Morgunblaðið - 02.02.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Helstu stefnumál Vöku? „Fá aftur upptöku-
próf, koma á prófsýningardegi, aðhald á ein-
kunnaskilum kennara, auka atvinnutækifæri
stúdenta á sumrin, hækka framfærslulán LÍN
og aðallega passa að niðurskurðarhnífurinn
lendi ekki of hart á stúdentum.“
Einhver stefnumál sem hinar fylkingarnar
eru ekki með? „Við erum með breytingar-
tillögu um stúdentaráð. Okkur finnst ekki
nógu skilvirkt að 18
manns eigi að verja
hagsmuni tæplega 15
þúsund manns. Við ætl-
um að hafa eitt ráð fyrir
hvert fræðasvið. Það
yrði kosið í hverju sviði
fyrir sig og hvert sviðs-
ráð myndi hugsa um
hagsmuni sinna nem-
enda. Stúdentaráð
myndi starfa áfram en
það yrði sameinað úr
þessum sviðsráðum.“
„Eitt ráð fyrir
hvert fræðasvið“
Sara Sigurðardóttir, X-A
Helstu stefnumál Röskvu? „Berjast gegn nið-
urskurðinum og við höfnum hækkun skrá-
setningargjalda og fjöldatakmörkunum al-
farið. Við viljum styrkjakerfi í stað lánakerfis
eins og er á Norðurlöndum, Danmörku og
Noregi. Þessi vinna er í gangi innan lána-
sjóðsins og við viljum bara halda áfram að
þrýsta þessari vinnu áfram.“
Einhver stefnumál sem hinar fylkingarnar
eru ekki með? „Það eru
margir með endur-
skoðun lánakerfisins og
lánasjóðsins, en við er-
um að leggja fram þessa
tillögu um styrkjakerfið
og okkur finnst það
gríðarlega mikilvægt.
Þetta er langtímamark-
mið og við höfum þessa
langtímasýn að stefna að
markmiðinu. Þetta get-
ur verið gríðarleg kjara-
bót fyrir alla stúdenta.“
„Styrkjakerfi í
stað lánakerfis“
Guðfinnur Sveinsson, X-V
Helstu stefnumál Skrökvu? „Við viljum að
stúdentaráð sé byggt upp á einstaklingum en
ekki fylkingum. Fylkingakerfið er skaðlegt
stúdentaráði og þessi átakapólitík er ekki
góð ímynd. Starf leggst niður í einhverja
einn, tvo mánuði út af þessari kosningabar-
áttu og okkur finnst það bara skrípaleikur.
Þess vegna erum við með svona háðsádeilu og
erum að gera grín en um leið erum við með
alvöru stefnu sem við
viljum ná árangri með.“
Einhver stefnumál
sem hinar fylkingarnar
eru ekki með? „Þetta er í
raun aðalmálið. Okkur
finnst mikið til í stefnu-
málum þeirra en þau eru
svo mikið með sömu
stefnumál og það er ein
ástæða þess að okkur
finnst það fáránlegt. Við
erum öll frekar sammála
um hagsmuni stúdenta.“
„Átakapólitík er
ekki góð ímynd“
Kolbrún Þorfinnsdóttir, X-S
Helstu stefnumál Stúdentafélags hægrimanna?
„Valfrjálsar sumarannir sem stúdentar greiða
raunkostnað fyrir. Svo er kannski helsta mál-
efnið okkar að veita kennurum aðhald í
kennslu. Við viljum koma á heimasíðu þar sem
hægt er að gefa kennurum einkunnir og um-
sagnir um áfanga sem getur nýst fólki í námi
þegar það velur sér valáfanga og hugar að
sumarnámi. Þannig getur það séð hverju
kennararnir skila af
sér.“
Einhver stefnumál
sem hinar fylking-
arnar eru ekki með?
„Til dæmis þetta með
kennarana og svo vilj-
um við að veit-
ingarekstur verði
boðinn út á há-
skólasvæðinu, hann
er undir einokun Fé-
lagsstofnunar stúd-
enta í dag.“
„Veita kennurum
aðhald í kennslu“
Rúnar Nielsen, X-H
Sparnaður og
fjárfestingar 2011
Opinn fundur VÍB 3. febrúar kl. 20.00 á Hilton Nordica
VÍB býður til fundar um sparnað og fjárfestingar. Fundurinn
er ætlaður öllum sem hafa áhuga á að horfa fram á veginn og
skoða þá kosti sem bjóðast í sparnaði í dag.
Eignastýring Íslandsbanka hefur fengið nafnið VÍB og veitir alhliða eigna- og verðbréfa-
þjónustu með áherslu á fagmennsku og fræðslu. VÍB er leiðandi á íslenskum markaði með
hundruði milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina, allt frá
einstaklingum til fagfjárfesta.
Sérfræðingar VÍB veita upplýsingar um sparnað og fjárfestingar sem henta stöðu hvers og
eins. Vertu velkomin(n) í heimsókn á Kirkjusand eða í næsta útibú Íslandsbanka til þess að
fara yfir þín mál eða fá nánari upplýsingar um þjónustu VÍB.
19.30 Húsið opnað
Ráðgjafar VÍB verða á staðnum
20.00 Fundarsetning
Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður Reksturs og innra eftirlits VÍB
20.10 Hvenær kemur endurreisnin?
Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Greiningar Íslandsbanka
20.30 Einföld ráð sem sagan kennir
Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri Fagfjárfestaþjónustu VÍB
20.50 Þjónusta VÍB í sparnaði
Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður Ráðgjafar og þjónustu VÍB
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB
21.15 Fundi slitið
Spurningar og svör með ráðgjöfum VÍB
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is
Nánari upplýsingar og
skráning á www.vib.is
eða í síma 440 4900
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
0
-2
3
5
3