Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 33

Morgunblaðið - 25.01.2011, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 „BREATHTAKING“ - THE PEOPLE HHHHH MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FRANK OG CASPER MUNU FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FYNDNASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í BÍÓ LENGI ATH. NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ATH. NÚMERUÐ SÆTI Í ÁLFABAKKA (VIP) HHHHH - POLITIKEN HHHHH - EKSTRA BLADET HHHH - H.S.S - MBL EIN MAGNAÐASTA ÞRÍVÍDDARMYND ALLRA TÍMA M A T T D A M O N HHHH „ÞETTA ER MYND FYRIR GÁFAÐ FÓLK SEM ER NÁTTÚRULEGA FOR- VITIÐ UM HVAÐ GERIST ÞEGAR YFIR MÓÐUNA MIKLU ER KOMIÐ.“ - ROGER EBERT HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER H E R E A F T E R NÝJASTA MEISTARVERK CLINT EASTWOOD SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA FBL. - F.B. HHHH MBL. - H.S. HHHH SÝND Í EGILSHÖLL ERU FRÁBÆRAR Í ÞESSARI BRÁÐFYNDNU GAMANMYND MARGT GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS ÞEGAR GAMLAR ÓVINKONUR ÚR FRAMHALDSKÓLANUM HITTAST Á NÝ H.S. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK Í 3D LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR SETH ROGEN JAY CHOU CHRISTOPH WALTZ AND CAMERON DIAZ SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SE FOSSI SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. HHHHH „SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI” - S.V BOXOFFICE MAGAZINE SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI „HIN FULLKOMNA STEFNUMÓTAMYND.“ - BONNIE LAUFER, TRIBUTE CANADA „SPRENGHLÆGILEG.“ - ALI GRAY, IVILLAGE.COM HARRY POTTER, HERMIONE GRANGER, RON WEASLEY OG VOLDEMORT ERU KOMIN AFTUR Í MAGNAÐASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH 700 kr. Tilboðil 950 kr. á 3D sýning ar 950 kr. á 3D sýning ar 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 950 kr. á 3D sýning ar MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.ISÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 700 kr. - 3D 950 kr. GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIR KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 14 KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20 VIP ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:50 ísl. tal L ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 12 HARRY POTTER kl. 8 10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40 L / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / SELFOSSI THE GREEN HORNET 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:30 - 8 - 10:15 14 ROKLAND kl. 8 - 10:30 12 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 5:30 ísl. tal L GULLIVER'S TRAVELS 3D kl. 5:30 L HEREAFTER kl. 8 12 TRON: LEGACY 3D kl. 10:40 10 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 9 - 10:10 14 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D kl. 6:20 ísl. tal L TANGLED 3D enskt tal kl. 8 L YOU AGAIN kl. 8 - 10:20 L MEGAMIND ísl. tal kl. 5:50 L ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI kl. 5:50 ísl. tal L YOU AGAIN kl. 8 L ROKLAND kl. 10:10 12 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:10 14 / KEFLAVÍK ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI kl. 5:50 ísl. tal L NARNIA kl. 5:50 L THE GREEN HORNET kl. 8 - 10:20 12 ROKLAND kl. 10:10 12 KLOVN - THE MOVIE kl. 8 14 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI kl. 5:50 ísl. tal L THE TOURIST kl. 8 - 10:10 12 GULLIVER'S TRAVELS kl. 6 L ROKLAND kl. 8 12 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10:20 16 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! The Green Hornet, eðaGræni geitungurinn, hófgöngu sína sem útvarps-þáttur í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Seinna voru gerðir sjónvarpsþættir upp úr þáttunum og fór bardagalista- meistarinn Bruce Lee mikinn í þeim sem kóreski þjónninn Kato. Og nú er komin kvikmynd byggð á þáttunum og er sú hvorki fugl né fiskur. Leikstjórinn er þó enginn annar en Michel Gondry, maður sem á að baki meistaraverkið Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Eitthvað hefur farið veru- lega úrskeiðis hjá Gondry í þetta sinn og má kenna um slöku hand- riti og leikurum. Í myndinni segir af heldur ógeð- felldum syni eiganda virts dag- blaðs í Los Angeles, Britt Reid, sem eyðir öllum sínum stundum í svall og kvennafar og rífur kjaft þess á milli. Faðir hans hefur gef- ist upp á því að fá drenginn til að gera eitthvað af viti og sonurinn veit svo að segja ekkert um starf föður síns eða fjölmiðlun almennt. Þegar faðir hans deyr erfir strák- urinn fjölmiðlaveldið og kynnist dyggum þjóni föður síns, Kato, sem reynist mikill uppfinninga- maður og bardagalistameistari. Kato þessi hefur dundað sér við að lagfæra eðalvagna föðurins og meðal annars útbúið einn slíkan með ýmsum græjum, skotheldu gleri m.a. og dekkjum sem ekki er hægt að sprengja. Reid og Kato verður furðufljótt vel til vina og ákveða þeir að saga höfuðið af styttu sem reist hefur verið til minningar um föðurinn nýlátna. Í kjölfarið komast þeir í kast við glæpamenn og berja þá í spað. Skemmdarverkið næst á myndavél og fær Reid þá flugu í höfuðið að þeir Kato gerist sjálfskipaðir lög- gæslumenn, klæðist búningum og setji upp grímur og látist vera glæpamenn til að klófesta glæpa- menn (!). Reid þvingar svo rit- stjórn dagblaðsins til að fjalla á forsíðu blaðsins um hið grímu- klædda tvíeyki, Græna geitunginn og aðstoðarmann hans. Þeir fara sem stormsveipur um glæpahverfi L.A. og kála glæpamönnum með skotvopnum og öðrum tólum. Þetta líkar glæpakónginum Chud- nofsky illa og reynir hann allt hvað hann getur að ráða kappana af dögum. Inn í söguna fléttast svo skvísan Lenore Case, einkaritari Reid, sem hann reynir allt hvað hann getur að táldraga en tekst ekki því hann er algjör ruddi. Case dregst hins vegar að hinum prúða Kato og það fer illa í Reid. Þó að nóg sé af átökum og víga- tólum sem James Bond myndi líka vel í þessari kvikmynd er hún nær óbærilega leiðinleg. Það er óvenju- legt að horfa á kvikmynd þar sem aðalpersónan, söguhetjan, er jafn ógeðfelld og leiðinleg og Reid í túlkun Seths Rogen. Rogen lætur dæluna ganga að venju í svo mörg- um innihaldslausum atriðum að maður fer fljótlega að óska þess að glæpamönnunum takist að kála Græna geitungnum og ljúka þessu af. Rogen kæfir algjörlega með- leikara sinn Jay Chou sem leikur Kato, en Chou er afskaplega mál- haltur og því skiljanlegt að hann hafi fengið lítinn texta að flytja. Allt of miklu púðri er eytt í til- gangslaust leiðindablaður og alltof litlu púðri í að móta persónur eða byggja upp einhverja spennu. Vondi karlinn er meira að segja leiðinlegur og litlaus og Cameron Diaz algjörlega upp á punt, birtist skælbrosandi snemma í mynd án þess að nokkuð broslegt sé á ferð og er í algjörlega þýðingarlausu hlutverki sem snoppufríður einka- ritari. Hasaratriðin eru þó ágæt- lega úr garði gerð og það eina sem talið verður myndinni til tekna. Gondry tekst vonandi betur upp næst. Það hlýtur bara að vera. Gondry skýtur yfir markið Sambíóin The Green Hornet bmnnn Leikstjóri: Michel Gondry. Aðalhlutverk: Seth Rogen, Jay Chou, Christoph Waltz og Cameron Diaz. 108 mín. Bandaríkin, 2011. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Leiðindi Seth Rogen og Jay Chou sem Græni geitungurinn og aðstoðarmaður hans Kato. Leikararnir ná illa saman í kvikmyndinni og gagnrýnanda leiddist mjög áhorfið. Hasaratriðin eru þó ágætlega úr garði gerð. Það er löngu tímabært aðhylla Samúel Jón Sam-úelsson fyrir hinn frábærageisladisk Helvítis fokking funk sem kom út síðastliðið sumar. Nafn disksins er útúrsnúningur á frægu skilti, Helvítis fokking fokk, sem notað var í búsáhalda- byltingunni á Austurvelli. Eins og Samúel sagði sjálfur í spjalli við Morgunblaðið á sínum tíma er tónlistin innblásin af mót- mælunum. Nöfn laganna hafa ákveðnar skírskotanir í ástandið og t.a.m. endar platan á dreymandi sálmi sem heitir Guð blessi Ísland og vísar þar í fræga ræðu forsætisráð- herra í október 2008. Burtséð frá tilefninu og skírskot- unum hefur Samúel tekist að setja saman þrususvala stórsveitarfönk- plötu af gamla skólanum þar sem áhrifa gætir úr ýmsum áttum, rök- rétt framhald af fyrri pælingum Samúels. Ræturnar liggja að sjálf- sögðu nær Harlem og Nígeríu held- ur en Austurvelli eins og vera ber. Samúel semur og útsetur alla tón- listina fyrir 18 manna sveit frábærra spilara og eiga þeir allir sinn þátt í að gera útkomuna eftirminnilega, hvort sem er í flóknum útsettum samleik eða í flottum sólóum. Tón- listin er undir áhrifum afrófunks Fela Kuti og margra annarra, enda Samúel ófeiminn að flíka áhrifavöld- unum. Stundum er skyldleiki óþægi- lega mikill við meistaraverk eldri tíma eins og t.d. kvikmyndatónlist David Shire úr Taking of Pelham One Two and Three (1973), í Phobos & Deimos. Hvað sem því líður er Helvítis fokking funk einfaldlega óslitin skemmtun, þétt og grípandi. Bugaðir og stórskuldugir Íslend- ingar sem ganga bognir í baki eftir bankahrunið hafa eignast fyrsta flokks stórsveitarfönktónlist þar sem spilagleði og fönkstuð getur ekki annað en lyft andanum. Ég segi bara Guð blessi Samúel Jón Sam- úelsson. Óslitin skemmtun Geisladiskur Samúl Jón Samúelsson Big Band – Helvítis Fokking Funk bbbbn ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST Tilnefningar til bandarísku kvik- myndaskammarverðlaunanna Raz- zie liggja nú fyrir og hljóta flestar tilnefningar kvikmyndirnar The Last Airbender og Twilight Saga: Eclipse. Verðlaunin eru veitt fyrir það versta á liðnu kvikmyndaári í Bandaríkjunum. Fyrrnefndar myndir hlutu níu tilnefningar hvor og hlaut leikstjóri The Last Airben- der, M. Night Shyamalan m.a. til- nefningu fyrir verstu leikstjórn og myndin er einnig tilnefnd fyrir mestu misnotkun á þrívíddarbíó- tækninni. Þrír aðalleikarar Twight Saga: Eclipse eru tilnefndir fyrir verstan leik, Robert Pattinson, Tay- lor Lautner and Kristen Stewart. Tilnefnd Stilla úr kvikmyndinni Twilight Saga: Eclipse. Þær verstu tilnefndar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.