Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
✝ Guðmundur Þor-steinsson fæddist
í Reykjavík 1. október
1942. Hann lést 16.
janúar 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Þorsteinn
B. Jónsson og Mar-
grét S. Magnúsdóttir,
bæði frá Reykjavík.
Hann var yngstur
fjögurra systkina, en
eldri systkin eru
Magnea, f. 1932, Sig-
urður Hólm, f. 1935
og Hjördís, f. 1939.
Árið 1963 giftist Guðmundur lífs-
förunaut sínum Ásthildi Kristínu
Þorkelsdóttur, f. 5. desember 1943 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
hjónin Þorkell Guðjónsson frá
Stokkseyri og Ósk Guðmundsdóttir
frá Reykjavík. Guðmundur og Ást-
hildur eignuðust fjögur börn, Þor-
kel Þór, f. 1963, G. Steinar, f. 1968,
Ósk, f. 1973 og Dögg, f. 1979. Þor-
kell er rafmagnsverkfræðingur,
giftur Maríu Kjartansdóttur hag-
fræðingi og á fjögur börn, Jónas,
Kára, Atla og Sunnu. Steinar er
hjartalæknir, giftur Katrínu Heiðar
liststjórnunarfræðingi og á þrjú
börn, Alísi, Dag Tómas og Önnu
Katrínu. Ósk er hjúkrunarfræð-
ingur, gift Lars Imsland aðstoð-
arskólastjóra og á þrjú börn, Bjart
Snæ, Ásthildi Rós og Sóleyju Lind.
Dögg er mannfræðingur og löggilt-
ur skjalaþýðandi og er sambýlis-
maður hennar Ólafur Rafnsson
byggingatæknifræðingur. Guð-
mundur átti einnig Margréti Sigríði
hárgreiðslumeistara, f. 1962, en
Margrét er gift Þóri
Friðriksyni þjónustu-
fulltrúa og á tvö börn,
Alexöndru Sif og Ró-
bert Smára.
Guðmundur út-
skrifaðist frá Versl-
unarskóla Íslands ár-
ið 1960 og hóf
fljótlega störf hjá
Sjóvá - trygging-
arfélagi Íslands, þar
sem hann starfaði við
erlendar endur-
tryggingar til 1977.
Árið 1978 hóf hann
störf hjá Hildu hf. sem sölustjóri
fyrir Bandaríkin og Kanada og
deildarstjóri útflutningsdeildar og
starfaði þar til 1988. Hann var fjár-
málastjóri Útsýnar 1989 til 1990 og
gerðist síðan þýðandi. Hann hlaut
löggildingu sem skjalaþýðandi 1996
og starfaði á því sviði til dauðadags.
Guðmundur hafði mikinn áhuga á
íþróttum og félagsmálum. Hann
var efnilegur körfuknattleiks-
maður á sínum yngri árum, lék m.a.
fyrir ÍR og íslenska landsliðið. Síð-
ar þjálfaði hann landslið Íslands í
körfuknattleik, auk fjögurra fé-
lagsliða, og átti sæti í stjórn Körfu-
knattleikssambands Íslands. Hann
var mjög áhugasamur um fjall-
göngur og útivist og fór víða um
landið með fjölskyldu og vinum.
Guðmundur fékk mikinn áhuga á
golfi sín síðustu ár og lék það eins
oft og hann gat komið því við.
Útför Guðmundar fer fram í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 25.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Elsku afi minn.
Nú er komið að kveðjustund og
ég vil minnast þín með fáeinum orð-
um.
Þegar ég heyrði af andláti þínu
kom ákveðin minning fljótt upp í
huga mér, minning sem ég mun
aldrei gleyma. Þetta er sennilega
ein af fyrstu minningum mínum um
þig en ég hef varla verið eldri en
fimm ára.
Það er fallegur og bjartur vetrar-
dagur og við tveir göngum saman
þvert yfir gaddfreðna Reykjavíkur-
tjörn. Á miðri tjörn stoppa ég, lít
upp þín og spyr þig hvað þú sért
eiginlega stór. Þú lítur niður á mig
brosandi og segir við mig að þú sért
tveir núll fimm. Ég veit ekki hvort
ég gerði mér einhverja grein fyrir
hvað þessi tala þýddi en ég man
hvað ég varð ánægður og stoltur.
Ég átti sko stærsta og sterkasta af-
ann í heiminum og þannig líður mér
enn þann dag í dag.
Það eru margar minningar sem
koma upp í huga minn sem tengjast
Blöndubakkanum og veru minni hjá
ömmu og afa þegar ég var yngri.
Það var alltaf svo gaman að gista
hjá þeim enda vissi ég að við mynd-
um gera eitthvað skemmtilegt sam-
an. Við fórum í ótal bíltúra og sumir
þeirra enduðu í ísbúðinni og þá var
sko gaman. Heimsóknir, gönguferð-
ir, ýmiss konar íþróttaiðkanir sem
afi vildi endilega að ég prófaði og
helst að ég stundaði. Einnig fylgd-
ist ég oft með afa vinna í tölvunni
og stóð ég stundum yfir honum og
vonaðist eftir að komast í tölvuna til
að prófa einn eða tvo leiki. Venju-
lega þurfti afastrákurinn ekki að
bíða lengi eftir því.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Ég kveð þig, afi minn, með mikl-
um söknuði og bið Guð að styrkja
þig, elsku amma mín.
Jónas Þorkelsson.
Elsku Guðmundur afi.
Þú varst svo góður og ljúfur og
alltaf svo áhugasamur um það sem
við vorum að gera. Ávallt varstu
tilbúinn að hjálpa okkur og gerðir
svo margt fyrir okkur. Það var svo
skemmtilegt þegar þú kíktir í heim-
sókn og við áttum svo margar góðar
og skemmtilegar stundir saman.
Við eigum eftir að sakna þín mik-
ið, sakna þess að sjá þig brosa og
geta spjallað við þig.
Guð passi þig og verndi, elsku afi.
Þín afabörn,
Bjartur Snær, Ásthildur
Rós og Sóley Lind.
Sú var tíð að ég gat gætt hans
Imma litla bróður míns og vei þeim
sem vildu gera honum mein, því þá
var stóru systur að mæta albúinni
að berja á andstæðingunum.
Hversu fegin hefði ég ekki viljað
vera þess megnug að herja á þenn-
an andstæðing sem að lokum
reyndist ofurefli við að etja.
Við ólumst upp við mikið frjáls-
ræði, þar sem Skólavörðuholtið var
og ótal aðrir leikvellir voru til hinna
ýmsu leikja, sem börn á fimmta tug
síðustu aldar undu við og útivist var
ekki bundin klukku. Ekki skemmdu
nýbyggingar eins og Iðnskólinn og
kór Hallgrímskirkju heldur fyrir,
en þar iðkuðum við heljarstökk úr
gluggum niður í sandbingi og sjálf-
sagt ekki okkur að þakka að ekki
fór illa.
Þegar Immi bróðir minn var ung-
ur maður greindist hann með
Hodgkin’s-krabbamein, en hann var
svo lánsamur að um svipað leyti og
hann barðist við þennan sjúkdóm
fannst lækning við honum og náði
hann sér vel eftir þá orrahríð.
Mér er minnisstætt eitt atvik frá
þessum tíma, er hann kom og fékk
lánaða stóra loðhúfu, því átrúnaðar-
goðin hans í körfunni, Harlem
Globetrotters, voru að sýna listir
sínar hér heima og gat hann ekki
hugsað sér að fara hálfsköllóttur að
horfa á þá, en hann hafði misst hár-
ið vegna lyfjagjafanna.
Þegar kom að vali á íþróttum
varð körfuboltinn ofan á, sem hent-
aði afar vel svo hávöxnum manni.
Immi æfði körfubolta með ÍR og
var í landsliði KKÍ í mörg ár og var
talinn einn af bestu körfubolta-
mönnum landsins á þeim tíma.
Konuefnið sitt fann hann svo rétt
handan við hornið, en við bjuggum
á horni Lokastígs og Njarðargötu,
en Ásthildur við hornið á Frakka-
stíg og Njarðargötu. Í Ásthildi fékk
Immi lífsförunaut, sem frá upphafi
hefur staðið sem klettur við hlið
hans jafnt í blíðu og stríðu og er
slíkt ekki sjálfgefið þegar ungt fólk
er að leggja upp í sína lífsleið.
Immi var bæði vinmargur og vin-
fastur og sést það best á því að
flesta vini sína átti hann frá því í
skóla og svo aftur úr körfuboltan-
um. Þessir vinir hafa farið saman í
göngur, fjallgöngur og svo síðar
snúið sér að golfi og það er mikill
fengur að slíkum vinagarði.
Við vorum sammála um það
systkinin að „óásættanlegt“ væri
orðið sem lýsti best þeirri stöðu
sem upp var komin þegar ljóst var
að ekkert meira væri hægt fyrir
hann að gera. Óásættanlegt að
vinna ekki bug á andstæðingnum
öðru sinni, þrátt fyrir að hafa gert
allt sem mögulegt var og það hafði
hann þó svo sannarlega gert. Strax
daginn eftir erfiða lyfjagjöf var
hann kominn á golfvöllinn, því hann
trúði því statt og stöðugt að með
því að halda sér í góðu formi tækist
honum að lokum að sigra.
Ég veit að það var bróður mínum
mikils virði og styrkur í lokin að
hafa öll börnin sín hjá sér. Þorkell,
Steinar og Dögg höfðu öll náð heim
tímanlega, en Ósk og Margrét voru
til staðar allan tímann.
Vol og víl voru bróður mínum
ekki að skapi og þaðan af síður
hefði hann viljað vera mærður um
of að sér látnum. Læt ég því staðar
numið í fullvissu um að strengur sá
sem ávallt tengdi okkur mun ekki
bresta, þrátt fyrir vistaskiptin.
Sjáumst.
Hjördís systir.
Guðmundur Þorsteinsson, Immi,
lést þann 16. janúar síðastliðinn eft-
ir erfið veikindi. Hann var alltaf
traustur og vandaður fjölskyldufað-
ir og góður vinur. Guðmundur og
Ásthildur Kristín kynntust ung og
er hjónaband þeirra búið að vera
afar farsælt og hafa þau verið mjög
samhent. Þau hafa átt sameiginleg
áhugamál, ferðast mikið og notið
útiveru og gönguferða í hópi góðra
félaga. Börn þeirra og barnabörn
eru öll hið mesta myndarfólk.
Guðmundur varð að láta í minni
pokann eftir erfið veikindi en þegar
hann var yngri háði hann mikið
veikindastríð sem hann sigraðist á
með miklu harðfylgi. Maður spyr
sig, hvernig hægt er að leggja svo
mikið á einn mann því þetta tekur
mikið á fyrir eiginkonu og fjöl-
skyldu. Eiga þau mikla virðingu
skilið fyrir einstaka umhyggju og
samheldni á þessum erfiðu tímum.
Guðmundur var einn af betri
körfuknattleiksmönnum á Íslandi
hér á árum áður og lék hann með
ÍR og einnig var hann í íslenska
landsliðinu í körfuknattleik um ára-
raðir. Guðmundur var alveg ein-
stakur maður og bar hann hag fjöl-
skyldunnar fyrir brjósti þannig að
hagur þeirra yrði sem bestur. Börn-
in okkar áttu vin, þar sem oft var
leitað til Guðmundar þegar lesa
þurfti yfir ritgerðir. Hann sem lög-
giltur skjalaþýðandi taldi ekki eftir
sér að hjálpa þeim.
Frakkastígsfólkið kallast vina-
hópur fólks sem á rætur að rekja til
Frakkastígs 24 og 24b og fjöl-
skyldna þess. Hópurinn hefur hald-
ið nokkur golfmót með tilheyrandi
veislum eftir ánægjulega golfdaga
og létu Ásthildur og Immi sig ekki
vanta og voru þau oftar en ekki í
„verðlaunasætum“. Einnig eru
frænkuboðin ómissandi þáttur í
vinatengslunum og skiptast frænk-
urnar á að halda þau.
Við vottum Ásthildi og fjölskyldu
okkar innilegustu samúð og megi
minning um góðan mann lifa.
Guðjón og Ingibjörg.
Við erum stödd í Leipzig í Aust-
ur-Þýskalandi á fögrum ágústdegi
árið 1959, körfuknattleikslið ÍR er
að hefja keppni á III. íþróttahátíð
Leipzigborgar. Á miðju vallarins
standa miðherjar liðanna, þýskur
landsliðsmaður og 16 ára piltur úr
ÍR, hávaxinn, grannvaxinn en
stæltur. Dómarinn kastar upp bolt-
anum og ÍR-ingurinn ungi gnæfir
yfir þann þýska og blakar boltanum
léttilega til samherja.
Guðmundur Þorsteinsson, Immi
eins og hann var ævinlega kallaður,
er farinn frá okkur, alltof fljótt. Við
vorum samtíða í Miðbæjarskólanum
í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld
og urðum samferða þaðan í Versl-
unarskólann við Grundarstíg, þar
sem við vorum stundum sessunaut-
ar. Saman byrjuðum við í körfu-
bolta, fyrst í sama félagi, en hann
fór fljótlega í ÍR þar sem hann gat
notið leiðsagnar hins frábæra
körfuknattleiksmanns og þjálfara,
Helga Jóhannssonar. Undir hans
handleiðslu tók Immi stórstígum
framförum og varð á örfáum árum
langbesti miðherji landsins, marg-
faldur Íslands- og Reykjavíkur-
meistari með ÍR og fastamaður í
landsliði og öðrum úrvalsliðum.
Þegar erfið veikindi bundu enda á
glæstan leikmannsferil sneri hann
sér að þjálfun með góðum árangri,
stýrði m.a. karlalandsliði okkar í
þrettán leikjum á árunum 1968-
1972.
Immi var athafnasamur og skil-
aði vel því sem hann tók að sér.
Dæmi um það eru starf hans við
Sögu körfuknattleiksins á Íslandi í
hálfa öld sem og ítarleg frásögn af
keppnisferð körfuknattleikmanna
úr ÍR til Austur-Þýskalands árið
1959, sem hann setti saman í stórt
albúm og færði ÍR að gjöf ásamt
netútgáfu sem hægt er að skoða á
vef félagsins. Atvikið sem lýst er
hér að ofan segir einmitt frá Imma í
fyrsta leik liðsins í þeirri ferð. Fyrir
nokkrum árum kom hann að eigin
frumkvæði af stað golfmóti fyrir
Verzló 1960-árganginn sem hefur
notið mikilla vinsælda og verður
forsprakkans sárt saknað í þeim
hópi.
Á yngri árum átti Immi í höggi
við illskeyttan sjúkdóm sem hann
vann bug á eftir stranga baráttu.
Fyrir fáum misserum gerði vágest-
urinn vart við sig á ný. Við tók erfið
læknismeðferð sem Immi kaus að
ganga í gegnum þótt hann vissi að
meðferðin gæti verið erfiðari en
sjúkdómurinn sjálfur. Á síðustu vik-
um varð ljóst að sigur hefðist ekki
að þessu sinni. Hann og Ásthildur
tóku því sem að höndum bar með
stillingu, æðruleysi og óbilandi
kjarki. Stundum var rætt um að
vont væri að vera veikur en jafnvel
enn verra að horfa á og geta ekkert
gert.
Harmur er að okkur öllum kveð-
inn, mestur þeim er næst standa;
Ásthildi, börnum, barnabörnum,
systkinum og fjölskyldu allri. Eftir
lifir minning um vandaðan og góðan
dreng.
Ég kveð vin minn í vissu um að
hann sé kominn á nýjan stað og
gnæfi þar yfir félaga sína á víðum
völlum og björtum.
Einar Matthíasson.
Með þessum fáu orðum viljum við
félagarnir minnast náins vinar og
golffélaga, Guðmundar Þorsteins-
sonar, eða Imma eins og hann var
ávallt kallaður. Á síðastliðnu ári
voru fimmtíu ár síðan við útskrif-
uðumst frá Verzlunarskóla Íslands
og var þess minnst af skólasystk-
inunum á margvíslegan hátt.
Að skóla loknum skildi leiðir eins
og gengur og gerist, þó svo við höf-
um vitað ætíð hvert af öðru.
Það var svo fyrir nokkrum árum
að við endurnýjuðum gamla vináttu
og kynni og fórum að hittast reglu-
lega. Í framhaldi af því var farið að
skipuleggja fundi og ferðalög skóla-
systkinanna. Stofnað var til árlegra
golfmóta og samverustunda. Við
nokkrir skólafélagar Imma byrjuð-
um ásamt honum að spila golf sam-
an, bæði innan- og utanlands, okkur
til ómældrar ánægju og skemmt-
unar. Immi var að sjálfsögðu drif-
krafturinn og skipuleggjarinn varð-
andi golfiðkun okkar og verðum við
honum ætíð þakklátir fyrir það.
Þrátt fyrir veikindi hans spiluðum
við saman fram á síðastliðið haust,
og dáðumst við oft að viljastyrk
hans og annáluðu keppnisskapi,
enda var hann gamall íþróttakappi
og þjálfari. Við sendum þér Ásthild-
ur mín og fjölskyldu þinni okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning Guðmundar Þor-
steinssonar.
Baldvin, Hallgrímur,
Sturlaugur Grétar
og Valdimar.
Kveðja frá Körfuknatteiks-
sambandi Íslands
Það er með virðingu og þakklæti
sem við í körfuboltahreyfingunni
kveðjum nú góðan félaga þegar
Immi er kvaddur hinstu kveðju.
Immi byrjaði að æfa körfubolta
15 ára gamall árið 1958, spilaði sinn
fyrsta landsleik á stofnári KKÍ árið
1961, var landsliðþjálfari á sjöunda
og áttunda áratugnum og hann tók
fyrst sæti í stjórn KKÍ 1968 og sat í
stjórn með hléum til ársins 1994.
Það má segja að Immi hafi komið
að starfsemi KKÍ frá stofnun sam-
bandsins og allt þar til hann lést.
Þegar kom að því að rita sögu
körfuboltans fyrir 40 ára afmæli
KKÍ árið 2001 var Immi einn af
fimm einstaklingum sem skipuðu
ritnefndina. Mikil vinna var í þess-
ari nefnd í nær tvö ár og úr varð
mikið og gott rit sem kom út á af-
mælisárinu.
Immi var einn af þessum ein-
staklingum sem nauðsynlegt er fyr-
ir hverja hreyfingu að eiga og var
hann ávallt boðinn og búinn að
koma að málum til að efla körfu-
boltann í landinu ef þörf væri. Með-
al annars kom Immi nú að und-
irbúningi 50 ára afmælis KKÍ sem
verður eftir örfáa daga eða 29. jan-
úar næstkomandi
Fyrir hönd Körfuknattleikssam-
bands Íslands sendi ég eftirlifandi
eiginkonu hans, börnum og barna-
börnum innilegar samúðarkveðjur
stjórnar og starfsmanna og um leið
þakkir fyrir allt það sem Immi
gerði fyrir íslenskan körfubolta.
Hannes S. Jónsson
formaður KKÍ.
Immi minn, þá er kveðjustundin
komin. Það er margs að minnast á
þeim 50 árum sem liðin eru frá okk-
ar fyrstu kynnum. Ég kynntist þér
fyrst 15 ára stráklingur á
körfuboltanámskeiði og þar varst
þú fullorðinn að mér fannst, enda
18 ára gamall. Og hvað maður
horfði upp til þín á öllum „sviðum“,
hávaxinn, vel þjálfaður, tæknin og
allt það sem prýða má góðan körfu-
boltamann, þér vildi ég líkjast. Því
miður varð ferillinn alltof stuttur,
aðeins 21 árs gamall varðstu að
leggja skóna á hilluna vegna alvar-
legra veikinda. Á þeim 3-4 árum
sem þú lékst með meistaraflokki ÍR
tapaði liðið ekki leik fyrir íslensku
liði. En þú hættir ekki að vera fyr-
irmynd okkar, maður var svo lán-
samur að fá að halda áfram að læra
körfubolta af þér, þar sem fljótlega
þjálfaðir þú bæði KR og landsliðið.
Öll árin hefurðu ætíð verið tilbúinn
til þess að sinna körfuboltanum. Þú
varst í fjölmörg ár í stjórn Körfu-
knattleikssambandsins og þegar ég
var kjörinn formaður KKÍ, varst þú
fyrsti maðurinn sem ég leitaði til
við stjórnarmyndun. Það eru ekki
nema þrír mánuðir síðan ég leitaði
til þín síðast um að þú tækir að þér
að þýða körfuknattleikskennslubók
fyrir KKÍ sem gefa á út í tilefni af
50 ára afmæli sambandsins og svar-
ið var eins og venjulega já. Við hitt-
umst í framhaldi af því og þú tókst
það að þér með mikilli ánægju.
Þetta var í síðasta skipti sem ég
hitti þig, kæri vinur.
Vinskapur okkar hófst eftir að þú
tókst við þjálfun landsliðsins og
KR. Við fórum í útilegur saman
með konum og börnum. En þú
varst ekki alveg hættur í körfu-
bolta. Þú varst 50 ára, þegar við í
stjórn KKÍ fórum að bjóða íþrótta-
fréttamönnum á körfuboltaæfingar
í hádeginu á föstudögum. Þar kom
upp gamla keppnisskapið, í upphafi
áttirðu í erfiðleikum með að komast
yfir völlinn en framfarirnar voru
ótrúlegar á skömmum tíma. Þess
má þó geta að það var betra að vera
ekki að flækjast fyrir þér, keppn-
isskapið og viljinn alltaf á sínum
stað. Í framhaldi af þessu fórstu og
fjöldi körfuboltaæfinga jókst. Um
Guðmundur
Þorsteinsson