Morgunblaðið - 25.01.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.01.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 ✝ Ralph ThomasHannam fæddist 27. apríl 1915. Hann lést 15. janúar 2011. Foreldrar hans voru Alice Juliette Hannam, f. 1896, d. 1986 og John Thomas Hannam, f. 1886, d. 1948. Ralph átti einn bróður, David Hann- am, f. 1919, d. 1998. Ralph giftist 7. júlí 1941 Elínu Jóhönnu Guðlaugsdóttur, f. í Reykjavík 3. janúar 1921, d. 17. júní 2008. Börn þeirra eru: 1) Vilhjálmur Leifur, f. 17. des- ember 1941. Börn hans og Þór- unnar Matthíasdóttur eru: a) Sig- rún Elín, f. 15. ágúst 1965, gift Gísla Kristni Skúlasyni. Börn þeirra eru Harpa, f. 1. desember 1988, Bjarki, f. 9. júní 1990, Hlynur, f. 29. mars 2002, og Brynja, f. 23. apríl 2006. b) Helga Rós, f. 2. nóvember 1968, gift Ragnari Bragasyni. Synir þeirra eru Alvin Hugi og Bjartur Elí, f. 7. apríl 1999. c) Jón Tómas, f. 17. júlí 1973, kvæntur Sigríði Önnu Bjart- marsdóttur. Dóttir þeirra er Tanía, f. 2. apríl 2010. 2) Sólveig , f. 20. júlí gott starf í Yorkshire Bank eftir nám. Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á var Ralph kvaddur í herinn. Hann var fljótlega gerður að lið- þjálfa og í maí 1940 sendur ásamt herdeild sinni með skipinu Lancast- riu til Íslands þar sem þeir dvöldu næstu tvö árin. Þar kynntist hann konuefninu, Elínu Jóhönnu, sem fluttist síðan með honum til Eng- lands í júlí 1941. Þar fór hann í off- iseraskóla og þjónaði sem slíkur þar til stríðinu lauk. Hann fór aftur til vinnu í bankanum og vann þar þangað til þau fluttu alkomin til Ís- lands 1948. Hann fékk fljótlega starf hjá Almennum tryggingum við bréfasamskipti við breska end- urtryggjendur. Ralph var einn af stofnendum Ljósmyndafélags Reykjavíkur árið 1953 og hafa ljós- myndir hans birst á mörgum sýn- ingum. Í maí 2010 afhenti hann Þjóðminjasafni Íslands myndir sín- ar til varðveislu. Árið 1957 hóf hann störf hjá breska sendiráðinu sem viðskiptafulltrúi Breta á Ís- landi og vann hann þar til 65 ára aldurs. Á tíma sínum þar upplifði hann þrjú þorskastríð. Eftir starfs- lok í sendiráðinu vann hann hjá XCO við bréfasamskipti. Öll þessi ár hélt hann tryggð við Almennar tryggingar. Ralph var þakklátur fyrir að búa á Íslandi og mat landið og fólkið sem hér býr mikils. Útför Ralphs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 25. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. 1947, gift Árna Ólafi Lárussyni, f. 12 des- ember 1946. Sonur þeirra er Árni Tómas, f. 10. október 1984. 3) Júlía, f. 30. október 1951, gift Ragnari Þ. Ragnarssyni, f. 2. júlí 1951. Dætur þeirra eru Sólveig Sigríður, f. 19. mars 1984, og Sara Margrét, f. 3. mars 1991. Synir Ragnars og Önnu Ingólfsdóttur eru Logi, f. 1. mars 1975, og Kári, f. 28. nóvember 1977, kvæntur Bridget Eileen Tanner. Börn þeirra eru Patrek og Freyja, f. 23. janúar 2010. 4) Elísabet, f. 18. apríl 1953, gift Erni Helgasyni, f. 20. febrúar 1948. Börn þeirra eru Helgi Geir, f. 23. desember 1978, sonur hans og Sigríðar Júlíusdóttur er Natan Örn, f. 20. febrúar 2000, og Elín Arna, f. 20. október 1982. Ralph Thomas fæddist í Grass- ington í Yorkshire á Norður- Englandi og bjó þar fyrstu árin. Á unglingsárum flutti hann ásamt fjölskyldunni til Litton og síðar til Skipton en þar fékk hann boð um Fyrir tæpum 70 árum fór ungur breskur hermaður um borð í her- skip í Glasgow ásamt félögum sín- um. Þeir vissu ekki hvert ferðinni var heitið fyrr en á þriðja degi. Þeir vissu lítið sem ekkert um þessa eyju í norðri annað en að óvinirnir væru ekki þar. Þeir horfðu stórum augum á þetta fjöllum prýdda, gróðurlitla land. Skáli unga hermannsins var á Skólavörðuholti og dag nokkurn gaf sig á tal við hann ungur Íslendingur. Þeim varð vel til vina og Íslending- urinn bauð honum með sér heim í kaffi en hann bjó á Frakkastígnum. Þar með voru örlögin ráðin. Þarna hitti hann pabbi okkar fallegu stúlk- una með grænu augun, hana mömmu okkar. Rúmu ári seinna giftu þau sig og fluttu til Englands. 1948 fluttu þau alkomin aftur til Ís- lands, í litla húsið sitt við túnhornið á Árbæ. Pabbi kallaði það alltaf „our little nest“ og vildi helst hvergi ann- ars staðar vera. Eftir því sem fjöl- skyldan stækkaði byggði hann við það. Hann elskaði að dunda sér við húsið, hélt því vel við, málaði og dyttaði að. Hann var orðinn 85 ára þegar hann málaði þakið í síðasta sinn. Hann klippti trén og tíndi sól- berin og rifsberin á haustin og mamma bjó til sultuna og hlaupið. Hann pabbi var óskaplega hagur í höndunum og smíðaði fallega hluti. Allar eigum við dæturnar og afa- stelpur saumakassa, skartgripa- skrín, bakka eða borð sem hann smíðaði. Það var ekki sama hvernig myndirnar héngu á veggjunum og hann spekúleraði mikið til að allt fullnægði fegurðarskyni hans. Við nutum þess. Listfengi hans kom ekki aðeins fram í smíðum, hann var líka góður ljósmyndari. Hann var meðal for- göngumanna þegar áhugaljósmynd- arar stofnuðu félagsskap sinn „Fé- lag áhugaljósmyndara“ árið 1953. Pabbi tók þátt í sýningum og fékk meðal annars verðlaun í Barcelona og myndirnar hans birtust í alþjóð- legum ljósmyndaárbókum. Undan- farin ár hafa myndir hans verið á nokkrum sýningum m.a. í Árbæj- arsafni árið 1991 en þá sýningu til- einkaði hann tengdamóður sinni Guðrúnu Eyleifsdóttur frá Árbæ sem hann bar mikinn hlýhug til, Þjóðarbókhlöðunni árið 1999 og Listasafni ASÍ árið 2008. Í maí 2010 afhenti hann Þjóðminjasafninu myndirnar sínar til varðveislu. Þjóð- minjaverði og fagstjóra ljósmynda- safnsins þótti að þeim mikill fengur enda sýna þær á listrænan hátt anda áranna í kringum 1950 í Reykjavík. En hann var fyrst og fremst yndislegur pabbi, knúsaði okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Meðan mamma lifði fékk hún meiri athygli og pabbi var meira í bak- grunninum sendandi okkur fingur- koss og ástríkt safírblátt augnatillit. Eftir að mamma dó í júní 2008 beindist öll athyglin að honum. Hann var sífellt að þakka okkur fyr- ir að stjana við sig og tala um hvað hann væri heppinn að hafa okkur öll. En það vorum ekki síður við sem vorum heppin og ómetanlegt var að eiga hann svona lengi. Þegar hann dó braust sólin fram og sendi geisla sína yfir hann. Hann fékk fallegt ferðaveður eins og ein hjúkrunar- konan sagði og mamma hefur örugglega tekið vel á móti honum. Farðu í friði elsku pabbi og takk fyrir allt. Júlía, Elísabet, Sólveig og William. Minn kæri tengdafaðir, Ralph Thomas Hannam, er látinn, 95 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. Lífshlaup hans var að mörgu leyti merkilegt. Eftir skólagöngu í sínum heimabæ, Skipton í Yorkshire í Norður-Englandi, hóf hann störf í banka. Í stríðsbyrjun 1939, þá 24 ára gamall, var hann kvaddur í breska herinn. Herþjónustu sinnti hann frá þeim tíma til stríðsloka, fyrstu árin á Íslandi og síðan í Eng- landi. Eftir landgöngu á Íslandi gisti hann sína fyrstu nótt í Þjóðleikhús- inu, sem þá var varla fokheld bygg- ing. Þaðan var flutt í tjaldbúðir sem stóðu á Skólavörðuholtinu. Þar kynntist hann Íslendingi sem bauð honum heim til sín í kaffi. Þar hitti hann fyrir stúlku sem var Elín Jó- hanna Guðlaugsdóttir. Það er með sanni hægt að segja að það hafi ver- ið ást við fyrstu sýn en Elín og Ralph giftu sig 7. júlí 1941. Þau lifðu síðan saman í einstaklega ástríku og hamingjusömu hjónabandi næstu 67 árin eða þar til Elín tengdamamma dó 2008. Eftir þriggja ára veru hér flytja þau saman til Englands. Eftir stríð hóf hann aftur störf í bank- anum, en 1948 ákveða ungu hjónin að flytja til Íslands. Þá áttu foreldr- ar Elínar sumarhús í Elliðaárdaln- um sem þau keyptu og bjuggu í upp frá því. Ralph var einstaklega hand- laginn þannig að ekki vafðist fyrir honum að stækka húsið eftir því sem fjölgaði í fjölskyldunni. Hús þetta og garðurinn í kring er góður vitnisburður um einstaka natni þeirra hjóna og samheldni í lífinu. Eftir að þau fluttu til Íslands hóf hann störf hjá Almennum trygging- um og frá 1957 hjá breska sendi- ráðinu sem verslunarfulltrúi til starfsloka 1980. Það er ekki hægt að minnast tengdapabba án þess að segja frá áhugamáli hans, sem var ljósmynd- un, en á sínum yngri árum tók hann mikið af ljósmyndum sem margar eru hrein listaverk. Á síðasta ári ánafnaði hann ljósmyndadeild Þjóð- minjasafnsins allt sitt ljósmynda- safn, þá búinn að ramma allar sínar bestu myndir inn. Það eru nú 35 ár síðan ég kom fyrst inn á hans heimili, en það var í janúar 1976. Það var ekki síst fyrir hans einstöku hjartahlýju og ljúf- mennsku sem manni leið alltaf vel í návist hans. Samband hans, Elínar og barna þeirra var sérstakt fyrir mikla ást og hlýju sem hann hafði gott lag á að sýna. Það varð honum mikið áfall þegar Elín lést í júní- mánuði 2008. Huggun í þeim harmi er að hann á fjögur afskaplega vel gerð börn sem önnuðust hann dag- lega eftir andlát hennar. Það gerði honum kleift að búa í sínu húsi, sem var honum afskaplega kært, allt þar til 9. janúar sl. er hann var lagður inn á spítala. Hann sagði það sína mestu gæfu í lífinu að eignast Elínu og Ísland sem sitt heimaland. Mitt mesta lán í líf- inu var hins vegar að giftast yngstu heimasætunni og eignast einstaka og ástríka tengdaforeldra. Örn Helgason. Ég vil í nokkrum orðum minnast tengdaföður míns Ralph T. Hann- am, sem nú er látinn. Ég kynntist honum fyrst þegar ég kom inn í fjöl- skyldu hans fyrir 23 árum. Hann var þá 72 ára gamall. Hann bar aldurinn vel, hélt þá enn dökkum háralit sín- um, var hraustur, vel á sig kominn. Ég minnist þess að hafa séð hann standa á höndum í garðinum. Hann hugsaði vel um heilsuna, var reglu- samur og vanafastur að hætti Eng- lendinga. Hann var íþróttamaður á yngri árum, keppti í hlaupum og rugby fyrir hérað sitt, Yorkshire. Mér fannst hann yngri en aldurinn sagði til um og hann gerðist ekki gamall eins og sagt er fyrr en hann fór að nálgast nírætt, og þó sér- staklega eftir að hann sá á eftir konu sinni, Elínu, fyrir tveimur og hálfu ári. Hann var vel að sér og hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlut- um. Eins og sagt er um enska heið- ursmenn af gamla skólanum voru skoðanir hans fastmótaðar og þýddi lítið að ætla sér að hnika þeim. Hann var listrænn, hafði gott auga fyrir myndlist og var einstakur ljós- myndari. Hann tók listrænar ljós- myndir úr bæjarlífi Reykjavíkur, aðallega á sjötta áratugnum. Hann hafði gott auga fyrir myndefni, hann tók ekki margar myndir af því sama heldur beið hann þolinmóður eftir rétta augnablikinu, réttri birtu, skuggum eða að maður gengi hjá. Þá tók hann eina mynd sem oftar en ekki var einstaklega vel heppnuð. Ralph Thomas Hannam✝Okkar ástkæri BJÖRN BJÖRNSSON, Holtagerði 13, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 22. janúar. Anna G. Egilsdóttir, Elísabet Björnsdóttir, Eva Björnsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LISELOTTE GUNNARSSON, áður til heimilis að Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00. Olga Guðmundsdóttir, Pétur Björnsson, Björn Óli Pétursson, Birna Sigurðardóttir, Liselotta E. Pétursdóttir, Einar Kristján Jónsson, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og ómetanlegan stuðning við andlát ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR FINNBOGADÓTTUR, Brattholti 3, Mosfellsbæ, sem andaðist laugardaginn 15. janúar. Útför hennar fór fram í kyrrþey föstudaginn 21. janúar. Einlægar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, krabbameinslækningadeildar Landspítalans, deild 11E, og Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu hjúkrunarfræðinga. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning Ljóssins 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Svavar T. Óskarsson, Hákon Svavarsson, Anna Sigurðardóttir, Ómar Svavarsson, Sigfríð Eik Arnardóttir, Linda Björk Svavarsdóttir, Kristján Hreiðar Svavarsson, Elmar Svavarsson, Kristín Klara Gretarsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar og ættarstólpi, VIVAN SVAVARSSON, fædd Holm 25. desember 1910, lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi föstu- dagsins 21. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd tengdabarna, allra afkomenda, vina og vandamanna, Ingunn Franzén, Elín Sólveig Benediktsdóttir, Gunnar Benediktsson, Hallgrímur Benediktsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, KRISTÍN LAUFEY INGÓLFSDÓTTIR húsfreyja, Brávallagötu 26, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Margrét Margeirsdóttir, Lilja Margeirsdóttir, Guðjón Margeirsson, Margrét Jónsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Jóhanna Jónasdóttir, Óskar H. Margeirsson, Jóhanna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.