Morgunblaðið - 25.01.2011, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
Elsku Ellen okkar.
Okkur vinkonurnar
í saumaklúbbnum
langar að senda þér
hlýjar samúðarkveðj-
ur vegna andláts Jóns þíns sem eng-
inn bjóst við svona skyndilega. En
stundum er dauðinn líkn, svo við
skulum líta á það þannig í þessu til-
felli og ég held að Jón hefði verið
okkur sammála.
Við viljum þakka ykkur báðum
yndislegar samverustundir hvort
sem var á Fjólugötunni eða í Hvera-
gerði í fallegu görðunum ykkar sem
þið fenguð verðlaun fyrir frá Hvera-
gerðisbæ og ekki síður veitingarn-
Jón Laxdal Arnalds
✝ Jón Laxdal Arn-alds var fæddur í
Reykjavík 28. janúar
1935. Hann andaðist á
heimili sínu 2. janúar
2011.
Jón var jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík 8. janúar
2011.
ar sem voru aldeilis
ekki af verri endanum
og ekki síður fallega
frambornar enda allt-
af notalegt að vera
með ykkur.
Síðasta samvera
okkar allra var sl.
ágúst á blómasýning-
unni í Hveragerði okk-
ur til mikillar ánægju
en þá hafði Jón fengið
áfall sem því miður
reyndist alvarlegra en
við vonuðum.
Flest hið þyngsta mæðir mátt,
meðan nóttin lengist.
Hugur snýr í húmsins átt,
höltum skórinn þrengist.
Aftur léttast allra spor
eftir sólarhvörfin.
Bjart í fjarska vermir vor
vonir manns og störfin.
(Jón Magnússon.)
Aðalheiður, Guðrún,
Rósa og Kolbrún.
Það er komið að
kveðjustund. Við
kveðjum Hafdísi Guð-
mundsdóttur er lést á
St. Jósefsspítala 4. janúar sl. Ekki
eru margir mánuðir síðan þau skelfi-
legu tíðindi bárust að Hafdís væri
með illvígan sjúkdóm og þetta yrði
erfið barátta.
Ég ætla með nokkrum orðum að
þakka það góða samstarf og vináttu
sem við áttum. Fyrir rúmum 20 ár-
um réð Hafdís sig til starfa í Suður-
bæjarlaug, sem verið var að opna í
Hafnarfirði. Hafdís var kraftmikil
kona sem stóð sig vel undir því álagi
sem fylgdi því þegar laugin var opn-
Hafdís
Guðmundsdóttir
✝ Hafdís M. Guð-mundsdóttir
fæddist á Fáskrúðs-
firði 17. maí 1937.
Hún lést á St. Jós-
efsspítala 4. janúar
2011.
Útför Hafdísar fór
fram frá Hafnarfjarð-
arkirkju 12. janúar
2011.
uð og gaf mér for-
stöðumanninum oft
góð ráð sem ég þakka
nú. Hafdís hafði mikla
og góða rétttlætis-
kennd og var gott að
hafa hana sem starfs-
mann og vinnufélaga.
Hafdís var mikið fyrir
fjölskyldu sína og
heimili.
Ég sendi þér kæra
kveðju
nú komin er lífsins
nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Hilmar og fjölskylda, missir
ykkar er mikill. Við hjónin vottum
öllum aðstandendum dýpstu samúð
og kveðjum góða konu.
Daníel Pétursson, fv. for-
stöðumaður Suðurbæjarlaugar.
Það var árið 1986
sem ég hitti Þóreyju
fyrst í fermingarveislu og mynd
hennar greyptist í huga mér. Hún var
hávaxin, dökkhærð og brúneygð,
glæsileg kona og einstaklega smekk-
lega klædd. En hver var hún þessi
glæsilega kona? Við tókum tal saman
og í ljós kom að hún var kennari, ætt-
uð af Króknum og Borgarfirðinum og
bjó í Árbænum. Kynnin urðu ekki
meiri í þetta sinn en ég frétti alltaf af
henni af og til. Þegar ég gekk til liðs
við Oddfellowregluna tók Þórey mér
opnum örmum, við urðum góðar vin-
konur og störfuðum mikið og náið
saman.
Ég kynntist Þóreyju sem hlýrri
Þórey Þorkelsdóttir
✝ Þórey Þorkels-dóttir fæddist á
Sauðárkróki 1. des-
ember 1947. Hún lést
á krabbameinsdeild
11E á Landspít-
alanum við Hring-
braut 31. desember
2010.
Þórey var jarð-
sungin frá Digra-
neskirkju 7. janúar
2011.
konu með góða nær-
veru og alltaf var stutt
í brosið. Það var ein-
staklega gott að vinna
með henni og leita ráða
hjá henni. Það var
aldrei neitt mál ef eitt-
hvað þurfti að gera,
það var bara gert
strax.
Hún var mjög sam-
viskusöm, vandvirk og
vann mjög skipulega
allt sem hún tók sér
fyrir hendur. Allt var í
röð og reglu hjá henni.
Hún var einstaklega flink í höndum
og smekkleg eins og heimili hennar
ber vitni um.
Hún var mjög listfeng, allt lék í
höndum hennar hvort sem það voru
hannyrðir eða að mála á kerti eða
postulín. Þegar Þórey gekk til liðs við
Oddfellowregluna lagði hún sitt af
mörkum við fjáröflun. Hún málaði á
kerti fyrir stúkuna okkar allt fram á
síðasta dag.
Fjölskyldan á mikinn sælureit,
„Tobbukot“, á Hvítársíðu í Borgar-
firði. Þar var gott að koma, þar naut
hún þess að dvelja í faðmi fjölskyldu
og vina. Fjölskyldan er mjög sam-
hent og höfðu þau undanfarin ár ver-
ið að byggja við og endurnýja og
bæta og það var gaman að fá að fylgj-
ast með hvað hafði verið gert nýtt.
Hún hlakkaði til að geta dvalið þarna
sumarlangt þar sem þau hjón voru
bæði hætt að vinna.
Hún hafði gaman af því að safna
gömlum munum með sögu og var bú-
in að koma sér upp mörgum slíkum
sem hún sýndi með stolti ef svo bar
undir. Það er mér mikil gæfa að hafa
kynnst Þóreyju og fengið tækifæri til
að starfa með henni.
Ég mun sakna hennar mikið en
söknuðurinn er mestur hjá fjölskyldu
hennar, eiginmanni, börnum, tengda-
börnum og ekki síst öldruðum for-
eldrum sem horfa nú á eftir sínu
seinna barni.
Ég ber kveðju frá Bergþórusystr-
um.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð yfir kveðjuna hér,
þinn orðstír mun lifa um ókomna daga,
indælar minningar í hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Við Ásgeir sendum fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Sjöfn Eyfjörð.
Fósturmóðir mín og frænka Sig-
urrós Ingþórsdóttir er látin á ní-
tugsta og fjórða aldursári. Hún
fæddist á Óspaksstöðum í Hrútafirði
og ólst þar upp til 17 ára aldurs, en
eftir að afi féll frá árið 1934 var heim-
ilið leyst upp og flutti amma með
börnin, sem enn bjuggu heima, til
Reykjavíkur. Skólaganga var ekki
löng, nokkrir mánuðir í farskóla.
Hún sagði frá því að hún hefði ekki
verið send í skóla á einn bæinn í
sveitinni þar sem foreldrar hennar
vissu að þar var ekki til mikill matur.
Sjálf sagðist hún aldrei hafa farið
svöng að sofa.
Hún giftist fósturföður mínum
Hjálmari Guðjónssyni árið 1947 og
flutti með honum í hans heimabyggð
Vopnafjörð og var ég með í för
tveggja ára gömul. Seinna tóku þau í
fóstur Ragnhildi Hreiðarsdóttur,
sem kom til okkar tæplega sex ára
gömul. Þar bjuggum við til 1959 en
þá brugðu þau Rósa og Hjálmar búi
og settu stefnuna á Kópavog. Þeirra
leiðir skildi árið 1964. Rósa bjó í
Kópavoginum í 40 ár en síðustu 10
árin á Grandavegi í Reykjavík. Hún
lifði ekki bara tímana tvenna, hún
mamma, öllu heldur þrenna. Frá
gamla bændasamfélaginu til nútíma-
tæknialdar er langur vegur en þó svo
stuttur. Hún var fulltrúi hinna gömlu
gilda, sem því miður hafa lítið verið í
hávegum höfð undanfarið, en koma
Sigurrós Ingþórsdóttir
✝ Sigurrós Ingþórs-dóttir fæddist 31.
ágúst 1917. Hún lést á
hjartadeild Landspít-
alans við Hringbraut
6. janúar 2011. For-
eldrar hennar voru
Ingþór Björnsson,
bóndi á Óspak-
sstöðum í Hrútafirði,
og Hallbera Þórð-
ardóttir kona hans.
Þau eignuðust 12
börn, fjögur þeirra
dóu ung og af þeim
átta sem komust á
legg var Sigurrós næstyngst. Þar
að auki áttu þau einn uppeldisson.
Þau eru nú öll látin.
Sigurrós giftist árið 1947 Hjálm-
ari Jóni Guðjónssyni frá Strand-
höfn í Vopnafirði. Þau hófu sinn bú-
skap í Strandhöfn en fluttu suður
árið 1959 og settust að í Kópavogi.
Þau slitu samvistir árið 1964. Fóst-
urdætur Sigurrósar og Hjálmars
eru Margrét S. Guðnadóttir, syst-
urdóttir Sigurrósar, og Ragnhildur
Hreiðarsdóttir. Einnig fóstraði Sig-
urrós þá Hjálmar Theodórsson og
Davíð Elvar Hill.
Útför Sigurrósar hefur farið
fram í kyrrþey.
vonandi til baka. Ég
var alin upp við það að
maður ætti að vera
heiðarlegur, segja satt
og lofa ekki meiru en
hægt væri að standa
við. Þessu bý ég enn að
sem og íslenskunni,
sem ég lærði í æsku.
Ég ólst líka upp við
fordómaleysi og það
að allir menn væru
jafnir, sem var gott
veganesti.
Rósu mömmu, eins
og ég kallaði hana, var
annt um landið sitt og tungumálið,
sem henni fannst á stundum ekki fá
nógu góða meðferð í munni æskunn-
ar. Hennar helstu áhugamál voru
tónlist, blóm og hannyrðir og svo fal-
leg föt. Þær voru ófáar búðarferð-
irnar sem við fórum og alltaf fann
hún eitthvað, enda var hún alltaf svo
vel til fara að eftir var tekið.
Eftir að hún flutti í Vesturbæinn
fór hún að fara tvo daga í viku í
Múlabæ í dagvist aldraðra. Þar fékk
hún ýmsa þjónustu og naut sín í góð-
um félagsskap. Elskaði að spila og á
tímabili, meðan sjónin var ennþá
sæmileg, bjó hún til hálsfestar sem
flestar konur í fjölskyldunni, ungar
og eldri, skarta nú. Ég sendi kærar
kveðjur og þakkir til allra í Múlabæ
og ekki síst til þess ágæta starfsfólks
sem þar er og hugsar um aldraða
fólkið af alúð og umhyggju.
Líf okkar mömmu var samofið á
svo margan hátt. Örlögin höguðu því
þannig til að hún fóstraði syni mína
tvo að miklu leyti og kann ég henni
ómældar þakkir fyrir. Ég sagði við
hana á dögunum að þótt við værum
ekki alltaf sammála þá yrðum við
alltaf vinkonur. Við gátum endalaust
talað saman og rökrætt. Þrátt fyrir
háan aldur var hún allt til enda skýr í
hugsun og fylgdist vel með.
9. desember sl. veiktist mamma og
var eftir það fjórar vikur á Landspít-
alanum við Hringbraut þar sem vel
var um hana hugsað á deild 14E þar
til hún lést 6. janúar sl. Það er komið
að leiðarlokum. Ég kveð hana með
söknuði og þakklæti
Megi hún hvíla í friði.
Margrét Guðnadóttir.
Örlögin gáfu mér óhefðbundna
fjölskyldu. Líffræðilega séð var Sig-
urrós, eða Rósa eins og flestir köll-
uðu hana, ömmusystir mín en í raun-
veruleikanum var hún miklu meira
en það. Hún ól mig upp eins og son
sinn meðan móðir mín gegndi hlut-
verki oftar ætluðu feðrum, sérstak-
lega á þeim tímum. Ég kallaði Rósu
mömmu þegar ég var lítill, svo Rósu
ömmu, seinna Rósu frænku, síðar
bara Rósu, en á seinni árunum kall-
aði ég hana það sem hún ávallt var –
Rósa mín.
Rósa kenndi mér það sem foreldr-
ar ættu að kenna börnum sínum.
Hún kenndi mér að segja satt, að
taka tillit til annarra, að hjálpa þeim
sem minna mega sín, að gera það
sem er rétt hvort það sem það er vin-
sælt eða ekki, að bera virðingu fyrir
öðru fólki og þá sérstaklega mér
eldri. Hún kenndi mér að standa upp
í strætó fyrir fullorðnu fólki, hún
kenndi mér að vera ekki eigingjarn á
hluti og hún kenndi mér að stundum
verður maður að fórna sínum áætl-
unum fyrir aðra, sem hún gerði
ósjaldan. Hún vissi líka að ég var
ófullkominn, eins og allir aðrir, og
kenndi mér að hafa samviskubit þeg-
ar ég gerði eitthvað af mér eða sagði
ósatt. Hún kenndi mér að tala ís-
lensku rétt og bera virðingu fyrir
máli okkar, sem ég reyni að gera enn
þann dag í dag þótt ég hafi búið er-
lendis í tæp 28 ár, og hún kenndi mér
að vera stoltur af landi og þjóð þótt
lítil séum við. Hún kenndi mér allt
þetta og var sjálfri sér sönn. Hún
kenndi mér líka aðra hluti á léttari
nótum. Hún kenndi mér að lesa og að
meta góðar bækur, spila á spil, tefla,
ráða krossgátur, allt hlutir sem
stuðluðu að þroska mínum og allt
hlutir sem ég mun gera svo lengi
sem ég hef getu til. Síðast en ekki
síst kenndi hún mér að elska tónlist,
sem leiddi meðal annars til þess að
ég fór í kór sem þótti kannski ekki
strákalegt á þeirri tíð. Hún hlustaði á
fjölbreytta tónlist og ég man vel eftir
því að sitja og hlusta á Rósu raula
með íslensku lögunum. Seinna sátum
við saman og hlustuðum á Mario
Lanza, Enrico Caruso og Jussi
Björling meðal annarra. Stundum
ræddum við um tónlistina en stund-
um nutum við hennar bara og sögð-
um ekki orð.
Það fór kannski ekki mikið fyrir
Rósu en hún hafði mikil áhrif á hver
ég er og hvernig ég reyni að lifa mínu
lífi. Það er og verður skrýtið að koma
heim til Íslands án þess að eyða góð-
um stundum með Rósu í spjalli eða
spilamennsku. Hennar verður sárt
saknað en það eru margar góðar
minningar í hug og hjarta. Örlögin
gáfu mér óhefðbundna fjölskyldu en
hún hefði ekki getað verið betri.
Davíð Elvar Hill.
Elsku mamma. Ég var bara fimm
ára að verða sex þegar ég fékk þig
fyrir mömmu, það var mitt lán. Þú
varst góð, þú varst ströng, þú varst
ákveðin, þú varst vandvirk. Og þú
varst músíkölsk. Ég man þegar þú
raulaðir „Áfram veginn“ með Stefáni
Íslandi, „Draumur fangans“ með
Erlu Þorsteinsdóttur og „Ljúft er að
láta sig dreyma“ með Alfreð Clau-
sen, í eldhúsinu heima, alltaf með
svuntu, já ég man hvernig þú raul-
aðir eða blístraðir þessi lög.
En þú gerðir fleira en að syngja,
þú varst flink í höndunum, saumaðir
öll föt á okkur stelpurnar og á brúð-
urnar okkar líka. Svo bjóstu til svo
góðan mat sem ég hef reynt að líkja
eftir. Einnig varstu hrifin af blómum
og við áttum þar sameiginlegt
áhugamál sem við ræddum oft og
þér fannst gaman að skoða myndir af
blómunum mínum í Noregi. Þér
þótti svo gaman að spila. Fyrir
mörgum árum kenndi ég þér
„tveggja manna vist“ og alltaf þegar
ég var í heimsókn frá Noregi spil-
uðum við. „Eigum við ekki að taka
eina runu“ sagðir þú og við eyddum
mörgum ógleymanlegum stundum
við þessa spilamennsku.
Þú varst mikill Íslendingur, þér
þótti vænt um landið þitt og sást ekki
ástæðu til að ferðast mikið, enda
tíðkaðist það ekki á þeim árum. Þó
fórstu eina ferð, árið 1982. Þá heim-
sóttir þú mig til Noregs, en ég var að
fara að eiga yngsta barnið mitt, hann
Kjell Rúnar, og þú komst til að
hugsa um heimilið á meðan. Þá sástu
að þú gast gert eitthvert gagn með
þessari ferð, þetta var ekki bara
skemmtiferð. Og þú varst börnunum
mínum hin besta amma, þeim Rósu
Björgu, Söndru Dögg og Kjell
Rúnari, sem nú sakna sárt Rósu
ömmu sinnar. Þegar þeirra börn
fæddust gleymdir þú heldur aldrei
að senda þeim eitthvað á afmælum
og jólum, spurðir um þau þegar við
hittumst eða töluðum saman í síma
og vildir alltaf fylgjast með þeim.
Ég er þakklát fyrir allt sem þú
gafst mér og virði allt það góða sem
þú hefur gert fyrir mig og seinna
börnin mín og þeirra börn. Ég vil
þakka þér, mamma mín, fyrir að
vera sú sem þú varst. Allar góðu
minningarnar um þig mun ég varð-
veita í hjarta mínu.
Ragnhildur Hreiðarsdóttir.
Mig langar með fáeinum orðum að
minnast hennar fóstru minnar.
Ég veit að hún hefði ekki kært sig
um mærð eða málskrúð, svo kveðjan
verður stutt.
Hún átti ekki merkilega ævi, ef
mælt er á kvarða fyrirmenna og for-
seta. Lífið var lengst af óttalegt basl,
efnin lítil og tækifærin takmörkuð.
Það liggja ekki eftir hana stórvirkin
eða minnisvarðarnir.
Og þó.
Hún kom fjórum börnum til
manns þótt hún eignaðist engin sjálf.
Það hefur margur haft meira og gert
minna.
Og nú er hún farin. Hún kvaddi
þennan heim ekki baráttulaust. Þótt
heilsan væri orðin léleg var lífsvilj-
inn sterkur. Og ég fékk að sitja hjá
henni undir það síðasta. Halda í
höndina hennar og segja henni hvað
mér þætti vænt um hana.
Það var sárt að horfa á lífið fjara
út, en gott að geta verið hjá henni.
Takk fyrir allt, elsku Rósa mín.
Hjálmar Theodórsson.