Morgunblaðið - 25.01.2011, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
Elsku Gísli minn.
Þegar þú varst 8-9
ára gamall hentir þú
frá þér skólatöskunni
um leið og þú komst
heim úr skólanum,
tókst með þér nesti og fórst að
selja Dagblaðið og Vísi. Þú fékkst
verðlaun fyrir að vera hæst laun-
aður af strákunum. Þú varst hár,
myndarlegur og glæsilegur eins og
pabbi þinn, enda var ég mjög stolt
af þér.
Það er erfið tilhugsun að hafa
þig ekki lengur hjá okkur elsku
strákurinn minn, en þær eru marg-
ar eftirminnilegar og góðar minn-
ingar sem þú skildir eftir handa
mér og ég er þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum saman. Þú
varst elskulegur og glaðlegur
drengur sem barn og það fylgdi
þér í gegnum lífið. Þú varst barn-
góður og þannig persóna að mörg-
um þótti auðvelt að þykja vænt um
þig. Það gladdi mig sem móður af-
Gísli Ágústsson
✝ Gísli Ágústssonfæddist í Reykja-
vík 19. maí 1964.
Hann lést af slysför-
um 1. september
2009.
Útför Gísla fór
fram í Fríkirkjunni 8.
september 2009.
ar mikið hversu vel
þú varst alltaf til
fara, brúnn og sæl-
legur. Sömuleiðis var
heimilið þitt til fyr-
irmyndar og þangað
fannst mér gott að
koma.
Þú og pabbi þinn
reistuð sumarbústað í
Miðdal í Kjósinni.
Þar var fallegt heim-
ili með öllum þægind-
um. Það var okkur
pabba þínum gleði-
legt hversu áhuga-
samur og natinn þú varst við þá
vinnu enda hafðirðu orð á þér fyrir
að vera handlaginn. Gott var að
finna að þessi fallegi staður í Kjós-
inni gat verið griðastaður, enda
leitaðirðu oft eftir því að vera úti í
náttúrunni.
Það var gaman að heyra þig og
pabba þinn ræða um heimspeki og
allt milli himins og jarðar. Við fór-
um saman í göngutúra á kvöldin
eftir að búið var að grilla. Oft á
sunnudögum höfðum við drengina
þína í mat og leiki enda veit ég
hvað þú vildir þeim báðum vel. Þú
varst mikið fyrir útilegur og hafðir
allar græjur í það. Gaman var að
heyra þig rifja upp útilegu sumars-
ins með Alex syni þínum. Þú lýstir
því af mikilli innlifun hversu gam-
an hafi verið hjá ykkur í Húsafelli
þegar þið spiluðuð golf saman,
skoðuðuð hella og voruð í lauginni.
Þessar minningar voru þér greini-
lega mikils virði.
Fyrir tveimur árum áttum við
góðan tíma saman þegar þú dvald-
ist hjá mér í nokkra mánuði. Það
var virkilega gott að hafa þig og
saknaði ég nærveru þinnar mikið
þegar þú fórst. Það var alltaf gott
að hringja í þig og leita eftir þínum
félagsskap þegar manni leið illa því
þú varst alltaf svo jákvæður og
hress.
Helgina áður en slysið bar að
voru okkar síðustu stundir saman.
Þú komst í mat og við áttum nota-
lega stund saman. Þú varst svo
heimilislegur, tókst upp úr pott-
unum, lagðir á borðið og gekkst
frá. Þar er þér rétt lýst, tókst allt-
af til hendinni óumbeðinn. Þú varst
bjartsýnn og létt yfir þér þegar við
ræddum um framtíðina og allt
mögulegt. Þér varð tíðrætt um
systkini þín og systurdóttur, El-
ísabetu á Möðrudal á Fjöllum, sem
þér þótti afar vænt um og þú varst
á leiðinni að heimsækja. Einnig tal-
aðir þú mikið um syni þína.
Ég fer oft að leiði þínu og pabba
þíns með blóm, kerti og engla. Það
sést á leiðinu þínu hversu vænt
barnsmæðrum þínum þótti um þig
og báru mikla virðingu fyrir þér.
Ég sakna þín svo mikið að ég fer
oft að sofa með tár í augunum.
Þín elskuleg mamma,
Eygló.
45 ár eru nú liðin
síðan hljómsveitin
Óðmenn kom fram í
fyrsta sinn í Stapan-
um, Ytri-Njarðvík,
hinn 11. febrúar
1966. Hljómsveitina skipuðu: Eng-
ilbert Jensen, trommur, Eiríkur
Jóhannsson, sólógítar, Jóhann G.
Jóhannsson, bassi, og Valur Em-
ilsson, gítar. Nú eru tveir úr þess-
um hópi fallnir frá; Eiríkur, bróðir
minn (1972), og Valur Emilsson,
frændi minn, sem var jarðsunginn
13. janúar sl. frá Keflavíkurkirkju.
Ég minnist Vals sem góðs félaga
og vinar en við áttum skemmti-
legan tíma saman í Óðmönnum frá
1966-1968 en þá hætti hljómsveitin
og leiðir skildi. Valur sneri sér að
öðrum verkefnum, en birtist svo
aftur á tónlistarsviðinu 1977 sem
þátttakandi í hugarfóstri Gunnars
Þórðarsonar, Lummunum, sem
nutu mikilla vinsælda. Síðan fæst
hann við ýmis störf uns hann flyst
Valur Emilsson
✝ Valur Emilssonfæddist í Reykja-
vík 26. október 1947.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjanesbæ 4.
janúar 2011.
Útför Vals fór fram
frá Keflavíkurkirkju
13. janúar 2011.
til Bandaríkjanna
1992, býr þar til 2006
en flytur þá aftur til
Íslands. Valur giftist
Guðrúnu Valtýsdótt-
ur 1972 og saman
eiga þau tvo syni;
Emil og Guðmund.
Þau skilja og Valur
hefur síðar sambúð
með Erlu Zakkarías-
dóttur sem stendur í
nokkur ár. Í Banda-
ríkjunum giftist Val-
ur Debbie, sem á fyr-
ir dótturina Shannon
Holeman, en því sambandi lýkur
2006. Margs er að minnast frá
þeim tíma er við Valli, eins og
hann var einatt kallaður, vorum fé-
lagar í Óðmönnum, þá báðir ungir
menn með stóra drauma tengda
tónlistinni. Hljómsveitin Óðmenn
ferðaðist hringinn í kring um land-
ið sumarið 1966 og jók það vin-
sældir hljómsveitarinnar mjög. Á
þessum árum var samkeppnin í
bransanum hörð og mátti til dæm-
is litlu muna að hljómsveitin hætti
þegar Engilbert Jensen gekk aftur
til liðs við Hljóma. Nokkrum mán-
uðum síðar gekk svo Pétur Östl-
und, fyrrverandi trommari
Hljóma, til liðs við Óðmenn og síð-
ar Magnús Kjartansson sem
hljómborðsleikari. Hagur Óð-
manna vænkast enn þegar ung
söngkona, Shady Owens, gerðist
söngkona hljómsveitarinnar. Og
það var Vali Emilssyni að þakka.
Móðir hennar hafði komið að máli
við Val og sagt honum frá söng-
hæfileikum dóttur sinnar og beðið
hann að gefa henni tækifæri til að
koma á æfingu og syngja eitt eða
tvö lög. Valur samþykkti það en
þegar hann sagði okkur strákunum
frá þessu vorum við ekki par hrifn-
ir í byrjun en létum til leiðast. Og
svo gerðist það í Ungó í Keflavík
að Shady birtist á æfingu og syng-
ur lagið „Rescue Me“ (með Fon-
tella Bass) og við strákarnir trúum
ekki eigin eyrum. Við gerðum okk-
ur grein fyrir því strax að þarna
var stjarna fædd. Með Shady
Owens sem söngkonu er óhætt að
segja að Óðmenn verða ein vinsæl-
asta hljómsveit landsins. Óðmenn
gerðu tvo sjónvarpsþætti á ferl-
inum og eina fjögurra laga plötu
en hljómsveitin hættir svo 1968 og
Shady byrjar með Hljómum. Valur
var músíkalskur, góður söngvari,
fljótur að læra og sérstaklega
rytmískur, enda stóð til í upphafi
að hann yrði trommari Óðmanna,
en það breyttist þegar spurðist að
Engilbert væri á lausu. Margir
góðir félagar úr stétt tónlistar-
manna eru horfnir yfir móðuna
miklu, nú síðast Valur Emilsson.
Far í friði kæri frændi og félagi.
Ég votta fjölskyldu Vals og að-
standendum mína dýpstu samúð.
Jóhann G. Jóhannsson.
Hún Sigga var al-
veg sérstök kona,
alltaf yfirveguð, róleg
og vingjarnleg. Ég
var svo lánsöm að alast upp í hús-
inu á móti henni og Einari manni
hennar og börnunum þeirra 5.
Kristín dóttir þeirra og ég vorum
og erum miklar vinkonur og ég var
mikið heima hjá þeim. Þar var allt-
af gott að koma og tekið vel á móti
öllum, ég man ekki eftir að Sigga
Sigríður Jónsdóttir
✝ Sigríður Jóns-dóttir, húsfrú í
Hafnarfirði, fæddist í
Nýjabæ í Garði 12.
febrúar 1915. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 27. desember
2010.
Útför Sigríðar fór
fram 7. janúar 2011.
hallmælti neinum.
Hjá henni voru allir
jafnir. Hún og móðir
mín voru líka vinkon-
ur og fóru saman á
félagsfundi og stund-
um í bingó. Siggu
þótti mjög gaman af
að vera með fólki og
hún missti aldrei af
neinum veizlum. Hún
lét sér aldrei leiðast í
frítíma. Naut hún
þess að sauma út og
gerði það á meðan
sjónin leyfði.
Þær eru margar minningarnar
um Siggu og Einar, en sérstaklega
man ég eftir þegar þau, Kristín og
systir hennar Guðrún, ég og for-
eldrar mínir fórum öll í einum bíl í
tjaldferðalag um landið. Þar var
glatt á hjalla og mikil samvinna, ef
eitthvað vantaði fórum við bara til
Siggu, hún var með allt sem þurfti
og ég kallaði hana oft kaupfélags-
stjórann.
Sigga var líka sérstaklega góð
við barnabörnin, alltaf tilbúin að
vera með þau og fór líka heim til
þeirra til að passa þau. Hún var
mjög lánsöm með börnin sín, síð-
ustu 14 árin eftir að hún varð ein
skiptust öll börnin á að taka hana
til sín í kvöldmat í viku í senn. Hún
fór í jarðarför vinar síns fyrir
nokkrum vikum, þegar einhver
spurði hvort hún treysti sér að
fara sagði hún: Já, ég get farið í
athöfnina en ég þarf ekki að fara
upp í garð. Hún spilaði líka enn
bingó þó að sjónin væri lítil og það
fannst stór konfektkassi í herbergi
hennar sem hún hafði unnið. Ég
hef búið í Bandaríkjunum í yfir 30
ár en komið í árlega heimsókn og
alltaf heimsótt Siggu. Minningin
um Siggu hlýjar mér um hjarta-
rætur og ég þakka fyrir öll árin
sem ég naut vináttu hennar og
samveru.
Jóna Guðlaug Ingvadóttir.
Mig langar að minnast míns kæra
mágs Kristjáns Péturssonar með fá-
einum orðum. Margs er að minnast
enda var hann Kiddi minn nú eng-
inn venjulegur mánudagur. Leiðir
okkar lágu saman einn fallegan sól-
skinsdag sumarið 1978. Það var
uppi í Heiðmörk, við synir mínir
vorum þar ásamt tíkinni Perlu.
Rennir sér ekki að okkur þetta
huggulega par, þar voru komin
Kristján og Ríkey systir mín. Það
má segja að sterk vináttubönd sem
aldrei bar skugga á mynduðust með
okkur fljótlega.
Kristján var mikið náttúrubarn,
þær voru ófáar ferðirnar sem við
fórum í ýmist til að skoða fuglana
eða í fjöruferðir eða til að klífa fjöll,
hann kunni svo sannarlega að njóta
hinnar stórbrotnu náttúru Íslands.
Kristján var mikill barnavinur enda
löðuðust börn að honum, meira að
segja var stundum bankað að dyr-
um og spurt: „Getur þú komið í
boltaleik Kiddi?“
Já hann varðveitti í sér barnið
hann Kiddi, alltaf ungur í anda,
sami strákurinn. Hann var mjög
stoltur af börnum sínum og talaði
oft um hvað hann var gæfusamur að
eiga svona góð börn. Sem kom svo
berlega í ljós í veikindum hans þar
sem hann var umvafinn ást og um-
hyggju barna sinna.
Þegar sonur minn Dagur fermd-
ist stakk Kiddi upp á því að hann
fengi skíði í fermingargjöf og það
var úr, og ekki var látið þar við
sitja; Kiddi kenndi honum listina að
renna sér á skíðum, svona var hann
Kiddi. Ekki liðu margir dagar þar
til Dagur var orðinn listagóður
skíðamaður. Alveg frá því að hann
Halldór sonur minn fór að tala var
hann Kiddi með bestu vinum hans.
Sjálfsagt efni í margar bækur allar
þær sögur og ljóð og heimspeki-
legar umræður sem þeim fóru á
milli, oft heyrði ég þessa setningu
„Ég spyr hann Kidda“ eða „Við
Kiddi vorum að ræða um …“. Hann
Kiddi skilur eftir sig stórt skarð
sem ekki verður fyllt upp í.
Eins og gengur í stórum fjöl-
skyldum gefur stundum á bátinn,
engan vissi ég betri samningamann
en hann Kidda svo jaðraði stundum
við galdra. Þeir voru ófáir sem nutu
þessarar sérgáfu hans bæði utan og
Kristján Pétursson
✝ Kristján Pét-ursson, fv. deild-
arstjóri Tollgæsl-
unnar á
Keflavíkurflugvelli,
fæddist á Steini á
Reykjaströnd í
Skagafjarðarsýslu l7.
maí l930. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum 4. janúar
2011.
Útför Kristjáns fór
fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 13. janúar
2011.
innan fjölskyldu.
Þetta gat verið allt frá
ósætti vegna kattar
nágrannans og upp í
stórmál. Eitt sinn
spurði ég Kristján
hvernig hann færi að
þessu, þá vitnaði hann
í móður sína Kristínu
Danívalsdóttur sem
var merkiskona, kvað
hana hafa kennt sér
svo margt.
Eitt sinn kom ég til
systur minnar, sé ég
þá að strauborð þess-
arar forföllnu straukonu leit út eins
og skrifborð með blöðum og penn-
um. Þá var Kiddi byrjaður að skrifa
fyrri bókina sína „Margir vildu hann
feigan“ sem varð metsölubók en
þær urðu tvær. Það var ekki strauj-
uð flík á því heimili næstu mánuði.
„Kidda mínum finnst best að sitja
við strauborðið,“ sagði hún Ríkey.
Svona var það samkomulagið á þeim
bæ. Hann orti ótal ljóð og líka lög,
hann var ótrúlega frjór maður hann
Kristján. Hann var sannur vinur
vina sinna. Ég er þakklát fyrir vin-
áttu hans og hlýhug í minn garð og
fjölskyldu minnar. Ég votta ástvin-
um og fjölskyldu Kristjáns mína
dýpstu samúð.
Elsa Lúðvíksdóttir.
Kiddi minn, ég ákvað að skrifa
þér persónulegt kveðju- og þakk-
arbréf. Ég var aðeins tveggja ára
þegar við kynntumst og það er vert
að þakka Guði fyrir. Ekki vildi ég
hafa misst af öllu sem við höfum
gert saman á þessum 32 árum
ásamt Arnari syni þínum og eig-
inkonu þinni Eyju. Ég hélt stundum
að Eyja væri mamma mín þegar ég
var yngri þar sem þær eru nú einu
sinni eineggja tvíburar og mér skilst
að hún hafi ekkert verið að leiðrétta
það á þeim tíma.
Hugsaðu þér öll ferðalögin, veiði-
ferðirnar og skíðaferðirnar sem við
fjögur höfum farið svo ekki sé
minnst á golfið. Þú varst alltaf til í
ævintýri þegar stórbrotin náttúru-
undur áttu sér stað. Ég man nú
seinast þegar við fórum að skoða
Eyjafjallagosið í vor hvað það var
stórkostlegt.
Oft á tíðum sátum við og töluðum
um alls konar málefni, og oft leiddir
þú hugann að því hvernig bæta
mætti það þjóðfélag sem við búum í
eins og fjöldi blaðagreina sem þú
skrifaðir er glöggt merki um. Ég
kom aldrei að tómum kofunum hjá
þér þegar mig vantaði góð ráð í lífs-
baráttunni. Þau eru ófá ævintýrin
sem þú sagðir mér um hvernig lífið
getur verið furðulegt, því að þú áttir
svo viðburðaríkt líf og hafðir því frá
mörgu merkilegu að segja. Sumt
jafnaðist á við bestu reyfara svo
magnaðar voru sögurnar.
Ég veit að þú ætlaðir að koma í
sjóstangaveiði í sumar með mér og
pabba á trillunni Elsu, en það verð-
ur víst ekkert af því. Þó veit ég að
þú verður með okkur feðgunum í
anda þegar við förum í þessa veiði-
ferð í sumar. Að lokum vil ég segja,
Kiddi minn, takk fyrir allt sem þú
hefur kennt mér og gefið mér í líf-
inu.
Þinn vinur,
Halldór Freyr.
Elsku afi Kiddi P.
Okkur þykir leitt að þú þurftir að
fara til Guðs en amma er búin að
segja okkur að það hafi verið best
fyrir þig því núna finnur þú ekki
lengur til. Vonandi er gaman hjá
Guði. Og kannski ert þú núna fljúg-
andi engill sem fylgist með okkur.
Við eigum góðar minningar um
þig. Þú brosandi út að eyrum að
stríða okkur, þú að kenna okkur á
skíði, þú að hlusta á okkur syngja
og gefa okkur fullt af hrósi. Þú varst
skemmtilegur langafi og við söknum
þín. Vonandi er flottur golfvöllur á
himnum.
Ástarkveðja,
Elma Rún og Aron Gauti
Kristinsbörn.
Að skrifa
minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu
minningagreina. Þær eru einnig birtar á
www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.