isins 1944. Tímabilið 1918-1944 var
stjórnarfarið „konungsveldi“, sem
eðli máls samkvæmt gat ekki verið
„lýðveldi“.
Ljóst má vera að Eiríkur er and-
legur faðir þeirra vitlausu hugmynda
um fullveldi sem Kristrún og Þröstur
endurvarpa. Er ekki vítavert að fólk
er á opinberu framfæri við að búa til
svona rangsnúning? Auðvitað eiga
þessir fulltrúar erlends valds og
framandi hugmyndafræði skjól hjá
ríkisstjórn Íslands. Þetta er liður í
baráttu hennar gegn sjálfstæði Ís-
lendinga.
Hugmyndir Samfylkingar
um eðli og afsal fullveldis
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson
» Sossarnir, fulltrúar
erlends valds og
framandi hugmynda-
fræði, skulu ekki láta
sér detta til hugar, að
fullveldið verði falið
þeim á hendur.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur
og vísindakennari.